Morgunblaðið - 21.11.1986, Síða 25

Morgunblaðið - 21.11.1986, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986 25 Jarðskjálfará Taiwan Tveir snarpir jarðskjálftar urðu á Taiwan á laugardag og ollu þeir miklu tjóni á húsum og öðrum mannvirkjum. Mynd þessi sýnir glöggt skemmdinrar á húsi einu í úthverfi Taipei eftir jarðskjálftana. Húsið er nær hrunið og björgunarmenn með hund sér tíl aðstoðar sjást þarna við leit að fólki, sem hugsan- lega gæti hafa orðið undir rústunum. Leynisamningurinn við Irani: Ronaltl Reagan tekur alla ábyrgðina á sig Washington, London, AP. Reuter. RONALD Reagan, Bandaríkjaforseti, lýsti allri ábyrgð á leynisamn- ingunum við Irani á hendur sjálfum sér á blaðamannafundi, sem hann hélt í Hvita húsinu í fyrrinótt. Hann sagði að ef málið hefði fengið að liggja í kyrrþey væru tveir Bandaríkjamenn, sem enn væru í haldi mannræningja i Libanon, nú frjálsir menn. Reagan vísaði á bug orðrómi um að George Shultz, utanríkisráðherra, ætlaði að segja af sér vegna vopnasendinganna til írans. Leynisamningarnir hafa rýrt Reagan trausts heima fyrir og i aðildarríkjum Atlantshafs- bandalagsins. Reagan varði leynisamninga sína við írani harðlega og sagðist ekki hafa brotið nein lög með vopnasöiu þangað. Hann sagðist heldur ekki hafa brotið lög með því að halda málinu leyndu fyrir þinginu. Með þessu reyndi hann að svara gagn- rýni þingmanna, en leynisamning- amir hafa sætt mikilli gagnrýni hjá þingmönnum sem og bandarísku þjóðinni. Samkvæmt skoðanakönn- un, sem gerð var eftir sjónvarps- ávarp forsetans í sl. viku, þar sem hann útskýrði og varði leynisamn- ingana við írani, lögðu aðeins 14% bandarísku þjóðarinnar trúnað á málstað forsetans. Forsetinn sagði í yfirlýsingu, sem gefín var út eftir fundinn að þriðja landið hefði verið viðrið leynisamn- Réttað í máli hryðjuverkamanna í Berlín: Sýrlendingar hétu fóm- arlömbunum stuðningi Vestur-Berlín^ Reuter, AP. RÉTTARHÖLD yfir tveimur aröbum í Vestur-Berlin, sem sak- aðir eru um að hafa komið fyrir sprengju í höfuðstöðvum Þýsk- arabíska vináttufélagsins þar í borg, tóku óvænta stefnu I gær þegar vitni eitt kvað Sýrlendinga hafa heitið að styrkja samtökin fjárhagslega. Hingað til hafa Sýrlendingar verið taldir ábyrgir fyrir ódæðinu. Hassan Ammusch, sem starfaði fyrir samtökin í Berlín, sagði fyrir réttinum að sýrlenskur embættis- maður hefði átt fund með formanni Þýsk-arabíska vináttufélagsins skömmu áður en höfuðstöðvamar voru sprengdar í loft upp. Sagðist hann hafa heyrt Sýrlendinginn heita formanninum ijárstuðningi. Fyrr í þessari viku lýsti Ahmad Hasi, sem ákærður er fyrir verknað- inn, því yfir að sýrlenska sendiráðið í Austur-Berlín hefði útvegað hon- um sprengjuna sem hann notaði í árásinni en í henni særðust sjö menn. Deilur eru komnar upp í Vestur-Þýskaiandi vegna þess máls og krefjast margir þess að stjómin í Bonn rifti stjómmálasambandi við Sýrlandsstjóm. Abu-Rahman Murtada, formaður Sex lögreglu- menn særðir New York, Reuter. SEX lögreglumenn, fimm karlar og ein kona, særðust, þar af tveir alvarlega, í skotárás í Bronx- hverfi í New York í gær, að því er taismaður lögreglunnar sagði. Hann tjáði fréttamönnum að lög- reglumennimir hefðu ætlað að handtaka mann er grunaður var um aðild að morði á fjórum mönnum. Lögreglumennimir hefðu verið ný- komnir inn í íbúð í Bronx, er maðurinn dró upp skammbyssu og skaut á þá. Ódæðismaðurinn komst undan. vináttufélagsins, sagði fyrir réttin- um í gær að tilræðismennimir tveir, Ahmad Hasi og Farouk Salameh, hefðu nokkrum sinnum komið í höfuðstöðvar félagsins í Vestur- Berlín og rætt þar málefni Miðaust- urlanda við félagsmenn. Sagði hann Hasi og bróður hans Nezar Hindawi hafa lent í mikilli rimmu við með- limi félagsins um það bil mánuði áður en sprengjan sprakk. í síðasta mánuði var Nezar Hindawi dæmdur í 45 ára fangelsi í London fyrir að hafa reynt að koma fyrir sprengju um borð í far- þegaflugvél frá ísrael. Breska ríkisstjómin sagði Sýrlendinga hafa staðið að baki Hindawi og var stjómmálasambandi ríkjanna tveggja rift vegna þessa atburðar. ingana við íran. Hann nafngreindi það ekki, en embættismenn höfðu áður sagt að hér væri um ísrael að ræða. ísrealar sendu írönum vopn með samþykki Bandaríkja- manna rétt áður en bandaríski gíslinn Benjamin^ Weir var látinn laus í Líbanon. í kjölfarið fylgdu svo tvennar vopnasendingar frá Bandaríkjunum. Á blaðamannafundinum svaraði Reagan spumingum um Reykjavík- urfundinn og kom með nýja útgáfu af tilboði sínu til Mikhails Gorbac- hevs um fækkun kjamavopna. „Öll þau atriði, sem við vorum sammála um í Reykjavík, er nú til umfjöllun- ar í afvopnunarviðræðunum í Genf. Á íslandi gerðist það í fyrsta sinn að menn urðu sammála um að það væri eftirsóknarvert að útrýma öll- um langdrægum kjamavopnum á fimm ára tímabili ög semja um meðaldrægar flaugar í Þýzkalandi," sagði Reagan. í fyrri útgáfum hefur hann sagt að samkomulag hafi ver- ið um að fjarlægja allar meðaldræg- ar kjamorkuflaugar frá Evrópu, en ekki eingöngu frá Þýzkalandi. Sam- komulag féll um sjálft sig í Reykjavík þegar Sovétmenn gerðu það að skilyrði að Bandaríkjamenn féllu frá geimvamaáætluninni. Re- agan sagðist bjartsýnn á að annar leiðtogafundru yrði haldinn áður en hann hyrfi úr Hvíta húsinu. Sam Nunn, öldungadeildarmað- ur, sem verður formaður nefndar, sem fjallar um málefni bandarísku heijanna, gagnrýndi Reagan eftir blaðamannafundinn og dró í efa að hann væri fær um að takast á við utanríkismálin. „Það er tímabært að forsetinn fái skynsama menn og konur til að kanna hvemig komið er. Utanríkisstefna Bandaríkjanna er ruglingsleg og það er misræmi í málflutningi forsetans. Hann dregur nú upp aðra mynd af því sem gerðis á Reykjavíkurfundinum en þingleiðtogar fengu að heyra strax eftir fundinn," sagði Nunn. Játningar Reagans um leyni- samningana við Irani hefur aukið tortryggni evrópskra leiðtoga, sem efast nú um heilindi Bandaríkja- stjómar í afstöðunni til hryðju- verkamanna. Hafa leynisamning- amir verið harðlega gagmýndir og tala stjómarerindrekar um tvöfalt siðgæði Bandarílq'astjómar í afstöð- unni til hryðjuverka. í ljósi síðustu atburða hafa embættismenn og fjöl- miðlar tekið svo sterkt til orða að kalla harðar yfirlýsingar forsetans um nauðsyn þess að knésetja hryðjuverkamenn vera hræsni. Líbanon: 5 létu lífið í sprengingu Tel Aviv, Reuter. BÍLASPRENGJA sprakk við varðstöð friðargæslusveita Sam- einuðu þjóðanna í Suður-Líbanon í gær. Þrír hermenn frá Fiji og tveir almennir borgarar létu lifið sprengingunni, að sögn tals- manns friðargæslusveitanna. Tveir hermenn frá Fiji og þrír borgarar aðrir særðust þegar sprengjan sprakk í bifreiðinni um tíu km suður af hafnarborginni Týrus. Andspænis þessari varðstöð stendur varðstöð „Hers Suður- Líbanons", sem hlynntur er ísrael- um. Talsmaður friðargæslusveitanna sagði að óvíst væri hvort ökumaður hefði verið í bifreiðinni þegar sprengingin varð vegna þess að ökutækið hefði spmngið í tætlur. Groðrastöln Lambhagi hefur opnað eigin blómaverslun Við hjá Lambhaga höfum opnað okkar eigin biómaversiun. Þar getur þú valið úr 14.000 pottablómum, keypt afskorin blóm, stórar plöntur eða góða jólaskreytingu. Auk þess að vera með gróðrarstöð og nýja blómaverslun þá er það okkar sérgrein að gróðurselja í fyrirtæki stór og smá. Lambhagi DlAmrn imioli ■ n *— Gróómstfló-Blófiiaversltiii - Við Vesturlindsveg - Sími 6814Í1.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.