Morgunblaðið - 05.11.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.11.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986 21 Já o g nei Heimir Pálsson beðinn um stutta ræðu Skattheimta Þegar stjórnvöld standa frammi fyrir því að þurfa að afla tekna til að mæta útgjöldum er mikilvægt að hafa til hliðsjónar eftirfarandi grundvallarreglur: * Skattkerfíð á að vera einfalt, auðskiljanlegt og ódýrt í fram- kvæmd. * Við skattheimtu á að gæta fyllsta samræmis, þ.e.a.s. hvers konar mismunun milli atvinnugreina, félagsforma, sparnaðarforma og neyslu er óæskileg og ýtir undir óhagkvæmni. * Skattbyrðin má ekki vera svo þung, að hún dragi úr framtaki einstaklinga eða hvetji til undan- dráttar. Óhætt er að fullyrða að þessar grundvallarreglur eru brotnar nú. í fyrsta lagi er skattkerfið af- skaplega flókið. Framtali skatta, innheimtu þeirra og greiðslu fylgir ómæld skriffinnska. Tími og verð- mæti fara því forgörðum, bæði hjá gjaldendum og hinu opinbera. í öðru lagi er misræmi mikið. Söluskattskerfið gerir upp á milli vörutegunda vegna fjölmargra und- anþága, en þar að auki mismunar það atvinnugreinum vegna upp- söfnunar söluskattsins. Þótt tekju- skattskerfið hafi verið endurskoðað að nokkru 1984 með það fyrir aug- um að jafna skattameðferð hluta- bréfa og annars sparifjár, vantar mikið á, að jafnræði sé náð. Gjöld af innflutningi eru fjölmörg og skyldum vörum mismunað. Mis- ræmið sem skattakerfið skapar er fyrst og fremst slæmt vegna þess að eitt skilyrða hagkvæmrar verð- mætasköpunar er jafnræði. Samkeppni á jafnréttisgrundvelli er líklegust til að leiða til mestrar verð- mætasköpunar. Mismununin dregur úr eðlilegri viðleitni til þess að skapa verðmæti. í þriðja lagi er hætt við að of mikil heildarskattbyrði dragi úr framtakssemi og skerði þar með skattstofninn. Dæmi eru um það erlendis að lækkun á skatthlutfalli tekjuskatts hafí leitt til meiri skatt- tekna en ekki minni eins og mönnum hættir til að álykta. Tvennt kemur hér til: Það borgar sig að auka vinnuframlag og þar með tekjur. Hitt skiptir þó ekki minna máli hér, þar sem vinnutími er langur, að líklegra er, að talið sé rétt fram og síður leitað leiða til að komast hjá skattgreiðslu, séu skattar hóflegir og einfaldir. Til að ráða bót á þessu þarf að gera skattkerfið einfaldara, regl- urnar almennari og lækka skatt- prósentur. Virðisaukaskattur er í þessum anda og einnig fyrirhugað- ar breytingar á aðflutningsgjöldum, en þar er gert ráð fyrir lækkun og samræmingu. Tekjuskattskerfinu ætti að breyta með sömu grundvall- aratriði til hliðsjónar. Þannig á að greiða sama hlutfall af öllum tekj- um og heimila aðeins frádrátt vegna framfærslu bama. Að öðm óbreyttu ætti 15% skattur á tekjur með sam- tímagreiðslu að nægja til að afla ríki og sveitarfélögum þeirra tekna, sem nú fást með tekjuskatti og útsvari. Jafnframt er nauðsynlegt að eigið fé og arður af því verði skattlagt með sama hætti og annað sparifé. Til að bæta eiginfjárstöðu fyrirtækja væri einnig rétt að beita skattalögunum til að hvetja al- menning til að íjárfesta í atvinnulíf- inu. Þá ætti fasteignaskattur að koma í stað aðstöðugjalds sem helsta tekjuöflunarleið sveitarfé- laga enda er lítið samhengi á milli aðstöðugjaldsstofns og þjónustu sveitarfélaga við fyrirtæki auk þess sem gjaldið hefur óeðlileg áhrif á skipulagningu atvinnustarfsemi. Aðra skatta og gjöld ber að leggja niður. eftir Gísla Ól. Pétursson Umræðan heldur áfram. Heimir Pálsson gagnrýnir í Mbl. og Þjv. 29. okt. sl. hvemig ég rökstyð NEI-afstöðu mína og hvetur félagsmenn okkar í HIK til að segja JA. Þetta kemur ekki á óvart enda vomm við hvor um sig forsvarar þessara andstæðu sjónarmiða á síðasta þingi félags- ins. NEI-afstaðan — hlutlæg rök. NEI-afstaðan er sú, að HÍK verði ekki lagt niður en sameigin- leg verkefni færð undir umsýslu Bandaiags kennarafélaga. Það er í samræmi við það, sem næstsíð- asta þing félagsins taldi sig samþykkja sem stefnumótun um samstarf við KÍ. Þessa afstöðu er auðvelt að rökstyðja með hlutlæg- um rökum m.a. eins og ég gerði í grein minni og Heimir staðfestir, þó honum þyki þau ekki nægileg fyrir sig. JA-afstaðan — huglæg rök. JÁ-afstaðan er sú, að HIK, KI og BK verði öll lögð niður og stofn- að eitt félag gmnn- og framhalds- skólakennara, en sú mun hafa verið stefna forystu KÍ um þetta samstarf. Þessa afstöðu er ekki gott að rökstyðja með hlutlægum rökum og Heimir, sem og aðrir talsmenn þessarar afstöðu, hafa notað huglæg rök. Við erum sammála um hver eru meginatriðin. Heimir tekur sér fyrir hendur að svara spumingum mínum fyrir sitt leyti. Með því staðfestir hann að þær taka til meginatriða og að þeim er verið að svara þegar tekin er afstaða til þess hvort HIK- kennarar eru betur settir með félag sitt eða án þess. Lakara var að svör hans voru ekki sérlega hlutlæg. Satt best að segja voru þau sisona fremur í formi dulítils útúrsnúnings ásamt með smávegis rýrð á mína per- sónu. Röksemdafærslan kom ekki. Heimir segir í grein sinni: „Freistandi væri að setja hér á langar ræður um fagvitund kenn- arastéttarinnar og baráttumál og rifja þannig upp enn eina ferðina það sem margoft hefur verið skrif- að. Það var ekki ætlun mín.“ Skamman tíma hafði Heimir til að semja grein sína og ekki nægan til að setja saman hinar löngu ræður. Svo er á honum að skilja að í þeim sé að fínna hinar gildu röksemdir. Skaði var að þær komu ekki fram. Beðið um ræðu. Við, kennarar í HIK, viljum geta tekið afstöðu á grundvelli rökstuðnings með og móti. Ég vil því í einlægni biðja Heimi að setja saman nokkra ræðu um þetta efni, þar sem verði að finna röksemdimar fyrir því að leggja beri niður félag okkar. Þær eru nauðsynlegar til að taka megi ígrundaða ákvörðun. í hóflega löngu máli eiga þær erindi á síður dagblaða því alls eru kennarar vel á fimmta þúsund í okkar tindrandi Gísli Ól. Pétursson „HÍK er stéttarfélag og gætir hagsmuna félags- manna sinna á tiltekinn hátt. Egtel óviðunandi að leggja það niður nema vissa sé um að með því styrkist staða okkar. Heimir telur önnur sjónarmið vega þyngra. Hver eru þau?“ fagra landi og ekki á annan betri hátt hægt að ná til þeirra allra. Með stéttarfélagi gætum vlð hagsmuna okkar. HÍK er stéttarfélag og gætir hagsmuna félagsmanna sinna á tiltekinn hátt. Eg tel óviðunandi að leggja það niður nema vissa sé um að með því styrkist staða okkar. Heimir telur önnur sjónar- mið vega þyngra. Hver eru þau? Höfundur er kennari og á sæti í stjórn HÍK ogístjóm BK. .HAPPDRÆTH HAUSE SJALFSTÆÐISFLOKKSENSi VERÐMÆTIR VINNINGAR GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA HRINGIÐ I SIMA 82900 Skrifstofan Háaleitisbraut 1 er opin virka daga frá kl. 9-22 og um helgar kl. 10-17. Sjálfstæðismenn, eflum flokksstarfið, gerum skil á heimsendum happdrættismiðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.