Morgunblaðið - 05.11.1986, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 05.11.1986, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986 Afmæliskveðja: Erlendur Sigmundsson fv. prófastur og biskupsritari Hugurinn leitar langvegu, fjörtíu ár um öxl og þó tæpum hálfum tugi betur. Sögusviðið er Seyðis- fjarðarkirkja. Sögumenn eru börnin í bænum. Söguhetjan er ungur prestur, nývígður til starfa. Hann heitir Erlendur Sigmundsson og hefur tekið við Dvergasteinspresta- kalli haustið 1942. I munni okkar barnanna heitir hann raunar „séra Erlendur" og annað ekki. Við þekkj- um einungis tvo menn, er svo nefnast. Annar er „séra Bjami". Hann talar í útvarpið á sunnudags- morgnum. Hinn er séra Erlendur, ; ungi presturinn okkar. Enn er hitastillta bað- blöndunartækið frá Danfoss nýjung fyrir mörgum. Hinirsemtil þekkjanjótagæða þeirraogundrast lága verðið. = HÉÐINN = SEUAVEGI 2, REYKJAVÍK Niður með hita- kostnaðinn OFNHITASTILLAR = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRRANTANIR-faJÓNUSTA „Sunnudagaskóli" er nýtt orð í Seyðisfjarðarveröldinni. En merk- ing þess rennur fljótt og vel upp fýrir öllum. Það er gaman í sunnu- dagaskóla hjá séra Erlendi. Svo einfalt er nú það mál. Þar fá menn myndir og syngja texta, sem allir skilja, við lög, sem allir læra. Auk þess er hann skemmtilegur sjálfur, séra Erlendur. Reyndar er hann mjög alvörugefinn á svipinn. En grunnt er á gáskanum. Þetta skynja bömin, og því líður þeim vel í ná- vist þessa glæsilega manns. Séra Erlendur á sér konu, Mar- grét Tómasdóttir heitir hún. Um hana leikur ljómi, sem ekki er auð- velt að lýsa. Hún er svo sviphrein hún frú Margrét og festuleg og um leið leiftrandi af kátínu. Þessi hjón em ólík hinu fyrirfólk- inu í bænum. Að því öldungis ólöstuðu. Eitthvað nýtt er að gjör- ast, þar sem séra Erlendur og frú Margrét em að verki. Enda þykir öllum vænt um þau. Fullorðna fólk- ið talar vel um prestshjónin. Enginn leggur þeim illt til. Afi minn er venjulega var um sig, þegar kirkju- mál ber á góma. En hann talar með hlýju til vinfengis við nýja prestinn, segir, að séra Erlendur sé jafnaðar- maður, eins og afi sjálfur. Ekki er séra Erlendur fyrr kom- inn í bæinn en honum skýtur upp í bamaskólanum. Þar kennir hann allar götur síðan. Skólinn hefst daglega með morgunbænum, sem presturinn annast. Barnaskarinn allur kemur saman í anddyri skól- ans. Faðir minn leikur á orgelið, sálmur er sunginn. — Síðan fer séra Erlendur með ritningarorð og bæn. Þessu fer fram hvem virkan dag, alla vetur. Endurminningin um þetta helgihald er eins og hlý hönd. Hún verður þeim mun styrkari, höndin sú, sem lengra á ævina líður. Séra Erlendur er afbragðs kenn- ari. Við finnum það, bömin, að hann trúir biblíusögunum. Hann hefur nefnilega gaman af sögum og er sjálfur að þýða bók, sem heit- ir „Drengurinn frá Galíleu", — og les hana fyrir okkur í skólanum. — Síðar læmm við hjá honum ensku og íslenzku. Hann hefur dæmalaust yndi af ljóðum. Seint er hann sáttur við það, hvernig við flytjum „Aust- urstræti" Tómasar, þótt við leggj- um okkur fram. Honum finnst við vera dálítið tilfínningasljó. Það er að vonum. Við höfum aldrei gengið um Austurstræti og heldur aldrei lifað gullöld menntaskólaára nema í heitum draumi og hillingu. — Hitt er ljóst, að heimur Tómasar skálds er séra Erlendi innan seilingar, enda er presturinn hafsjór af fróðleik yfirleitt og hefur menningu íslands á hraðbergi og útsýn um veröld hvetja. — Kynnin við þennan fág- aða og fjölvísa mann verða ungling- um hvatning til dáða. En, — eins og fyrr greinir: Sögu- sviðið er Seyðisijarðarkirkja. Þar fara fram almennar safnaðarguðs- þjónustur helga daga árið um kring. Þar þjónar séra Erlendur fyrir alt- ari og í stóli. Þar er hans eiginlega verksvið; það fá allir séð. Auðvitað höfum við engan sam- anburð, börnin. En síðar á lífsleið- inni öðlumst við hann. Þá verður það ljóst, sem okkur áður renndi grun í: Séra Erlendur er fágætur prestur. Helgihaldið, þessi dýrlegi himnaríkisleikur á jörðu niðri, á hug hans allan og hendur og limaburð með. Skrúði kirkjunnar er ekki margbrotinn í þennan tíma. En séra Erlendur ber skrúðann og flytur messuna af þokka, sem breytir hverri sunnudagsguðsþjónustu í stórhátíð leyndardómsfullra og heillandi viðburða. Jól, páskar og hvítasunna eru orðum ofar. Auðvitað botnum við heldur ekki í því, sem sagt er, börnin; hvorki í ritningarlestrum né predikun. En síðar meir breytist einnig það. Þá verður öllum ljóst, að séra Erlendur er ævinlega farsæll predikari og á stundum í fremstu röð. Islenzk tunga leikur honum á vörum af óbrigðulli smekkvísi. Hann hefur og fengið þeirrar íþróttar að segja marga hluti í senn í fáum orðum. Undirhyggjumaður er hann enginn. En í predikunarstóli bregður hann upp myndum, sem gefa fleira í skyn en í augum uppi liggur. Af og til blikar á eggjar í orðum hans. Oftar vitnar ræðan þó um þá djúpu lotn- ingii fyrir hinum krossfesta og upprisna, sem er aðalsmerki krist- ins manns. Útfarir láta séra Erlendi e.t.v. bezt. Þar nýtur hún sín hin einlæga samúð hans með öðrum mönnum. Mærð á hann ekki til í hörpu sinni né væmni. Fermingarundirbúningur: Ungir menn bijóta heilann um þetta makalausa furðuverk að vera til. Þeir koma ekki að tómum kofum hjá séra Erlendi. Hann er ófeiminn við nærgöngular spurningar, virðist ekki óttast um trú sína eða stöðu í alverunni; fer þá a.m.k. vel með þann ótta. Stundum slær í brýnu, en það gjörir ekkert til. Hann er fljótur að fyrirgefa, séra Erlendur; virðist vera einkennilega gleyminn á misgjörðir. — Síðan rennur ferm- ingardagurinn í húsi Guðs. Séra Erlendur ber enn þennan sama gamla rauða rómverska hökul, sem er einasta messuklæði Seyðisfjarð- arkirkju. Bömin eru á glóðum af ótta við, að eitthvað fari úrskeiðis hjá þeim. En presturinn okkar, sem nú er ekki lengur alveg jafn bráð- ungur og í sunnudagaskólanum forðum, stýrir athöfninni af mynd- ugleik og alvöm. Seinna meir verður það deginum ljósara að þetta er ein af stóm stundunum á æviveg- inum. Sjálfur á ég annan dag stærri með séra Erlendi: Hann lýsti vígslu í Dómkirkjunni, þegar ég um sinn gjörðist eftirmaður hans á Seyðis- firði. Þar lagði hann út af orðum Drottins við postulann: „Náð mín nægir þér, því að mátturinn full- komnast í veikleikanum." Sem snöggvast fannst mér þetta nær- göngult textaval og tæpast við hæfi, svo ánægður sem ég nú var með minn hlut. En síðar hef ég fundið, að aldrei hitti séra Erlendur betur í mark í mín eyru en einmitt þá. I dag er séra Erlendur Sigmunds- son sjötugur. Hér hef ég sett á tölur um persónulegar endurminningar. Slíks er að von: Þegar upp er stað- ið á ég honum meira að þakka en flestum mönnum vandalausum öðr- um. Þess vegna skrifa ég. Af sjálfu leiddi, að þetta hlaut að verða einka- bréf. Um annað væri þó eigi síður vert að Ijölyrða á þessum tímamóta- degi: Séra Erlendur var ekki aðeins sóknarprestur Seyðfirðinga frá 1942 til 1965, heldur einnig pró- fastur í Norður-Múlaprófastsdæmi frá 1961 til 1965 og síðar biskups- ritari frá 1967 til 1975, en jafn- framt forstöðumaður ráðleggingar- stöðvar kirkjunnar um árabil og að lyktum farprestur víða um land. A Seyðisíjarðarárunum stýrði hann Iðnskólanum á Seyðisfírði í meira en áratug. Aukaþjónustu hafði hann með höndum í Desjarmýrar- prestakalli á árunum 1961 til 1963. Eru þó engan veginn upp talin öll eljuverk þessa öndvegismanns. I félags- og menningarmálum austanlands var séra Erlendur eink- ar virkur alla tíð. Hlóðust á hann ábyrgðar- og trúnaðarstörf af því tagi, bæði innan kirkju og utan. Ekki verða þau efni tíunduð hér. En allur starfsferill séra Erlendar Sigmundssonar vitnar um hið sama: Hann var hveijum manni sá dreng- ur, sem hann reyndist mér, — og hafði í miklum mun fleiri hom að líta en hér hefur verið að vikið. Einhvern tíma lét séra Erlendur þau orð falla, að á Seyðisfirði hefði hann lifað sín beztu ár. Ekki komu slík ummæli þeim á óvart, er við hann kynntust á þeirri tíð. Á Seyðis- firði naut séra Erlendur vinsælda og virðingar, sem jafnvel eitt fremsta embætti íslenzku þjóðkirkj- unnar fékk litlu einu við aukið. En hér kom fleira til: Séra Er- lendur var mikill hamingjumaður í einkalífi á ámnum austur þar. Heimili þeirra hjóna í Framnesi var menningarmiðstöð og gróðurreitur, sem Margrét Tómasdóttir að sínu leyti ræktaði af nærfærni, alúð og umhyggju. Prestsdætumar ungu og efnilegu, þær Margrét og Álfhildur, vörpuðu birtu yfír það bjarmaland. Þessi hamingja átti sér harðan endi við fráfall Margrétar Tómas- dóttur 1964, og mun sá örlagaríki atburður hafa ráðið hvað mestu um það, að séra Erlendur lét af prest- skap á Seyðisfirði. En Drottinn leggur líkn með þraut. Séra Erlendur er nú kvæntur Sigríði Símonardóttur, og búa þau hjón á Rauðarárstíg 3 í Reykjavík. Til þeirra beggja beini ég á þessum degi blessunaróskum. Megi sú gæfa, sem löngum lék við minn gamla sóknarprest og vin, ríkulega falla honum og konu hans í skaut um mörg ókomin ár. Séra Erlendur er að heiman í dag. En kveðjur góðra granna ber- ast honum sjötugum allt að einu. Við biðjum þess öll, að sá auður vonar, trúar og vinfesti, sem hann löngum lét öðmm í té, verði hlut- skipti hans og beri gullinn ávöxt við milda geisla síðdegissólar. Lifðu heill. Heimir Steinsson Samtök um kjarnorkuvopnalaust ísland: Afstaða utanríkis- ráðherra ámælisverð SAMTÖK um kjarnorkuvopna- laust Island hafa sent frá sér ályktun þar sem afstaða Matt- híasar Á. Mathiesen utanríkis- ráðherra er talin ámælisverð á fundi utanríkisráðherra Norður- landa i Kaupmannahöfn hinn 14. ágúst 1986. Ályktunin hljóðar svo: „23. maí 1985 áréttaði Álþingi þá stefnu ís- lendinga að á Islandi verði ekki staðsett kjarnorkuvopn og hvatti til þess að könnuð yrði samstaða um og grundvöllur fyrir samningum um kjarnorkuvopnalaust svæði í Norð- ur-Evrópu, jafnt á landi, í lofti sem á hafínu eða í því, sem liður í sam- komulagi til að draga úr vígbúnaði og minnka spennu. Þá fól Alþingi utanríkismálanefnd að kanna í samráði við utanríkisráðherra hugs- anlega þátttöku Islands í frekari umræðu um kjarnorkuvopna- laust svæði á Norðurlöndum. Könnuninni skyldi vera lokið fyrir 15. nóv. 1985. I ljósi þessarar þingsályktunar hlýtur afstaða utanríkisráðherra, Matthíasar Á. Mathiesen, á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda í Kaupmannahöfn hinn 14. ágúst 1986 að teljast ámælisverð, þar sem utanríkisráðherra bar fyrir sig framangreinda ályktun Alþingis í þeim einum tilgangi, að því er virð- ist, að bregða fæti fyrir samþykkt danska þjóðþingsins frá 3. apríl s.á. þess efnis að skipa bæri nefnd embættismanna til að kanna mögu- leika á og undirbúa tillögu um Norðurlönd sem kjarnorkuvopna- laust svæði. Samtök um kjarnorkuvopnalaust ísland telja mikilsvert að Island sé yfirlýst kjarnorkuvopnalaust svæði og öllum þjóðum sé gert ljóst að kjarnorkuvopn verði aldrei leyfð á íslensku yfirráðasvæði eða komi þar með vilja og vitund íslenskra stjóm- valda. Samtökin skora á alþingis- menn að taka af öll tvímæli í þessum efnum fyrir næsta fund utanríkisráðherra Norðurlanda sem halda á í Reykjavík í mars á næsta ári. 21. október, 1986. Framkvæmdanefnd Sam- taka um kjarnorkuvopna- laust ísland. j-* issfi' Heildsöludreifing /^a^ra’dctaJcar -Dnnkaupaitj*

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.