Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.11.1986, Blaðsíða 1
72 SIÐUR OG LESBOK tqpuililfifcifr STOFNAÐ 1913 252.tbl.72.árg. LAUGARDAGUR 8. NOVEMBER 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Þingkosningum spáð í Bretlandi á næsta ári London, AP. RÍKISSTJÓRN íhaldsflokksins í Bretlandi er talin hafa gefið greinilega vísbendingu um að hún stefni nú að kosningum fyrr en áður var ætlað. í frumvarpi, sem Nigel Lawson fjármálaráð- herra lagði fram á fimmtudag, er gert ráð fyrir þvi, að útgjöld ríkisins verði aukin um 10 milljarða punda á næstu tveimur árum. Þykir þetta fela í ser míkla stefnubreytingu hjá stjóminni, sem til þessa hefur lagt megináherzlu á samdrátt í ríkisútgjöldum og minnkandi verðbólgu. Þessi ákvörðun hefur komið mörgum efnahagsmálasérfræð- ingum mjög á óvart og margir hafa þegar látið í Ijós áhyggjur út af því, að þetta kunni að leiða til mikillar eyðslu fjár hjá almenn- ingi, sem síðan verði til að auka mjög á verðbólguna í landinu. Sumir hafa látið í ljós þá skoð- un, að brezki fjármálaráðherrann treysti á, að þetta verði til þess að sannfæra erlenda fjárfesting- araðila um sigur íhaldsflokksins í komandi kosningum. Eins og er þá hefur íhaldsflokkurinn 5% for- skot samkvæmt skoðanakönnun- um. Stjórninni er skylt að láta þing- kosningar fara fram eigi síðar en á árinu 1988, en nú er gert ráð fyrir, að þær verði látnar fara fram einhvern tímann á næsta ári, þegar staða stjórnarinnar er sterk. Neil Kinnock, leiðtogi Verka- mannaflokksins, lýsti þessari ákvörðun á þann veg, að með henni ætlaði stjórnin sér „að fjár- magna íhaldsflokkinn í kosning- unum" og bandalagið sakaði stjórnina um að „kynda undir eyðslu fyrir kosningarnar." Blaðið Guardian benti á, að mestur hluti þessa fjár ætti eftir að renna'til menntamála og heil- brigðismála og spurði síðan: „Ef það er rétt að auka fjárframlög á þessum mikilvægu sviðum nú, hvers vegna var það þá ekki talið rétt fyrir sex árum?" Á Rauða torginu f Moskvu i gær vakti mikla athygli vagn með skrípamynd af manni með hatt, þar sem á stóð „Bandaríkjastjórn" á hattbörðunum. Sprengjurnar sem beinast að höfði mannsins, eru merktar „SDI" (geimvarnaáætlunin). Á borðanum til vinstri stendur svo „Reykjavík 1986." Mikhail Gorbachev á afmæli byltingarinnar: Skapazt hefur nýr hugsunar- háttur í stjórnmálum heimsins Ekki verður snúið aftur til þess ástands, sem ríkti fyrir fundinn í Reykjavík Moskvu, AP, Reuter. MIKHAIL S. Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, sagði i gær, að ekki yrði aftur snúið frá því ástandi, sem skapazt hefði í al- þjóðamálum eftir fund hans og Reagans Bandaríkjaforseta í Reykjavik. Nú hef ði skapazt „nýr liugsunarháttur i stjórnmálum í heiminum", þar sem þjóðir heims tækju tillit til vilja hverrar ann- arrar. Kom þetta fram f ávarpi, sem Gorbachev flutti við mót- töku eftir mikla hersýningu á Rauða torginu. Pyotr Lushev aðstoðarvarnarmála- ráðherra var annars aðalræðumað- urinn við hátíðahöldin, sem fram fóru til þess að halda upp á hið árlega afrnæli byltingarinnar. Flutti hann ræðu sína af grafhýsi Lenins, þar sem Gorbachev, Nikolai I. Ryzh- kov forsætisráðherra og aðrir helztu valdamenn Sovétmannanna höfðu tekið sér stöðu til þess að fylgjast með hersýningunni. Sovétmenn lögðu í gær fram nýjar tillögur í afvopnunarviðræð- unum í Genf, þar sem lagt var til, að risvaveldin útrýmdu öllum lang- drægum kjarnorkueldflaugum fyrir 1996, miklar takmarkanir yrðu settar við rannsóknum á geim- vopnum og kjarnorkavopnatilraunir yrðu bannaðar. Bandarikjamenn hafa lagt það til við Sovétmenn, að sérfræðingar þeirra beggja á sviði afvopnunar- mála haldi með sér fund, áður en samningamenn þeirra koma saman á ný í Genf í janúar til viðræðna um afvopnunarmál. Tilraun Nezar Hindawi til að sprengja þotu El Al: Stóð leyniþjónustan í Israel bak við tilræðið? llonn, Washington, Tel Aviv, Reuter. JACQUES Chirac, forsætisráð- herra Frakklands, segir The Washiagtoh Times ranglega bera sig fyrir þvi að Helmut Kohl, kanzlari Vestur-Þýzka- lands, og Hans-Dietrich Gcnscher, utanríkisráðherra, væru þeirrar skoðunar að ísra- elska leyniþjónustan Mossad hafi leitt Sýrlendinga i gildru vegna t ilraunar til að sprengja ísraclska þotu í loft upp. Bretar slitu stjórnmálasambandi við Sýrlendinga vegna meintrar aðildar þeirra að tilræðinu. Chirac sagði frétt blaðsins út í Jacques Chirac bláinn og að honum væri lögð í munn orð, sem hann hefði aldrei sagt. Jafnframt hefði blaðamað- urinn, Arnaud de Borchgrave ritstjóri, brotið trúnað með því að nefna sig á nafn. Blaðið segir Chirac hafa sagt að Kohl og Genscher hefðu sagt ísraela hafa ætlað að koma Sýrlendingum í bobba með því að bendla þá við tilræðið. Jafnframt segir það Chirac vera sannfærðan um að Sýrlendingar hefðu enga aðild átt að tilræðinu. Chhrac kveðst aðeins hafa sagt að ekki væri hægt að draga neina ályktun um aðild Sýrlendinga af þeim gögnum, sem Bretar hefðu látið þeim í té. Talsmenn stjórnarinnar í Bonn vísuðu því á bug að þarlendir ráðamenn hefðu bendlað Mossad við tilræðið. Israelskir embættis- menn sögðu fréttina fjarri sann- leikanum. Samkvæmt fréttinni áttu ísraelskir leyniþjónustumenn að hafa fengið Nezar Hindawi til að koma sprengju um borð i þotu El Al á Heathrow-flugvelli og gefa sig siðan fram við sýrlenzka sendiráðið þegar vinkona hans hefði tekið við tösku, sem sprengj- an var falin {. Svíþjóð; Smygl á há- tæknibúnaði til Rússlands Stokkhólmi, frá fréttaritara Morgun- blausins, Erik Liden. TOLLVEM)IR í Haparanda í Norður-Svíþjóð stöðvuðu í gær- morgun vörubifreið við finnsku landamærin á leið til Sovétríkj- anna. í farmi bifreiðarinnar fannst hátæknibúnaður f rá fyrir- tæki í Stokkhólmi, en jaf nf ramt tölvubúnaður frá Bandaríkjun- um, sem ekki hafði verið veitt leyfi fyrir til útflutnings á til annarra landa. Var bifreiðin kyrrsett við landamærin, unz frekari rannsókn hefði farið fram. Atvik af þessu tagi hafa gerzt áð- ur. Þegar Saab-fyrirtækið flutti fyrir 10 árum út hátæknibúnað á sviði flugs til Moskvu, þá leiddi það til mikilla deilna milli Syíþjóðar og Bandaríkjanna Það var fyrst eftir langar samningaumræður við Bandaríkjamenn, sem Svíar fengu að kaupa þaðan háþróaðar tölvur á ný og þá fýrir flugher sinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.