Morgunblaðið - 05.11.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.11.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986 29 j Bandaríkjamanna fi íslenska ríkisins - Noregur og Svíþjóð og að hluta til Bretland, fella alveg niður skatt- lagningu söluhagnaðar hafi menn átt viðkomandi hlutabréf í tilskilinn tíma, oftast á bilinu 2—5 ár. Fyrir skattalagabreytinguna í Bandaríkjunum var 60% af sölu- hagnaði ekki skattskyldur og aðeins var lagður 20% skattur á þau 40% sem ekki voru skattfrjáls. Við breyt- inguna voru þessi fríðindi felld niður og tekjur vegna söluhagnaðar eru nú skattlagðar á nákvæmlega sama hátt og aðrar tekjur. Þar var horfið frá skattívilnunum sem í upphafi voru hugsaðar til að örva spamað og til að laða fram áhættufé og framtaksfé til atvinnureksturs. I staðinn var tekið upp kerfi þar sem skattlagning er hlutlaus gagnvart því hvemig teknanna er aflað. Skattfrelsi til að örva sparnað? Vaxtatekjur hafa verið skatt- fijálsar hjá einstaklingum hér á landi um árabil. Hugsanlegt er að skattlagning vaxtatekna hefði áhrif til að draga úr sparnaði og til að hvetja til neyslu og eyðslu í stað- inn. Telji stjómvöld ástæðu til að beita skattkerfínu sérstaklega til að örva spamað er markvissast að beita þeirri leið sem nefnd var hér að framan, þ.e. að veita skattfrá- drátt í einhveijum mæli vegna tekna einstaklinga sem ráðstafað er í viðurkennd spamaðarform en skattleggja þær síðan, ásamt þeirri ávöxtun er orðið hefur, er gengið er á spamaðinn. Nokkrar þjóðir, t.d. Bandaríkjamenn og Svíar, hafa beitt þessari aðferð til að gefa mönnum tækifæri til að koma sér upp eigin eftirlaunasjóði. Belgar, sem náðu verulegum árangri við að glæða hlutabréfaviðskipti í landi sínu með því að veita tímabundinn skattfrádrátt vegna hlutabréfa- kaupa á árunum 1982 til 1985 (sbr. lög um fjárfestingu manna í at- vinnurekstri nr. 9/1984), hyggjast nú breyta til og taka að beita skatt- kerfinu til að hvetja menn til að koma sér upp „eigin eftirlaunasjóð- um“. í núverandi skattkerfí er veittur fullur frádráttur vegna vaxtakostn- aðar fyrirtækja og þeir einstakling- ar sem eru að fjárfesta í eigin húsnæði hafa einnig mjög rúmar heimildir til vaxtafrádráttar. Skatt- frádráttur vegna vaxtagjalda, bæði fyrirtækja og einstaklinga, er að líkindum langstærsti frádráttarlið- urinn í skattkerfí okkar, þ.e. þeim sem skulda eru veittar skattívilnan- ir sem vega þyngra en nokkrar aðrar. Vegna þess að það eru eink- um fyrirtæki sem skulda en ein- staklingar sem leggja fram spamað verður þessi skattfrádráttur vegna vaxtagjalda í atvinnurekstri til þess að flytja skattbyrðina frá fyrritækj- um til einstaklinga. Áður hefur verið bent á misræmið í skattlagn- ingu fyrirtækja eftir því hvort þau afla sér fjármagns með því að taka lán og skulda eða með því að selja hlutabréf og treysta á framtaksfé. Vakin er athygli á þessum þáttum hér vegna þess að vilji stjómvöld beita skattkerfmu til að laða fram aukinn sparnað hafa þau þama úr umtalsverðum fjármunum að spila. Um „eigin eftir- launasjóði44 Lífeyriskerfi íslendinga hefur verið í endurskoðun um árabil og hefur raunar verið bætt og lagfært til muna á síðustu árum með því að veita þeim ákveðin lágmarksrétt- indi sem höfðu engin eða hverfandi réttindi fyrir. Á hinn bóginn er kerf- ið enn klofíð í marga tugi lífeyris- sjóða, sem allir em opinberlega viðurkenndir (t.d. með því að greiðslur lífeyrisiðgjalda til þeirra njóta skattfrádráttar). Þau lífeyris- réttindi sem sjóðir þessi lofa eru þó afar mismunandi. Talið er að margir sjóðanna geti ekki staðið við skuldbindingar sínar þegar „þjóðin tekur að eldast", þ.e. þegar fólk á vinnualdri verður orðið miklu færra hlutfallslega í samanburði við böm og unglinga og lífeyrisþega en nú er. I nágrannalöndunum hefur í auknum mæli verið farin sú leið til að bæta úr ástandinu í lífeyrismál- um að gefa fólki kost á að koma sér upp „eigin eftirlaunasjóðum". Sjóðir þessir geta verið einkaeign þess sem sparar, einstaklings eða fjölskyldu, eða á vegum fyrirtækja fyrir hönd starfsmannanna. Þessir eftirlaunasjóðir, sem jafnan njóta einhvers konar skattfríðinda til jafns við opinber lífeyriskerfi, em einkum hugsaðir sem viðbót við þann lífeyri sem opinbera kerfið tryggir. Með þessum hætti er þeim sem vilja fresta neyslu og spara til síðari tíma gefínn kostur á að leggja fyrir og sá spamaður nýtur sömu eða svipaðra skattfríðinda og ið- • gjaldagreiðslur í opinbem lífeyris- kerfí. Með skattlagningu fjármagns- tekna skapast vissulega sú hætta að spamaðarhneigð almennings minnki. Sé breytingin hluti af víðtækri breytingu á tekjuöflunar- kerfi ríkisins, þar sem m.a. yrði tekinn upp nokkurn veginn flatur tekjuskattur með fáum frádráttar- liðum, staðgreiðsla tekjuskatts og eignaskattar yrðu felldir niður, virð- ist ekki ástæða til að óttast gagngera breytingu á spamaðar- venjum fólks. Lækkun jaðarskatta verður að öðm gefnu til að auka spamað og nokkur skattfríðindi vegna „eigin eftirlaunasjóða" í svip- uðum dúr og brotið hefur verið upp á í viðskiptalöndunum og lýst hefur verið hér að ofan, gætu orðið til að auka spamað mikið og jafnframt orðið umtalsverð uppspretta íjár í atvinnulífinu. Núverandi skattlagri- ing- fyrirtækja á Islandi Á tekjur íslenskra fyrirtækja er nú lagður 51% tekjuskattur eftir að allir frádráttarliðir hafa verið reiknaðir frá, svo og tillög í fjárfest- ingarsjóð (hámark 40% af tekjum fyrir skatt) og tillög í varasjóð. Varasjóðstillög hafa verið heimiluð með framlengingu á fyrri heimild- um allt fram á síðasta ár og hafa numið 25% af tekjum fyrir skatt. Fymingarhlutföll eigna ráða einnig miklu um skattlagningu í rekstri fyrirtækja. Hraðar afskriftir hafa í för með sér að fjárfestingu fylgir mikill frádráttur framan af endingartímanum og þess vegna hlutfallslega minni skattskyldar tekjur, en minni frádráttur er líða tekur á endingartímann og þess vegna tiltölulega meiri skattskyldar tekjur. I íslenskum skattalögum er heimilað að fyrna verksmiðjuvélar og hvers konar iðnaðarvélar og tæki um 15% á ári þannig að fjár- festingin afskrifast á sex til sjö ámm, en vélar og tæki til jarð- vinnslu og mannvirkjagerðar, bifreiðar og önnur flutningatæki og skrifstofuáhöld og -tæki um 20% á ári. Auk þess greiða fyrirtækin að- stöðugjald ásamt fleiri sköttum til sveitarfélaga. Aðstöðugjald mis- munar fyrirtækjum vemlega eftir atvinnugreinum og þarfnast nokk- urrar lagfæringar, en verður ekki til frekari umfjöllunar hér fremur en aðrir skattar til sveitarfélaga. Breytingar á skattlagn- ingn fyrirtækja í Bret- landi og Bandaríkjunum Til samanburðar má geta þess að fyrir breytingu á bandarísku skattalögunum var lagður 46% skattur á tekjur fyrirtækja en í lög- unum var mikið um alls lags heimildir til skattfrádráttar. Fyrir breytingu vom fímm eignaflokkar þar sem heimiluð var 3 til 19% fym- ing á ári en flýtifyming var einnig heimiluð. Eftir skattbreytingu Bandaríkjamanna em eignaflokkar átta og fymingarhlutföll á bilinu frá 3 til 31,5% á ári en heimild til flýtifymingar hefur verið numin úr gildi. Með nýju skattalögunum í Bandaríkjunum verður tekjuskattur fyrirtækja einnig lækkaður úr 46% í 34% en á móti verða felldir niður fjölmargir frádráttarliðir. I heild verður árangurinn sá að skattbyrði flyst af einstaklingum yfir á at- vinnufyrritæki og em þau áhrif meðal þess sem mest er umdeilt í bandarísku skattkerfisbreyting- unni. I ijárlögum Breta sem lögð vom fram á árinu 1984 var tekjuskattur fyrirtækja lækkaður úr 52% í þrep- um í 35% á árinu 1986. Jafnframt var 100% flýtifyrningu á fjárfest- ingarári breytt, einnig í þrepum, í 25% afskriftir á ári (þannig að á ári 2 er heimilað að afskrifa 25% af þeim 75% af upphaflegu verði sem eftir var). Það er ljóst.að breyt- ingar á skattlagningu bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum miða i þá átt að lækka skatthlutfallið og gera skattlagningu með því móti sanngjamari, en loka um leið und- ankomuleiðum og fella niður frádráttarliði og gera með því skatt- lagninguna einfaldari. Heildaráhrif- in verða raunar til að hækka skatta á fyrirtækjum, a.m.k. í Banda- ríkjunum. Breyting-ar á skatt- lagningu fyrirtækja á Islandi Það hefur lengi verið umdeilt hér á landi að atvinnufyrirtæki greiða almennt lága skatta og skattheimt- an fellur því með tiltölulega meiri þunga á einstaklinga en ella væri. Má í því sambandi vitna til upphafs- orða í þingsályktunartillögu Ragnars Amalds, fyrrverandi fjár- málaráðherra, sem flutt var á síðasta þingi (284. mál, 520. þingskj.) þótt andi tillögunnar að öðru leyti sé annar á margan hátt en í þeim breytingum sem hér hafa verið raktar: „Alþingi ályktar að brýna nauðsyn beri til að marka nýja stefnu í skattamálum og end- urskoða skattalög með það fyrir augum að skattbyrðin á tekjum og útgjöldum fólks með lágar tekjur eða meðaltekjur léttist en atvinnu- reksturinn í landinu greiði skatt af tekjum sínum og veltu undan- bragðalaust og taki þannig hæfí- lega þátt í sameiginlegum útgjöldum landsmanna." I greinargerð með umræddri þingályktunartillögu kemur einnig fram að við álagningu tekjuskatts á árinu 1985 vegna tekna ársins 1984 greiddu 1968 af 3890 ■fyrir- tækjum i félagsformi (hlutafélög, sameignarfélög og samvinnufélög) engan tekjuskatt. Þau fyrirtæki sem höfðu skattskyldar tekjur á árinu 1984, alls 1922 af 3890 fyrir- tækjum, greiddu aðeins um 700 milljónir kr. í tekjuskatt á árinu 1985. í fjárlögum ársins 1987, sem lögð voru fram á Alþingi í síðustu viku, er gert ráð fyrir að tekjuskatt- ur félaga nemi 1.040 milljónum króna eða um 2,6% af heildartekjum ríkisins. Til samanburðar má geta þess að tekjuskattur fyrirtækja sem hlutfall af heildartekjum ríkissjóðs í Bandaríkjunum á árinu 1984 nam 7,1%. Ljóst er að hér er nokkurra breyt- inga þörf jafnvel þótt leiða megi að því gild rök að endanlega greið- ist allir skattar af neytendum. Jafnlitlar skattgreiðslur fyrirtækja og hér um ræðir leiða til vannýting- ar á skattstofninum, þ.e. tekjum fyrirtækja, og verða þannig til þess að skattheimtan fellur á aðra skatt- stofna með óeðlilegum þunga. Fyrstu skrefin til að færa skatt- lagningu fyrirtækja í eðlilegra horf era einföld. Hlutfallið af tekjum fyrirtækja sem tekið er í skatt, nú 51%, verður að lækka til muna, t.d. í 30—35%. Jafnframt yrðu felldar niður heimildir um tillög í fjárfest- ingarsjóð og varasjóð. Með þessu fengist mun einfaldari og sann- gjarnari skattlagning á tekjur fyrirtækja en sú sem nú er beitt. Tillög í fjárfestingarsjóð verða til þess að menn ráðstafa tekjum á allt annan hátt vegna skattareglna en þeir gerðu ella og þetta form á frádrætti veldur því lakari nýtingu fjármuna en æskilegt er. Breyting á skattlagn- ingu fyrirtækja hluti af stærri heild Þess er tæpast að vænta að þau fyrstu skref sem hér hafa verið nefnd til breytinga á skattlagningu fyrirtækja nægi til að færa hana í „eðlilegt" horf. En á þessa breyt- ingu verður að líta sem hluta af heildarendurskoðun á skattkerfinu og aðrir þættir hennar hafa einnig áhrif á skattlagningu fyrirtækja. Sem dæmi má nefna að með leið- réttingu á því misræmi sem felst í núgildandi reglum á milli skattlagn- ingar af skuldabréfum og hlutabréf- um (sjá hér að ofan) verður fyrirtækjum gert auðveldara að afla sér framtaksfjár á innlendum mark- aði vegna þess að hlutabréf verða samkeppnishæf við skuldabréf. Með niðurfellingu eignaskatts fellur einnig niður ein ástæðan fyrir því að hlutafélög hafa ekki nýtt sér skattalegar heimildir til útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Eftir því sem eiginfjárstaða fyrirtækja batnar eykst einnig geta þeirra til að greiða arð af hlutafé og eðlilegan hlut sinn í sameiginlegum útgjöldum þjóðar- innar. Miklar skuldir atvinnufyr- irtkja ásamt háum fjármagnskostn- aði, oft vegna erlendra lána og jafnvel gengistaps, leiða til óeðli- lega mikils vaxtafrádráttar og um leið til slakrar afkomu, þannig að lítið eða ekkert verður eftir til að greiða skatta og arð af hlutafé. Stjómvöld í sumum löndum hafa beitt skattkerfínu gagngert til þess að fá forráðamenn fyrirtækja til að draga úr skuldum, sérstaklega er- lendum skuldum, og afla sér framtaksfjár á innlendum markaði í staðinn. Hvað getum við lært af skattkerfisbreytingum Bandaríkjamanna? Áhugamenn um skattamál víða um lönd velta því nú fyrir sér hver áhrifín af skattalagabreytingum Bandaríkjamanna verði á skatt- lagningu annars staðar í heiminum. Hér að ofan og í fyrri grein í síðustu viku hefur verið reynt að setja fram hugmyndir um breytingar á íslenska skattkerfínu sem gætu orð- ið til þess að gera skattlagningu einfaldari, skilvirkari og skiljan- lega. Að því leyti eru hugmyndimar vissulega í sama anda og breyting- ar Bandaríkjamanna. I upplýsinga- þjóðfélaginu vill fólk vita og skilja hvemig skattar eru lagðir á hina ýmsu skattstofna og með hvaða hætti ríkið ráðstafar sameiginleg- um fjármunum þjóðarinnar. Af þessum ástæðum er nauðsynlegt að færa skattheimtu íslenska ríkis- ins í nútímalegra horf. Menn munu jafnan hafa skiptar skoðanir um það hvað er sanngjamt en verða minna ósáttir við að greiða skatta sína ef þeir skilja hvemig þeir eru reiknaðir og hvemig þeim er ráð- stafað. í skattkerfi sem er svo flókið að sæmilega upplýst fólk getur ekki reiknað skattinn sinn, og ekki skilvirkara en svo að kostnaður við innheimtu verður óhæfílega hár sem hlutfall af skatttekjunum, verð- ur aldrei hægt að koma í veg fyrir skattsvik. Höfundur er ritstjóri ogábyrgðar- maður Vísbendingar „Ungt fólk í nútíð og framtíð“ Ráðstefna um æskulýðsmál MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ og Samband íslenskra sveitarfé- laga efna til ráðstefnu um æskulýðsmál undir kjörorðinu „Ungt fólk í nútíð og framtíð" að Borgartúni 6 í Reykjavík nk. föstudag og laugardag, 7. og 8. nóv. Ráðstefnan hefst með af- hendingu gagna kl. 12.40 á föstudaginn og henni lýkur upp úr miðjum degi á laugardag. Ráðstefnan er ætluð kjömum fulltrúum í sveitarstjómum, æsku- lýðs-, tómstunda- og íþróttanefnd- um og félagsmálaráðum sveitarfé- laga, þar sem þau fara með æskulýðsmál, framkvæmdastjórum sveitarfélaga og starfsmönnum, sem annast æskulýðs- og félags- mál. Björn Friðfínnsson, formaður Sambands ísl. sveitarfélaga, setur ráðstefnuna og að því loknu flytur Sverrir Hermannsson, mennta- málaráðherra, ávarp. Frummæ- lendur verða Sven-Even Maamoen, formaður Norræna æskulýðssjóðs- ins, Jón Sigurðsson, forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar og formaður framtíðarnefndar ríkisstjómarinn- ar, Omar Einarsson, framkvæmda- stjóri íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, Vilhjálmur Ket- ilsson, bæjarstjóri í Keflavík, Ágúst Þorsteinsson, skátahöfðingi, Reynir G. Karlsson, deildarstjóri í mennta- málaráðuneytinu, Steindór Steind- órsson, forstöðumaður félagsmið- stöðva á Akureyri, Pálmi Gíslason, formaður Ungmennafélags íslands, séra Sólveig Lára Guðmundsson á * Seltjamamesi, Bogi Amar Finn- bogason, formaður foreldrasamtak- anna Vímulaus æska, Gísli Ámi Eggertsson, æskulýðsfulltrúi, Þor- bjöm Broddason, lektor, Hrafn V. Friðriksson, yfirlæknir, Guðjón Magnússon, aðstoðarlandlæknir, Olafur Oddsson, uppeldisráðgjafí og forstöðumaður Rauðakrosshúss- ins og Kristín H. Tryggvadóttir, skólastjóri Selásskóla. Nýr bátur íflota Dalvíkinga NÝR bátur bættist í flota Dalvík- inga í lok október. Það var útgerðarfélagið Bliki hf. sem keypti um 50 lesta stálbát, Sæþór EA 101, frá Arsskógsströnd. Fyr- ir á félagið Blika EA 12,160 lesta stálskip auk þess sem þeir eiga helming i hlutafélaginu Upsa- strönd hf sem á og gerir út togskipið Baldur EA 108. Sæþór er ekki með öllu ókunnur Dalvíkingum því báturinn var smíðaður fyrir Snorra Snorrason skipstjóra á Dalvík árið 1973 í Hafnarfírði. Sæþór er með um 400 tonna þorskkvóta en fyrirhugað er að hann fari til rækjuveiða. Nú er ver- ið að sandblása bátinn og lagfæra í Slippstöðinni á Akureyri og mun hann heija veiðar strax og því verki er lokið. Kaupverð bátsins var 20 milljónir króna. Skipstjóri verður Þórir Matthíasson frá Dalvík. G.Ben. hf. hefur keypt Votaberg SU 14 frá Eskifrði 134 lesta stál- skip. Votabergið hefur nú þegar fengið nafnið Sæþór EA 101. Fyrir- tækið á fyrir Amþór EA 16, 155 lesta stálskip sem stundar síldveiðar fyrir Austfjörðum. Á föstudaginn landaði Arnþór um 100 lestum af sfld sem var fryst til beitu hér á Eyjaijarðarhöfnum en samtals hef- ur skipið aflað um 500 lestir af 700 tonna sfldarkvóta sínum. -Fréttaritarar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.