Morgunblaðið - 05.11.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.11.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986 Veröldin er enn fögur Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson REYKJAVÍKURLJÓÐ. Útgefandi: Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavik, 1986. Reykjavíkurljóð eru gefin út í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkur og hefjast á tilvitnun í Austur- stræti Tómasar Guðmundssonar þar sem vikið er að sextán skáldum í fjórða bekk. Fá þeirra sextán skálda sem Tómas yrkir um urðu raunveruleg skáld og er ekki ólík- legt að sagan muni endurtaka sig um skáld Reykjavíkurljóða. En það fer vel á því að ungt fólk freisti þess að tjá sig í ljóði og viðleitnin bendir til þess að ljóðlist eigi enn sín ítök og iðkun hennar þyki eftir- sóknarverð. í augum Tómasar Guðmudssonar var Reykjavík borg æsku og fegurð- ar. Viðhorf skáldanna í Reykjavík- urljóðum eru hin sömu. „Reykjavík er eins _ og rós“, yrkir Bjamey Kristín Ólafsdóttir. „Eins og regn- boginn fagur er Reykjavík öll“, yrkir Edith Randy. Gerður Kristný Guðjónsdóttir lýsir viðhorfi sínu til borgarinnar með því að kalla fram- lag sitt: Kæra Reykjavík. Guð- mundína Ó. Magnúsdóttir yrkir um „alla þá töfra“ sem borgin á. Krist- inn Gíslason yrkir um „stóru ástkæru Reykjavík". Ólafur Þ. Stephensen persónugerir borgina í ljóðinu Reykjavíkurást og líkir henni við „sveitastúlku og heims- konu í senn“. Ólöf Ásgeirsdóttir ávarpar borgina sína með orðuhum: „Borgin mín fagra". Ragnhildur Ásgeirsdóttir fínnur Paradís í Reykjavík: „Hreint loft, fagur him- inn, tær dropi“. Sólveig Bima Daníelsdóttir birtir eins konar stefnuskrá skáldanna sem felst í yfírlýsingunni: „Reykjavík er góð borg, sem gott er að búa í, lífíð þar er skemmtilegt." Hið jákvæða viðhorf til borgar- innar og borgarlífsins kemur þó ekki í veg fyrir að eitthvað er ekki eins og það á að vera. Meðal þess em rónar og stress sem Ragnhildur Ásgeirsdóttir yrkir um. Ekki er heldur allt með felldu í Næturverð- inum eftir Tryggva V. Líndal. í honum em á ferli leðurblökumaður, óreglumaður og svarta maría. Svo em í bókinni ljóð sem lýsa nokkmm innri átökum. Eitt slíkra ljóða er Desember eftir Guðrúnu Jenný Jónsdóttur. Desember er meðal fárra ljóða þar sem gerð er tilraun til að beita ljóðrænu myndmáli. Mörg ljóðanna í bókinni gjalda þess að þau em of almennt orðuð, lagt er meira upp úr því að tjá hug sinn til borgar og mannlífs en draga upp myndir sem spegla viðhorfín. Yfirlýsingar fara oftast illa í skáld- skap. Þetta gildir þó til dæmis ekki um laglegt ljóð eftir Láms Jón Guðmundsson: Grös borgarinnar. Tvö erindi verða að nægja sem dæmi: Á berangri breiðholta berst lágvaxin grastó fyrir tilveru sinni I friðsælu fossvoga fagnar hávaxið punktstrá sólrikum morgni Nauðsyn myndmáls í ljóði má ítreka með því að vitna í ljóðið Reykjavík eftir Stefán Snævarr þar sem segir m.a.: „ljósin stara á hús sem veifar öngu tré“. En Stefán mun vera eldri og reyndari en flest önnur skáld Reykjavíkurljóða. Sama er að segja um Ragnhildi Ófeigsdóttur sem á þrjú ljóð í bókinni. Þau skera sig úr, ekki síst fyrir rómantískt mynd- mál sem lýsir sér vel í Móðir mín: augu hennar voru eins og í bami sem hefur villst á heiðum úti um haust þegar frostið sprettur á lynginu eins og lítil glitrandi blóm I Reykjavíkurljóðum, þessari vinalegu afmæliskveðju til borgar- innar, eru einnig ljóð eftir Dagnýju H. Lilliendahl, Hjördísi Sigurðar- dóttur, Hrafnkel Óskarsson, Jóhann Valdimarsson, Ólöfu Ásgeirsdóttur, Ómar Gíslason og Sigríði Halldórs- dóttur. Gnýfari — málað 1986. Sýning Björg- vins Sigurgeirs Myndlist Bragi Asgeirsson í eystri sal Kjarvalsstaða sýnir Björgvin Sigurgeir Haraldsson 64 myndverk er hann nefnir „Pastel" — Málverk. Þetta er fimmta sýning Björgvins, sem hefur komið víða við á íslenzkum myndlistarvett- vangi og er m.a. þekktur listaskrif- ari. Þetta er mikil sýning sem Björgvin hefur komið fyrir í Kjarv- alssal og vafalítið öflugasta framlag hans til myndlistar um dagana. sieur Pastel er vandmeðfarin tækni er býr yfir miklum möguleikum og blæbrigðaríkidómi. Auðvelt er að ná hér fram þekkilegum litaáhrifum en hins vegar jafn erfítt að beisla tæknina til úrskerandi árangurs. Á sýningu Björgvins kemur það greinilega fram að honum eru þess- ar staðreyndir fullkomlega ljósar því hann reynir fyrir sér á breiðu sviði. Því er fjarri að hann ofhlaði myndimar og það er einmitt í mynd- um hinna fíngerðari blæbrigða, sem dæmið gengur upp og hann nær sterkustu áhrifunum. Því fer einnig fjarri að það séu jafnan hinir hvellu og skæru litir, sem hafa mest áhrif og kemur þetta ákaflega greinilega fram á sýningu Björgvins Sigur- geirs. Einföld form og einfaldir litir skila hér einmitt eftirminnilegustu áhrifunum. Hér vil ég nefna mynd- ir eins og „Bugur“ (8), „Heiðar- brún“ (17), „Höfuðstafír" (21), „Hafblik" (22), „í hnotskurn" (25), „Kaldi" (30), „Rjóður" (32), „Blokkir) (33), „Heilabrot" (53), „Gul nótt“ (54) svo og myndirnar íslensk framleiðsla ...... Jón Ragnarsson, íslandsmeistari í rallakstri 1986: „Við vissum að þetta yrði erfitt því nú var snjór yfir öllu - en á góðum bíl, með góðan aðstoðarmann og ekki síst vegna dekkjanna sem hafa alveg frábært grip og rásfestu tókst okkur að sigra. OG ÞÓ AÐ MARGT MAN KOMIÐ TIL MÁ AÐ STÓRUM HLUTA ÞAKKA NORÐDEKK SIGURINN.U GUMMI VINNU STOFAN HF RÉTTARHÁLSIS. 84008/84009/ SKIPHOLTI35 S. 31055 nr. 61-64. Þetta er máski full mikil upptaln- ing mynda en það er vegna þess að ég tel Björgvin á réttri braut í þessum myndum og að hér sé um sterkustu hlið hans að ræða í mynd- listinni. Hefði sýningin orðið mun hrifmeiri ef hann hefði einungis lagt áherslu á slíkar myndir og aðrar þeim líkar. Á þessari sýningu kemur t.d. fram að stórar pastel- myndir eru merkilega rúmfrekar á vegg. Annað sem ég tók eftir er að Björgvin hefur bætt sig mikið í lit og vafalítið hefur það nokkuð að segja að hann hefur um árabil kennt litafræði við Myndlistar- og hand- íðaskóla íslands. En slík kennsla er mjög auðgandi ef rétt er haldið á spilunum. í sumum myndum Björgvins nálgast hann jafnvel fút- úrisma, en það mun öðru fremur vera vegna margvíslegra tilrauna við efniviðinn en beinna áhrifa. Um ýmislegt virðist Björgvin sækja fýrirmyndir sínar til alheims- ins, tímans og rýmisins — í senn fjarlægðarinnar sem nálægðarinn- ar. Þetta er mjög áleitið myndefni í nútímanum og birtist í fyölþættri mynd í verkum hinna ólíkustu lista- manna. Þetta er hressileg sýning og rétt er að benda á hve sýningamar þrjár að Kjarvalsstöðum sem nú em í gangi eru ólíkar, enda virðist það ekki vera sama fólkið sem ratar á þær. Það má slá því föstu að íslenzk myndlist verður stöðugt fjölþættari og það er styrkur hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.