Morgunblaðið - 05.11.1986, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.11.1986, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986 53 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA Karate æfa allir saman — litið inná innanfélagsmót hjá Stjörnunni f Garðabæ Innanfélagsmót karatedeildar Stjörnunnar í Garðabæ var haldið 26. október síðastliðinn. Greini- lega sást á móti þessu að ungl- ingastarfið í karate í Garðabæn- um er með miklum ágætum því fjölmennustu flokkar þessa móts voru flokkar barna og unglinga. í karatedeild Stjörnunnar eru um 80 félagar og eins og tíðkast í karate æfa allir aldursflokkar og ' bæði kyn saman en þetta skapar sérstaklega skemmtilegt and- rúmsloft á æfingum að sögn þeirra sem stunda íþróttina. Þetta leiðir stundum til þess að foreldrar : krakka sem æfa rekast inná æfing- ar með þeim og fá bakteríuna. Stjörnumönnunum hefur þó geng- ið erfiðlega að fá stelpur til að æfa karate „þær virðast flykkjast í fim- leika," sagði Hannes Hilmarsson formaður deildarinnar. Byrjendur í Stjörnunni æfa tvisvar í viku en lengra komnir æfa þrisvar í viku. Yngstu meðlimir fé- lagsins eru 7 ára en í Mekka karateíþróttarinnar Japan byrja krakkar að æfa 4 ára. Allir aldurs- flokkar tóku að sjálfsögðu þátt í innanfélagsmótinu en þar var keppt í kata og kumite. Kata eru skylduæfingar en kumite er frjáls bardagi. Á mótinu í Garðabæ var gaman að sjá hve mikla ögun og einbeit- ingu ungu karatekapparnir höfðu tileinkað sér en þessa eiginleika er nauðsynlegt að hafa á valdi sínu í karate sem og öðrum bardögum lífsins. MorgunblaðiðA/IP MorgunblaðiðA/IP • Gísli Helgason sýnir hór hvers hann er megnugur, hann verst vel höggum andstæðingsins og skapar sér færi til sóknar um leið. Sýndi honum brögð og hann hljóp skíthræddur í burtu ÍVAR Helgason sýndi það og sannaði á innanfélagsmóti kar- atedeildar Stjörnunnar að hann er baráttumaður eins og þeir gerast bestir. ívar setti alltaf uppí sig eitthvert plaststykki áður en • ívar Helgason ræðst hér tll atlögu hann lagði í bardaga og var hann spurður út í þetta plaststykki. „Þetta er plastgómur eins og boxarar nota, ef það er kýlt framan í mann er maður öruggari með plastgóminn," svaraði hann. Góm- inn góða keypti pabbi hans fyrir hann í Danmörku. ívar var ekki alveg öruggur á hve lengi hann hefði æft en það er eitthvað í kring- um eitt eða eitt og hálft ár. Honum fannst fortíðin ekki skipta máli því hann stefndi á að ná svarta beltinu í framtíðinni en það taldi hann að ívar með góminn góða gæti tekið um 10 ár. ívar fékk bronsverðlaun í kumite en gekk að eigin sögn illa í kata. Kumite vekur líka meiri áhuga hjá honum. „Maður lærir að verja sig í kumite, ef einhverjir stærri strák- ar eru að abbast uppá mann þá er maður öruggari ef maður hefur lært kumite. Einu sinni ætlaði stór strákur að lemja mig í skólanum. Ég sýndi honum nokkur brögð og hann hljóp skíthræddur í burtu," sagði ívar ekki óánægður. Morgunblaðiö/VIP • í karate getur augnablikseinbeitingarleysl kostað mann sigur og því er nauðsynlegt fyrir þessa tvo og aðra karatekappa að vera sífellt vel á verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.