Morgunblaðið - 05.11.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.11.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986 9 Hjartans þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig á áttrceÖisafmcelinu 31. október meÖ gjöf- um, blómum og skeytum. LifiÖ heil. Sigurlaug Davíðsdóttir. Skemmtikvöld á vegum kvennadeildar Fáks verður haldið í félagsheimilinu fimmtudaginn 6. nóvember og hefst kl. 21.00. Heiðar Jónssón snyrtir kemur. Mætum allar og tökum með okkur gesti. Kaffiveitingar. Fákur Innkaupastjórar athugið: Úrval af búsáhöldum, gjafavörum og raf- tækjum. „Munið að panta tímanlega fyrir jól“. Kær kveója, sölumenn. S. MAGNÚSSON HF. Heildverslun Nýbýlavegi 24 202 Kópavogur S. MAGNUSSON HF. Við komum á staðinn og gerum gamla baðsettið eins og nýtt á einum degi. Völ er á 21 lit! Eins árs ábyrgð á verki. GERUM TILBOÐ ÞÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU. RAGNAR KARLSSON simi 39990. —i ■s o CD 249.000 kr. er lítið verð fyrir AXEL, sterka og stóra smábílinn. AXEL - ódýr, sterkur og stór. WMGfobust LAGMULA 5 SÍMI 681555 Postsendum. GEís Hlutverk Atlantshafsbandalagsins Wilfried A. Hofman, yfirmaður upplýsingadeildar Atlantshafs- bandalalagsins, flutti á laugardaginn fyrirlestur á vegum Várðbergs og Samtaka um vestræna samvinnu. Þar ræddi hann um hlutverk Atlantshafsbandalagsins og gildi þess fyrir aðildar- þjóðirnar og heimsfrið. í Staksteinum í dag er staldrað við nokkur atriði úr þessum fyrirlestri. Treyst á bandarísk lgarnorku- vopn Wilfried A. Hofman minnti á þá staðreynd, að andspænis yfirþyrm- andi hemaðarmætti Sovétríkjanna bæði i kjamorkuvopnum og venjulegum vopnum ættu evrópskir aðilar að Atlantshafsbandalaginu ekki annarra kosta völ en að treysta á lqam- orkuvemd Banda- ríkjanna. Til þess að Sovétmenn áttuðu sig á þvi, að þess vemd væri virk, þyrftu Bandaríkja- menn bæði að hafa venjulegan herafla og kjamorkuherafla í Evr- ópu; með þeim hætti væm tryggð tengsl á milli vama Evrópu og langdrægs kjamorkuj herafla Bandaríkjanna. I Evrópu og Bandaríkjun- um óttuðust menn kjam- orkuárás og besta vömin gegn henni væri eins og sakir stæðu fælingar- máttur langdrægs kjam- orkuherafla _ Banda- ríkjanna. í Evrópu óttuðust menn þar að auki árás með venjuleg- um vopnum og besta vömin gegn henni væri einnig sú, að hugsanleg- ur árásaraðili stæði andspænis kjamorku- herafla Bandaríkjanna. Meðaldrægar eldflaugar Bandaríkjamanna í Evr- ópu sköpuðu nauðsynleg tengsl við bandariska kjamorkuheraflann til að halda aftur af Sovét- mönnum. Af þessum sökiun hefðu menn áhyggjur af því, ef sú trygging, sem meðal- drægu flaugamar veittu, hyrfi úr sögunni án nauð- synlegra hliðarráðstaf- ana. Hofman sagði, að Bandaríkjamönnum værí kappsmál, að skortur á venjulegum vamarmættd í Evrópu leiddi ekki til kjamorkuátaka. Evrópu- menn hefðu á hinn bóginn ekki haft mátt til að styrkja hefbundnar vamir nægilega til þess að standa Sovétmönnum og fylgiríkjum þeirra snúning. Til þess þyrfti að lengja herþjónustu i að minnsta kosti þrjú ár og veija 7% þjóðarfram- leiðslu til vamarmála í stað 3%. Samanburð- arfræðin Hofman sagði, að nýs og hættulegs viðhorfs gætti nú hjá mörgum i Evrópu, það er að leggja Bandaríkin og Sovétríkin að jöfnu. Þvi værí haldið fram, að þau stæðu sið- ferðilega jafnfætis. Þeir, sem þannig töluðu, gleymdu mörgu, til að mynda þvi, að enginn andmælandi Reagans, forseta, væri tekinn fast- ur og þyrfti að þola lyfja-pyntingar í geð- veikrahælum; að fjöl- miðlar gætu ekki komið neinum sovéskum leið- toga frá völdum; að flest það, sem veitti lifi okkar gildi, væri annað hvort utan seilingar í Sovétríkj- unum eða i hættu. Taldi ræðumaður, að margir Evrópubúar litu á samskipti Banda- ríkjanna og Sovétríkj- anna eins og knatt- spyrauleik. Evrópumenn væm ekki aðeins á besta stað á áhorfendabekkj- unum heldur væm þeir einnig dómarar um gang leiksins og vei þeim, sem leyfði sér að deila við dómarann. Þessir and- stæðingar Banda- ríkjanna væm alltaf þeirrar skoðunar, að Bandarikjamenn hefðu alltaf rangt fyrir sér, hvort sem þeir tækju af skaríð eða ekki og hvort sem dollarinn hækkaði eða lækkaði. Henry Kiss- inger hefði einu sinni sagt, að samkvæmt töl- fræðilegum lögmálum, hlytu Bandaríkjamenn þó einstöku sinnum að ramba á rétta niður- stöðu. í umræðunum um meðaldrægar eldflaugar i Evrópu hefði sú skoðun ráðið hjá friðarhreyfing- unum, að bandarísku flaugamar væm hættu- legri fríðnum en hinar sovésku, sem beint væri gegn Vestur-Evrópuríkj- unum. Af þessu tilefni hefði Francois Mitter- rand, Frakklandsforseti, komist þannig að orði, að fríðarhreyfingamar væm vestan jámtjalds en eldflaugamar austan þess. Eftir kjamorkusly- sið í Chemobyl mætti segja sem svo, að kjam- orkumengunin ætti upptök sín austan jám- tjaldsins en umhverfis- fræðingamir væm vestan þess. Wilfried A. Hofman sagði, að Atlantshafs- böndin milli Banda- ríkjanna og Evrópu væm óhjákvæmileg til að varð- veita frið og frelsi þjóðanna í þessum heims- hluta. Mestu skipti, að menn beggja vegna hafs- ins minntust þess, að þeir væm á einum og sama báti, þrátt fyrir ágrein- ing um leiðir og hags- munaárekstur. Stað- reyndin værí einfaldlega sú, að hagsmunum einn- ar þjóðar yrði best gætt með þvi að líta eftir sam- eiginlegum hagsmunum. Starfsemi Atlantshafs- bandaiagsins miðaði að því að „framleiða" frið og frelsi fyrir ÖU aðild- arríkin um ókomin ár - með minnstu áhættu og mesta öryggi. Hvað vild- um við annað? ÁVALLT MIKIÐ ÚRVAL AF FERÐATÖSKUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.