Morgunblaðið - 21.11.1986, Page 42

Morgunblaðið - 21.11.1986, Page 42
 , 42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1986 vera, þar sem unnið var á sjó og landi: „Hörðum höndum vinnur hölda kind ár og eindaga, siglir særokinn, sólbitinn slær, stjömuskininn stritar." Nú í vor buðu þau Brúnastaða- hjónin, Ágúst og Ingveldur Ást- geirsdóttir, okkur Kristínu konu minni heim til sín. Eftir dýrðlega veizlu óku þau hjónin með okkur um hið und- urfagra umhverfí Brúnastaða. Ég hafði næstum einungis séð Hraungerðishreppinn af vegnum milli brúnna. Nú opnaðist mér og konu minni Nýja-Testamenti Guðs sköpunarverks og samstarfenda hans, aldamótakynslóðarinnar og afkomenda hennar: Vormanna ís- lands, með gróandi grös moldar að hugsjón í hjörtum sér og blik stjama í augum. Úti í Vestmannaeyjum las Ágúst alla Heilaga ritningu í landlegum milli hættusamra róðra, á fallvölt- um smáflejdum þeirra tíma. Sú Biblía mætti vera ættargripur og inntak hennar er í mikium mæli erfðafé afkomenda Ágústs Þor- valdssonar og þeim í blóð borið, fyrirheita og enn náðar. Sú er reyndin og umfram alit bænin. Þau Brúnastaðahjón heimsóttu okkur nokkru fyrir andlát Ágústs. í miðjum tröppum heima köiluð- umst við á eftir að hafa kvaðst. Margt hafði verið talað, en atvik úr lífi Gríms Thomsens bar þama á góma. Dýpstu samúð vottum við hér frú Ingveldi á Brúnastöðum og flöl- skyldum. Skáldið hér nefna orti: „Verður skyggn, að sólu sestri sál, er losnar holds við ok. Stjaman skæra skin i vestri skoða eg hana í vöku lok.“ Eiríkur J. Eiríksson Guðbjörg Árna- dóttir — Minning Frænka okkar, Guðbjörg Ama- dóttir, ein systkinanna frá Hurðar- baki í Flóa, en oft kennd við Kolsholt, lést fyrr á þessu ári. Hún fæddist að Hurðarbaki 30. septem- ber 1895, giftist 1921 Þórami Sigurðssyni sem nú er einnig lát- inn. Þau bjuggu fyrst að Vatnsenda í Villingaholtshreppi, þá að Kols- holti í sömu sveit til ársins 1955 er þau fluttu til Reykjavíkur. Þeim varð 7 bama auðið. Það sem hér er skrifað er síðbú- in kveðja til kærrar frænku okkar sem var sérstakur persónuleiki, eins og reyndar þau systkinin öll frá Hurðarbaki. í gegnum kynni við hana liggur eftir virðing og ánægja yfír að hafa kynnst henni og hafa notið samvista við hana. Þær systumar Þuríður móðir okkar og Guðbjörg vom sérstaklega samrýmdar og máttu ekki hvor af annarri sjá nema stuttan tíma í einu. Á meðan Guðbjörg bjó í Kols- holti var mikill samgangur milli æskuheimilis okkar, Hurðarbaks og Kolsholts. Þá var hún tíður gestur hjá okkur og við einnig þar. Það vom skemmtilegar stundir og ánægjulegt að minnast þeirra. Eftir að Þuríður móðir okkar fluttist til Selfoss var Guðbjörg tíður gestur hjá henni. Þá var hún sjálf flutt til Reykjavíkur og bjó þar. Hún gerði sér oft ferð austur fyrir fjall til þess að heimsækja hana Þum, eins og hún komst gjaman að orði. Er- indið var auk þess að horfa á fjöllin og heimahagana en þegar þær hitt- ust gerðu þær sér oft ferð í Villinga- holtshreppinn til að hitta fólk. í þessum ferðum Guðbjargar sem gjaman tóku nokkra daga lagði hún sig fram um að hitta frændfólk sitt, t Móðir mín, tengdamóöir og amma, JÓHANNA ARTHÚRSDÓTTIR, Brattholti 5, Mosfellssveit, andaðist i Landspítalanum að morgni 20. nóvember. Regína Úlfarsdóttir, Valur Steingrímsson og barnabörn. t Eiginmaður minn, MAGNÚS EINARSSON fyrrverandi verkfœravörður, Marklandi 2, lést 19. nóvember. Fanney Magnúsdóttir. t Faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, AXEL PÉTURSSON, Nökkvavogi 40, lést 10. nóvember. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Erlingur Axelsson, Guðbjörg Axelsdóttir, Richard Axelsson, stjúpbörn, barnabörn og barnabarnabörn. Helga Helgadóttir, Skarphéðinn Guðmundsson, t Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR KR. JÓNSSON, Vatnsholti 4, Reykjavik, lést að morgni 18. nóvember í Borgarspítalanum. Ingibjörg Jóna Jónsdóttir, Vildfs Guðmundsdóttir, Jón Ingi Guðmundsson, Guðrún Elfsabet Guðmundsdóttir, tengdabörn og barnabörn. jafnt yngra sem eldra, og það vom hressilegar stundir sem hún átti með sínu fólki í þessum heimsókn- um, nokkuð sem ekki fer úr minni. Auðfundið var að hún naut þessara stunda sem hún var samvistum við frændfólk sitt og var að því leyti lík systkinum sínum um frænd- ræknina. Hurðarbakssystkinin komu oft á tíðum nokkur saman þegar afmæli voru eða önnur boð í heimahúsum. Þá var kátt í kotinu þegar spiiin voru dregin fram. Þótti þeim gjam- an daufleg vistin í samkvæmum nema slíkt væri haft um hönd eða önnur skemmtan. Yfír spilamennsk- unni var engin lognmolla heldur spilað af krafti og ekki lét neinn sitt eftir liggja í umsögnum um spilin á hendinni, þann sem gaf eða spilamennsku með- og mótspilara. Var þá eins gott að hafa sitt á hreinu og geta svarað fyrir spila- mennskuna, að rétt hefði verið gert í stöðunni. Þetta voru hressilegar stundir sem geymdar eru í minning- unni og sem reyndar má læra margt af, því fátt er uppbyggilegra en heilbrigð og hreinskiptin samskipti fólks. Slík framkoma var þeim systkinum eðlileg. Þær systur Þuríður og Guðbjörg voru að því leyti líkar að þær létu sig varða umhverfí sitt og máttu ekki vita af hnökrum á lífsferli eða aðstæðum einhvers án þess að hafa þar orð á til þess að færa til betri vegar. Þetta var þeim eðlilegt og hluti af þeirra lífsbaráttu sem þær háðu þegar ekki varð lifað af nema allir hjálpuðust að og létu sig varða kjör hvers annars. Þá voru stórar konur félagsmálastofnanir síns tíma og björgunarmenn þeirra sem minna máttu sín. Guðbjörg var hreinskilin að þessu leyti í garð hvers sem var og mark tekið á henni. Við sem eftir stöndum og notið höfum samskipta við þá sem gengn- ir eru njótum minninganna og látum hugann hvarfla um sviðið, stöldrum við og minnumst þeirra þátta sem eru okkur kærastir. í þeim finnum við samhljóminn sem gefur nýjan skilning, skapar tengsl milli kynslóða og fleytir fram við- horfum fyrri tíma. Við kveðjum kæra frænku, Guð blessi minningu hennar. Sigríður og Jóhanna frá Hurðarbaki. simanúmeb 69-11-00 Auglýsingar 22480 Afgreiðsla 83033 t Útför eiginmanns míns, fööur okkar og afa, EINARS EIÐSSONAR, Seljabraut 46, sem lést 14. þessa mánaðar, fer fram í Bústaðakirkju laugardag- inn 22. nóvember kl. 11.00. Jarðsett verður í Skaröskirkjugaröi. Þeim sem vildu minnast hins látna er vinsamlegast bent á Krabba- meinsfélag (slands. Laufey Kristinsdóttir, Sigríður Einarsdóttir, Birna Einarsdóttir, Ellen María Einarsdóttir, Hildur Thorlacius. t Innilegar þakkir til þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, dóttur, systur og mág- konu, JÓHÖNNU SIGRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR, Ásabraut 14, Sandgerði. Guðmundur Sörensen, Sigurður Guðmundsson, Sigurður Oddsson, Eggert Sigurðsson, Elfsabet Lúðvíksdóttir, Unnur Ósk Valdimarsdóttir. t Hjartans þakkir sendum við öllum er sýndu okkur samúö og hlý- hug við andlát og útför ARNFRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Súgandafirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 5-B á Borgarspítal- anum fyrir góða umönnun. Þorvaldur Kristjánsson, Kristfn Kristjánsdóttir, Kristján Örn Ingibergsson, Sigurbjörg G. Halldórsdóttir, Þurfður Ingibergsdóttir, Sæmundur E. Valgarðsson og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, sonar og bróður, ÞRÁINS HARALDSSONAR, er lést 2. nóvember sl. á heimili sínu í Noregi. Guðný Guðjónsdóttir, Vigdfs Hannesdóttir, systkini og börn. t Sendum innilegar þakkir öllum þeim sem auðsýndu okkur samúö og vinarþel við andlát INDRIÐA SIGURÐSSONAR, Melabraut 16, Seltjarnarnesi. Erla Árnadóttir, Sigurður Stefánsson, Anna Sigrfður Indriðadóttir, Jón Ögmundsson, Árni Indriðason, Kristfn K. Einarsdóttir, Sigurður Indriðason, Kári Indriðason. t Alúðarþakkir færum við öllum þeim er auösýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföð- ur, bróður og afa, SIGURÐAR ÓMARS ÞORKELSSONAR, radfóeftirlitsmanns, Móaflöt 22, Garðabæ. Inga Eirfksdóttir, Bertha Sigurðardóttir, Tryggvi Magnússon, Margrét Þorkelsdóttir, Magnús Friðriksson og barnabörn. t Þökkum hjartanlega auösýnda samúð og vináttu við andlát og útför ODDS HELGA HELGASONAR, forstjóra, Sólvallagötu 68. Friðbjörg Ingjaldsdóttir, Helgi Oddsson, Sigrún Oddsdóttir, Þóra Oddsdóttir Rose Sigurður B. Oddsson, Oddur H. Oddsson, Pétur E. Oddsson, Valgerður Oddsdóttir, Bjarni I. Árnason, Arthur Rose, Iðunn Lúðvfksdóttir, Elfnborg Jóhannsdóttir, Margrét Kjærnested, Friðrik Eysteinsson, barnabörn og aðrir ættingjar. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.