Morgunblaðið - 05.11.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.11.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðaistræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Deilurnar í Fram- sóknarflokknum * Akjördæmisþingi Framsóknar- flokksins í Norðurlandi eystra á sunnudaginn gerðust þau tíðindi, að meirihlutinn hafnaði áframhaldandi setu Stefáns Val- geirssonar á Alþingi. Hann verður ekki á framboðslista flokksins í kjördæminu í næstu kosningum. I framhaldi af því hafa stuðnings- menn Stefáns hvatt hann til sérframboðs og þingmaðurinn hefur ekki tekið ólíklega í þann möguleika. I síðustu alþingiskosningum fengu framsóknarmenn þijá menn kjörna í Norðurlandi eystra, Ingv- ar Gíslason, Stefán Valgeirsson og Guðmund Bjamason. Ingvar, sem skipaði efsta sætið og er fyrsti þingmaður kjördæmisins, skýrði frá því á þingi Sambands ungra framsóknarmanna í haust að hann hefði ákveðið að draga sig í hlé og yrði ekki í framboði í næstu kosningum. Þá þegar hófust vangaveltur um það, hver tæki sæti hans á framboðslistan- um. Stefán Valgeirsson, sem áður skipaði annað sætið, taldi eðlilegt að hann færðist upp, en ýmsir áhrifamenn í flokksforystunni og í kjördæminu töldu frekar við hæfí að Guðmundur Bjamason, sem skipað hafði þriðja sæti list- ans, yrði arftaki Ingvars Gíslason- ar. Þessir sömu menn lögðu jafnframt hart að Stefáni Val- geirssyni að draga sig í hlé og gefa yngri mönnum og konum í flokknum tækifæri. Ágreiningurinn um það, hvort Guðmundur Bjamason eða Stefán Valgeirsson skipi efsta sæti á framboðslista Framsóknarflokks- ins í Norðurlandi eystra speglar alvarlegan vanda, sem flokkurinn á við að glíma. Framsóknarmenn hafa verið að tapa fylgi á undan- fömum ámm og skoðanakannanir benda til þess að enn eigi eftir að fjara undan flokknum. Flokks- menn tala mikið um það, að þetta fylgistap stafí af „neikvæðri ímynd“ flokksins í fjölmiðlum og vitund almennings. Þessi ímynd er m.a. sú að þingmenn flokksins séu gamlir karlmenn og lítt nú- tímalegir í framgöngu og einkuin þó í samskiptum við fjölmiðla. Að undanfömu hefur mjög verið rætt um það innan flokksins, að nauð- syn beri til þess að yngja upp á framboðlistum hans og fá konur í framboð. Steingrímur Her- mannsson, formaður Framsóknar- flokksins, hefur tekið undir þetta sjónarmið og að því hefur verið látið liggja, að hann hafi verið þess hvetjandi að Stefán Valgeirs- son, sem er elsti þingmaður flokksins, hætti þingmennsku. Stefán Valgeirsson lýsti því yfir áður en gengið var til kosn- inga um efsta sætið á framboðs- listanum að hann tæki ekki neitt annað sæti á listanum ef hann biði lægri hlut í þeirri kosningu. Hann lýsti því síðan yfir þegar úrslitin voru ljós og honum hafði verið hafnað, að „aftaka" hefði farið fram og kosningin væri „sviðssetning" ákveðinna afla í flokknum. „Ég er ekki viss um að sigurvíman vari lengi," sagði þingmaðurinn ennfremur og kvað unnt að áfrýja dómi kjördæmis- þingsins. „Og verði það gert gæti orðið á brattann að sækja fyrir einhveija, þá þýðir tæpast að hanga í pilsföldum eða ráðamönn- um fyrir sunnan,“ sagði hann. Þessi orð verða ekki skilin öðru- vísi en sem hótun um sérframboð, enda hafa fylgismenn Stefáns hvatt hann til slíks og hann segist vera að hugsa málið. Sérframboð Stefáns hlyti að valda Framsókn- arflokknum miklum erfiðleikum og yrði naumast til þess að fjölga þingmönnum flokksins í Norður- landi eystra, sem um langt árabil hefur verið eitt mikilvægasta kjör- dæmi flokksins. Það virðist vera mat meirihluta framsóknarmanna í Norðurlandi eystra að Guðmundur Bjamason og Valgerður Sverrisdóttir, sem kosin var í annað sæti listans, séu nútímafólkið sem flokkurinn þarfnast. Á þann dóm skal ekki lagt mat hér. Á hitt er að líta að yfírlýst andstaða Guðmundar Bjamasonar við sölu ríkisfyrir- tækja er tæpast mjög nútímaleg skoðun. Og nýjasta framlag hans til „nútímaumræðu", sem er bar- átta fyrir því að áfengisútsala verði fremur opnuð í grennd við stórmarkað KRON í Mjóddinni í Reykjavík en í Hagkaupshúsinu í Kringlubæ, getur var|a talist mjög burðugt málefni. En kannski er það bara kostur fyrir nútíma- stjómmálamann! Átök framsóknarmanna í Norð- urlandi eystra snúast einnig um ólíka hagsmuni héraða og í þann búning var skoðanaágreiningur- inn á kjördæmisþinginu einkum klæddur. Guðmundur Bjamason og Valgerður Sverrisdóttir eru bæði Suður-Þingeyingar, en Stef- án Valgeirsson Norður-Þingey- ingur. Hinir síðamefndu telja sig þurfa að eiga fídltrúa á Alþingi til að gæta hagsmuna sinna og annast ýmsa fyrirgreiðslu fyrir sig. Þegar úrslit kosninganna um framboðslistann lágu fyrir gekk stór hópur þeirra af kjördæmis- þinginu. Það á eftir að koma í ljós hvort þetta fólk er jafnframt gengið úr Framsóknarflokknum og styðji hann ekki í næstu kosn- ingum. Ef það er raunin blasir fylgishrun við í þessu gamalgróna vígi framsóknarmanna og vöggu samvinnuhreyfíngarinnar. Skattkerfísbr eytin^ og tekjuöflunarker eftir Sigvrð B. Stefánsson Morgunblaðið birti 18. október sl. fyrri hluta greinar Sigurðar B. Stefánssonar um skattkerfis- breytingu Bandaríkjamanna og tekjuöflunarkerfi íslenska ríkis- ins, en greinin birtist upphaflega í Vísbendingu, tímariti, sem Kaupþing h/f gefur út. í siðasta tölublaði ritsins birt- ist seinni hluti þessarar greinar og hefur Morgunblaðið fengið leyfi höfundar til þess að birta þá grein einnig. Fer hún hér á eftir: í hlutlausu og einföldu skattkerfí hlýtur að vera meginregla að skatt- leggja allar tekjur á sama hátt, hvernig sem þeirra er aflað. Vegna þess mismunar sem nú ríkir á milli skattlagningar fjármagnstekna ein- staklinga (þ.e. vaxtatekna) annars vegar, og annarra eignatekna (t.d. leigutekna) og launatekna hins veg- ar, er skattheimtan engan veginn hlutlaus gagnvart þvi hvemig tekn- anna er aflað. Þessi mismunun verður ekki leiðrétt nema með því að skattleggja vaxtatekjur á sama hátt og aðrar tekjur. Skattlagning vaxtatekna hefur í för með sér mikla breytingu gagnvart sparifjár- eigendum en til þessa hafa vaxta- tekjur einstaklinga verið skatt- frjálsar með öllu (nema hjá þeim sem hafa vaxtafrádrátt). Á þessa breytingu ber að líta sem hluta af nýju skattkerfi þar sem tekjuskatt- ur er lagður á í aðeins einu eða tveimur þrepum og með sem allra fæstum frádráttarliðum (sjá grein 18. október) og þar sem samtíma- innheimta hefur verið tekin upp. Um leið er eðlilegt að sá eignaskatt- ur sem nú er innheimtur sé lagður niður. Núverandi skattlagn- ing fjármagnstekna í núverandi skattkerfí er verulegt misræmi, ekki aðeins á milli skatt- lagningar Qármagnstekna eða eignatekna og launatekna heldur einnig milli skattlagningar eigna- tekna eftir því hvaða eignir gefa tekjurnar af sér. Allar tekjur ein- staklinga af vöxtum og verðbótum eru skattfijálsar ef viðkomandi not- færir sér ekki vaxtafrádrátt við framtal tekna til skatts. Vaxtagjöld eru frádráttarbær í nokkur ár hjá þeim einstaklingum sem ráðstafað hafa spamaði sínum til kaupa á fasteign til eigin afnota. Vaxtatekj- ur í atvinnurekstri eru aftur á móti skattskyldar með sama hætti og aðrar tekjur og vaxtakostnaður er frádráttarbær. Greiddur eða úthlutaður arður af rekstri hlutafélaga er þó aðeins frádráttarbær frá tekjum fyrirtæk- isins til skatts ef hann er innan við 10% af nafnverði hlutafjár. Arður af hlutabréfum einstaklinga er skattfijáls að vissu marki ef hann er innan við 10% af nafnverði hluta- bréfa og er þar um að ræða aðra og harðari skattlagningu en þegar vaxtatekjur og vaxtagjöld eiga í hlut. í núverandi skattkerfi felst hvatning til fyrirtækja til að reiða sig heldur á skuldir og lánsfé held- ur en framtaksfé eða eigið fé, þrátt fyrir ótvíræða kosti hins síðar- nefnda, og jafnframt hvatning til einstaklinga til að beina sparnaði sínum fremur til kaupa á skulda- bréfum en til hlutabréfaviðskipta. Núverandi skattlagning fjármagns- tekna einstaklinga ívilnar þeim sem forðast að taka nokkra áhættu á kostnað þeirra sem eru reiðubúnir að leggja atvinnulífínu til framtaks- fé og taka með því áhættu. Þetta kemur einnig fram í því að sölu- hagnaður er skattlagður eins og aðrar tekjur þrátt fyrir að vaxta- tekjur séu skattfijálsar. Söluhagn- aður verður þó sjaldnast til nema nokkur áhætta hafi verið tekin og fyrirtækin hafi vaxið og blómstráð, en slík gróska er raunar forsenda hagvaxtar og aukinnar velmegunar í þjóðarbúskapnum. Þá má nefna að leigutekjur ein- staklinga eru skattlagðar eins og aðrar tekjur, þrátt fyrir skattfrelsi vaxtatekna. Eignaskattur er 0,95% af eignum umfram tiltekin mörk en auk þess er nú lagður á 0,25% eignaskattsauki, alls 1,20%. Þannig greiðast 1.200 kr. af hverri 100.000 króna eign umfram fríeignamörk og ef eðlilegir vextir umfram verð- bólgu eru taldir t.d. 6,5% (sbr. vexti af spariskírteinum ríkissjóðs nú) svarar eignaskattsprósentan til um 18,5% skatts af tekjum af viðkom- andi eign (þ.e. vegna 100.000 króna eignar er greiddur 1.200 kr. skattur af 6.500 króna tekjum). Með álagn- ingu eignaskatts verður þetta hlutfall hærra ef tekjur af eigninni eru lægri en sem svarar 6,5% raun- vöxtum en lægra svari tekjumar til hærri raunvaxta og þennan skatt verður að greiða hvort sem viðkom- andi eign gefur af sér háar eða lágar tekjur eða jafnvel engar tekj- ur. Spariskírteini ríkissjóðs eru þó undanþegin eignaskatti hjá ein- staklingum, auk þess sem vextir og verðbætur em skattfijáls með öllu ef viðkomandi hefur ekki vaxta- gjöld til frádráttar. Auk ofangreindra tilbrigða við skattlagningu ijármagnstekna, sem eru allt frá skattfrelsi til fullrar sköttunar með hæsta jaðarskatti, má nefna lífeyrisgreiðslur og eftir- laun, en þar er skattlagning með alveg sérstöku sniði. Greiðslur ið- gjalda til lífeyrissjóða eru að fullu frádráttarbærar frá skattskyldum tekjum einstaklinga (ef viðkomandi notfærrir sér ekki 10% fastan frá- drátt frá skattskyldum tekjum án sundurliðunar). Tekjur lífeyrissjóð- anna eru einnig skattfijálsar, þ.e. ávöxtun sjóðanna er ekki skattlögð, en eftirlaunagreiðslur eru á hinn bóginn skattskyldar hjá einstakl- ingum á sama hátt og aðrar tekjur. Þessi aðferð við skattlagningu spamaðar og fjármagns er sú sem ýmsar aðrar þjóðir, sem annars skattleggja fjármagnstekjur eins og aðrar tekjur, hafa beitt til að laða fram aukinn spamað. Önnur dæmi um skattfrádrátt hér á landi vegna tekna sem lagðar eru fyrir í stað þess að eyða þeim er að fínna í lögum um skattfrádrátt vegna fjár- festingar manna í atvinnurekstri (nr. 9/1984) og í lögum frá 1985 um húsnæðisspamaðarreikninga. Vilji stjómvöld hvetja til spamaðar er rökrétt að veittur sé einhver skattfrádráttur þegar tekjur em lagðar til hliðar og þeim beint í til- tekin og viðurkennd spamaðar- form. Þegar gengið er á spamaðinn aftur og honum ráðstafað til neyslu eru íjármunimir skattlagðir eins og venjulegar tekjur, bæði það sem upphaflega var lagt til hliðar og það sem bæst hefur við með ávöxt- un. Um skattlagningu vaxtatekna Til að samræma skattlagningu tekna einstaklinga af mismunandi tegundum eigna (fasteignum, skuldabréfum, hlutabréfum, o.s. frv.) og til að gera skattkerfið hlutlaust gagnvart því hvemig teknanna er aflað er ekki um aðra leið að velja en skattleggja vaxta- tekjur eins og aðrar tekjur. Þessi háttur er hafður á í flestum eða öllum viðskiptalöndum Islendinga nema í Japan en þjóðfélagsaðstæð- ur þar og siðir og venjur eru á margan hátt frábrugðnar því sem hér er. Með skattlagningu vaxta- tekna er að sjálfsögðu átt við „raunvaxtahluta" vaxtateknanna, Sigurður B. Stefánsson Síðari hluti í fjárlögiim ársins 1987, sem lögð voru fram á Alþingi í síðustu viku, er gert ráð fyrir að tekjuskattur félaga nemi 1.040 milljónum króna eða um 2,6% af heildartekjum ríkisins. Til samanburðar má geta þess að tekjuskatt- ur fyrirtækja sem hlutfall af heildartekj- um ríkissjóðs í Banda- ríkjunum á árinu 1984 nam 7,1%. Ljóst er að hér er nokkurra breytinga þörf jafnvel þótt leiða megi að því gild rök að endanlega greiðist allir skattar af neytendum. Jafnlitlar skattgreiðsl- ur fyrirtækja og hér um ræðir leiða til vannýt- ingar á skattstofninum, þ.e. tekjum fyrirtækja, og verða þannig til þess að skattheimtan fellur á aðra skattstofna með óeðlilegum þunga. þ.e. þann hluta vaxta sem er um- fram hækkun lánskjaravísitölu. I nágrannalöndunum er víða hafður sá háttur á að skatti af vaxtatekjum eða arði er haldið eftir hjá greið- anda (t.d. banka, fjármálafyrirtæki eða hlutafélagi) og vaxtagreiðslur til einstaklinga eru því vextir eftir skatt. Með þessum hætti verður skattheimtan ekki alltof flókin þar sem skattur af vaxtatekjum er inn- heimtur hjá tiltölulega fáum aðilum og jafnframt verður auðveldara en ella að meta raunvaxtahluta vaxta- teknanna. Söluhagnaður af peningalegum eignum er þó víða um lönd skatt- lagður vægar en aðrar fjármagns- tekjur og launatekjur og er ástæðan vafalaust sú að söluhagnaður myndast ekki nema menn hafi tek- ið réttar ákvarðanir og nokkra áhættu en söluhagnaður verður naumast til nema fyrir vöxt og grósku í viðkomandi fyrirtæki. Al- gengt er að lagður sé um 25—30% skattur á söluhagnað í löndum þar sem jaðarskattur á háar tekjur er helmingi til þrisvar sinnum hærri. Sums staðar er einnig heimilt að draga sölutap vegna annarra eigna frá söluhagnaði og sum ríki, t.d.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.