Morgunblaðið - 09.12.1986, Side 6

Morgunblaðið - 09.12.1986, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986 Aðventuljós > Isvartasta skammdeginu ná stund- um aðventuljósin ekki að lýsa upp myrkur veraldarinnar og á sumum bæjum eiga menn reyndar vart fyrir aðventukertum. Hugsum til gamla fólksins er hún Ólína Þorvarðardóttir sagði okkur frá í Kastljósi síðastlið- inn föstudag sumt býr hér umkomu- laust í kjallaraholum án rennandi vatns eða jafnvel mannsæmandi hreinlætis og eldunaraðstöðu. Getur íslenska þjóðin unað því lengur að þetta gamla og vamarlausa fólk er hefur reist burðarása velferðar okkar búi við slíkt myrkur? Mannúðin sigr- aði í fimmtíutíma lotunni í Garða- stræti þótt gjáin milli þeirra er hafa fleytt ijómann af okurvaxtaholskefl- unni skattfijálsu og láglaunafólksins er hefir borið uppi verðbólguhjöðnun- ina hafi fráleitt verið brúuð — sennileg hefir sjaldan verið breiðara bil milli ríkra og fátækra á landi voru en nú í dag. Lítið bara á alla Bensana, Jagúarana og fl'ögurra dyra Range Roverana er skjótast gljáfægðir um götumar? Hinir ríku græða reyndar hvort sem óðaverð- bólgan geisar eða okurvextimir, en sárast þykir mér að horfa uppá gamla fólkið er hrekst um vamar- laust á leigumarkaðinum. Gullasni sá er Lottó nefnist hefði getað hjálp- að þessu fólki en því miður þeir sem frekastir em hafa þar náð undirtök- unum eða 3/4 gróðans. Til allrar hamingju rataði fyrsti vinningur Lottósins líkt og fyrir guðlega mis- kunn til umkomulausrar sjómanns- ekkju. Blessuð konan var að sjálfsögðu dregin uppí sjónvarpssal þar sem þau Bogi Ágústsson og Ölína Þorvarðardóttir létu spurninga- hríðina dynja. Fréttamenn mega vara sig á því að spyija ekki of ákaft þegar í hlut á fólk sem hefir nýlega misst ástvin. Syrgjendur verður að umgangast með varkámi en vissulega var fréttamönnunum vandi á höndum. Aðventuljósin tendrast eitt af öðm. í Geisla sunnudagsins var rætt við Kristján Jóhannsson ópemsöngv- ara. Kristján er jákvæður maður og bjartsýnn og var hann óvenju hógvær í spjallinu við Sigurð Hróarsson. Er annars nokkurt vit í því að hengja haus þegar menn stefna á La Scala? Kristján hélt því fram í viðtalinu að sósíalismi ætti ekki við í listinni...við verðum að styðja þá sem skara fram- úr. Athyglisvert viðhorf hjá stór- söngvaranum Kristjáni Jóhannssyni. Er nokkurt vit í því að mjatla svona peninga í formi liststyrkja? Ég segi fyrir mig að ekki gæti ég með góðri samvisku kropið fyrir úthlutunar- nefndum. Og ekki get ég borið mikla virðinjru fyrir þeim „listamönnum" er hafa áratugum saman smjaðrað fyrir úthlutunamefndunum í von um sporslu. Væri ekki nær að ríkið hætti að níðast á listinni í formi söluskatts- heimtu? í Bretlandi þekkist ekki að skattleggja bækur nema virðisauka- skatturinn hafi þar gripið í taumana? Telja Bretar, nánar til tekið 85% þjóðarinnar, ganga glæpi næst að skattleggja bækur og að slíkur skatt- ur jafngildi nánast ritskoðun, sem er auðvitað alveg hárrétt því hátt bókaverð veldur því að ungjr og óþekktir höfundar og svo þeir höf- undar er ekki fara troðnar slóðir á ritvellinum og leita ekki eftir lýð- hylli eiga næsta litla von að komast á blað. En kveikjum á enn einu aðventu- kerti. Síðastliðinn föstudag voru: Unglingamir í frumskóginum á dag- skrá ríkissjónvarpsins. Umsjónar- maðurinn Ami Sigurðsson leitaði víða fanga í þættinum og kynnti fyrir alþjóð ungmenni sem fást við fallhlífastökk, golfs vaxtarrækt, tón- list og ritstörf. Áma fórst stjóm þáttarins vel úr hendi og fannst mér birta til í stofunni er ég horfði á þetta unga fólk gneistandi af lífsgleði og vakandi áhuga. Þá fannst mér leikmynd Bjöms Emilssonar snjöll, ekki síst hin hljóðræna leikmynd, fuglakvakið og ómur fnimskógarins. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / SJÓNVARP Rás 1: Orrustan við Lepantó ■■■■ í kvöld verður QQ20 endurtekið leik- — ritið Orrustan við Lepantó eftir Howard Barker í þýðingu Sverris Hólmarssonar, en leikstjóri er Jón Viðar Jónsson. Það var áður flutt sl. fimmtu- dag. Leikritið gerist í Feneyj- um á 16. öld og fjallar um málarann Galactíu, sem fær það verkefni hjá ríkinu að mála geypistórt málverk af orrustunni við Lepantó. Hún var háð árið 1571 við Grikklandsstrendur og báru Feneyingar og banda- menn þeirra sigurorð af Tyrkjum, sem um langt skeið höfðu ógnað feneysk- um viðskiptahagsmunum við austanvert Miðjarðar- haf. Til þess er ætlast að Galactía lofsyngi orrustuna og sigursæld Feneyjalýð- veldisins, en það reynist henni ofviða. I hennar aug- um eru styijaldir einungis viðbjóðsleg slátrun og mál- verkið verður því ekki annað en afhjúpun á villi- mennskuy styijalda. Galactía fylgir sannfær- ingu sinni eftir af slíku hugrekki og festu að vald- höfunum er nóg boðið og ógnarstjómin sýnir að lok- um sitt rétta andlit. Howard Barker er fædd- ur árið 1946 og er í hópi fremstu leikskálda Breta af yngri kynslóð. Orrustan við Lepantó var frumflutt í BBC fyrir tveimur ámm og hlaut í fyrra hin eftir- sóttu verðlaun Prix Italia. í helstu hlutverkum em: Margrét Ákadóttir, Erling- ur Gíslason, Sigurður Skúlason, Hanna María Karlsdóttir, Ámi Tryggva- son, Róbert Arnfinnson, Amór Benónýson, Rósa G. Þórsdóttir og Gísli Alfreðs- son. Árni Tryggvason, Hanna María Karlsdóttir, Sigurður Skúlason, Margrét Akadótt- ir, Erlingur Gíslason og Jón Viðar Jónsson Leikstjóri. Stöð tvö: Venjulegt fólk ■■■■ Á dagskrá QOIO Stöðvai tvö í kvöld er endur- sýnd myndin Ordinary People, eða Venjulegt fólk eins og hún nefnist í íslenskri þýðingu. Með helstu hlutverk fara Mary Tylor Moore, Donald Suth- erland og Timothy Hutton, en leikstjóri er Robert Red- ford og var þetta fyrsta kvikmyndin, sem hann leikstýrði. Myndin fjallar um hvemig venjulegt fólk bregst við áfalli og nýjum kringumstæðum þegar fjölskyldumeðlimur fellur frá. Myndin fékk Óskars- verðlaunin árið 1980 sem besta mynd þess árs og þótti mönnum það harla gott hjá Redford, sem ekki hafði áður fengist við leik- stjóm, en mál manna var að það hefði einmitt -verið hún sem gerði gæfumun- Kvikmyndahandbók vor gefur myndinni fjóra og hálfa stjömu af fimm mögulegum. UTVARP ÞRIÐJUDAGUR 9. desember 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin. Páll Ben- ediktsson, Jón Baldvin Halldórsson og Guðmundur Benediktsson. Fréttir eru sagöar kl. 7.30 og 8.00 og veöurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. 7.20 Daglegtmál.Guðmund- ur Sæmundsson flytui þáttinn. 9.00 Fréttir. 9.03 Jólaalmanakið: „Brúðan hans Borgþórs", saga fyrir þörn á öllum aldri. Jónas Jónasson les sögu sína (7). Jólastúlkan, sem flettir al- manakinu, er Sigurlaug M. Jónasdóttir. 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. 9.35 Lesiðúrforustugreinum dagblaðanna. 9.45 Þingfréttir 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir 10.30 Ég man þá tíð. Her- mann Ragnar Stefánsson- kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir 11.03 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn — Hvað segir læknirinn? Umsjón: Lilja Guðmundsdóttir. 14.00 Miödegissagan: „Glópagull", ævisöguþættir eftir Þóru Einarsdóttur. Hólmfríður Gunnarsdóttir bjó til flutnings og les (6). 14.30 Tónlistarmaður vikunn- ar. Eric Clapton. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. Frá Suðurlandi. Umsjón: Hilmar Þór Hafsteinsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá 16.16 Veðurfregnir 16.20 Barnaútvarpið. Stjórn- andi: Vernharður Linnet. 17.00 Fréttir 17.03 Síðdegistónleikar. a. „Vilhjálmur Tell", forleikur eftir Gioacchino Rossini. Fíladelfiuhljómsveitin leikur; Eugene Ormandi stjórnar. b. „Fransiska frá Rimini" eftir Pjotr Tsjaíkovskí. Cleve- land-hljómsveitin leikur; Riccardo Chailly stjórnar. 17.40 Torgiö — Samfélags- mál. Umsjón: Bjarni Sig- tryggsson. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guömundur Sæmundsson flytur. 19.35 Lestur úr nýjum barna- og unglingabókum. Um- sjón: Gunnvör Braga. Kynnir: Ágústa Ólafsdóttir. 20.00 Lúðraþytur. Umsjón: Skarphéöinn H. Einarsson. SJÓNVARP jOt ÞRIÐJUDAGUR 9. desember 18.00 Dagfinnur dýralæknir (Dr. Dolittle). Áttundi þáttur. Teiknimyndaflokkur gerður eftir vinsælum þarnabókum eftir Hugh Lofting. Þýðandi Rannveig Tryggvadóttir. 18.20 Fjölskyldan á Fiðrildaey (Butterfly Island). Annar þáttur. Ástralskur myndaflokkur i átta þáttum fyrir börn og unglinga um ævintýri á Suð- urhafseyju. Þýðandi Gunnar Þorsteinsson. 18.45 Skjáauglýsingarog dag- skrá 18.60 íslenskt mál Sjöundi þáttur. Fræðsluþættir um mynd- hverf orðtök. Umsjónarmað- ur Helgi J. Halldórsson. 18.55 Poppkorn Tónlistarþáttur fyrir táninga á öllum aldri. Þorsteinn Bachmann kynnir músik- myndbönd. Samsetning: Jón Egill Bergþórsson. 19.26 Fréttaágrip á táknmáli 19.30 Sómafólk (George and MikJred). 5. George eignast hjólhýsi. Breskur myndaflokkur. Þýð- andi Ólöf Pétursdóttir. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar 20.40 í örlagastraumi Lokaþáttur. Upp úr hyldýp- inu. Breskur framhaldsmynda- flokkur. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. 21.40 „Til sjóndeildar tíbráin kvikar" Þáttur úr ferð sjónvarps- manna til Súdans fyrir skömmu, en þar var litast um i búðum flóttafólks frá Eþiópíu. (Erítreu og Tigray). Mynd: Páll Reynisson. Hljóð: Halldór Bragason. Umsjón Margrét Heinreks- dóttir. 22.30 Heimurinn fyrir hálfri öld 4. Harmleikur í Austurlönd- um. (Die Welt der 30er Jahre). Þýskur heimildamynda- flokkur í sex þáttum um það sem helst bar til tíöinda á árunum 1929 til 1940 í ýmsum löndum. I fjórða þætti segir frá vaxandi iðn- aði og hernaðarmætti Japana og ófriði i Kina. Þýð- andi Veturliöi Guðnason. 23.20 Fréttir í dagskrárlok. STOD TVO ÞRIÐJUDAGUR 9. desemhftr 17.00 Myndrokk. Nýbylgjutón- list, stjórnandi Timmy. 18.00 Teiknimynd. Gúmmi- birnirnir (Gummi Bears). 18.30 Morðgáta (Murder She Wrote). Bandariskur saka- málaþáttur. 19.30 Fréttir. 19.55 í návígi. Fréttaskýringa- þáttur í umsjón Páls Magnússonar. 20.40 Þrumufuglinn (Airwolf). Bandariskur framhaldsþátt- ur með Jan Michael Vinc- ent, Ernest Borgnine og Alex Cord i aðalhlutverkum. 21.30 Skyndiárás Ulzans (Ulz- an's Raid). Bandarísk kvikmynd frá árinu 1972 með Burt Lancaster, Bruce Davison, Jorge Luke, Rich- ard Jaeckel og Lloyd Bochner í aðalhlutverkum. Gamall indiáni og óharnað- ur liösforingi stýra herdeild sem send er gegn árás Apache-indíána. 23.10 Venjulegt fólk (Ordinary People). Bandarísk fjöl- skyldumynd með Donald Sutherland og Mary Tyler Moore í aöalhlutverkum. Mynd þessi fjallar um þá röskun er verður innan fjöl- skyldunnar þegar einn meðlimur hennar fellur frá. Timothy Huttón leikur hinn tilfinninganæma unga mann sem verður fyrir áfalli við frá- fall bróður síns. Endursýn- ing. 1.10 Dagskrárlok. 20.40 Iþróttaþáttur. Umsjón: Ingólfur Hannesson og Samúel Örn Erlingsson. 21.00 Perlur. Peggy Lee og Elvis Presley. 21.30 Útvarpssagan: „Jólafrí í New York" eftir Stefán Júli- usson. Höfundur les (7). 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Leikrit: „Orrustan við Lepanto" eftir Howard Bar- ker. Þýöandi: Sverrir Hólmarsson. Leikstjóri: Jón Viðar Jónsson. Leikendur: Margrét Akadóttir, Sigurður Skúlason, Erlingur Gísla- son, Arnór Benónýsson, Rósa G. Þórsdóttir, Ása Svavarsdóttir, Róbert Arn- finnsson, Hanna María Karlsdóttir, Gisli Alfreðsson, Valdemar Helgason, Rand- ver Þorláksson, Árni Tryggvason, Sigurður Karls- son, Örn Árnason, Jóhann Sigurðarson, Harald G. Har- alds, Sverrir Hólmarsson og Aöalsteinn Bergdal. (Endur- tekið frá fimmtudagskvöldi). 00.30 Fréttir. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 9. desember 9.00 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Sigurðar Þórs Salvarssonar. Meðal efnis: Barnadagbók í umsjá Guðríðar Haralds- dóttur að loknum fréttum kl. 10, Matarhorniö og get- raun. 12.00 Hádegisútvarp meö fréttum og léttri tónlist í umsjá Margrétar Blöndal. 13.00 Skammtað úr hnefa. Stjórnandi: Jónatan Garð- arsson. 15.00 í gegnum tíðina. Þáttur um íslensk dægurlög i um- sjá Vignis Sveinssonar. 16.00 Vitt og breitt. Bertram Möller og Guðmundur Ingi Kristjánsson kynna gömul og ný dægurlög. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagöar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. 989 BYLGJAN ÞRIÐJUDAGUR 9. desember 07.00—09.00 Á fætur með Sigurði G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður litur yfir blööin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Palli leikur uppáhaldslögin ykkar. Afmæliskveðjur, matarupp- skriftir og spjall til hádegis. Síminn er 611111. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aði með Jóhönnu Harðar- dóttur.Fréttapakkinn, Jóhanna og fréttamenn Bylgjunnar fylgjast með þvi sem helst er í fréttum, spjalla við fólk og segja frá. Flóamarkaðurinn er á dág- skrá eftir kl. 13.00. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Pétur spil- ar siðdegispoppiö og spjall- ar við hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00—19.00 Hallgrimur Thorsteinsson i Reykjavik síðdpgis. Hallgrímur leikur tónlist, litur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00—20.00 Tónlist með léttum takti. 20.00—21.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. Þorsteinn J. Vil hjálmsson kynnir 10 vinsæl- ustu lög vikunnar. 21.00—23.00 Vilborg Hall- dórsdóttir. Vilborg sníður dagskrána við hæfi ungl- inga á öllum aldri. Tónlist og gestir í góðu lagi. 23.00—24.00 Vökulok. Þægi- leg tónlist og fréttatengt efni i umsjá fréttamanna Bylgj- unnar. 24.00—07.00 Naeturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist og upp lýsingar um veður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.