Morgunblaðið - 21.11.1986, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 21.11.1986, Qupperneq 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986 IV Land og saga Bókmenntir Erlendur Jónsson P.E. Krístian Kálund: ÍSLENZKIR SÖGUSTAÐIR III.-IV. 150+239 bls. Þýð. Har- aldur Matthíasson. Óm og Örlygur hf. 1986. Kristian Kálund — hvað var hann fyrir mann? Draumlyndur og róm- antískur íslandsvinur? Raunsær og nákvæmur fræðimaður? Líkast til hvort tveggja. Rit hans hið mikla, sem nú hefur loks komið út á íslensku í fjórum bindum, er eitt þessara 19. aldar einstaklingsaf- reka sem spruttu upp af hugsjón þeirri og eldmóði sem rómantíkin vakti snemma á þeirri öld. En 19. öidin var líka vísindaöld. Þá fyrst var lagður grundvöllur að fræði- greinum eins og sagnfræði og fomleifafræði. Upptendraðir af fomri feðranna frægð héldu menn á vit sögustaða en komu svo þaðan með tölulegar staðreyndir upp á vasann, vísindalega þenkjandi nútímamenn. Þetta gagnmerka rit Kálunds er eitthvert áþreifanlegasta dæmi þess hvemig menntaður og velviljaður útlendingur skynjaði — eða á vondu máli sagt upplifði ísland á seinni hluta 19. aldar. Landnáma, íslend- ingasögumar og Sturlunga voru hinn sjálfsagði bakgrunnur. Væri maður ekki heima í þeim fræðum var naumast um annað haldbetra að ræða sem á væri að byggja. Landsmenn sjálfir trúðu þessum ritum bókstaflega, hverju orði. Það mun Kristian Kálund vart hafa gert. En þar sem fomritin voru samin hér í landinu — af íslendingum — og bæjanöfn og ömefni voru flest óbreytt frá því er þau voru í letur færð máttu sögustaðir þessir teljast jafnmerkir hvort sem trúað var á sannfræði sagnanna eður ei. Hlíðar- endi varð merkilegur vegna Njáls sögu — hvort sem menn trúðu lýs- ingum þeirrar bókar á afrekum Gunnars, það skipti ekki þvílíku höfuðmáli sem íslendingar sjálfír álitu í þann tíð er Kálund ferðaðist um landið. Að semja nákvæma, en jafnframt ljósa og skýra landlýsingu er ekki á allra færi. Frá sjónarmiði nútíma- manns séð kann rit Kálunds að vera aðdáunarverðast fyrir þá sök hve þessi útlendingur setti sig vel inn í staðhætti hér og hversu vel hann lýsir landinu. Því fjarri fer að hann stikli aðeins á sögustöðum. Athugasemdir hans um landslag og landshætti eru ekki síður athyglis- verðar. þegar Kálund ferðaðist hér var fátt til að glepja fyrir þeim sem á annað borð hafði söguna að leiðar- ljósi: landið var enn eins og guð hafði skapað það. Og þó. Hér var að rísa fyrsti vísir að þéttbýli á fáeinum stöðum. Einnig þéttbýlis- staðina virti þessi danski fræðimað- ur fyrir sér með sínu glögga gests auga. Breyting var að hefjast á íslenskum atvinnuháttum, smá- vægileg að vísu, en breyting eigi Haraldur Matthíasson að síður. Kálund sá vel hvað var að fara af stað á því sviðinu. Á þessu tímabili — eins og lengi bæði fyrr og síðar — höfðu ísl- endingar næma tilfínningu fyrir aðgreiningu héraða. Fjórðungamir fomu áttu sér enn stað í meðvitund manna. En sýslumar þó miklu fremur. Suðurland og Norðuriand vom sitt hvað. Og hvort sem maður nú taldist Húnvetningur eða Skag- firðingur eða eitthvað annað vissi maður af því og var stoltur af. Kálund hefur verið fljótur að taka eftir þessari huglægu aðgreiningu. Ferðin um Norðlendingafjórðung hefst í Hrútafirði. Fjörðurinn deilir ekki aðeins sýslum heldur líka Qórð- ungum. En Hrútfirðingar nutu einir þeirrar sérstöðu að mega teljast til síns gamla fjórðungs þótt þeir flytt- ust yfir fjörðinn. Fyrir þessu gerir Kálund skýra grein þótt þetta hafí varla getað talist stórmerkilegt at- riði, séð frá sjónarhóli erlends Krístian Kálund ferðamanns. Þótt segja megi að fólkið sé allt- af og alls staðar eins hafði hvert hérað og hver íjórðungur sín sér- kenni, samanber eftirfarandi athugasemd Kálunds um Norðlend- inga: »Um fólk á Norðurlandi má segja, að það einkennir sig með áhuga á andlegum viðfangsefnum, lifandi föðurlandsást og miklum þótta, eig- inleikar sem örva til þátttöku í landsmálum, meiri atorku við gerð bæjarhúsa, umönnun búfjár o.fl.« Sú vakning sem var að hefjast víða um Norðurland í þann mund er Kálund ferðaðist þar fór ekki framhjá honum. En þá var að hinu leytinu að hefjast eitt versta harð- indatímabil aldarinnar. Kuldinn beit. Og hafísinn þrúgaði menn og skepnun »Áhrifin eru hin venjulegu: húsdýrum líður illa, grasvöxtur stöðvast, veðrátta spillist; því seinna sem hann kemur, því verra.« Riti Kálunds lýkur með Aust- firðingafjórðungi. Og að sjálfsögðu fer hann eftir hinum fomu mörkum, byijar á Norður-Múlasýslu og held- ur síðan alla götu að Jökulsá á Sólheimasandi. Þótt þetta rit Kálunds komi ekki út fyrr en nú hefur það haft hér ærin áhrif. Almenningur fékk hér fljótt veður af sjónarmiðum Kálunds með milligöngu íslenskra mennta- manna. Þannig átti þessi danski fræðimaður dijúgan þátt í að skapa íslendingum það menningarlega sjálfstraust sem þeim var svo mik- ils virði í baráttunni fyrir fullveldi. Þama lá fyrir staðfesting virts, er- lends fræðimanns á því að söguleg fortíð þjóðarinnar væri nokkurs virði. Þannig bámst áhrifin frá riti þessu alla leið inn í þjóðarvitund Islendinga. Þótt íslensk þýðing þessa rits sé nokkuð seint á ferðinni ber eigi að síður að fagna henni. íslendinga sögumar, sem Kálund skírskotar svo víða til, beint og óbeint, eru síður en svo dauðar bókmenntir þó þær séu að sönnu lesnar með öðm hugarfari nú en á seinni hluta 19. aldar. Enn má hlíta ieiðsögn Ká- lunds þar sem hann tengir saman land og sögu. Og vissulega á rit hans, ásamt fleiri slíkum, þátt í að móta skoðanir Skandínava á »sögu- eynni« sem margir þar um slóðir horfa til einungis sem slíkrar, þann- ig að ritið hefur líka kynningargildi út á við. Þýðing dr. Haralds Matthíasson- ar er í hvívetna vönduð. Enda var hann rétti maðurinn til að snúa riti þessu til íslensks máls og gerast þannig fylgdarmaður þessa danska fræðimanns, nú í endumýjaðri ferð hans um Iandið. REXROTH Rafstýröir stjórnlokar og búnaður fyrir vökvakerfi fyrirliggjandi. ^f\ Viögeröar- og **/ varahlutaþjónusta. LANDVÉlAfíHF SMIOJLMCI66. KÓPAVOGI. S. 91-76600 SQORN- BÚNAÐUR FYRIR VÖKVAKERFI FRÁ HAMWORTHY-HAWE- NORDHYDRAULIK-REXROTH. UCC sfur. /ZK Viögeröar- og \v/ varahlutaþjónusta. LANDVÉiAfíHF SMIDJUVEGI66. KÓPAVOGI.S.91-76600 Flytjendur dagskrár Gott að afi skrifaði! Leiklist Bolli Gústavsson Leikfélag Akureyrar: DREIFAR AF DAGSLÁTTU Leiklesin og sungin dagskrá til heiðurs Kristjáni frá Djúpalæk. Efnisval: Krísfján Kristjánsson og Sunna Borg. Umsjón: Sunna Borg Lýsing: Ingvar Björnsson Undirleikur: Aðalheiður Þor- steinsdóttir. Já, hefði afí ekki skrifað bréf- ið, eins og segir í gamanljóðinu „Einu sinni var“, þá væri Kristj- án frá Djúpalæk sennilega ekki til og þá hefðum við hér fyrir norðan orðið af skemmtilegri dagskrá Leikfélags Akureyrar. Hún er flutt um þessar mundir til heiðurs skáldinu, sem varð sjötíu ára 16. júlí sl. Og þjóðin hefði farið nokkurs á mis, hvað sem hver segir. Það er aðal Kristjáns að glæða litbrigði til- verunnar og laða fram fjöl- breytta tóna með list sinni. Hann verður ekki læstur inni í bókaskáp að baki gylltum kili, heldur hefur hann snert strengi, bæði djúpa strengi alvöru og trega og skæra strengi kátínu og gáska f hjörtum almennings á íslandi, svo ljóð hans lifa á vömm fjöldans og em sungin til sjós og lands. I rómantísku ljóði, sem Ágúst Pétursson gerði við alkunnugt dægurlag, lætur Kristján 18 ára dreng gera þessa skemmtilegu og mynd- rænu ástarjátningu á mildu sumarkvöldi: „Og þá var bijóst mitt þaninn, grannur strengur,/ og þú varst fíðlarinn, sem lékst á hann“. Sjálfur er Kristján margstrengja hljóðfæri skáld- gyðjunnar eins og glöggt kemur fram í þessari dagskrá. Hún verður varla metin sem leikverk, heldur sem óvenjulega lifandi og hugkvæmnislega samsett bókmenntakynning. Hún gæti sem best verið hugkvæmnislega samsett bókmenntakynning. Hún gæti sem best verið upphaf vakningar í samfélagi, sem hef- ur vegna ágengni nýrra fjöl- miðla dregið saman seglin á vettvangi menningarlegra sam- funda í stíl við kvöldvökur stórfjölskyldunnar og slægju- fundi fortíðarinnar. Raunar er ærin ástæða fyrir LA að ferðast með þessa kynningu a.m.k. um austanvert Norðurland og helst suður til Reykjavíkur. Hún myndi t.d. sóma sér vel í salar- kynnum Norræna hússins. Kristján Kristjánsson, sonur skáldsins, og Sunna Borg hafa séð um efnisval. Hefur þeim tekist það með miklum ágætum, bæði að laða fram fjölbreytni í lausu og bundnu máli og tengja saman, svo hvergi verða á mis- fellur. Óbundið mál er úr æskuminningasögu Kristjáns „Á varinhellunni", en ljóðin að mestu leyti úr tveimur kvæða- söfnum, „Dreifum af dagsláttu" og „í víngarðinum". Og jafn vel hefur tekist um val tónlistar og flutning hennar. Flytjendur dagskrárinnar eru 12 — sumir leikarar aðrir leikmenn. Úr hópi þeirra síðamefndu er vert að geta Óttars Einarssonar, sem hefur til að bera þann næma skilning á stíl Kristjáns og lífsviðhorfum, sem engum getur dulist, auk þess sem beiting þægilegrar raddar bregst hvergi í lestrinum. Óttar ber með sér þann tilgerðarlausa andblæ að austan, af „þrályndrar Aust- fjarðaþokunnar nyrstu mörk- um“, sem veitir dagskránni sérstæðan og ósvikinn brag. Þá syngur Þuríður Baldursdóttir með glæsibrag og lyftir tónlist- arþætti dagskrárinnar upp á listrænt svið til mótvægis við gáska dægurlaganna. Aðrir flytjendur standa sig með mikl- um sóma: Kristjana Jónsdóttir, María Ámadóttir og Ólöf Sigríð- ur Valsdóttir, sem leikur af- bragðs vel á selló undir framsögn á ljóðaflokknum „Óði steinsins“. Einnig Jóhann Möll- er, Þórey Aðalsteinsdóttir, Páll Finnsson, Bergljót Borg, Þórey Ámadóttir og Laufey Ámadótt- ir. Undirleikarinn, Aðalheiður Þorsteinsdóttir, leikur af öryggi á slaghörpuna. Sunna Borg hef- ur umsjón með verkinu og stjómar því með festu og kynn- ir með reisn. Lýsing er í traust- um höndum Ingvars Bjömsson- ar. Sýningin fer fram í salarkynnum nýja Alþýðuhúss- ins og þar sem áhorfendum gefst kostur á veitingum. Það var sérlega ánægjulegt að njóta svo vekjandi stundar og vonandi að framhald verði á þessum þætti í störfum LA.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.