Morgunblaðið - 05.11.1986, Page 33

Morgunblaðið - 05.11.1986, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986 33 AKUREYRI JÓN Guðmundsson, hinn kunni kylfingur, varð áttræður síðast- f Málþingið 22. nóvember: Sjö fram- sögnmenn ÁKVEÐIÐ hefur verið að mál- þing um menningu, sem menn- ingarmálanefnd Akureyrar ætlar að halda, verði laugardag- inn 22. nóvember. Nú er ljóst hveijir verða fram- sögumenn á þinginu. Þeir verða Jón Hlöðver Áskelsson skólastjóri Tón- listarskólans, Jón Laxdal Halldórs- son skáld og myndlistarmaður, Helgi Vilberg skólastjóri Myndlist- arskólans, Pétur Einarsson leik- hússtjóri, Hermann Sigtryggsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, Stein- dór Steindórsson forstöðumaður æskulýðsmiðstöðvarinnar Dyn- heima og Lárus Zophaníasson forstöðumaður Amtsbókasafnsins. liðinn föstudag. í samsæti, sem haldið var honum til heiðurs í Golfskálanum á laugardaginn, var Jón gerður að heiðursfélaga í Golfklúbbi Akureyrar. Það var Jónína Pálsdóttir, vara- formaður klúbbsins, sem afhenti Jóni skjal þessu til staðfestingar og auk þess nældi hún gullmerki fé- lagsins í barm Jóns. En Jóni hlotnaðist enn frekari heiður í hófinu. Gunnar Kárason, stjórnarformaður í ÍBA, sæmdi hann gullmerki Iþróttasambands Islands, æðsta heiðursmerki sam- bandsins, fyrir mikil og góð störf í þágu íþróttamála. Jón hefur stundað golfíþróttina í áratugi og það kom fram í máli manna í samsætinu á laugardag að þeir vissu jafnan að vorið væri komið þegar Jón væri farinn að sjást á golfvellinu, þrátt fyrir að snjór væri enn á jörðu! Ungur piltur ját- ar ellefu innbrot - þrjú innbrot í bænum um helgina UNGUR piltur játaði við yfir- heyrslur hjá Rannsóknarlögregl- unni um helgina að hafa framið 11 innbrot á Akureyri að undan- förnu, flest í miðbænum. Pilturinn var handtekinn eftir að öryggisvörður í versluninni Hag- Morgunblaðið/Skapti Þátttakendur í keppninni á Akureyri, frá vinstri: Særún Jóns- dóttir ásamt módeli, Sigurkarl Aðalsteinssson ásamt módeli og Inga Lóa Birgisdóttir ásamt módeli. Frístælkeppni á Akureyri FRÍSTÆLKEPPNI, tízku- og hársýning, var haldin í Sjallanum á Akureyri laugardaginn 25. október á vegum tímaritsins Hárs og fegurðar. Sigurvegarinn í keppninni var Inga Lóa Birgisdóttir, en samkvæmt frétt frá aðstandendum keppninnar er þetta fyrsta sinni, sem slík keppni er haldin á Akureyri. Frístælkeppni hefur verið haldin einu sinni áður, í veitingahúsinu Broadway og fyrirhugað er að slík keppni verði árlegur atburður í Reykjavík og á Akureyri á vegum S.H.H.M. og tímaritsins Hárs og fegurðar. INNLENT Morgunblaðið/Trausti Þorsteinsson Eigendur ílex hf. Örn Arngrímsson, Kristín Júlíusdóttir, Jón Jósefs- son, Anna Jón Geirsdóttir, Þorsteinn Aðalsteinsson og Sigríður Rögnvaldsdóttir. Dalvík: kaup varð hans var á laugardags- kvöldið. Pilturinn náðist á hlaupum er hann reyndi að flýja. Brotist var inn á þremur stöðum í bænum um helgina; aðfaranótt laugardags var brotist inn í umboð Samvinnutrygginga þar sem pen- ingum var stolið og aðfararnótt sunnudags var svo brotist inn í Spilahöllina, sem er leiktækjasalur, og þaðan stolið peningum og mynd- bandstæki. Áður var minnst á innbrotið í Hagkaup en hin tvö eru enn óupp- lýst. ílex - ný blóma- og gjafavöruverslun NÝLEGA var opnuð ný blóma- og gjafavöruverslun að Skíðabraut 3 á Dalvík, þar sem áður var til húsa bókasafn Dalvíkur. Verslunin hefur hlotið nafnið Ilex og er hún í eigu þriggja hjóna, Kristínar Júlíusdóttur og Arnar Arngrímssonar, Ónnu Jónu Geirsdóttur og Jóns Jósefssonar og Sigríðar Rögnvaldsdóttur og Þorsteins Aðal- steinssonar. Verslunin Ilex kemur í stað versl- unarinnar Ýlis að Hafnarbraut sem áður bauð upp á blóm og gjafavör- ur en hún hefur nú hætt starfsemi sinni. ílex er plöntuheiti og nefnist á íslensku kristþymir eða jólakvið- ur. Enskumælandi menn nefna við þennan „Holly“ og hafa mikið dá- læti á honum sem borgarnafnið „Iiollywood" ber með sér. Það hef- ur sýnt sig að þau ár sem Ýlir bauð upp á blóm að mikil þörf er á slíkri verslun hér á Dalvík. Hjá ílex er mjög fjölbreytt úrval af pottablóm- um, afskomum blómum svo og þurrkuðum blómum til ýmiss konar skreytinga og er verslunin öll hin huggulegasta. Auk þess em á boð- stólum gler- og leirvörur til gjafa. Fréttaritarar. Sauðfjárslátrun lokið á Dalvík: ^ 14 dilkar í stjömuflokk SAUÐFJARSLATRUN er lokið á Dalvík í sláturhúsi útibús Kaup- félags Eyfirðinga. Alls var slátrað 10.745 kindum. Af þess- ari tölu voru 9.130 dilkar og 1.624 fullorðið fé. Þetta er held- ur fleira fé en ráð var fyrir gert Kaldbakur: Landaði afla að verð- mæti 2,5 milljónir kr. KALDBAKUR landaði 151 tonni hjá Útgerðarfélagi Akureyringa á mánudaginn. Heildarverðmæti aflans voru 2 milljónir og 578 þúsund krónur. Kaldbakur kom með mest af grá- lúðu að landi, 69 tonn. í aflanum voru svo 42 tonn af þorski, 32 tonn af karfa og 15 tonn af ufsa. Fyrir helgina landaði Hrímbakur hjá ÚA. Hann var með 77 tonn. Þar af vom 70 tonn af þorski, 4 af grálúðu og minna af öðmm teg- undum. Heildarverðmæti aflans var 1,7 milljónir króna. þar sem til kom, vegna riðuveik- innar, niðurskurður á fullorðnu • fé af þremur bæjum í Saurbæjar- hreppi í Eyjafirði: Villingadal, Hólum og Krónustöðum. Fallþungi dilka var með mesta móti hér um slóðir og má rekja það til góðæris þess sem ríkti síðastliðið vor, sumar og haust. Meðalfall- þungi dilka var sem hér segir: Dalvík 15,76 kg. Svarfaðardalshreppur 15,4 kg. Árskógsstrandarhreppur 15,40 kg. Ólafsfjörður 17,28 kg. Saurbæjarhreppur 15,52 kg. Þyngsta dilkinn, sem vóg 29 kgv átti Garðar Steinsson í Engihlíð á Árskógsströnd og hæsta meðal- vigt var á innlögðum lömbum Andrésar Kristinsonar á Kvíabekk í Ólafsfirði. Tæp 3% af innlögðum dilkum fóm í O-flokk eða 249 skrokkar og aðeins 14 dilkar fóm í stjömuflokk. Fréttaritarar. Dagskrá til heiðurs Krisljáni frá Djúpalæk frumsýnd á laugardag Golfklúbbur Akureyrar: Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Jónína Pálsdóttir, varaformaður GA, sæmir Jón Guðmundsson gull- merki klúbbsins. Til hægr er eiginkona Jóns, Sigurlína Gísladóttir. Á LAUGARDAG verður frum- flutningur á dagskrá til heiðurs Kristjáni frá Djúpalæk í tilefni 70 ára afmælis skáldsins 16. júlí á þessu ári. Sýningin verður í veitingahúsinu Svartfugli og hefst kl. 15. Gestir geta fengið sér kaffi og meðlæti áður en sýningin hefst. „Þetta er leiklesin og sungin sýn- ing,“ sagði Sunna Borg, leikkona, í samtali við Morgunblaðið, en hún hefur haft umsjón með dagskránni. Sýningin er sett upp eftir skálda- ferli Kristjáns, byijað á bemskunni og hver hluti verka hans tekinn fyrir sérstaklega. „í dagskránni em sjómannavals- Jón Guðmundsson gerð- ur að heiðursfélaga ar og þekkt dægurlög, lög úr barnaleikritum og háklassísk lög,“ sagði Sunna. Flytjendur em Kristj- ana Jónsdóttir, María Árnadóttir, Ólöf Sigríður Valsdóttir, Þórey Að- alsteinsdóttir, Þuríðr Baldursdóttir, Jóhann Möller, Óttar Einarsson, Páll Finnsson, Bergljót Borg, Þórey Ámadóttir og Laufey Árnadóttir. Sögumaður er Sunna Borg en und- irleikarar Aðalheiður Þorsteinsdótt- ir og Ingimar Eydal. Ingvar Björnsson sér um lýsingu. Sunna Borg og Kristján Kristjánsson, son- ur skáldsins, tóku efnið sem flutt verður saman.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.