Morgunblaðið - 05.11.1986, Page 31

Morgunblaðið - 05.11.1986, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986 31 Framboðsmál stjórnmálaflokkanna óðum að skýrast: Flestir framboðslistar munu liggja fyrir í þessum mánuði STJÓRNMÁLAFLOKKARNIR eru flestir komnir vel á veg með að ganga frá framboðslistum fyrir alþingiskosningarnar næsta vor. Sjálfstæðismenn hafa lokið við að raða mönnum á lista í öllum kjördæmum nema á Vesturlandi. Framsóknarmenn hafa gengið frá listum í þrem kjördæmum og Bandalag jafnaðar- manna hefur stillt upp lista í Reykjaneskjördæmi. Þó ekki hafi verið gengið frá öðrum framboðslistum verða þeir flestir tilbún- ir innan mánaðar. Hér á eftir verður farið yfir hvar og hvenær þeir flokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi ganga frá þeim framboðs- listum sem eftir eru. Alþýðuflokkur Alþýðuflokkurinn hefur ákveð- ið prófkjörsdaga í flestum kjör- dæmum nema í Reykjavík og Austurlandi. Enn hefur ekki verið ákveðið með hvaða hætti prófkjör í þessum kjördæmum fara fram. í Reykjavík er það á valdi fulltrúa- ráðs flokksins að ákveða fyrir- komulag og á vegum ráðsins starfar nú framboðsnefnd sem á að athuga hvaða fyrirkomulag sé best. Sú nefnd skilar niðurstöðum til stjórnar fulltrúaráðsins sem aftur leggur tillögur fyrir fulltrúa- ráð. í lögum flokksins er gert ráð fyrir að fram fari prófkjör í öllum kjördæmum. I Reykjavík er reikn- að með að skipan þriggja efstu sætanna verði þannig að Jón Sig- urðsson forstjóri Þjóðhagsstofn- unar skipi efsta sætið, Jóhanna Sigurðardóttir alþinginsmaður 2. sætið og Jón Baldvin Hannibals- son formaður Alþýðuflokksins það þriðja. Niðurstaða um fýrirkomu- lag prófkjörsins liggur væntan- lega fyrir í þessari viku og búist er við að prófkjörið fari fram í november. I þremur kjördæmum verða prófkjör hjá Alþýðuflokknum un næstu helgi, 8.-9 nóvember, á Reykjanesi, Norðurlandi vestra og Suðurlandi. í Reykjanesi eru 8 i framboði, Árni Hjörleifsson, Elín Hjartardóttir, Gretar Mar Jóns- son, Guðmundur Oddsson, Karl Steinar Guðnason, Kjartan Jó- hannsson og Kjartan Sigtryggs- son. I Norðurlandi vestra er einungis kosið um efsta sætið. Þar eru í framboði Birgir Dýrfjörð og Jón Sæmundur Siguijónsson. Á Suðurlandi eru 7 í framboði, Elín A. Artúrsdóttir, Eyjólfur Sig- urðsson, Gu'ðlaugur Tryggvi Karlsson, Kristján Jónsson, Magnús Magnússon, Steingrímur Ingvarsson og Þorlákur Helgason. Ákveðið hefur verið að halda prófkjör í vesturlandskjördæmi 23. nóvember en framboðsfrestur er ekki liðinn. Þar er Eiður Guðna- son talinn öruggur með þingsæti sitt. Á Vestfjörðurm verður próf- kjör síðast í nóvember og þar verður kosið um tvö sæti. Tveir eru í framboði, Karvel Pálmason og Sighvatur Björgvinsson. Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær prófkjör fer fram í Norðurlandi eystra en það verður í síðasta lagi í lok janúar. Búist er við að Ámi Gunnarsson ritstjóri verði einn í framboði um efsta sæti en Kol- brún Jónsdóttir fyrrverandi BJ mað’ur ætlar að bjóða sig fram í annað sætið. Á Austurlandi hefur ekkert verið ákveðið um fyrirkomulag prófkjörs. Þar hefur Guðmundur Einarsson alþingismaður ákveðið að bjóða sig fram í 1. sætið, og hugmyndir vom um að kjördæm- isráð skipaði í önnur sæti listans, en samkvæmt lögum flokksins er slíkt í raun ólögmætt. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið notar ýmist forval eða þá að kjömefndir raða á lista. í Reykjavík verður forval 29.-30. nóvember sem bundið er við flokksmenn. Framboðsfrestur- inn rennur út á fimmtudag. Svavar Gestsson formaður flokks- ins hefur lýst því yfir að hann bjóði sig fram í Reykjavík þó hann hafi verið orðaður við framboð á Vestfjörðum. Guðrún Helgadóttir alþingismaður hefur einnig ákveð- ið framboð.og sama mun einnig vera með Ólaf Ragnar Grímsson, þó fast hafi verið sótt að honum að bjóða sig fram í Reykjanesi. Ásmundur Stefánsson forseti ASI hefur einnig lýst yfir að hann ætli að taka þátt í forvalinu. Þar að auki hafa verið nefnd nöfn Þrastar Ólafssonar framkvæmda- stjóra Dagsbrúnar, og Össurar Skarphéðinssonar ritstjóra. Á Vesturlandi er kjörnefnd að störfum sem velja mun listann, nema hún geri tillögu um að fram fari forval. Á Vestfjörðum fór fyrri umferð forvals fram um síðustu helgi og er ekki vitað hver úrslit urðu þar sem ekki hefur verið safnað saman gögnum. Síðari umferðin verður um mán- aðamótin. Á Norðurlandi vestra er kjörnefnd að störfum en á Norðurlandi eystra verður forval í tveim umferðum. Ekki er ljóst hvenær það fer fram þar sem lengja varð framboðsfrest vegna lítillar þátttöku Á Austurlandi er fyrri umferð forvals lokið og síðari umferð verður um næstu mánaðamót. Þar hefur Helgi Seljan ákveðið að gefa ekki kost á sér. Svo er einn- ig með Garðar Sigurðsson á Suðurlandi en þar fer fram forval í einni umferð um næstu mánaða- mót. Búist er við að Margrét Frímannsdóttir á Stokkseyri skipi efsta sæti listans þar. Á Reykjanesi er að störfum undirbúningsnefnd sem var skip- uð á kjördæmisþingi fyrir rúmri viku og á hún að skila af sér til kjördæmisþings sem verður haldið um næstu helgi um það hvaða tilhögun verður höfð með skipun á framboðslista Alþýðubandalags- ins. Framsóknarflokkur Framsoknarflokkurinn heldur prófkjör í Reykjavík dagana 29.-30. nóvember og rennur fram- boðsfrestur út í dag. Haraldur Ólafsson alþingismaður og Finnur Ingólfsson aðstoðarmaður sjávar- útvegsráðherra hafa báðir gefíð kost á sér í 1. sætið, Ragnheiður Ásta Pétursdóttir hefur gefið kost á sér í annað sætið og Helgi S. Guðmundsson í það þriðja. Skorað hefur verið á Guðmund G. Þórar- insson að gefa kost á sér í 1. sætið Á Vesturlandi fór prófkjör út um þúfur þar sem aðeins komu fram tvö framboð frá alþingis- mönnunum Alexander Stefáns- syni og Davíð Aðalsteinssyni. Þá var skipuð uppstillingamefnd sem enn er að störfum. Á Vestfjörðum verður prófkjör 6.-7. desember og hafa fimm þeg- ar gefið kost á sér, Gunnlaugur Finnsson, Ólafur Þórðarson, Pétur Bjamason , Sigurður Viggósson og Þórunn Guðmundardóttir. Á Norðurlandi vestra hefur far- ið fram könnun meðal flokks- manna hveija þeir vilji helst á lista og fengu alþingismennimir Páll Pétursson og Stefán Guðmunds- son flestar tilnefningar asamt Sveini Sverrissyni, en gengið verður fra'listanum á kjördæmis- þingi 22.-3. nóvember. Á Norður- landi eystra, Austurlandi og Suðurlandi hefur framboðslistinn verið ákveðinn. Á Reykjanesi verður listinn ákveðinn 22. nóvember en þar er efsta sætið frátekið handa Steingrími Hermannssyni forsæt- isráðherra sem flutti sig þangað frá Vestfjörðum. Fjórir hafa boðið sig fram í 2. sætið, Jóhánn Ein- varðsson, Inga Þyrí Kjartansdótt- ir, Níels Ámi Lund og Elín Jóhannsdóttir. Sjálfstæðisflokkur Sjálfstæðisflokkurinn hefur gengið frá framboðum sínum í öllum kjördæmum nema Vestur- landskjördæmi. Þar mun kjör- dæmaráð ásamt kjömum fulltrúum velja á listann á kjör- dæmisráðsfundi 8. nóvember á þann hátt að greidd verða at- kvæði um frambjóðendur í fyrri umferð og í seinni umferð verður valið úr þeim 10 sem flest at- kvæði fengu í fyrri umferðinni. Þetta er sama fyrirkomulag og haft var t.d. á Reykjanesi. Kvennalistinn Kvennalistinn hefur ákveðið að bjóða fram í að minnsta kosti þremur kjördæmum, Reykjavík, Reykjanesi og Vesturlandi og er verið að undirbúa framboð í fleiri kjördæmum. Ekki hefur enn verið ákveðið með hvaða hætti skipað verður á framboðslista Kvenna- listans en það verður rætt á landsfundi flokksins sem haldinn verður um næstu helgi. GSH. I t Morgunblaðið/Ævar Guðmundsson Leikendur í Deleríum Búbónis ásamt leikstjóra. Leikfélag Ólafsvíkur sýnir Deleríum Búbónis Ólafsvik. UNDANFARNAR vikur hafa staðið yfir æfingar á gaman- leiknum Delereíum Búbónis eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni hjá Leikfélagi Ólafsvíkur. Verkið var fyrst sýnt fyrir um það bil 30 árum og er enn í fullu gildi sem bráðskemmtilegur gam- anleikur. Leikendur eru alls 9. Undirleik annast Ronald W. Tumer og leikstjóri er Carmen Bontich. Verkið var frumsýnt laugardaginn 1. nóvember í samkomuhúsi Ól- afsvíkur og önnur sýning var daginn eftir. B.G. Síldarafl- inn orðinn 11.000 lestír 37 BÁTAR eru nú byijaðir á síldveiðum og á miðvikudag höfðu 35 þeirra aflað samtals um 11.000 lesta. Síðustu 7 daga voru 30 bátar með sam- tals 4.360 lestir. 90 bátar hafa leyfi til síldveiða á yfirstand- andi vertíð. Sfldveiðamar hafa að mestu verið stundaðar á Mjóafírði og Seyðisfírði, en sfldin þar er bæði stór og feit. Lítið er farið að ganga á kvóta einstakra báta. Tveir munu þó búnir og aðrir tveir byij- aðir að veiða upp í kvóta annarra. Veiðamar hafa gengið fremur hægt um þessar mundir vegna óvissu um saltsíldarsölu til Sov- étrflqanna. 69-11-00 Auglýsingar 22480 Afgreiðsla 83033 Electrolux 0] Electrolux ffi Electrolux Electroulux BW-uppþvottavélar lánað til allt að h 11 mánaða með IEURC KREPIT samningi Til handhafa Hljóðlát vél í hæsta gæðaflokki Góð kjör — Gott verð m Electrolux © Vörumarkaðurínn hf. jEiðistorgi 11 -sími 622200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.