Morgunblaðið - 05.11.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.11.1986, Blaðsíða 18
m MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986 Gott tækifæri til samanburð- arrannsókna við önnur lönd eftirHelga Gunnlaugsson Fyrir stuttu veittist mér óvæntur heiður hér í Morgunblaðinu er Ámi nokkur Einarsson, sérlegur fulltrúi ríkisins gegn áfengi, helgaði heilli grein stutt viðtal við mig úr Morg- unblaðinu út af rannsókn, sem ég stóð fyrir um hið sívinsæla bjórmál Islendinga. Eftir lestur greinarinnar verð ég þó að játa, að ég skil hreinlega ekki allan þennan fyrirgang í mann- inum út af jafnsaklausu viðtali, því ég get ekki með nokkru móti sæst á einstaka gagnrýnisþætti, er þar koma fram. Ut af fyrir sig get ég þó fallist á þá almennu ábendingu Áma að blaðagrein, hvað þá stutt viðtal, getur sjaldnast orðið að al- varlegu fræðilegu framlagi — og er viðtalið við mig í Morgunblaðinu þar engin undantekning. Samt sem áður tel ég að fræðimenn eigi ekki að sniðganga fjölmiðla með öllu, heldur eigi að leitast við að kynna niðurstöðu sínar, annað hvort með greinum (ég birti grein um svipað efni í „Mannlífi" í fyrra, en fékk að ég held engin andsvör) eða með viðtölum sem er þó líklegast síðri kostur, sakir þess að erfítt getur verið að koma flóknum niðurstöðum til skila í stuttu mali við slíkar að- stæður — jafnframt því sem fræði- maðurinn verður að treysta á blaðamanninn að koma niðurstöð- unum sómasamlega á framfæri til lesenda. Þessi almennu vandamál í sam- skiptum fjölmiðla og fræðimanna komu að einhveiju leyti fram í títtnefndu Morgunblaðsviðtali, flóknar niðurstöður virkuðu á stundum full einfaldaðar, en þrátt fyrir það tel ég þó að ekki hafí tek- ist eins illa til og Ámi lætur í veðri vaka í grein sinni og sé mig því knúinn til einhverra andsvara. Ámi byrjar á því að segja, að ég fari full ftjálslega í orðavali inínu, að það sé „almenn skoðun að bjórbannið sé ekki rökrétt vegna þess að við leyfum sterkara áfengi". Ég tók svona til orða til þess að varpa Ijósi á hvers vegna ég ákvað að rannsaka bjórmálið, því að varla er hægt af nokkurri sanngimi að bera á móti því að lög, sem leyfa sterkt áfengi en banna veikasta stig þess, virka, a.m.k. á yfirborð- inu, mjög órökrétt — auk þess sem það er efnafræðileg staðreynd að hætta af áfengi eykst með auknum styrkleika. Um þetta ætti ekki að þurfa að deila. Én það em einmitt slík óvanaleg lög, sem vekja at- hygli fræðimannsins, lög sem virka ekki fyllilega rökrétt og þess vegna ákvað ég að rannaska þjóðfélags- legan bakgrunn þessara laga, athuga hvaða þjóðfélagsöfl hafa skapað og haldið við þessum lögum. Óvanaleg lög sem þessi gefa ein- mitt oft miklu betri innsýn í þjóð- félagsgerð viðkomandi lands en lög, sem virka mjög rökrétt á yfirborð- inu, eins og t.d. viðurlög við manndrápum eða þjófnaði, lög sem að auki ríkir fullur einhugur um. Og ég tel einmitt að bjórmálið veiti okkur slíka innsýn í þr-óun og upp- byggingu íslensk þjóðfélags, sýni okkur möguleg átakamynstur ólíkra þjóðfélagshópa, jafnframt því að sýna okkur eðli þess málflutn- ings, sem beitt er hveiju sinni. Ennfremur tel ég að þjóðfélags- greining af þessu tagi gefi okkur fræðimönnum gott tækifæri til samanburðarrannsókna við önnur lönd, gefi okkur með öðrum orðum möguleika á að staðsetja íslenskt þjóðfélag á landakorti þjóðanna í félagssögulegu tilliti. Meir um það hér á eftir. Ámi virðist eitthvað óánægður með þá fullyrðingu mína, að það séu „fulltrúar gamla tímans, sem komi í veg fyrir að bjórbanninu sé aflétt." Ég tók svona til orða til túlkunar á þeirri staðreynd að stuðningur við afnám bannsins hef- ur haft tilhneigingu til að koma meira úr þéttbýli en úr dreifbýli, með þeim formerkjum að þéttbýlis- myndun á íslandi er nútímafyrir- bæri, en dreifbýlissamfélagið hins vegar tákn um hið rótgróna íslenska bændasamfélag fyrri alda. Bæði niðurstöður skoðanakannana um málefnið og athuganir mínar á af- stöðu þingmanna í gegnum tíðina bera allar að sama brunni — sem sé þeim að andstaðan við bjórinn virðist mjög svo bundin uppruna og búsetu manna. Mestur stuðning- ur við bjórinn hefur komið úr röðum borgaralegra afla á Alþingi, auk þess sem kjósendur höfuðborgar- svæðisins hafa lýst yfír meiri stuðningi við afnám bannsins en kjósendur úr dreifbýli, sérstaklega skera bændur sig úr í afgerandi andstöðu sinni við afnám bannsins. Um ástæður þessa er einungis hægt að velta vöngum, en þó er rétt að benda á, að erlendar athug- anir um svipuð efni sýna einnig svipaðar tilhneigingar og vart hefur orðið heima á íslandi. T.d. í viðmið- unarlandi mínu, Bandaríkjunum, voru það einmitt fyrst og fremst dreifbýlisöflin, sem gerðu áfengis- bannið að pólitískum veruleika á fyrrihluta þessarar aldar, en síðan leiddu breyttar þjóðfélagsaðstæður, sem einkenndust af örri þéttbýlis- og borgarmyndun og þverrandi pólitískum ítökum dreifbýlisins, til afnáms þessa banns árið 1933. I þessu samhengi benti ég á í Morgunblaðsviðtalinu, að hin öra þjóðfélagsþróun á íslandi á þessari öld, hin snöggu umskipti úr stijál- býlu bændasamfélagi í upphafí aldarinnar í iðnvætt borgarasam- félag nútímans, hefur ekki skilað sér sem skyldi í breyttum pólitískum valdastofnunum til samræmis við hinar breyttu aðstæður. Alþingi ís- lendinga og sú kjördæmaskipun, sem starfsemin hvílir á, endurspegl- ar með öðrum orðum ekki hinar breyttu þjóðfélagsaðstæður heldur er að mörgu leyti „rótfast í gömlum tíma", svo ég grípi aftur til sama orðalags og í Morgunblaðsviðtalinu. Örlög bjórmálsins eru svo auðvitað einungis bara eitt dæmi af mörgum Ferðamál á Islandi Séð til norðausturs frá Hallgrímskirkju. eftir Einar Þ. Guðjohnsen Enn á ný beinast augu að Islandi og möguleikum hér. I þetta sinn eru það hugmyndir Þórs veðurfræð- ings um vöruflutninga með skipum eftir norðurleiðinni frá Austur-Ásíu til Evrópu og Ameríku. Þessar hug- myndir hafa komist í heimsfréttir og margir vilja kanna málið frekar. Hugmyndir þessar eru stór- merkilegar og eiga samleið með öðrum hugmyndum, sem oft hafa verið nefndar, að hér á Islandi verði í framtíðinni fríhöfn eitthvað í líkingu við Hong Kong og Singa- pore. Þetta mundi þýða að opna þyrfti landið miklu meir fyrir er- lendu fjármagni og ýmsum rekstri sem tengist alþjóðaviðskiptum, margt þyrfti að færa í meiri fijáls- ræðisátt. En hugmyndir sem þessar sam- ræmast víst ekki íslenskri einangr- unarstefnu um að við eigum að sitja ein að landinu eins og hingað til og lifa af fiskveiðum áfram. Sá er bara gallinn, að fískurinn sem nú er hægt að selja, veiðist ekki og það sem veiðist selst illa svo sem síldin. Við lifum greinilega ekki neinu sældarlífí af fískveiðum einum sam- an, margt fleira þarf til. Meðal annars þarf að grípa nýjar hug- myndir á lofti og framkvæma þær, og ef við höfum ekki bolmagn til þess einir sér þá að leita stuðn- ings erlendis frá. Það er alltaf hætt við því, að margar nýjar hugmyndir kafni í fæðingunni því að stjómkerfið er svo þungt í vöfum. Stjómendumir láta sér nægja að ota hver sínum tota, og vera ekki að brölta með nýjar hugmyndir, sem gætu kannski orðið fyrir gagnrýni og árásum. Fyrir 11 árum kom út tveggja binda verk um íslensk ferðamál, unnið á vegum Sameinuðu þjóðanna af Checchi og Co. I þessu verki komu fram margar góðar hug- myndir og ábendingar, en þáverandi ferðamálaráðherra brosti bara, svo fjarstæðukennt þótti honum allt saman og öllu var stungið undir stól, þar sem það liggur enn í kyrr- stöðu. Þama var dæmigerður íslenskur ráðamaður á ferðinni, hann kunni engin skil á öllum þess- um tillögum og þorði ekki að taka neina jákvæða afstöðu. Lítum nokkuð á þessar tillögur nú. Ein aðaltillagan var að í Krísuvík yrði komið upp 300 her- bergja hóteli með öllum hugsanleg- um lystisemdum undir þaki, suðrænum blómalundum og fleiru. Þama var fremur um ferðamanna- miðstöð en hótel að ræða. Auðvitað höfðum við ekki bolmagn til að koma þessu í framkvæmd, en hugs- anlega hefði einhver alþjóðlegur hótelhringur haft áhuga ef kannað hefði verið. Og hvers vegna ekki? Eitt af fríríkjum Suður-Afríku er Bophuthatswana og er nokkuð dreift í norðurhéruðunum, sem liggja að landamærum Botswana, Þessi héruð em þurr og gróðurlítil, sumstaðar nánast eyðimörk. Á ein- um stað inni á milli þurrhijóstmgra hæða hefir verið byggð upp ferða- mannamiðstöðin Sun City. Þama er komið heilt þorp af hótelum, veitingasölum, spilavítum með til- heyrandi sundlaugum og fleim. Aðalgestimir em íbúar Suður- Afríku, sem ekki fá allar þessar lífsins lystisemdir heima hjá sér. Gamli hollenski kaivínisminn bann- ar það. Hliðstætt þessu og kannski fyrir- myndin að Sun City er Las Vegas í Nevada, en þar em raðir af stór- hótelum með spilavítum og nætur- klúbbum. Með þessu er ég ekki að segja, að það sama ætti að gerast í Krísuvík, en eitthvað í sömu átt „Það er alltaf hætt við því, að margar nýjar hugmyndir kafni í fæð- ingunni því að stjórn- kerf ið er svo þungt í vöfum. Stjórnendurnir láta sér nægja að ota hver sínum tota, og vera ekki að brölta með nýjar hugmyndir, sem gætu kannski orðið fyr- ir gagnrýni og árás- um.“ gæti þróast þar, og ennfremur góð- ur ráðstefnustaður í hressilegu umhverfi. Umfram allt má ekki stinga svona hugmyndum undir stól og brosa að þeim, það verður að kanna málin nánar og sjá hvort einhver getur ekki nýtt sér hug- myndina og við haft hagnað af. Meira um Lög um skipulag ferðamála II. kafli laganna fjallar um Ferða- málaráð. Þar segir fyrst að Ferða- málaráð fari með stjóm ferðamál- anna undir yfírstjóm samgönguráðuneytisins, og að ráð- ið skuli koma saman a.m.k. fjórum sinnum á ári. Næsta grein segir hveijir skulu skipa þá 23 fulltrúa sem í ráðinu em og jafnmarga vara- menn. Svo kemur í þamæstu grein, að samgönguráðherra skuli skipa fimm manna framkvæmdastjóm til fjögurra ára. Ennfremur að formað- ur Ferðamálaráðs skuli vera formaður framkvæmdastjómarinn- ar. Svo kemur að þrír ákveðnir aðilar skuli tilnefna einn mann hver í framkvæmdastjómina og Ferðamálaráð einn til eins árs í senn, þó að áður komi fram, að ráðherra skipi þessa framkvæmda- stjóm til fjögurra ára. Það er kannski einhver blæmunur á sögn- unum að skipa og tilnefna, en þær þýða nánast það sama, og er allt orðalagið því ákaflega mglingslegt, ekta stofnanamál. Það kemur ekki heldur fram, að þeir sem tiinefndir em eða skipaðir í þessa fram- kvæmdastjóm þurfí að vera úr röðum Ferðamálaráðs nema for- maðurinn, hinir gætu alveg eins verið utan Ferðamálaráðs. í reynd- inni er það svo að þessi litla framkvæmdastjóm hefír öll völd í ferðamálunum en Ferðamálaráð sjálft sniðgengið og áhrifalítið. 7. greinin í lögunum er um verk- efni Ferðamálaráðs og taldir upp 13 liðir, en hún segir ekkert um skiptingu þessara verkefna milli stjómar Ferðamálaráðs og sjálfs Ferðamálaráðs, enda er ekkert tal- að um stjómina í.þessari grein. Allur þessi II. kafli um Ferða- málaráð er ruglingslegur, óljós og illa orðaður. Lög eiga að vera skýr og gagnorð. IV. kafli laganna er um almennar ferðaskrifstofur og þar fínnst mér margt óþarft og neikvætt fyrir þennan atvinnuveg. í Mbl. 10. okt. fór ég nokkuð út í þau mál og vísa til þess á þessu stigi skrifa minna um ferðamál, en þó vil ég endur- taka að fasteignaverðstrygging að upphæð 2,6 milljónir króna er fár- ánleg og á engan rétt á sér. V. kafli laganna fjallar um Ferða- málasjóð, sem er eign ríkisins og lýtur stjóm samgönguráðherra. Samgönguráðherrar em breytilegir og misjafnlega hæfir til að stjóma sjóðum sem þessum. Þennan sjóð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.