Morgunblaðið - 21.11.1986, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986
21
Landskeppni í
eðlisfræði:
Forkeppnin
haldin í 10
skólum um
land allt
SÍÐASTLIÐINN laugardag
glímdu um 50 nmendur úr 10
framhaldsskólum milli' Akur-
eyrar og Hafnarfjarðar við
fræðileg verkefni í fyrri hluta
Landskeppni í eðlisfræði. Er
þetta í fjórða sinn sem lands-
keppnin er haldin og hefur
þátttakan í forkeppninni aldrei
verið meiri.
Forkeppnin var í því fólgin að
svara 20 krossaspumingum, hverri
með 5 möguleikum, á 2 klukkutím-
um. Var það dómnefnd Lands-
keppninnar, skipuð fjórum
háskólakennurum, sem útbjó spum-
ingarnar. Verðlaun fyrir bestu
lausnirnar em áritaðar bækur sem
afhentar verða við athöfn 15. febrú-
ar næstkomandi.
Urslitakeppnin fer fram í Há-
skóla íslands helgina 14.-15.
febrúar og verða verkefnin þá bæði
úr fræðilegri og verklegri eðlis-
fræði. Til þeirrar keppni verður
boðið 10 efstu keppendunum úr
forkeppninni og fá allir þátttakend-
ur peningaverðlaun.
Allt að 5 efstu keppendum úr-
slitakeppninnar, yngri en 20 ára,
verður boðið á Ólympíuleikana í
eðlisfræði sem fram fara í Jena í
A-Þýskalandi næsta sumar.
Landskeppni í eðlisfræði er
skipulögð af Eðlisfræðifélaginu og
Félagi raungreinakennara, en
Morgunblaðið greiðir kostnað við
framkvæmd hennar.
Það er kominn vetur
Kuldafatnaður í úrvali
Loðfóðraðir samfest- Kapp-klæðnaður.
ingar. Kuldaúlpur.
Peysur, buxur og Stil-longs ullarnærföt,
skyrtur í miklu úrvali. þessi bláu norsku til
útiveru — hlýir sokkar.
ELDHUSSYNING
Á MORGUN SÝNUM VIÐ GLÆSILEGU
OG ZANUSSI HEIMILISTÆKIN.
□ □ □ □ □ □ □ □
• E L D H U s •
EINNIG VONDUÐU
ELDHÚSINNRÉTTINGARNAR FRÁ
JL BYGGINGAVÖRUM. ÞAÐ FER VEL SAMAN.
ALLT AÐ 15% KYNNINGARAFSLÁTTUR
HEITT Á KONNUNNI. GREIÐSLUKJOR OG !<S
UPPSETT SÝNINCARELDHÚS
VERIÐ VELKOMIN
LÆKJARGOTU 22 HAFNARFIRÐI SIMI 500 22
E3
BYGGINGAVÖRUR