Morgunblaðið - 05.11.1986, Page 51

Morgunblaðið - 05.11.1986, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986 “RLÞlUöl'? feG- ÞHRF BÐ EA FW> TRLH Vlí> HRNN SrfFAN SALU<S^=»u Tölvuvæðing upplýsinga- þjónustu Pósts og síma í Velvakanda (8. okt. sl.) gerir Karl athugasemdir við þjónustu svokallaðra 0-númera hjá Pósti og síma. Þetta eru þjónustunúmer stofnunarinnar. Skilja má á Karli að hann eigi einkum við upplýsing- ar, 03. Hann hefur að eigin sögn orðið fyrir því að ekki hefur verið svarað þegar hann hringir í þjón- ustunúmer og síminn jafnvel hringt út án þess að hann næði sam- bandi. Karl segir í framhaldi af þessu: „Mér finnst að þetta hafi einkum komið til eftir að farið var að tölvuvæða upplýsingar og nýju símkerfin tóku við af þeim gömlu." Nú er það staðreynd að virka daga fá að jafnaði 10—12.000 símnotendur upplýsingar með því að hringja í 03. Talsímaverðir í langlínumiðstöðinni, 02, annast handvirku langlínuafgreiðsluna og handvirku farsímaþjónustuna, 002, auk þess sem þeir vekja á hveijum morgni 700—800 símnotendur. Tölvuvæðing upplýsingaþjón- ustunnar fyrir nokkrum árum flýtti mjög fyrir afgreiðslu upplýsinga og gerði kleift að veita öllum símnot- endum á landinu sömu þjónustu að þessu leyti. Eins og ljóst má vera hringja margir daglega í upplýsingar og margir virðast kjósa það frekar en að fletta upp í símaskrá. Þetta veld- ur því að mikið álag er á upplýsinga- þjónustunni allan daginn og má því búast við að ekki takist að svara öllum sem hringja þegar mest mæðir á. Með því að fjölga starfs- fólki og bæta við svarbúnaði væri hægt að bæta þjónustuna eins og Karl getur sér réttilega til, en við það ykist að sjálfsögðu kostnaður stofnunarinnar og um leið símnot- enda. Fullyrða má að tölvuvæðing og ný símkerfi auki afköst og bæti þjónustuna, þótt Karli finnist ann- að. Án tölvuvæðingar væri ekki unnt að veita þá þjónustu sem nú er fyrir hendi nema með mikilli ijölgnn starfsmanna. En þrátt fyrir sjálfvirkni er ekki líklegt að hin gamla handvirka þjónusta falli al- veg úr gildi. Áfram verður leitað leiða til að gera betur og koma til móts við óskir og kröfur símnot- enda. Jóhann Hjálmarsson, blaðafulltrúi Póst- og símamálastofnunar. Matthías Bjarna- son á heiður skilið Kæri Velvakandi Mig langar til að nota þetta tæki- færi til að óska Matthíasi Bjarnasyni viðskiptamálaráðherra innilega til hamingju með hans ákveðnu stefnu gagnvart Sovétmönnum varðandi saltsíldarkaup og olíukaup. Eg verð að segja að ég er nokkuð hissa á því hversu íslensk stjómvöld virðast vera róleg í þessu máli. Má vera að glansinn sé ekki alveg af leiðtogafundinum en íslenska þjóðin getur ekki lifað á glansmyndum. Ef Sovétmenn geta ekki staðið við milliríkjassamninga við ísland þá eru þeir í raun og veru að segja upp öllum þeim tengslum sem skapast hafa á milli ríkjanna. Þá það. Við finnum nýja markaði. Virðingarfyllst Vilhjálmur Alfreðsson Þessir hringdu. . Reidhjóli stolið Húsmóðir hringdi: Nýju BMX-reiðhjóli var stolið síðastliðinn sunnudag þar sem það stóð á horni Bræðraborgarstígs og Holtsgötu. Níu ára drengur úr nágrenninu hafði gleymt hjóli sfnu þarna en er hann hugðist sækja það var hjólið horfið. Reið- hjólið er svart og silfurgrátt, keypt fyrir þremur mánuðum. Þeir sem upplýsingar geta gefið um reiðhjólið eru beðnir að hringja í sfma 13966 og er fundarlaunum heitið. HEILRÆÐI Slysavamafélag íslands vill vekja athygli skotveiðimanna á að gæta ávallt fyllstu varúðar f meðferð skotvopna og hafa það jafnan hugfast að fjöldi fólks á öllum aldri leitar útivistar og fer í göngu- ferðir án þess að gera sér grein fyrir því að á svæðinu sé stunduð ijúpnaveiði. Jafnframt beinir SVFÍ þeim vinsámlegu tilmælum til allra þeirra er útivistar njóta að skipuleggja ferðir sínar um þau landsvæði þar sem ijúpnaveiði er ekki leyfð og bendir í því sambandi á friðlýst útivistarsvæði. 51 0 l Bönabœ í kvöld kl. 19.30. Hœsti vinningur aö verömœti kr. 45.000,- Heildarverömœti vinninga ekki undir kr. 180.000, Óvœntir hlutir gerast eins og venjulega. Húsiö opnar kl. 18.30. Blaðburóarfólk óskast! KÓPAVOGUR Nýbýlavegur 5-36 Dalbrekka 2-8 Hlíðarvegur 1-29 o.fl. Hlíðarvegur 30-57 fMttgmiMaMfr i í { i J í I GUFUGLEYPIR E 601 Blomberq Nóvemberkjör: Verð: 9.450 stgr. Útb: 2.000 l Lágvær — 3 styrkleikar. Inn- byggð lýsing. Stillanlegurgler- skermur. Getur blásið út eða hringrásað loftið gegnum kola- síu. Festanleg á vegg eða beint undiryfirskáp. Styrkur375 m klst. Litir: Brúnn, gulur, grænn, rauð- ur, grár, hvítur. EF EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI I6995 Ertu að byggja — Viltu breyta — Þarftu að bæta | JD O (Q 3 (0 a (0 % 0) •Q 3 (0 '55 o> > JQ O (0 3 t: LU LÆKKAÐ VERÐ Afsl. Málning ....... 15^/o Penslar, bakkar, rúllusett ...... 20°/o Veggfóður og veggdúkur. 40% Veggkorkur ....... 40% Veggdúkur somvyl . 50% LÆKKAÐVERÐ til hagræðis fyrir þá sem eru að BYGGJA - BREYTA EÐA BÆTA Líttu við í LITAVERI því það hefur ávallt borgað sig. t m 3 c l 0) i o» J o- i 2 j s. í a> a cr í ® í * í a> ; u. TJ t 0> fi> o» o- Ertu að byggja — Viltu breyta — Þarftu að bæta f I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.