Morgunblaðið - 05.11.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.11.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986 Matthías Á. Mathiesen á fundi með Jeffrey Howe: Samskipti Islands og EB rædd í Vín Morgfunbladsins. Vín. Frá Onnu Bjarnadóttur, fréttaritara MATTHÍAS A. Mathiesen, ut- anríkisráðherra íslands, ræddi við Jeffrey Howe, utanríkisráð- herra Bretlands, um samstarf íslands við Evrópubandalagið í Vín í gær. Howe látvarður ávarp- aði Ráðstefnuna um öryggi og samvinnu í Evrópu, RÖSE, fyrir hönd Bretlands og Evrópubanda- lagsins í upphafi hennar og átti Biðst vægðar fyrir bylting- ardómstóli Managua, AP. EUGENE Hasenfus baðst í gær vægðar fyrir byltingardómstóln- um í Nicaragua. Rétturinn mun skera úr um hvort Hasenfus hafi gert sig sekan um hryðjuverk og aðra glæpi þegar hann flutti vopn fyrir skæruliða, sem berjast gegn stjórn sandinista. Veijandi Hasenfus er Griffin Bell, fyrrum dómsmálaráðherra í Banda- ríkjunum. Hann sagði að undirbúin hefði verið yfirlýsing, sem hinn ákærði ætlaði að lesa. Griffin sagði að yfírlýsingin mundi ekki breyta gangi himintunglanna. „Við vonumst til þess að hún verði til þess að Has- enfus hljóti vægan dóm. Það er von okkar að þessi sönnunargögn, sem við ætlum að leggja fram, verði til þess að sandinistastjómin sýni mis- kunn.“ Þrír menn eru dómendur í bylting- ardómstólnum, lögfræðingur, vöru- bílstjóri og verkamaður. fund með Matthíasi skömmu síðar. „Við fjölluðum um ráðstefnuna og þætti sem Howe lagði áherslu á í sambandi við hana í ræðu sinni,“ sagði Matthías. „Við vorum sam- mála um að fijáls viðskipti séu mikilvægur þáttur sem getur stuðl- að að auknum mannréttindum eins og hann sagði í ræðu sinni. Ég gerði honum grein fyrir ætlun Islendinga að auka samskipti við Evrópubandalagið með því að opna sendiráð í sambandi við það í Bruss- el í desember og bauð honum að vera viðstaddan opnunina." Howe er nú formaður ráðherranefndar bandalagsins. „Við ræddum einnig samskipti íslands og Bretlands lítil- lega og samstarf þjóðanna í Atl- antshafsbandalaginu. Við vorum sammála um að það verður að gæta þess vandlega að ekki komist á misvægi í öryggismálum þegar afvopnunarml á einu sviði en ekki öðru eru rædd.“ Howe átti fund með Shew- ardnadse, utanríkisráðherra Sov- étríkjanna, í gærmorgun. Þeir ræddu afvopnunarmál, samband Sýrlands við hryðjuverkamenn og útfærslu landhelginnar við Falk- landseyjar. Hann gerði Shew- ardnadse grein fyrir stuðningi Breta við afstöðu Reagans í Reykjavík. Howe sagði á fundi með fréttamönnum að Shewardnadse hefði verið harður á því að Sovét- menn væru reiðubúnir að semja um afnám kjamorkuvopna en geim- vamaráætlun Bandaríkjanna yrði að vera hluti af því samkomulagi. AP/Símamynd Biðin senn á enda David P. Jacobsen, sem öfgasinnaðir shítar héldu föngum í 17 mánuði í Beirút, kom á þriðjudag til Vestur-Þýskalands. Mynd þessi af börnum hans var tekin í flugstöðinni í Frankfurt en þangað komu þau til að taka á móti föður sínum. Lengst til vinstri er Eric, sonur David Jacobsen, en við hlið hans stendur Diane Duggan, systir hans. Fyrir miðri myndinni er Cathy Jacobsen en hún er gift Paul sem er lengst til hægri. Gengi gjaldmiðla London, AP. BANDARÍKJADALUR hækkaði gagnvart jeninu í gær en lækk- aði gegn öðrum helztu gjaldmiðl- um. Því var spáð að dalurinn kynni að lækka enn frekar ef demókratar ynnu meirihluta í öldungadeildinni í kosningunum í gær. Dalurínn lækkaði gagnvart sterl- ingspundinu, sem kostaði 1,4155 dollara miðað við 1,4130 í fyrra- kvöld. Hann hækkaði hins vegar um 2,15 jen í Tókýó og var skráður þar á 163,60 jen miðað við 161,45 sl. föstudag, en peningamarkaður var lokaður á mánudag. í London í gærkvöldi var dalurinn skráður á 1,6385 jen. Annars var gengi dalsins þann veg í gær að fyrir hann fengust: 2,0570 v-þýzk mörk (2,0700) 1,7135 svissn. frankar (1,7223) 6,7115 franskir frankar (6,7500) 2,3245 holl. gyllini (2,3370) 1.420,50 ít. lírur (1.429,00) og 1,39025 Kanadadalir (1,39145). Gullverð hækkaði í 408,50 dali í Zurich (405,50) og 408 í London (406). ÞEGAR FÆRÐ OG VEÐUR GERA AKSTUR ERFIÐAN TERCEL 4WD TOYOTA Á reynslubrautum Toyota hefur Tercel 4WD farið í gegnum erfið próf. Hann heldursínu striki í frosti, hita, regni og þurrki og hefur sannað ágæti sitt við erfiðustu aðstæður. En prófraun tímans er samt mikil- vægust. Ánægðir ökumenn um allan heim hafa reynt Tercel 4WD á því prófi og farið með sigur af hólmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.