Morgunblaðið - 05.11.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 05.11.1986, Blaðsíða 56
SEGÐU RNARHÓLL > PEGAR ^ÚEERÐ ÚTAÐ BORÐA Smi 18833-------- STERKT KORT MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986 VEW) I LAUSASOLU 50 KR. Nær víst að Kasparov kem- ur í febrúar YFIRGNÆFANDI likur eru á því að Garrí Kasparov, heimsmeist- j3ri í skák, komi hingað til lands i febrúar til þess að taka þátt í skákmóti, sem IBM á íslandi gengst fyrir i tilefni af 20 ára afmæli sinu. Skáksamband ís- lands sér um framkvæmd móts- ins, sem verður það sterkasta sem haldið hefur verið hérlendis, því 5 af 12 sterkustu skákmönn- um heims hafa tilkynnt þáttöku. „Það er engin spurning að það er mjög mikilvægt að fá tækifæri til þess að taka þátt í svona sterku skákmóti, en það er þó ennþá mikil- vægara að standa sig vel,“ sagði Margeir Pétursson, einn flögurra íslenskra stórmeistara, sem taka ^Jíátt í mótinu. Hann kvað góðar líkur á því að einhver íslensku stór- meistaranna lenti í verðlaunasæti, að því tilskyldu að þeir tefldu eins og þeir best geta. Margeir sagði að hann hefði að- eins einu sinni teflt við Kasparov, og þá hefði hann tapað eftir að m Kasparov sneri á hann í byijun- inni. Þetta var á olympíuskákmót- inu árið 1980. „Það gengur vónandi betur núna'. Við höfum báðir lært mikið síðan og farið mikið fram,“ N 5Eagði Margeir. Sjá nánar frétt á bls. 23. Fiskmarkaður ódýrari hér í Reykjavík — segir Davíð Oddsson HJÁ Reykjavíkurborg stendur yfir athugun á heppilegu hús- næði fyrir fiskmarkað í gömlu höfninni í Reykjavík. „Það er ljóst að stofnkostnaður við fiskmarkað í Reykjavík verður mun ódýrari þar sem húsnæðið er fyrir hendi. Þannig að við teljum okkur hafa ákveðið forskot í þeim efnum," sagði Davíð Oddsson borg- arstjóri en Bæjarstjóm Hafnar- fjarðar hefur ákveðið að reisa húsnæði fyrir fiskmarkað þar. Hann sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um framhaldið en bjóst við að stofnað yrði hlutafélag um rekst- ur markaðarins þegar að því kæmi. „Við teljum að Reykjavík sé best staðsett fyrir fiskmarkað, hér er miðstöð samgangna við hann,“ sagði Davíð. Sólstafir Morgunblaðið/RAX SVARTASTA skammdegið nálgast óðfluga, eins og sést á þess- ari mynd sem tekin var á Reykjanesbrautinni um klukkan 16 í gær. Bíll með ljósin kveikt minnir okkur á að nýtt Ijósaskoðun- artímabil er hafið. Sólstafirnir eru tignarlegir en skýjabakkinn minnir okkur á að alira veðra er nú von. Flugleiðir: 40% aukning bók- ana í millilandaflugi Október var metmánuður í innanlandsf luginu MIKIL aukning er á bókunum í millilandaflugp Flugleiða í nóv- ember og desember. í nóvember eru bókanir til dæmis 40% meiri en í nóvember í fyrra. Aukningin er á öllum leiðum félagsins. Þá hefur verið mikil aukning á flutningum Flugleiða í innan- landsflugi í haust og var október metmánuður. Margrét Hauksdóttir, deildar- Fræðsla um alnæmi efld VEITT hefur verið aukafjár- veiting úr ríkisjóði að fjárhæð 2,5 milljónir króna til að hrinda af stað fræðsluherferð gegn alnæmi. Heilbrigðisráðherra, Ragnhild- ur Helgadóttir, kynnti fræðsluher- ferðina í ríkisstjóminni í gær. í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins sagði hún að fræðsla væri tvímælalaust besta vömin gegn þessum skæða sjúkdómi. Herferðinni verður fyrst og fremst beint að ungu fólki á aldrinum 15-25 ára. „Það er mikilvægt að fólk á þessum aldri, sem stofnar til ýmissa lausasambanda viti um þær hættur sem slík sambönd hafa í för með sér,“ sagði Ragn- hildur. Að sögn Ólafs Ólafssonar, land- læknis, hefur komið í ljós að alnæmi breiðist út fyrir áhættu- hópana fyrst og fremst með eiturlyQasjúklingum. Eiturlyfja- sjúklingur sem sýktur er af alnæmi er nú undir ströngu eftir- liti lækna. Ólafur sagði að sá möguleiki hefði verið íhugaður að svipta sjúkling sjálfræði haldi hann áfram að hafa samræði við aðra og breiða þannig út sjúk- dóminn. Ólafur sagði að spumingin um sjálfræðissviptingu hefði aðeins verið rædd sem hugsanlegur möguleiki, í erfiðum tilvikum þeg- ar alnæmissjúklingur fer ekki að tilmælum lækna og stefnir öðmm í hættu Sjá einnig fréttir á bls. 4. stjóri í kynningardeild Flugleiða, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að bókanir í millilandaflugi í nóvember væru um 22.500 á móti 16.000 á sama tíma í fyrra og er aukningin því rúm 40%. I desember eiga um 21 þúsund farþegar bókað á móti 17 þúsund farþegum í fyrra. Margrét sagði að aukningin hefði byijað í september og í október hefði verið góð aukning í farþega- flutningum Flugleiða í millilanda- flugi. Sagði Margrét að aukningin í bókunum fram til áramóta kæmi fram á öllum flugleiðum en nefndi Bretland sérstaklega sem dæmi um jákvæða þróun. í sumum tilvikum hafa Flugleiðir þurft að mæta au- kinni eftirspum með því að láta stærri flugvélar fljúga áætlunar- flugið. Um ástæður aukningarinnar sagði Margrét að þar væri án efa um að ræða árangur af góðu sölu- starfi á undanfömum mánuðum og árum. í október fluttu Flugleiðir 19.478 farþega í innanlandsflugi, á móti 15.464 farþegum í október í fyrra og er aukningin þvi 26% á milli ára, og er þetta met í októbermán- uði hjá félaginu. Aukning varð einnig í fraktflutningum' og póst- flutningum innanlands. í október voru flutt 192 tonn af vörum, sem er 10% meira en í fyrra og tæp 102 tonn af pósti, sem er 21% aukning frá október í fyrra. Flugleiðir nefna gott veður í október og vinsældir svokallaðra helgarpakka sem ástæður fyrir auknum farþega- flutningum í innanlandsflugi. Flóttínn kostaði rjúpuna lífið Stykkishólmi. SÁ atburður gerðist hér í Stykk- ishólmi fyrir nokkru að ijúpa kom fljúgandi á mikilli ferð að grunnskólanum. Flaug hún á gluggarúðu á neðra gangi skól- ans og í gegn. Atburðurinn átti sér stað laust eftir hádegi og kennslustundir í fullum gangi. Þegar að var komið lá rjúpan dauð fyrir innan gluggann. Ekki leikur vafi á, að rjúpan var á flótta undan fálka. Árni. /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.