Morgunblaðið - 05.11.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.11.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986 Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson Úr seiðastöðinni í Sandgerði. Stefán Valdimarsson stöðvarstjóri og annar starfsmaður eru að hreinsa eldisker. Stefán er búfræðingur af fiskeldisbraut frá Hólum í Hjaltadal. Grindavík: Atlantslax hf. byggir 600 tonna laxeldisstöð Á VEGUM fiskeldisfyrirtækisins Atlantslax hf. er fyrirhugað að hefja byggingu 600 tonna laxeldisstöðvar í Litlu-Sandvík vestan við Grindavík. Fyrirtækið er þegar komið með seiðaeldi í bráðabirgðaað- stöðu í Sandgerði en gert er ráð fyrir að framkvæmdir við fyrsta áfanga stöðvarinnar hefjist á næstu vikum. Gert er ráð fynr 200 tonna ársframleiðslu í fyrsta áfanga og að sögn eigenda ræðst fram- haldið síðan af árangrinum. Benediktssyni ‘ ‘ Atlantslax hf. var stofnað um mitt síðasta ár. Stofnendur eru sjö talsins en aðaleigendur eru þrír: Sigurþór Þorgilsson framkvæmda- stjóri í Reylg'avík, sem er stjórnar- formaður fyrirtækisins, Óskar Ámason forstjóri 5 Sandgerði, sem er framkvæmdastjóri Atlantslax hf. og Jón A. Jónsson framkvæmda- stjóri í Grindavík. Tilgangur hluta- félagsins er eldi á laxi fyrir erlenda markaði. Félagið hefur tekið á leigu 40 ha land upp af Litlu-Sandvík sem tilheyrir ríkisjörðinni Stað í Grindavík. Er stöðin talsvert vestan við fiskeldisstöð íslandslax hf. sem einnig er í landi Staðar. Unnið er að útvegun fjármagns og nauðsyn- legra leyfa. Var umsókn fyrirtækis- ins vel tekið á fundi í bygginga- nefnd Grindavíkur sem haldinn var í vikunni. Sigurþór Þorgilsson sagði í sam- tali við blaðamann Morgunblaðsins í gær að stofnendur fyrirtækisins hefðu í upphafi miðað við byggingu stöðvar fýrir framleiðslu á 600 tonnum af laxi á ári og tilheyrandi seiðaeldi. Staðurinn væri ákjósan- legur til byggingar slíkrar stöðvar og hefðu tilraunaboranir lofað góðu. Til seiðaeldisins þyrfti 250 sek- úndulítra af köldu vatni en Orku- stofnun leyfír þeim ekki að afla nema 80 sekúndulítra. „Þeir gera okkur ákaflega erfítt fyrir með þessari ákvörðun. Stofnunin gerir þetta í þvermóðsku sinni án þess að hafa nokkur rök fyrir sínu máli,‘* sagði Sigurþór. Þetta varð til þess að Atlantslax hf. varð að hafa seiða- eldið annars staðar „á meðan verið er að fá þetta leiðrétt", eins og Sig- urþór orðaði það. Seiðastöðin var fyrst í Reykjavík en er nú í Sand- gerði og verður það fyrirsjáaniega næstu árin. Þar eru nú 130 þúsund seiði í eldi, sem flutt verða í stöðina í Grindavík til framhaldseldis í vor, og hátt í milljón hrogn. Eldisstöðin í Grindavík verður byggð í áföngum, eins og áður seg- ir, vegna erfiðleika í fjármögnun heildar verkefnisins. Sigurþór sagði að kostnaður við 1. áfangann væri áætlaður 50 milljónir kr., en stöðin fullbyggð með seiðaeldi myndi kosta 152 milljónir kr. í Grindavík eru nú starfandi þijár fískeldisstöðvar: Eldi hf. á Húsa- tóftum, Fiskeldi Grindavíkur hf. og íslandslax hf. Fyrirhuguð er bygg- ing fíórðu stöðvarinnar sem ber nafnið Sjávargull hf. og verður Atlantslax hf. því fimmta stöðin á svæðinu. „ÞAÐ ER EKKI á minu valdi að kveða upp úrskurð um sekt eða sýknu varðandi sakargiftir Sjón- varps 2 á hendur Stefáni Benediktssyni. Það er annarra, enda er mér með öllu ókunnugt um fjármál Bandalags jafnaðar- manna,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðu- flokksins, er blaðamaður Morgunblaðsins spurði hann í gærkveldi hver hans skoðun væri á þeirri ákvörðun Stefáns Bened- iktssonar, að gefa ekki kost á sér til framboðs á vegum Alþýðu- flokksins , vegna þeirra ásakana sem komu fram á Stefán í frétt- um Stöðvar 2 í gærkveldi. Jón Baldvin sagði jafnframt: „Málsatvik koma Alþýðuflokknum ekki við. Sakargiftir varða þann tíma, 1984-5, þegar Bandalag jafn- aðarmanna var starfandi stjóm- málahreyfíng. Þetta mál verður því ekki með réttu notað Alþýðuflokkn- um til ófrægingar." Þá sagði Jón Baldvin: „Þegar stjómmálamaður er borinn svo þungum sökum, er það eðli málsins samkvæmt, burtséð frá sekt eða sýknu, að traust hans býður hnekki. Þess vegna var það rétt ákvörðun hjá Stefáni Benedikssyni, að gefa ekki kost á sér til framboðs á vegum Alþýðuflokksins, meðan þetta mál er til lykta leitt. Þar með hefur hann brugðist við á réttan hátt, að láta ekki aðila sem hér bera enga sök, gjalda málsins að ósekju." Jón Baldvin var spurður hvort hann teldi ekki að það myndi veikja framboðslista Alþýðuflokksins, að enginn úr Bandalagi jafnaðar- manna, myndi verða á framboðs- lista Alþýðuflokksins í Reykjavík: „Það liggur ekkert fyrir um það nú,“ sagði Jón Baldvin, „það hefur ekki farið fram val á framboðslista Alþýðuflokksins, hvorki í prófkjöri um efstu sæti listans, né heldur í röðun á lista." Reykjaneskjördæmi: Víglundur fékk frest Á FUNDI kjömefndar Sjálfstæð- isflokksins í Reykjaneskiördæmi í gærkvöldi skýrði Gísli Olafsson formaður kjördæmisráðsins frá því að Víglundur Þorsteinsson framkvæmdastjóri hefði óskað eftir fresti fram að helgi til að gefa svar um hvort hann tæki 6. sætið á lista flokksins við næstu alþingiskosningar eins og kjömefndin hefur gert tillögu um. Kom fram að formaður kjör- dæmisráðsins hafði veitt þennan frest í gær og voru ekki gerðar athugasemdir við það á fundinum. Stefán Benediktsson alþingismaður: Gefur ekki kost á sér á Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins: „Rétt ákvörð- un hjá Stefáni Saltsíldarviðræð- ur í Moskvu: Tíðinda að vænta í dag SAMNINGANEFND Síldarút- vegsnefndar er nú stödd í Moskvu til viðræðna við sovézka kaupendur um sölu á saltsíld þangað. Gunnar Flóvenz, form- aður samninganefndarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið, að tíðinda væri að vænta í dag, miðvikudag. Samninganefndirn- ar hafa setið á löngum fundum á mánudag og þriðjudag og í gær hafði ekkert gerzt, sem hægt var að segja frá, að sögn Gunnars. Viðræður voru hafnar að nýju á mánudag eftir nokkurt hlé. Vonazt liefur verið til að samningar næð- ust um svipað magn og á síðasta ári og á verði svipuðu því, sem fengizt hefur í Svíþjóð og Finnl- andi. Sovétmenn hafa hins vegar viljað miða verð við það, sem þeir borga Kanadamönnum og þeim stendur til boða í Noregi. Fulltrúar Sfldarútvegsneftidar telja ekki koma til greina að miða við verð hjá löndum, sem niðurgreiði sjávar- útveg sinn. lista Alþýðuflokksins STEFÁN BENEDIKTSSON alþingismaður tilkynnti í gær, eftir að Stöð 2 hafði birt frétt hafða eftir fyrrverandi samflokksmönnum hans, ónafngreindum, úr Bandalagi jafnaðarmanna, að hann gæfi ekki kost á sér á framboðslista Alþýðuflokksins í komandi kosning- um. í frétt Stöðvar 2 komu fram ásakanir frá þessum fyrrverandi samflokksmönnum Stefáns, þess efnis að hann hefði notað fé Banda- lags jafnaðarmanna eins og það væri hans eigið, þótt um hafi verið að ræða fé sem annars vegar kom úr ríkissjóði, og hins vegar söfnun- arfé frá velunnurum flokksins. I fréttinni var Stefán ásakaður um að hafa tekið sér 200 þúsund króna lán, og sett á móti innistæðu- lausa ávísun. Auk þess var því haldið fram að hann hefði tekið án leyfís tvær ávísanir frá B.J. og skrifað út tvær 50 þúsund króna ávísanir, til þess að nota í eigin þágu. Morgunblaðið ræddi í gærkveldi við Stefán Benediktsson um sakar- giftir Stöðvar 2 og þá ákvörðun hans að gefa ekki kost á sér á fram- boðslista Alþýðuflokksins í komandi kosningum: „Ég hef ekkert ólöglegt aðhafst," sagði Stefán í upphafi og hélt síðan áfram: „Rétt er í þessu efni að fram komi, að ásakanir þessar eru frá nafnlausu fólki. Hvað efnisatriðum viðvíkur þá er rétt, að á árinu 1984 fékk ég 110 þúsund krónur af sér- fræðistyrk þingmanna, til þess að standa undir hluta af þeim kostn- aði, sem ég varð fyrir á ferðalögum mínum, og þegar ég hafði loksins gert upp við þingið, þá endur- greiddi ég þessa peninga, því það var alls ekki ætlunin að sjóður okk- ar skaðaðist af þessum viðskiptum. Það leikur ekki nokkur vafí á því, að ég hafði fullan rétt til þess að ráðstafa þessum peningum, þar sem ég hafði bæði umráðarétt yfír þeim og prókúru fyrir Bandalagið," sagði Stefán. Stefán hélt áfram: „Rétt er einn- ig að á meðan ég beið eftir bankaláni á árinu 1985, þá fékk ég hjá skrifstofu Bandalagsins 200 þúsund króna lán í stuttan tíma, sem ég endurgreiddi að fullu, þegar bankalánið kom í gegn. Öll önnur efnisatriði þessa máls eru ósönn. Þau eru rógburður fólks sem ekki þorir að sýna á sér andlitið," sagði Stefán. Stefán sagði jafnframt: „Ég held að það fari enginn í grafgötur með það, að eftir að hafa dottið inn í þingmennsku, með allsérkennileg- um hætti, þá gaf ég Bandalagi jafnaðarmanna alla mína starfsorku og gerði það sem ég gat, til þess að vegur þess yrði sem mestur.“ — Hvers vegna hættir þú nú við að gefa kost á þér, á framboðslista Alþýðuflokksins? „Ástæður þess að ég hef ákveðið að fara ekki í framboð, eru fyrst og fremst þær, að ég vil aflétta þeim þiýstingi af saklausu fólki, sem gróusögur af þessu tagi skapa. Þá á ég við fjölskyldu mína, félaga mína og vini, eins og Guðmund Einarsson, Kolbrúnu Jónsdóttur, og starfsmenn þingflokksins fyrr og síðar. Fólk sem á ekki skilið að verða bendlað við söguburð af þessu tagi. Einnig á þetta við um sjálfan mig. Eins er mér náttúrlega mjög í mun, að útiloka það, að Alþýðu- flokkurinn geti skaðast af þeirri umræðu sem þetta mál vekur, því augljóst er, að hann á hér ekki nokkum hlut að máli. Mér er mikið í mun að skemma ekki þær vænlegu horfur, sem hann á í komandi kosn- ingabaráttu." — Ertu þar með hættur afskipt- um þínum af stjómmálum, eða er hér um tímabundið hlé hjá þér að ræða? „Enginn veit sína ævina fyrr en öll er, en þar sem ég tel mig vera saklausan af þessum áburði, þá ætla ég mér að standa við mitt umboð og starfa til vors sem þing- maður. En ég efast um að ég telji það svara kostnaði, að fóma kröft- um mínum í stjómmál, með þeim hætti sem ég hef gert, eigandi það á hættu, að fá það launað með þeim hætti sem nú hefur orðið,“ sagði Stefán Benediktsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.