Morgunblaðið - 21.11.1986, Page 13

Morgunblaðið - 21.11.1986, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986 13 Að kynnast sjálfum sér BókmenntSr Jóhann Hjálmarsson Shunryu Suzuki: ZEN-HUGUR, HUGUR BYRJ- ANDANS. SPJALL UM ZEN-H)KUN OG ÍHUGUN. Zen-hugur, hugur byrjandans. Spjall um zen-iðkun og ihugun. Vésteinn Lúðvíksson þýddi. Hliðskjálf 1986. Zen-búddismi er lífsafstaða sem ekki ætti að skaða neinn. Vésteinn Lúðvíksson segir í formála Zen- hugur, hugur byijandans, afar viðfelldnu kveri eftir Shunryu Suzuki: „Kínverskt zen á sitt blóma- skeið áTang-tímabilinu (618—907), og allur seinni tíma zen-búddismi á rætur sínar að rekja til þess. Segja má að í meginatriðum hafi sú iðk- un, sem þá mótaðist, haldist óbreytt fram á þennan dag, þótt ýmsar áherslur hafi að sjálfsögðu verið mjög breytilegar eftir menningar- legum aðstæðum í hveiju landi á sínum tíma. Við getum talað um kínverskt zen, japanskt zen — en í Japan átti zen-búddisminn sitt höf- uðvígi öldum saman — víetnamskt zen, kóreskt zen, bandarískt og vesturlenskt zen, marga skóla og ótal ættir, en í kjama sínum er þetta allt það sarna." Zen-búddismi komst aftur í tísku með beat-kynslóðinni bandarísku og skáldum sem fylgdu í kjölfarið. Blómabömin iðkuðu líka sitt zen. En zen er vissulega meira en tísku- bóla, á sér fomar rætur og er alltaf tímabært. Iðkun zazen er nauðsyn- legur þáttur zen, orðið hefur verið þýtt sitjandi zen, en iðkunin felst í því að komast í rétt hugarástand og stuðla með því að beinni tjáningu okkar sanna eðlis. Of langt mál yrði að skýra zazen í stuttri um- sögn, en kver Suzukis fjallar ítar- lega um það. Kverið skráðu nemendur Suzukis í Kalifomíu eftir honum, en með þeim iðkaði hann zazen, ræddi við þá og svaraði spumingum þeirra. Þess var gætt að talmálsblærinn héldi sér, segir Vésteinn Lúðvíks- son, enda stuðst við segulbandsupp- tökur, og hann bætir við: „svo og allar þær mótsagnir og þverstæður sem ævinlega em í urrrfjöllun af þessu tagi.“ Suzuki var Japani, fæddur 1905, dáinn 1971. Kverið var fyrst gefið út 1970, en hefur síðan oft verið endurprentað. í kverínu er áhersla lögð á að einbeita sér, láta ekki hugann reika víða: „Þegar þið iðkið zen verðið þið eitt með zen. Það er ekkert þið og ekkert zazen." Trúhneigðir menn em ekki vanir að tala um mótsagnir og þverstæð- ur í sinni eigin trú. En búddisminn er ekki venjuleg trú heldur afstaða til lífsins. Sífelldlega er stefnt að því að verða betri maður, einn með sjálfum sér, nálgast upphaf sitt. Þetta orðar Suzuki svo: „Markmiðið með því að kynna sér búddisma er ekki að kynna sér búddisma, heldur að kynnast sjálfum sér.“ Með því að aðhyllast trúarbrögð verða við- horf fólks vanalega eins og hvasst hom sem það beinir frá sér, kennir Suzuki: „Okkar leið er sú að beina Shunryu Suzuki hominu ævinlega að okkur sjálf- um.“ Með því athyglisverðasta í Zen- hugur, hugur byijandans em umræður um líf og dauða, sá skiln- ingur að líf og dauði séu eitt og hið sama og með því að öðlast skiln- ing á þessu hverfí dauðageigur okkar og lífið verði ekki lengur byrði. Zen-búddisminn er vissulega mótsagnakenndur, en mótsagnir hans em í ætt við skáldskaparmál. Það er því engin furða að skáld hafi látið heillast af honum og mörg góð skáldverk túlki lík við- horf og hann. ísögulegu húsi í hjarta Hafnarfjarð- ar er enn boðin góð þjónusta, nú í formi matar og drykkjar. Verið velkomin til veislu Hafnarfirði, sími 651130. Okkar landsþekkti skemmti- kraftur Haukur Morthens skemmtir matargestum og Jón Rafn verður í fjöri að venju á loftinu. Evrópukeppni bikarhafa 2. umferð / Sannkallaður stjörnuleikur í Laugar- dalshöll föstudaginn 21. nóvember kl. 20.00. óii Dinos Slovan Forsala er í Garðakaupum í dag. Stjörnunni tókst að vinna seinni hálfleikinn í leik liðanna í Júgóslavíu. Frábær stuðningur ykkar + stjörnuleikur = okkar sigur. (Wbínaðarbanki \rv ISLANDS Fjölmennum og hvetjum Stjörnuna til sigurs í seinni leik liðsins við hina frá- bæru Dinos Slovan frá landi „heims- meistaranna41. GARÐABÆ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.