Morgunblaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 278. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Shultz situr fyrir svörum hjá þing- nefnd í vopnasölumálinu: Vissi ekki að féð fór til skæruliða Washíngton, AP, Reuter. GEORGE Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær, að hann hefði aldrei verið látinn vita um þá ákvörðun að fá hagnaðinn af vopnasölunni til írans í hendur skæruliðum í Nicaragua og að hann hefði vitað sáralítið um vopnasöluna sjálfa. Hefðu sumir hátt- settir embættismenn farið á bak við sig í málinu. Þeirra á meðal væri sjálfur sendiherra Bandaríkjanna i Beirút, en hann hefði m. a. tekið þátt í viðræðum um að láta vopn af hendi í staðinn fyrir bandaríska gisla þar. Shultz sagði þetta á opnum fundi með utanríkismálanefnd öldunga- deildar Bandaríkjaþings, þar sem hann svaraði spumingum um vopnasöluna. Sagðist Shultz „ekk- ert hafa vitað“ um að skæruliðar hefðu fengið umráð yfir hagnaðin- um af henni og lýsti sumum þáttum málsins sem „augljóslega ólögleg- Mann- skæð átök - milli Honduras o g Nicaragna Tegucialpa, AP, Reuter. í GÆRKVÖLDI hafði dregið mjög úr bardögum hermanna Honduras og Nicaragua. Sagði Hondurasstjóm að 18 af hermönnum hennar hefðu fallið, en mannfall hefði einn- ig verið mikið á meðal hermanna Nicaragua. Hefðu þeir nú að mestu verið hraktir frá Honduras. Stjóm Honduras hélt því fram, að sandinistastjórnin í Nic- aragua hefði sent um 700 manna lið inn í Honduras á eftir skæru- liðum, sem þangað hefðu flúið. Samkvæmt beiðni Jose Ascona Hoyo, forseta Honduras, vom bandarískar þyrlur fengnar til að flytja hermenn á vettvang til að hrekja herliðið frá Nicaragua til baka. Fullyrt var hins vegar, að þyrlumar hefðu verið óvopn- aðar og að engir bandarískir hermenn hefðu tekið þátt í hem- aðarátökunum. Hefðu þeir fengið fyrirskipanir um að halda sig flarri bardagasvæðinu. Haft var eftir Ascona, að hann hefði farið þess sérstaklega á leit' við Bandaríkjamenn að fá aðstoð þeirra við flutning á her- mönnum flugleiðis til vígstöðv- anna og hefði Reagan forseti veitt samþykki sitt til þess. Stjóm Nicaragua neitaði í gær öllum fregnum um, að her þaðan hefði farið inn í Honduras, en staðhæfði, að 7 hermenn og 2 böm hefðu látið lífíð á sunnudag í loftárásum bandarískra her- flugvéla á tvö þorp og eina herbækistöð í Nicaragua. Shultz kvaðst vera hlynntur ítar- legri rannsókn í vopnasölumálinu en lagði jafnframt áherzlu á, að hún mætti ekki verða til þess að utanrík- isstefnu Bandaríkjanna út á við. Nauðsynlegt væri, að halda eðli- legri starfsemi þar áfram, þar á meðal tilraunum til að koma á samningum við Sovétmenn um þau atriði, sem samkomulag hefði orðið um á leiðtogafundinum á íslandi í október. I gær var skýrt frá því, að Ed- win Meese dómsmálaráðherra hefði lagt fram kröfu um að komið yrði á fót sérstakri óháðri rannsóknar- nefnd í vopnasölumálinu, líkt og gert var í svonefndu Watergate- máli á sínum tíma. í gær fór svo bandaríska dóms- málaráðuneytið þess á leit við svissnesk stjómvöld, að þau léttu bankaleynd af tveimur bankareikn- ingum, sein talið er, að hafí verið notaðir til þess að yfírfæra fé úr vopnasölunni til skæruliða í Nic- arag^ua. Báðir þessir reikningar eru í Credit Suisse, næststærsta banka Sviss. Stjóm bankans skýrði frá því síðdegis í gær, að innistaeður á þess- um reikningum hefðu í reynd verið frystar á föstudaginn var. AP/Símamynd Við styttu heilagrar guðsmóður Undirbúningur undir jólin er þegar hafínn í Róm eins og svo viða annars staðar. Mynd þessi var tekin, þegar verið var að koma fyrir blómsveig á styttu Maríu meyar á Mignalellitorginu í Róm í gær. Nota varð brunaliðsstiga, því að styttan er 25 metra há. Vestur-Þýskaland: Tveir sov- éskir her- menn flúðu vestur yfir Hannover, Vestur-Þýskalandi. AP. TVEIR sovéskir hermenn, sem gegndu herþjónustu í Austur- Þýskalandi, flúðu til Vestur- Þýskalands á laugardag, að því er embættismenn í Hannover sögðu í gær. Þeir hafa óskað eftir að fá að flytjast til Banda- ríkjanna. Þó að það hafi færst í vöxt að undanfömu, að austur-þýskir borg- arar hafi flúið vestur yfír, er það afar sjaldgæft, að sovéskir hermenn austanmegin landamæranna hlaup- ist á brott. Talið er, að um 250.000 sovéskir hermenn séu í Austur- Þýskalandi. í yfírlýsingu iandamærayfírvalda í Hannover sagði, að hermennimir hefðu tekið sig saman um að flýja og klifrað yfír víggirðingu á landa- mærunum í grennd við borgina Wolfenbiittel, um 300 km suðaustur af Hamborg, árla laugardags. Hefði flótta þeirra borið að með svo skjót- um hætti, að austur-þýskum landamæravörðum hefði ekki einu sinni unnist tími til að skjóta að þeim aðvörunarskotum. Hermennimir, sem em eistneskir að uppmna, vom óvopnaðir og borgaralega klæddir, og siuppu þeir alls ómeiddir, sagði í tilkynning- unni. Kemur þessi flótti í kjölfar frétta í eistnesku æskulýðsblaði um hálfgerða uppreisn meðal Eistlend- inga, sem neyddir vom til að vinna við Chemobyl-kjamorkuverið eftir slysið þar. Sovéskir hermenn flúðu síðast til Vestur-Þýskalands árið 1984. Stúdentaóeirðirnar: Franska stjómin aftur- kallar háskólafrumvarpið Neyddi Mitterrand Chirac til að láta undan? París, Reuter, AP. JACQUES Chirac, forsætisráðherra Frakklands, lét í gær undan kröfum stúdenta og dró til baka hið umdeilda háskólafrumvarp stjórnarinnar. í sjónvarpsávarpi síðdegis sagði Chirac, að engar breytingar á háskólakerfinu, hversu mikilvægar sem þær væru, væri unnt að framkvæma án víðtæks stuðnings frá öllum þeim aðilum, sem þær snertu og þá fyrst og fremst stúdentum og kennur- um. Chirac kvaðst hafa falið Rene Mon- ory menntamálaráðherra að heíjast á ný handa um víðtækar umbætur í frönskum háskólum, svo að unnt yrði að koma til „móts við lögmæt- ar óskir unga fólksins". Alla síðustu viku fóru stúdenta- óeirðirnar í París stigvaxandi dag frá degi. Kom hvað eftir annað til harkalegra árekstra með stúdentum og lögreglu og þegar 22 ára gam- all stúdent, Malik Oussekine, lézt snemma á laugardagsmorgun eftir barsmíðar lögreglumanna, náði spennan hámarki. Lá þá við, að allt færi í bál og brand í háskóla- hverfínu í París. Búist var við, að tilkynning Chiracs yrði strax til þess að draga úr óánægju stúdenta. Síðdegis í gær efndu stúdentar þó enn til fjöl- mennrar mótmælagöngu í París og var talið, að um 30.000 manns hefðu tekið þátt í henni. Báru marg- ir þeirra svart sorgarband um handlegginn til þess að minnast Jacques Chirac hins látna félaga síns. Talsmaður Francois Mitterands forseta sagði í gær, að forsetinn væri mjög ánægður með ákvörðun stjórnarinnar og væri hún í „sam- ræmi við afstöðu forsetans". Sá orðrómur var á kreiki í París í gær, að forsetinn hefði tekið af skarið og neytt Chirac til að láta undan. Gæti þetta orðið til þess að draga úr áliti Chiracs á meðal hægri manna og þannig haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir stjómmálaferil hans í framtíðinni. Þannig gæti þetta orðið til þess að draga mjög úr möguleikum hans í forsetakosn- ingunum 1988, en hann hefur verið talinn líklegasti frambjóðandi hægri manna þar til þessa. Lionel Jospin, einn helzti leiðtogi jafnaðarmanna, fagnaði í gær ákvörðun stjórnarinnar um að aft- urkalla háskólafrumvarpið, en Jean-Marie le Pen, leiðtogi Þjóð- fylkingarinnar, sem er lengst til hægri, sagði, að Chirac hefði „látið undan götuvaldinu".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.