Morgunblaðið - 05.11.1986, Page 53

Morgunblaðið - 05.11.1986, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER 1986 53 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA Karate æfa allir saman — litið inná innanfélagsmót hjá Stjörnunni f Garðabæ Innanfélagsmót karatedeildar Stjörnunnar í Garðabæ var haldið 26. október síðastliðinn. Greini- lega sást á móti þessu að ungl- ingastarfið í karate í Garðabæn- um er með miklum ágætum því fjölmennustu flokkar þessa móts voru flokkar barna og unglinga. í karatedeild Stjörnunnar eru um 80 félagar og eins og tíðkast í karate æfa allir aldursflokkar og ' bæði kyn saman en þetta skapar sérstaklega skemmtilegt and- rúmsloft á æfingum að sögn þeirra sem stunda íþróttina. Þetta leiðir stundum til þess að foreldrar : krakka sem æfa rekast inná æfing- ar með þeim og fá bakteríuna. Stjörnumönnunum hefur þó geng- ið erfiðlega að fá stelpur til að æfa karate „þær virðast flykkjast í fim- leika," sagði Hannes Hilmarsson formaður deildarinnar. Byrjendur í Stjörnunni æfa tvisvar í viku en lengra komnir æfa þrisvar í viku. Yngstu meðlimir fé- lagsins eru 7 ára en í Mekka karateíþróttarinnar Japan byrja krakkar að æfa 4 ára. Allir aldurs- flokkar tóku að sjálfsögðu þátt í innanfélagsmótinu en þar var keppt í kata og kumite. Kata eru skylduæfingar en kumite er frjáls bardagi. Á mótinu í Garðabæ var gaman að sjá hve mikla ögun og einbeit- ingu ungu karatekapparnir höfðu tileinkað sér en þessa eiginleika er nauðsynlegt að hafa á valdi sínu í karate sem og öðrum bardögum lífsins. MorgunblaðiðA/IP MorgunblaðiðA/IP • Gísli Helgason sýnir hór hvers hann er megnugur, hann verst vel höggum andstæðingsins og skapar sér færi til sóknar um leið. Sýndi honum brögð og hann hljóp skíthræddur í burtu ÍVAR Helgason sýndi það og sannaði á innanfélagsmóti kar- atedeildar Stjörnunnar að hann er baráttumaður eins og þeir gerast bestir. ívar setti alltaf uppí sig eitthvert plaststykki áður en • ívar Helgason ræðst hér tll atlögu hann lagði í bardaga og var hann spurður út í þetta plaststykki. „Þetta er plastgómur eins og boxarar nota, ef það er kýlt framan í mann er maður öruggari með plastgóminn," svaraði hann. Góm- inn góða keypti pabbi hans fyrir hann í Danmörku. ívar var ekki alveg öruggur á hve lengi hann hefði æft en það er eitthvað í kring- um eitt eða eitt og hálft ár. Honum fannst fortíðin ekki skipta máli því hann stefndi á að ná svarta beltinu í framtíðinni en það taldi hann að ívar með góminn góða gæti tekið um 10 ár. ívar fékk bronsverðlaun í kumite en gekk að eigin sögn illa í kata. Kumite vekur líka meiri áhuga hjá honum. „Maður lærir að verja sig í kumite, ef einhverjir stærri strák- ar eru að abbast uppá mann þá er maður öruggari ef maður hefur lært kumite. Einu sinni ætlaði stór strákur að lemja mig í skólanum. Ég sýndi honum nokkur brögð og hann hljóp skíthræddur í burtu," sagði ívar ekki óánægður. Morgunblaðiö/VIP • í karate getur augnablikseinbeitingarleysl kostað mann sigur og því er nauðsynlegt fyrir þessa tvo og aðra karatekappa að vera sífellt vel á verði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.