Morgunblaðið - 05.11.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.11.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986 31 Framboðsmál stjórnmálaflokkanna óðum að skýrast: Flestir framboðslistar munu liggja fyrir í þessum mánuði STJÓRNMÁLAFLOKKARNIR eru flestir komnir vel á veg með að ganga frá framboðslistum fyrir alþingiskosningarnar næsta vor. Sjálfstæðismenn hafa lokið við að raða mönnum á lista í öllum kjördæmum nema á Vesturlandi. Framsóknarmenn hafa gengið frá listum í þrem kjördæmum og Bandalag jafnaðar- manna hefur stillt upp lista í Reykjaneskjördæmi. Þó ekki hafi verið gengið frá öðrum framboðslistum verða þeir flestir tilbún- ir innan mánaðar. Hér á eftir verður farið yfir hvar og hvenær þeir flokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi ganga frá þeim framboðs- listum sem eftir eru. Alþýðuflokkur Alþýðuflokkurinn hefur ákveð- ið prófkjörsdaga í flestum kjör- dæmum nema í Reykjavík og Austurlandi. Enn hefur ekki verið ákveðið með hvaða hætti prófkjör í þessum kjördæmum fara fram. í Reykjavík er það á valdi fulltrúa- ráðs flokksins að ákveða fyrir- komulag og á vegum ráðsins starfar nú framboðsnefnd sem á að athuga hvaða fyrirkomulag sé best. Sú nefnd skilar niðurstöðum til stjórnar fulltrúaráðsins sem aftur leggur tillögur fyrir fulltrúa- ráð. í lögum flokksins er gert ráð fyrir að fram fari prófkjör í öllum kjördæmum. I Reykjavík er reikn- að með að skipan þriggja efstu sætanna verði þannig að Jón Sig- urðsson forstjóri Þjóðhagsstofn- unar skipi efsta sætið, Jóhanna Sigurðardóttir alþinginsmaður 2. sætið og Jón Baldvin Hannibals- son formaður Alþýðuflokksins það þriðja. Niðurstaða um fýrirkomu- lag prófkjörsins liggur væntan- lega fyrir í þessari viku og búist er við að prófkjörið fari fram í november. I þremur kjördæmum verða prófkjör hjá Alþýðuflokknum un næstu helgi, 8.-9 nóvember, á Reykjanesi, Norðurlandi vestra og Suðurlandi. í Reykjanesi eru 8 i framboði, Árni Hjörleifsson, Elín Hjartardóttir, Gretar Mar Jóns- son, Guðmundur Oddsson, Karl Steinar Guðnason, Kjartan Jó- hannsson og Kjartan Sigtryggs- son. I Norðurlandi vestra er einungis kosið um efsta sætið. Þar eru í framboði Birgir Dýrfjörð og Jón Sæmundur Siguijónsson. Á Suðurlandi eru 7 í framboði, Elín A. Artúrsdóttir, Eyjólfur Sig- urðsson, Gu'ðlaugur Tryggvi Karlsson, Kristján Jónsson, Magnús Magnússon, Steingrímur Ingvarsson og Þorlákur Helgason. Ákveðið hefur verið að halda prófkjör í vesturlandskjördæmi 23. nóvember en framboðsfrestur er ekki liðinn. Þar er Eiður Guðna- son talinn öruggur með þingsæti sitt. Á Vestfjörðurm verður próf- kjör síðast í nóvember og þar verður kosið um tvö sæti. Tveir eru í framboði, Karvel Pálmason og Sighvatur Björgvinsson. Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær prófkjör fer fram í Norðurlandi eystra en það verður í síðasta lagi í lok janúar. Búist er við að Ámi Gunnarsson ritstjóri verði einn í framboði um efsta sæti en Kol- brún Jónsdóttir fyrrverandi BJ mað’ur ætlar að bjóða sig fram í annað sætið. Á Austurlandi hefur ekkert verið ákveðið um fyrirkomulag prófkjörs. Þar hefur Guðmundur Einarsson alþingismaður ákveðið að bjóða sig fram í 1. sætið, og hugmyndir vom um að kjördæm- isráð skipaði í önnur sæti listans, en samkvæmt lögum flokksins er slíkt í raun ólögmætt. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið notar ýmist forval eða þá að kjömefndir raða á lista. í Reykjavík verður forval 29.-30. nóvember sem bundið er við flokksmenn. Framboðsfrestur- inn rennur út á fimmtudag. Svavar Gestsson formaður flokks- ins hefur lýst því yfir að hann bjóði sig fram í Reykjavík þó hann hafi verið orðaður við framboð á Vestfjörðum. Guðrún Helgadóttir alþingismaður hefur einnig ákveð- ið framboð.og sama mun einnig vera með Ólaf Ragnar Grímsson, þó fast hafi verið sótt að honum að bjóða sig fram í Reykjanesi. Ásmundur Stefánsson forseti ASI hefur einnig lýst yfir að hann ætli að taka þátt í forvalinu. Þar að auki hafa verið nefnd nöfn Þrastar Ólafssonar framkvæmda- stjóra Dagsbrúnar, og Össurar Skarphéðinssonar ritstjóra. Á Vesturlandi er kjörnefnd að störfum sem velja mun listann, nema hún geri tillögu um að fram fari forval. Á Vestfjörðum fór fyrri umferð forvals fram um síðustu helgi og er ekki vitað hver úrslit urðu þar sem ekki hefur verið safnað saman gögnum. Síðari umferðin verður um mán- aðamótin. Á Norðurlandi vestra er kjörnefnd að störfum en á Norðurlandi eystra verður forval í tveim umferðum. Ekki er ljóst hvenær það fer fram þar sem lengja varð framboðsfrest vegna lítillar þátttöku Á Austurlandi er fyrri umferð forvals lokið og síðari umferð verður um næstu mánaðamót. Þar hefur Helgi Seljan ákveðið að gefa ekki kost á sér. Svo er einn- ig með Garðar Sigurðsson á Suðurlandi en þar fer fram forval í einni umferð um næstu mánaða- mót. Búist er við að Margrét Frímannsdóttir á Stokkseyri skipi efsta sæti listans þar. Á Reykjanesi er að störfum undirbúningsnefnd sem var skip- uð á kjördæmisþingi fyrir rúmri viku og á hún að skila af sér til kjördæmisþings sem verður haldið um næstu helgi um það hvaða tilhögun verður höfð með skipun á framboðslista Alþýðubandalags- ins. Framsóknarflokkur Framsoknarflokkurinn heldur prófkjör í Reykjavík dagana 29.-30. nóvember og rennur fram- boðsfrestur út í dag. Haraldur Ólafsson alþingismaður og Finnur Ingólfsson aðstoðarmaður sjávar- útvegsráðherra hafa báðir gefíð kost á sér í 1. sætið, Ragnheiður Ásta Pétursdóttir hefur gefið kost á sér í annað sætið og Helgi S. Guðmundsson í það þriðja. Skorað hefur verið á Guðmund G. Þórar- insson að gefa kost á sér í 1. sætið Á Vesturlandi fór prófkjör út um þúfur þar sem aðeins komu fram tvö framboð frá alþingis- mönnunum Alexander Stefáns- syni og Davíð Aðalsteinssyni. Þá var skipuð uppstillingamefnd sem enn er að störfum. Á Vestfjörðum verður prófkjör 6.-7. desember og hafa fimm þeg- ar gefið kost á sér, Gunnlaugur Finnsson, Ólafur Þórðarson, Pétur Bjamason , Sigurður Viggósson og Þórunn Guðmundardóttir. Á Norðurlandi vestra hefur far- ið fram könnun meðal flokks- manna hveija þeir vilji helst á lista og fengu alþingismennimir Páll Pétursson og Stefán Guðmunds- son flestar tilnefningar asamt Sveini Sverrissyni, en gengið verður fra'listanum á kjördæmis- þingi 22.-3. nóvember. Á Norður- landi eystra, Austurlandi og Suðurlandi hefur framboðslistinn verið ákveðinn. Á Reykjanesi verður listinn ákveðinn 22. nóvember en þar er efsta sætið frátekið handa Steingrími Hermannssyni forsæt- isráðherra sem flutti sig þangað frá Vestfjörðum. Fjórir hafa boðið sig fram í 2. sætið, Jóhánn Ein- varðsson, Inga Þyrí Kjartansdótt- ir, Níels Ámi Lund og Elín Jóhannsdóttir. Sjálfstæðisflokkur Sjálfstæðisflokkurinn hefur gengið frá framboðum sínum í öllum kjördæmum nema Vestur- landskjördæmi. Þar mun kjör- dæmaráð ásamt kjömum fulltrúum velja á listann á kjör- dæmisráðsfundi 8. nóvember á þann hátt að greidd verða at- kvæði um frambjóðendur í fyrri umferð og í seinni umferð verður valið úr þeim 10 sem flest at- kvæði fengu í fyrri umferðinni. Þetta er sama fyrirkomulag og haft var t.d. á Reykjanesi. Kvennalistinn Kvennalistinn hefur ákveðið að bjóða fram í að minnsta kosti þremur kjördæmum, Reykjavík, Reykjanesi og Vesturlandi og er verið að undirbúa framboð í fleiri kjördæmum. Ekki hefur enn verið ákveðið með hvaða hætti skipað verður á framboðslista Kvenna- listans en það verður rætt á landsfundi flokksins sem haldinn verður um næstu helgi. GSH. I t Morgunblaðið/Ævar Guðmundsson Leikendur í Deleríum Búbónis ásamt leikstjóra. Leikfélag Ólafsvíkur sýnir Deleríum Búbónis Ólafsvik. UNDANFARNAR vikur hafa staðið yfir æfingar á gaman- leiknum Delereíum Búbónis eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni hjá Leikfélagi Ólafsvíkur. Verkið var fyrst sýnt fyrir um það bil 30 árum og er enn í fullu gildi sem bráðskemmtilegur gam- anleikur. Leikendur eru alls 9. Undirleik annast Ronald W. Tumer og leikstjóri er Carmen Bontich. Verkið var frumsýnt laugardaginn 1. nóvember í samkomuhúsi Ól- afsvíkur og önnur sýning var daginn eftir. B.G. Síldarafl- inn orðinn 11.000 lestír 37 BÁTAR eru nú byijaðir á síldveiðum og á miðvikudag höfðu 35 þeirra aflað samtals um 11.000 lesta. Síðustu 7 daga voru 30 bátar með sam- tals 4.360 lestir. 90 bátar hafa leyfi til síldveiða á yfirstand- andi vertíð. Sfldveiðamar hafa að mestu verið stundaðar á Mjóafírði og Seyðisfírði, en sfldin þar er bæði stór og feit. Lítið er farið að ganga á kvóta einstakra báta. Tveir munu þó búnir og aðrir tveir byij- aðir að veiða upp í kvóta annarra. Veiðamar hafa gengið fremur hægt um þessar mundir vegna óvissu um saltsíldarsölu til Sov- étrflqanna. 69-11-00 Auglýsingar 22480 Afgreiðsla 83033 Electrolux 0] Electrolux ffi Electrolux Electroulux BW-uppþvottavélar lánað til allt að h 11 mánaða með IEURC KREPIT samningi Til handhafa Hljóðlát vél í hæsta gæðaflokki Góð kjör — Gott verð m Electrolux © Vörumarkaðurínn hf. jEiðistorgi 11 -sími 622200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.