Morgunblaðið - 05.11.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.11.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986 + Uppeldissystir okkar, ÁSLAUG ALDA ALFREÐSDÓTTIR, er látin. Jarðarförin auglýst síðar. Guðmunda Ásgeirsdóttir, Einar Ásgeirsson, Jónas Ásgeirsson. + Maðurinn minn, faðir okkar og afi, PAUL WILLIAM SMITH, andaðist á heimili sínu í Montpelier, Maryland, 2. nóvember. Ingibjörg Smith, börn og barnabarn. + Kveðjuathöfn um frænku okkar, KRISTJÖNU HÖLLU PÉTURSDÓTTUR frá Kjörseyri, verður í Hvammstangakirkju föstudaginn 7. nóvember kl. 13.30. Útförin fer fram frá Prestbakkakirkju laugardaginn 8. nóvember kl. 14.00. Hannes G. Jónsson og aðrir aðstandendur. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SOFFÍA JÓNA DAVI'ÐSDÓTTIR, Bjarmalandi 5, veröur jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 6. nóvember kl. 13.30. Guðbjörn Guðlaugsson, börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför GUÐBJARGAR SÆMUNDSDÓTTUR, Vanabyggð 10b, Akureyri. Sigtryggur Davfðsson, Sigrún Slgtryggsdóttir, Sæmundur Sigtryggsson, Sveinn Sigtryggsson. + Hjartanlegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur sam- úð og hlýhug við andlát og útför JÓHÖNNU METHÚSALEMSDÓTTUR, Þangbakka10. Stefnir Runólfsson, Regína Stefnisdóttir, Elías V. Ágústsson, Þóra Stefnisdóttir, Hrönn Stefnisdóttir, Howard Thornton, Annanfna Stefnisdóttir, Böðvar Björgvinsson, Fanný Stefnisdóttir, Hilmar Eggertsson, Hugrún Stefnisdóttir, Sigurður Elfnbergsson, Auður Stefnisdóttir, Þórður Njálsson, Runólfur Stefnisson, Valur Jóhann Stefnisson, Marta Grettisdóttir og barnabörn. + Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og út- för móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR SIGTRYGGSDÓTTUR frá Siglufirði. Jakobfna Stefánsdóttir, Andrés Davíðsson, Sigtryggur Stefánsson, Maj Britt Stefánsson, Hjördfs Stefánsdóttir, Finnbogi F. Arndal, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við þeim er sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og jarðarför sonar míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUNNARS EYSTEINSSONAR, Hólmgarði 46. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki á Landa- kotsspítla fyrir einstaka umönnun. Ögn Guðmundsdóttir, Jódfs Gunnarsdóttir, Jón Þór Friðvinsson, Jakob Gunnarsson, Jóhanna Lilja Einarsdóttir, Pétur Gunnarsson, Birna Jónasdóttir, Hrafnkell Gunnarsson, Svanbjört Þorleifsdóttir, Kolbrún Gunnarsdóttir, Erling Sigurðsson og barnabörn. Minning: Sigurður Ó. Þorkelsson útvarpsvirkjameistari Fæddur 7. september 1937 Dáinn 28. október 1986 I dag verður borinn til moldar frá Dómkirkjunni í Reykjavík vinur okkar Sigurður Ómar Þorkelsson eða Ómar, eins og hann var alltaf kallaður í okkar hópi. Andlátsfregn- in kom snemma morguns og það var eins og allrar dagsbirtu væri vant allan þennan dag. Hugurinn dvaldi hjá Ingu og dótturinni, Bertu og öllum ættingjum hans. Ómar var aðeins 49 ára gamall þegar hann lést. Ómar fæddist á Sámsstöðum á Hvítársíðu hinn 7. september 1937, þar sem foreldrar hans bjuggu þá. Móðir hans var Guðrún Olafsdóttir og faðir hans Þorkell Kristjánsson, sem um margra ára skeið var full- trúi í Bamavemdamefnd Reykjavíkur. Yngri systir Ómars, Margrét, býr ásamt manni sínum, Magnúsi Friðrikssyni, flugstjóra hjá Flugleiðum, og þremur bömum þeirra í Garðabæ. Ómar lærði útvarpsvirkjun hjá Georg Ámundasyni og hafði hann öðlast meistarapróf í þeirri grein. Hjá Flugmálastjóm hafði hann starfað í nær 30 ár sem radíóeftir- litsmaður. Hann var því einn þeirra sem upplifað hafa stórkostlegustu byltingartímabilin í flugsögu okkar og verið þátttakendur í framvindu ijarskiptanna á íslandi. Við sátum þögul í eldhúskrókn- um á Móaflötinni og_ nutum nærveru hvers annars. Á slíkum saknaðarstundum finnum við stuðninginn hvert af öðru. Minning- amar fóm gegnum hugann. Hvert okkar átti sínar sérstöku minning- ar. Einn úr hópnum rauf loks þögnina og sagði eins og til árétt- ingar hugsun sinni: „Svo eigum við ekkert nema góðar minningar um þennan mann.“ Einmitt þetta vor- um við öll hin að hugsa, einmitt þetta var rnegininntak alls sam- neytis við Ómar. Ómar hafði ekki gengið heill til skógar síðustu þijú árin, það vissum við, en sjálfur ræddi hann aldrei um veikindi sín. Hann var svo sann- færður um að öll sú tækni, sem komin var til landsins á Landspítal- ann, myndi breyta öllu og hjálpa honum yfir veikindin. Við létum líka sannfærast. Þessvegna kom dauði hans okkur svona í opna skjöldu. Hann lést tveimur dögum fyrir upp- skurðinn sem fyrirhugaður var. Allir vinir hans og kunningjar horfðu fram til fimmtudagsins með eftirvæntingu og öll ætluðum við að hjálpa honum í gegnum þennan dag og næstu daga með hugsun okkar og væntumþykju. Þess vegna vorum við öll svo óviðbúin. Þau Ómar og Inga Eiríksdóttir, flugfreyja hjá Flugleiðum, gengu í hjónaband 3. desember 1966. Inga er ættuð frá Selfossi. Þau hafa átt heima á Móaflöt 22 í Garðabæ þar sem þau byggðu sér fallegt hús fyrir um það bil 12 árum. Á Sel- fossi býr dóttir þeirra, Berta, ásamt manni sínum Tryggva Magnússyni og drengjunum þeirra tveimur, Þóri og Ómari Inga. Þar syrgja einnig aldraðir tengdaforeldrar Ómars góðan og tryggan tengdason. Það var gaman að sjá Ómar vinna heima á Móaflötinni. Allt var svo ótrúlega snyrtilegt. Natni hans við allt sem hann vann var um- töluð. Húsið þeirra Ingu og hans ber þessa alls merki. Hver hlutur í því húsi frá grunni í húsmæni fór ekki á sinn stað án þess að Ómar væri búinn að fullvissa sig um að þetta væri það besta fáanlega og besti staðurinn valinn. Snyrtilegra byggingarsvæði höfðum við aldrei séð. Ómar vann við húsbygginguna í frítímum sínum eins og flestir launamenn hafa þurft að gera, en með honum var faðir hans öllum stundum og er óhætt að segja, að þar hafi ekki hallað á í vandvirkn- inni, því báðir voru þeir óvenju vandaðir menn. Við kunnum ekkert fyrir okkur í þeim tækniundrum, sem eru að gerast hvern dag í fjarskiptaheimin- um. En þetta var heimur Ómars. Hann lifði og hrærðist í þessum töfraheimi nútímans ásamt félögum sínum, sem hafa sagt okkur, að fáir hafi staðið honum á sporði þeg- ar þurfti að leysa stærri vandamál. Hann hafði unnið að umsjón með öllum þeim flókna útbúnaði sem þarf til að kfoma okkur örugglega flugleiðis milli staða. Ómar hafði gert margar árangurslausar til- raunir til þess að skýra fyrir okkur einföldustu undirstöðuatriði starfs síns og mistekist það jafnoft. Fyrir honum voru þetta algild sannindi, sem unnið var með, en okkur fannst þetta vera undur og stórmerki og nánast galdrar. Hann var búinn í mörg ár að segja okkur frá þeim möguleikum, sem við ættum, þegar við gætum valið okkur ótal sjón- varpsstöðvar bein í stofuna okkar og flestar óruglaðar. Hann var bú- inn að láta okkur hlæja bæði lengi og innilega að embættismannakerf- inu okkar, hvernig það bregst við nýjungum í ljarskiptum, sérstak- lega þegar tæknin tekur ekki lengur tillit til uppbyggingar verðtaxtanna, sem búnir voru til í Kaupmanna- höfn fyrir miðja öldina. Sjálfur var hann kominn í samband við alla fjarskiptahnetti sem hér á landi sjást og hafði fengið heimild þeirra margra til þess að horfa á útsend- ingar þeirra. Möguleikamir til þess að velja frjálst og óháð það sjón- varpsefni, sem fólk vildi sjá, lágu þama á sama hátt og með allt út- varpsefni, sem engar póstmála- stjómir í heiminum geta skattlagt. Litli dóttursonurinn, Þórir, var byijaður að feta sig áfram á tölvu- brautinni þótt ekki væri hann hár í loftinu. Saman gátu þeir setið og velt fyrir sér möguleikum tölvunnar tímunum saman, reynt og rannsak- að. Afa verður sárt saknað næstu árin, þegar verkefnin verða stærri og erfiðari. Menn hafa lengi vonað, að hægt yrði að leysa hluta heims- vandamálanna með stóm tækni- byltingunni sem framundan er og vonandi verður það. Framtíðin verð- ur mannfólkinu erfið ef ekki tekst að vinna bug á fátæktinni og hungr- inu í heiminum. Ómar hefði viljað fylgjast með fáeina áratugi í viðbót og sjá eitthvað af framtíðarspánum verða að vemleika, en það átti ekki fyrir honum að liggja. Inga mín, Berta, Tryggvi og strákamir, við áttum öll hlutdeild í Ómari en þið vomð hjarta hans næst, þið megið vita, að allir vinir ykkar taka þátt í söknuðinum með ykkur. Þessi söknuður verður þegar frá líður að Ijúfri minningu sem við eigum einnig öll. Við viljum einnig í framtíðinni riíja upp glöðu minn- ingamar, sem við eigum einnig sameiginlega með ykkur um góðan og vammlausan mann þar sem Ómar var. Erla og Þórólfur Heiðarlegur, orðvar, grandvar. Blíður, bamgóður, natinn. Aðeins fátt eitt, sem í hugann kemur þegar helfregnin berst. Að- eins 49 ára, mitt í dagsverki, mitt í áhugamálum, fullur lífsþróttar og lífslöngunar. Og maður nemur stað- ar í orðvana spum. Sigurður Ómar Þorkelsson hét hann fullu nafni. Lífsstarfs hans tengdist flugi. Hann starfaði hjá Flugmálastjórn við eftirlit radióvita, Iífæða flugsins og helsta öryggis- kerfis þess. Og það var gott að vita, þegar flogið var, að slík öryggis- tæki væm undir eftirliti jafn áreið- anlegs og vandvirks manns og Ómars. Ekkert var gert í asa eða flaustri. Ekkert var gert án fyrir- hyggju og áætlana. Hvort sem um var að ræða húsið hans og hans góðu eiginkonu, Ingu Eiríksdóttur, flugfreyju, garðinn, blómableðin, garðhúsið eða gróðurhúsið, allt gert af natni og umhyggju. Og erfíði var orð, sem virtist ekki til í orðabók hans. Við minnumst hans grafa upp öll beðin, með haka, skóflu og hjól- bömr að vopni. Leggja flísar, smíða garðhús og gróðurhús. Allt af óvenjulegri atorku og snyrti- mennsku. Ómar var kunnur fyrir áhuga sinn á hvers kyns nýrri tækni. Hann smíðaði sér eins manns þyrlu og áhugi hans á svifflaugi og módel- flugi var mikill, enda nutu þar sín meðfæddir hæfileikar hans við smíðar og vandvirk viðfangsefni, sem kröfðust jafnt einbeitingar, sem hæfni og þolinmæði. Radíó- áhugi hans var mikill, fjarskipti og hvers kyns radíósendingar og allt hið nýjasta í þeim efnum var líf hans og yndi. Það kom okkur ná- grönnum hans því ekki á óvart að hann varð einn fyrstu hérlendra til þess að koma upp mótttökuskermi fyrir sjónvarpstöku gervihnatta. ÓIl hugsanleg erlend rit um þessi mál vom lesin, bréfaskriftir heimshorna á milli, svo árangur mætti verða eins og best verður á kosið. En Ómar lét sér ekki aðeins nægja erlend flugtímarit um radíó og fjarskipti. Tímarit um húsbygg- ingar, pípulagnir, raflagnir, sem höfð vom til hliðsjónar við smíði hússins. Ómar flíkaði ekki tilfinningum eða skoðunum sínum. En sjaldan var komið að tómum kofunum. Sem dæmi um hve orðvar hann var og mannasættir nægir að nefna, að aldrei heyrðist hann hallmæla nokkmm manni, tók ekki undir sleggjudóma, bar hinsvegar sam- ferðamönnum og vinnufélögum óspart vel söguna. t Þökkum ínnilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför SIGRÍÐAR GÍSLADÓTTUR frá Stóra- Hrauni. Per Krogh, Gfsli Pétursson, Sólveig Pétursdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför RAGNARS JÓNASSONAR, Álftamýri 36. Sigri'Aur Þorsteinsdóttir, Sverrir Ragnarsson, Karitas Melsteð. Lokað Skrifstofum Flugmálastjórnar verður lokað í dag, mið- vikudaginn 5. nóvember, frá kl. 12.00 vegna jarðarfarar SIGURÐAR ÞORKELSSONAR. Flugmálastjórnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.