Morgunblaðið - 05.11.1986, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986
Minning:
ÁstríðurJ. Gísla-
dóttir Reykdal
Fædd 23. september 1914
Dáin 28. október 1986
Það er oft sagt að konur njóti
þess betur að vera ömmur en
mömmur. Þær séu þá orðnar eldri,
reyndari og afslappaðri (og hafi
meiri tíma), þær beri heldur ekki
ábyrgð á bamabömunum, spilli
þeim og hendi þeim síðan í foreldr-
ana. Það er eflaust nokkuð til í
þessu, sérstaklega ef bamabömin
búa langt í burtu og koma sjaldan
í heimsókn.
Ein af betri bemskuminningum
mínum er ferð okkar ömmu í leið
níu eitt sumarkvöld í Reykjavík
fyrir 17 árum. Ég var í tveggja
vikna heimsókn í borginni og hún
fór m.a. með mig í þessa hringferð
og í Árbæjarsafn. Ég man hvað
mér fannst Reykjavík falleg (veðrið
var svo gott) og safnið hlýtur líka
að hafa haft góð áhrif á mig, a.m.k.
þykir mér mjög vænt um hvort-
tveggja enn þann dag í dag.
Annað sem er óijúfanlega tengt
þessari Reykjavíkurferð, sem og
öðrum, er sú sæla sem glænýtt
franskbrauð veitti mér. Amma tók
undir það með okkur systrunum að
j-músagangurinn í mjólkurbúðinni
næði engri átt og að hún yrði að
ræða þessi hálfétnu brauð við af-
greiðslustúlkuna. Hún gerði heldur
aldrei neinar athugasemdir við tíðar
ferðir okkar inn á bað þar sem við
smurðum tvíbökumar með signal-
tannkremi. Hún varðveitt bamið í
hjarta sér og við nutum góðs af því.
Þegar við Kristín hófum búskap
á Snorrabrautinni (þá 14 og 18
ára) gaf hún okkur matreiðslubók,
en skipti sér annars ekki af heimilis-
thaldinu. Ég minnist þess ekki að
hún hafi fundið að við mig eða sett
ofan í við mig, en við ræddum mik-
ið og oft saman og það var gaman
að fá þau í heimsókn. Hún sagði
við mig löngu seinna að hún hefði
ekki gert sér grein fyrir því þá hve
ungar við vorum og hve mikil
heppni það væri að við „lentum"
ekki í neinu.
Sumarið 1980 vann ég í eld-
húsinu á Borgarspítalanum. Um
það leyti var amma að hætta að
vinna „í líninu" af heilsufarsátæð-
um. Hennar var sárt saknað í
kjallaranum, enda var hún alltaf
spaugsöm og hress. Henni fannst
sjálfri leiðinlegt að hætta, hún var
búin að vinna þama frá opnun
spítalans og kunni vel við „stelpum-
ar“ og fjárhagslegt sjálfstæði. Mér
fannst það léttir að vita af henni
þama innan um alla gömlu félagana
síðustu vikumar.
í bæði skiptin sem ég hef þurft
að leggjast á sjúkrahús var það hún
sem lagði mig inn. í fyrra skiptið
fékk ég botnlangakast, þá fimm eða
sex ára. Pabbi sagði mér að fara á
klósettið, en ekki linnti verkjunum
við það. Amma sagði að þetta væri
eitthvað meira en hægðatregða og
hringdi í annan lækni! I seinna
skiptið hafði ég þjáðst af hastar-
legri hálsbólgu f nokkra daga. Ég
átti erfitt með að einbeita mér að
próflestrinum og ákvað að sækja
ömmu í vinnuna. Henni krossbrá
þegar hún sá mig og dró mig upp
á slysadeild til einhvers kunningja
síns. Ég var sett í viku einangrun,
fékk nænngu í æð og komst ekki
í prófrn. Ég undi þó hag mínum hið
besta, enda fór ég á sérstakt fæði.
Þær sögðu mér það seinna í eld-
húsinu að amma hefði tilkynnt þeim
hvað mér líkaði og hvað ekki og
ég naut vinsælda hennar.
En nú er þessu lokið og þó að
ég viti að hún var hvíldinni fegin,
sakna ég hennar í eigingimi minni.
R1 Electrolux R] Electrolux 0] Electrolux
RF-570 ísskápur
H-85 sm B-55 sm D-60 sm
Kr. 14.900 á lánskjörum
eða 13.990 staðgreiðsluverð
Vorumarkaðurinn hf.
J Eiðistorgi 11 - simi 622200
Krislján Sigurðs-
son — Kveðjuorð
Ég hugsa um allar góðu stundimar
sem við áttum saman á Guðrúnar-
götunni, þar sem ég drakk í mig
frásagnir hennar af vistinni hjá
Hertevig bakara á Siglufirði, ferða-
sögur, sögur úr vinnunni, af
mömmu og af okkur. Við hættum
fljótt að heimsækja hana á laugar-
dagseftirmiðdögum, því þá sat hún
límd fyrir framan enska fótboltann
og ómögulegt að ná nokkru sam-
bandi við hana. Mér fannst best að
koma í miðri viku, þegar við vorum
bara tvær og gátum talað saman í
næði. Mér fannst hún verða æ rót-
tækari í kvennréttindamálum með
ámnum og hún hélt margar ræður
yfir mér um hvað hún myndi ekki
láta bjóða sér ef hún stæði í okkar
sporum. Eins og speki hennar forð-
um um hve góð áhrif rigningin í
Vík hefði á hár mitt, hafði þetta
áhrif á mig.
Jafn óspennandi og henni þótti
vinna mín fyrir þjóðminjasafnið á
Akureyri í fyrra, fannst henni nám
mitt og dvöl hér í New York spenn-
andi. Þegar jaðrar við að stórborgin
sligi mig með öllu sínu stressi og
látum hugsa ég um það sem hún
skrifaði mér til Skotlands fyrir
nokkrum árum, hún sagði mér að
halda dagbók yfir hugsanir mínar,
líðan og gerðir og hafa það hugfast
að þó að ástandið virðist bágt þá
muni ég eflaust geta hlegið að þessu
þegar ég segi bamabömunum það
eftir 30 ár.
Ég þakka kærlega fyrir allt gam-
alt og gott og sendi afa, Steilu,
Gylfa, Höskuldi, Jóni, Jóhönnu og
stelpunum, mömmu, pabba, Krist-
ínu og Ástríði Vigdísi mínar bestu
kveðjur.
New York í nóvember 1986,
Ragnhildur Vigfúsdóttir.
Hann Kristján mágur minn er
dáinn. Þessu hugsun endurómaði í
huga mínum eftir að fregnin um lát
Kristjáns hafði borist til okkar
hjóna. Slysin gera ekki boð á undan
sér, þau em alltof algeng endalok
margra íslendinga.
Kristján, hinn trausti geðprúði
og rólyndi maður, var skyndilega
burt kallaður.
Hann var fæddur 16. júní 1927
í Hafnarfirði, sonur hjónanna Sig-
urðar Kristjánssonar vélstjóra,
Hamarsbraut 11, og konu hans,
Valgerðar ívarsdóttur, og var eitt
af átta bömum þeirra hjóna.
Faðir hans er látinn.
Kristján hóf sjómennsku ungur
að árum eins og algengt var þá.
Hann sýndi snemma hvað í honum
bjó, hann reyndist traustur og dug-
mikill sjómaður. Fljótlega kom í ljós
að hann hafði erft hæfileika föður
síns, verklægni og samviskusemi.
Hann lærði vélstjóm og starfaði
eftir það sem vélstjóri allt þar til
hann lét af sjómennsku og fór í
land. Kristján starfaði meirihluta
sjómennsku sinnar hjá tveim út-
gerðarfyrirtækjum. Er í land kom
réðst hann til Vélsmiðju Jóhanns
Ólafssonar. Hjá þeim ágætis manni
og sonum hans starfaði hann til
dauðadags.
Eftirlifandi kona hans er Kristín
Þórðardóttir frá Brúsastöðum,
Hafnarfirði. Þau eignuðust fimm
mannvænleg böm sem öll eru upp-
komin. Þau em Ingveldur Salome,
Þórður Kristján, Sigurður, Valgerð-
ur og Kristín.
Kristín og Kristján vom mjög
samrýnd hjón og er því missir
Kristínar mikill.
I þeim söknuði veit ég að hin
indælu böm hennar og bamaböm
verða henni huggun og styrkur í
sorg hennar. Blessuð veri minnig
vinar okkar og bróður.
Friður Guðs veri með fjölskyldu
hans.
Ásgeir Skúlason
Sigrún Sigurðardóttir
Ragnheiður H. Bach-
mann — Kveðjuorð
Með þakklæti minnist ég Röggu,
Ragnhildar Hólmfríðar Bachmann,
konu frænda míns Einars Bach-
mann. Það er orðið langt síðan þau
fluttu frá íslandi til Bandaríkjanna,
ungar manneskjur, sem hösluðu sér
völl í stórborginni Chicago. Þau
Frá Noregi skrifar 42 ára karl-
maður sem vill skrifast á við konur
á aldrinum 25-40 ára:
Pelle Nilssen,
Olav Nilssonsgate 62,
N-4000 Stavanger,
Norge.
Sextán ára Ghanastúlka með
áhuga á söng, ferðalögum, poptón-
list og bréfaskriftum:
Naomi Adjowa Kum,
c/o Mr. J.K.Kum,
Registrars Department,
University of Cape Coast,
Ghana.
Fjórtán ára vestur-þýzk stúlka
með áhuga á tónlist, teikningu,
blómum, bréfaskrift o.fl.:
Christine Fischbach,
Nordring 13,
7552 Durmersheim,
West-Germany.
Sænskur sjúkraþjálfari hyggst
kynnast landi og þjóð með því að
vinna hér á landi næsta sumar.
Vill komast í samband við íslenzka
fjölskyldu:
Inger Karlsson,
Smaskolev. 63,
223 67 Lund,
Sverige.
áttu styrk og elsku til að standa
saman í harðri baráttu og þeim
vegnaði vel. Um langa hríð aðskildu
okkur lönd og höf, en svo kom að
þeim fundi sem ég vil minnast.
Við áttum því láni að fagna að '
dvelja á heimili þeirra, um tíma,
síðla árs 1979. Það voru góðar
stundir, sem við ætíð munum
minnast. Ragga kenndi mér að
þekkja kjama þeirrar tilfinningar,
sem á fomu máli heitir „römm er
sú taug er rekka dregur". Aldrei
hef ég orðið vitni að tryggari ætt-
jarðarþrá og er mér minnisstætt
að við heimkomunna sá ég landið
í fegurri skrúða en nokkm sinni.
Það er sagt að eylendingar séu
bundnir sterkari ættjarðarböndum
en gengur og gerist. Það fannst
mér sannast á henni. — Hún var
af sterkum stofni, í ætt við bjargið
trausta og mosann mjúka. Tveir
mannvænlegir synir þeirra hjóna,
Fyrsta
súpukeppni
hér á landi
FYRIRTÆKIÐ Daníel Ólafsson
og CO h.f. mun standa fyrir
fyrstu súpukeppni sinnar teg-
undar hér á landi í veitingahús-
inu Broadway fimmtudaginn 13.
nóvember næstkomandi. Hefst
dagskráin klukkan 17.00 með
sýnikennslu og matvælakynn-
ingu fyrir matreiðslumenn og þá
sem lengra eru komnir.
Sjálf keppnin hefst klukkan
20.00. Allir útlærðir matreiðslu-
menn fá tækifæri til að taka þátt
í keppninni. Hver keppandi fær 15
mínútur til að laga „heimsins bestu
súpu“, eftir þann tíma er viðkom-
andi dæmdur úr leik. Sjö keppendur
verða á sviðinu í einu, eldað verður
á sérsmíðuðum gaseldunarborðum.
Fyrstu verðlaun verða farand
gull-kokkahúfa, ásamt ferð til Sviss
til að heimsækja framleiðslufyrir-
tækið Hugli og ýmis veitingahús.
Hnífasett verður í önnur verðlaun
Erik og Brian, fullkomnuðu mynd-
ina af gæfulegri fjölskyldu, sem við
áttum með ógleymanlega daga. Nú
þegar frændi minn flytur hennar
jarðnesku leifar heim, bið ég Guð
að styrkja hann og syni þeirra.
Blessuð sé hennar minning.
Helga Bachmann
Svissneski matreiðslumeistarinn
Max Luethi frá Hiigli mun kynna
vörur fyrirtækisins á súpuke-
oppninni í Broadway.
og matreiðsiubækur í þriðju verð-
laun. Almenningi mun gefast kostur
á að fylgjast með og smakka á
verðlaunasúpunni.