Morgunblaðið - 05.11.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986
25
Ráðstefna um Helsinki sáttmála sett:
Fundurinn 1 Reykjavík ofar-
lega á baugi á ráðstefnunni
Beðið eftir fundi Shultz og Shewardnadse í dag
Vtn. Frá Önnu Bjaraadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
DR. FRANZ Vranitzky, kanslari
Austurríkis, setti fjórðu Ráð-
stefnuna um öryggi og samvinnu
í Evrópu, RÖSE, við hátíðlega
athöfn í Hofburg í Vín í gær-
morgun. Utanríkisráðherrar
langflestra rikjanna þrjátíu og
fimm í Evrópu og Norður
Ameríku sem undirrituðu Hel-
sinki sáttmála voru viðstaddir
opnunina. Ráðstefnan mun fara
yfir sáttmálann og ræða hvernig
það má framfylgja honum betur.
Hún mun að minnsta kosti standa
fram til 31. júlí nk. Matthias Á.
Mathiesen, utanríkisráðherra,
var viðstaddur opnunina fyrir
Islands hönd ásamt Hreini Lofts-
syni, aðstoðarmanni sínum,
Benedikt Gröndal, sendiherra
Islands í Svíðjóð, og Hjálmari
W. Hannessyni, sendifulltrúa.
Orlov um Vínarfundinn:
„Náðtin pólitískra
fanga í Sovétríkj-
unum skilyrði“
Ráðherrar aðildarríkja Helsinki
sáttmála ávarpa ráðstefnuna í upp-
hafi. Edward Shewardnadse,
utanríkisráðherra Sovétrílqanna og
George Shultz, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, ávarpa hana í dag.
Þeir hafa ekki hist síðan í Reykjavík
en munu eiga fundi saman í eftir
hádegi og í fyrramálið. Leiðtoga-
fundurinn á Islandi er ofarlega í
hugum fulltrúa á ráðstefnunni og
nokkur eftirvænting ríkir vegna
funda ráðherra stórveldanna. Nið-
urstaða þeirra getur sett svip á
ráðstefnuna sem er að hefjast.
Vín, AP.
SOVESKI útflytjandinn Yuri Orlov sagði á blaðamannafundi í gær
að tilgangslaust væri að halda þriðja fundinn um Helsinki-sáttmál-
ann án þess að setia náðun pólitískra fanga í Sovétríkjunum sem
skilyrði.
Orlov sagði að stjómir vestrænna
ríkja væru uppteknar af takmörkun
vígbúnaðar og gleymdu því oft að
náið samband væri milli öryggis-
mála annars vegar og mannrétt-
indamála hins vegar.
„Hvernig er hægt að tala um
alþjóðlega sáttmála, ef Sovétmenn
hlýða ekki einu sinni eigin lögum,“
sagði Orlov.
„Ég hef gert mér grein fyrir því
síðan ég kom til vesturs að fólk
heldur að öryggi merki afvopnun.
Það eru mistök."
Rúmlega 50 mannréttindasam-
tök gengust fyrir blaðamannafund-
inum, sem haldinn var um leið og
fundur 35 þjóða um endurskoðun
mannréttindaákvæða Helsinki-sátt-
málans hófst í Vín.
Orlov kvað mannréttindasamtök-
in hafa farið fram á að bandarískir
embættismenn krefðust þess að
gefið yrði út úrslitaskjal. „Þar á að
gera náðun allra pólitískra fanga í
Sovétríkjunum að skilyrði, einkum
þeirra, sem hafa reynt að sjá til
þess að farið verði að Helsinki-
sáttmálanum.“
Sovétmenn létu Orlov lausan í
fangaskiptum við Bandaríkjamenn
fyrir mánuði síðan. Flutti Orlov þá
til ísraels. Hann hafði verið rúmari
áratug í fangelsum og þrælkunar-
búðum vegna tilrauna sinna til að
fylgjast með því að Helsinki-sátt-
málinn yrði haldinn.
Andersson mót-
mælir hlerunum
Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunbladsins í Stokkhólmi.
STEN ANDERSSON, utanríkis-
ráðherra Svíþjóðar, hyggst vekja
máls á hlerunum Sovétmanna í
sendiráði Svíþjóðar í Moskvu á
Vínarráðstefnunni, sem hófst í
gær.
Andersson mun eiga fund með
Eduard Shervardnadze, utanríkis-
ráðherra Sovétríkjanna, á föstudag.
Þar kveðst hann ætla að ítreka
óánægju sænsku ríkisstjómarinnar
vegpia njósna innan veggja sendi-
ráðsins og tjá hinum sovéska
starfsbróður sínum að sænska ríkis-
stjómin álíti slíka framkomu með
öllu óviðunandi. Andersson hyggst
m.a. vitna til gildandi samþykktar
um friðhelgi sendiráðsbygginga og
starfsmanna utanríksráðuneyta.
Sovétmenn hafa enn ekki svarað
formlegum mótmælum Ingvars
C-arlsson, forsætisráðherra Svíþjóð-
ar, sem hann kom á framfæri við
Boris Pankin, sendiherra Sovét-
stjómarinnar í Stokkhólmi.
Bandarískar pizzur á
borðum Sovétborgara?
New York, AP.
BANDARISKA stórfyrirtækið
„Pepsico“ hyggst á næsta ári
hefja rekstur 100 „skyndibita-
staða“ í Sovétríkjunum og
verða pizzur þar falar gegn
vægu gjaldi. Samningaviðræð-
ur standa nú yfir og kveðast
talsmenn fyrirtækisins vongóð-
ir um að samkomulag liggi
fyrir skömmu eftir árámót.
Ef Sovétmenn gefa leyfí sitt
mun „Pizza Hut“, dótturfyrirtæki
„Pepsico", verða fyrst erlendra
fyrirtækja til að starfa í Sovétríkj-
unum. Ifyrir 13 árum hóf
„Pepsico" að selja gosdrykki til
Sovétríkjanna og rekur fyrirtækið
nú 16 átöppunarverksmiðjur þar
eystra.
Pizzur njóta mikilla vinsælda í
Sovétríkjunum og hafa nú þegar
verið opnaðir nokkrir slíkir sölu-
staðir. Að sögn talsmanna
„Pepsico“ verða matstaðimir
reknir í samvinnu við Sovétmenn
en þeir em sagðir sérdeilis áhuga-
samir um rekstur „skyndibita-
staða" sem nú njóta mikilla
vinsælda í Bandaríkjunum og
Vestur-Evrópu. í fyrra flykktust
sovéskir embættismenn til Banda-
ríkjanna og kynntu sér rekstur
þeirra. Forráðamenn „Pepsico"
em vongóðir um að þeir verði
brátt boðaðir til Moskvu til að
undirrita samning um samstarf á
þessu sviði.
Fulltrúar Vestrænna ríkja leggja
áherslu á að mannréttindamál og
efnahags- og viðskiptamál verði
rædd ítarlega á ráðstefnunni. Þeir
telja að öryggismál hafí fengið að
sitja í fyrirrúmi í RÖSE þróuninni
hingað til. Þeir em ánægðir með
samþykktina sem var gerð í Stokk-
hólmi um öryggismál og telja að
nú eigi að gera svipað átak varð-
andi aðra málaflokka Helsinki
sáttmála. Ríki í austur Evrópu
leggja hins vegar aðaláherslu á ör-
yggismál. Hlutlaus ríki reyna að
brúa bilið á milli austurs og vesturs
á ráðstefnunni.
Sarah lærir að fljúga
Sarah Ferguson, hertogaynja af Jórvík, stígnr út á
væng kennslufiugvéiar í Benson-flugstöð brezka flug-
hersins í Oxfordskíri. Hún stundar nú fluguám af kappi
og fær senn réttindi til að fljúga ein síns liðs.
SfsSff“
Býður upp á alhliða
snyrtiþjónustu
fyrir dömur og herra
Búðagerði 10, Reykjavík. Sími 33205
Cathlodermle er geysivinsæl
djúphreinsi- og djúpnæringarmeðferð frá Cýu***^
Einnig augn-, háls- og brjóstameöferöir frá sama merki.
Nýjung í vaxmeð-
ferðum. Fljótlegt,
hreinlegt og frábært
ameriskt vax.
Depilatron, varanleg háreyö-
ing. Ath.: Erum að fá gel sem
tryggir mun betri árangur.
Fótaaðgerðir
Fótaaðgerðir, þynnum
neglur, fjarlægjum líkþorn,
brennum vörtur. Setjum
spanglr á neglur, þær
hafa reynst mjög vel.
ACT FIVE
Nýjung i
ásteyptum gervi-
nöglum. Atc
Five, amerískar
gervineglur,
sterkar og áferð-
arfallegar, hvort
sem er með eða
án lakks.
Og að sjálfsögðu lit-
anir, plokkanir, and-
litsböð, nudd og
maski.fótsnyrting,
handsnyrting, förð-
un, biopeel og
„geloide“-andlits-
böð.
Við vinnum með og bjóðum til sölu vörurfrá
LANCÖME
£ BIOTVERM
Ch, 'istian
I3ior
Rósa Þorvaldsdóttir, Linda V. Ingvardóttir, Jófriður Sveinjónsdóttir,
fótaðgerða- og snyrtifr. fótaaðgerða- og snyrtifr. snyrtifræðingur.