Morgunblaðið - 05.11.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.11.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986 Stefanía Sunna Hockett og Tínna Gunnlaugsdóttir „Tristan og ísold“ Verður alnæmissjúkl- ingur sviptur sjálfræði ? ÆFINGAR eru nú hafnar á kvik- myndinni „Tristan og ísold“. Þær Stefania Sunna Hockett og Tinna Gunnlaugsdóttir munu væntanlega fara með aðalkven- hlutverkin í kvikmyndinni, en höfundur hennar og leikstjóri er Hrafn Gunnlaugsson. Myndin er byggð á sögunni um Tristan og Ísold og er sagan látin gerast á Sturlungaöld á íslandi, en leikurinn berst um alla Skandinavíu og suður til Rómar. Þær Stefanía og Tinna leika frænkur í myndinni. Myndin er gerð í samvinnu við sænsku kvikmyndastofnunina og sænska sjónvarpið, en framleiðandi fyrir sænsku kvikmyndastofnunina er Katinka Faragó, sú hin sama og gerði „Fanny og Alexander" með Ingmar Bergman. LANDLÆKNIR íhugar hvað beri að gera fylgi eiturlyfjasjúklingur sem sýktur er af alnæmi, ekki ströngum reglum sem læknar hans hafa sett um samskipti við annað fólk. „Það er rétt að við höfum íhugað hvort til greina komi að svipta viðkomandi sjálfræði haldi hann áfram að eiga samræði við aðra. Þetta gæti þetta reynst eina ráðið. En það verður nægur höfuðverkur að greiða úr þessu ef að því kem- ur,“ sagði Ólafur Olafsson, landlæknir í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins. Að sögn Ólafs hefur það komið til tals í nágrannalöndum okkar að svipta alnæmissjúklinga sjálfræði, sýki þeir aðra vitandi vits. Þeir al- næmisjúklingar sem hér um ræðir eru aðalega í hópi vændiskvenna. í nokkrum nágrannalandanna hefur þetta raunar verið framkvæmt, en fer hljótt að sögn Ólafs. Aðspurður hvernig hugsanleg sjálfræðiskipt- ing gæti náð takmarki sínu, og hvort eiturlyfjasjúklingurinn sem hér um ræðir yrði lokaður inni sagði Ólafur: „Það hefur komið til tals, en hérna er um að ræða gífurlega flókið mál lagalega séð. Sönnunar- byrðin hvílir á okkur, þetta heyrir undir dómara en ekki lækna. Við Á RÍKISTJÓRNARFUNDI í gær- morgun kynnti Ragnhildur Helgadóttir, heilbrigðisráð- herra, áætlun um að efla varnir almennings gegn alnæmi. Til þessa verkefnis hefur verið sett aukafjárveiting að upphæð 2,5 milljónir króna. Að sögn Ragn- hildar munu peningarnir renna til þess að kosta áætlun land- læknis um að senda erindreka i skóla og á vinnustaði til að fræða ungt fólk um sjúkdóminn. í næstu viku verður byrjað að heimsækja skóla í Reykjavík. Einnig er í undirbúningi útgáfa bæklings sem dreift verður á öll heimili i landinu seinna i vetur og dreifirit til fræðslu fyrir homma. „Nýjustu tölur brýna okkur enn á ný til að snúa við blaðinu áður en útbreiðslan er orðin of mikil. Smitanatilfelli alnæmis eru því mið- ur afar fljót að margfaldast," sagði Ragnhildur. „Áhættan er mest í yngstu aldurshópunum, 15-25 ára, því á þeim aldri er fólk oft að leita sér að maka og stofnar til ýmissa lausasambanda. Fólk á þessum aldri þarf því að vita mjög vel um þær hættur sem slík sambönd hafa í för með sér.“ Ólafur Ólafsson,landlæknir, vildi þakka heilbrigðisráðherra fyrir þetta framtak. „Ég vil þakka henni þann dugnað að útvega aukafjár- veitingar í þetta verkefni. Eins og vitum ekki hver yrði úrskurður þeirra." Ólafur staðfesti að tveir eitur- lyfjasjúklingar, karl og kona, væru undir slíku eftirliti lækna. Að sögn hans hefur annar þeirra nú yfirgef- ið landið. stendur virðist þetta fé duga vel, en vitaskuld veit maður ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Að sögn Ólafs hefur það komið í ljós að alnæmi breiðist út fyrir áhættuhópana aðallega fyrir til- stuðlan eiturlyfjasjúklinga. „Það er útbreiddur misskilningur að hafi maður ekki náin samskipti við homma eða eiturlyfjaneytanda sé viðkomandi á fríum sjó,“ sagði hann. „Staðreyndin er sú að það er nóg að eiga samskipti við ein- hvem sem hefur haft náin kynni af smituðum eiturlyfjasjúklingi fyr- ir einu til tveimur árum til þess að vera í hættu.“ Hann sagði að lækn- ar og læknanemar hefðu verið fengnir til þess að fara í fram- haldskólana og á vinnustaði á næstu vikum. „Við viljum ekki líta á þetta sem sérstakt átak sem gæti fjarað út. Svona aðgerðir verða sífellt að vera í gangi. Því hef ég óskað eftir því að ráða fræðslufull- trúa sem muni sinna slíkum ferðum í framtíðinni." Ritinu, sem áður er nefnt og dreift verður á öll heimili, er rit- stýrt af Haraldi Briem, smitsjúk- dómasérfræðingi. Á vegum landlæknis er einnig unnið að gerð bæklings fyrir homma og mun hon- um verða dreift í samvinnu við Samtökin ’78. Verkefnið í heild er unnið í samstarfi landlæknisem- bættisins, heilbrigðisráðuneytisins og Farsóttanefndar ríkisins. Kristín Anna Þórarins- dóttir, leikkona, látin Fræðsluherferð af stað gegn alnæmi VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi f gær: Um 200 km vestur af Snæfellsnesi er 980 millibara smálægð og önnur álíka 300 km suðvestur af Vestmanna- eyjum, báðar a leið norðnorðaustur. SPÁ: Vestanátt, allhvöss eða hvöss (7-8 vindstig), verður rikjandi á landinu. Él eða haglél um sunnan- og vestanvert landið en úrkomu- laust annars staðar. Hiti á bilinu -2 til 2 stig. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FIMMTUDAGUR: Aðfararnótt fimmtudagsins verður enn vestanátt á landinu, með éljum vestanlands og á annesjum norðanlands. Þegar kemur fram á daginn snýst vindur til suðaustanáttar, hlýn- andi í bili, og fer að rigna um sunnan- og vestanvert landið. FÖSTUDAGUR: Útlit fyrir noröaustanátt með snjókomu á Vest- fjörðum og ef til vill einnig norðanlands, en vestan- eða suðvestanátt með éljum sunnan til á landinu. Veður fer heldur kólnandi. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- 10 Hhastig: 10 gráður á Celsíus A stefnu og fjaðrirnar • V * V Skúrir Él Heiðskírt v vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. “(jlk Léttskýjað / / / r r r r Rigning Þoka r r r z=z Þokumóða .rA Hálfskýjað * / * ? 5 Súld *|gjj| Skýjað / * / * Slydda r * r * * * oo 4 Mistur Skafrenningur 0“»* * * * * Snjókoma * * * K Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að M tíma hiti veflur Akureyri 3 súld Reykjavik 6 rigning Bergen 7 skýjafl Helsinki 4 rigning Jan Mayen -2 frostúði Kaupmannah. 9 skýjafl Narssarssuaq -5 snjókoma Nuuk -« skýjafl Osló 2 léttskýjað Stokkhólmur S skýjað Þórshöfn 8 rigning Algarve 22 heiðskírt Amsterdam 11 skýjað Aþena 17 skýjað Barcetona 16 heiðskirt Berlín 8 skýjað Chicago 4 alskýjað Glasgow 10 skýjað Feneyjar vantar Frankfurt 6 skýjað Hamborg 10 skýjað Las Palmas 23 hálfskýjað London 10 skýjað LosAngeles 14 léttskýjað Lúxemborg 6 skýjað Madríd 17 léttskýjað Malaga 20 hálfskýjað Mallorca 19 léttskýjað Miami vantar Montreal 6 rigning Nice 17 iéttskýjað NewYork 9 rigning Paris 7 þoka Róm 16 tkýjað Vín 6 skýjað Washlngton 8 alskýjað KRISTÍN Anna Þórarinsdóttir, leikkona, lést á Borgarspítalan- um í Reykjavík, aðfaranótt sunnudagsins 2. nóvember síðast- liðins á 51. aldursári. Kristín Anna fæddist í Reykjavík 26. október 1935, dóttir hjónanna Öldu Möller leikkonu og Þórarins Kristjánssonar símritara. Hugur hennar hneigðist snemma að leiklist og hún hóf ung leiklistarnám og gat sér g;ott orð fyrir hæfileika sína á því sviði. Má þar meðal annars nefna leik hennar í „Glerdýrin" eft- ir Tennessee Williams og túlkun hennar á Julíu í „Rómeó og Júlía“ eftir William Shakespeare. Hin síðari ár fékkst Kristín Anna mikið við leikstjórn og setti upp fjölda verka, m.a. fyrir áhugamannaleik- hús víða um land. Hún starfaði mikið að leiklistarmálum við Menntaskólann á Laugarvatni, þar sem hún bjó um margra ára skeið með eftirlifandi manni sínum Kristj- áni Ámasyni. Hún lætur eftir sig fjögur uppkomin böm. Kristín Anna Þórarinsdóttir. Guðmundur G. í prófkjör GUÐMUNDUR G. Þórarinsson, fyrrverandi alþingismaður Framsóknarflokksins í Reykjavík, tók þá ákvörðun í gær, að taka þátt í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar, og stefna að því að ná fyrsta sæti. Þegar hafa þeir Haraldur Ólafs- son alþingismaður og Finnur Ingólfsson aðstoðarmaður sjávarút- vegsráðherra lýst því yfir að þeir taki þátt í prófkjörinu í Reykjavík og stefni að því að ná fyrsta sætinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.