Morgunblaðið - 09.12.1986, Page 17

Morgunblaðið - 09.12.1986, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986 17 þetta væri „metnaðarfull tillaga þar sem margt væri mjög vel leyst". Teiknivinnuna taldi hún vera góða en sjálfur skipulagsþátturinn væri ekki nógu vel undirbyggður. Hún sagðist vonast til að orðið yrði við þeirri frestun sem Alþýðubandalag, Kvennalisti og Alþýðuflokkur færi fram á „og að við látum þetta geij- ast í svartasta skammdeginu og ijöllum síðan um það með hækk- andi sól“. Guðrún Ágústsdóttir (Abl) sagði andstöðu Alþýðubandalagsins aðallega vera tvíþætta. Þau væru andvíg „því mikla niðurrifí gamalla húsa sem gert er ráð fyrir" og hins- vegar hvemig umferðarmálin væru skipulögð. Hvað varðar gömlu húsin sagði Guðrún að Aðalstræti 16 skæri sig þar algjörlega úr „ef rétt væri að það væri elsta hús í Reykjavík". Þau teldu að best hefði verið að skipuleggja nýbyggingar við hlið gömlu húsanna og þau færð sem mest í upprunalegt horf að utan. „Hugmyndir um niðurrif og §ar- lægingu fjölmargra sögufrægra húsa úr elsta hluta borgarinnar eru sorglegar og spuming hvort við sem nú ráðum ferð höfum leyfí til að taka svo afdrifaríka afstöðu gagn- vart komandi kynslóðum", sagði Guðrún. Varðandi umferðarmálin sagði hún m.a.að Alþýðubandalagsmenn hefðu talið eðlilegra að beina einka- bflaumferð sem mest frá miðborg- inni en bæta almenningsvagnasam- göngur við miðbæinn. Ef þessi leið hefði verið farin taldi Guðrún að það hefði getað komið í veg fyrir „gífurlegan kostnað" við umferðar- mannvirki. Bjami P. Magnússon (A) sagði tillöguna um margt með ágætum þó ekki væri hann sammáia henni í öllu. Hánn spurði m.a. hvort að full- trúar Sjálfstæðisflokksins og Pramsóknarflokksins legðu sama skilning í orðin „að efla og end- umýja“ og fulltrúar minnihlutans. Bjami vísaði því á bug að minnihlut- inn væri að mótmæla deiliskipulag- inu til þess eins að vera á móti. „Fólk vill umgangast gömlu húsin með virðingu", sagði Bjami. Alfreð Þorsteinsson (F) sagði að Kvosin myndi drattast niður ef ekki yrði gert eitthvað í skipulags- málum hennar. Hann sagðist heyra á ýmsum að „gera þyrfti átak en ekki mætti gera átak“. Ekki mætti rífa skúra eða byggja í skörð „þótt þau hrópi á vegfarendur vegna ljót- leika og ósamræmis". Sagði hann að minna væri talað um af þessum sömu aðilum að „mörg gömul hús standa enn í tillögunum og þá helst þau sem hafa menningarsögulegt gildi". Alfreð sagði að í tillögunni væri tekið tillit til ólíkra sjónarmiða og reynt að samræma gamalt og nýtt. Einnig væri það jákvætt að hans mati að íbúðum í Kvosinni væri fjölgað. „Ef við viljum lífga Kvosina við þarf að auðvelda aðgang að henni". Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði fáar tillögur hafa fengið betri umflöllun og verið kynntar borg- arbúum jafn vel. Þær hefðu legið fyrir vel fyrir síðustu kosningar og ekki verið faldar heldur efnt til sýn- ingar á þeim. Minnihlutann sagði hann sleppa helstu þáttum skipulagsins en „ein- blína á örfá hús og tala um tillöguna sem ákvörðun um niðurrif þessara húsa“. Davíð sagði tillöguna ekki vera ákvörðun um slflrt niðurrif. Slík ákvörðun væri tekin sérstak- lega og af réttum aðilum. Sagði hann Guðrúnu Ágústsdóttir vera að tala gegn betri vitund þegar hún héldi öðru fram. Ákvörðun vinstri meirihlutans 1981 hefði þá einnig falið í sér niðurrif þessara húsa. Þetta væri skipulagstillaga en ekki niðurrifstillaga. Davíð sagði að endumýjuð hús gætu vel fallið að skipulagstillögun- um og hús eins og Aðalstræti 16 væri hægt að skoða sérstaklega þegar að þvi kæmi. Ekki væri verið að samþykkja eitthvað „heilagt plagg sem ekki má frá víkja heldur meginstefnu". Tillagan væri líka það varfæmisleg að í henni fælist lítill hvati til niðurrifs. Davíð sagði Ingibjörgu Sólrúnu ekki vilja byggja upp miðbæinn heldur hafa hann eins og „dúkku- hús“ áfram. Hún „hamaðist" gegn því að fólk fengi möguleika til að flytja þangað. Davíð sagði það vera mikilvægt að fólk fengi greiðan aðgang að þessum borgarhluta ef hann „ætti ekki að deyja". Varð- andi umferðarmálin sagði hann það vera staðreynd að menn kysu að koma í einkabflum. Því þyrfti að byggja bflastæðahús í göngufæri frá Kvosinni, þannig yrði henni bjargað. Kristín Ólafsdóttir (Abl) sagð- ist nýlega hafa setið ráðstefnu um miðborgina og mannlíf þar. Á ráð- stefnunni hefði fjöldi Reykvíkinga núna fyrst verið famir að velta skipulaginu fyrir sér. Hún taldi því að borgaryfírvöld ættu að gefa sér meiri tíma til að athuga gagnrýni, taka tillit til hennar og jafnvel út- búa nýjan valkost í ljósi þess að Reykvíkingar „væm nú fyrst að taka við sér“. Hún sagði fólk hafa verið á því að þama væri „framsýni á blaði en vantaði framkvæmdaáætiun til að koma henni í framkvæmd". Margir hefðu þó dáðst af viðleitni til að skapa hlýtt og mannlegt umhverfí. Árni Sigfússon (S) sagði að þetta væri viðkvæmur staður og að tekið hefði verið tillit til ýmissa gagnrýnisatriða, m.a. ákveðið að halda nýtingarhlutfalli í lágmarki. Þetta væri ákjósanleg tillaga sem nú lægi fyrir. Aðalatriðið væri að með þessari tillögu væri bæði verið að varðveita sögu og menningu bæjarins og forða miðbænum frá „kaldauða“. Verið væri að stuðla að því að byggja upp sérstöðu miðbæjarins. „Við emm að byggja upp heildar- mynd sem borgarbúar em sáttir við og leyfír miðbænum að byggja á eigin forsendum". Frá fundi borgarstjórnar á fimmtudag STJORNUNARNAM ERLEND NÁMSKEIÐ UTFL UTNINGS- OG MARKAÐSSKÓLI ISLANDS TÖL V USKOLI/ TÖL VUFRÆÐSLA MIMIR NAMSKEIÐ SFÍ Ritvinnsla er nú fastur liöur I störfum á flestum skrifstofum. Ritvinnslukerfið WORD er eitt öflugasta og mest notaóa ritvinnslukerfió hérlendis. Auk hefðbundinna ritvinnsluaógerða býöur Word m. a. upp á samruna skjala „merging", stafsetningarleiðréttingar og fjölbreyttar útlitsgerðir sama skjals, „style sheet“. Tilgangur þessa námskeiðs er tvlþættur. Annars vegar að þjálfa þátttakendur I notkun ritvinnslukerfisins WORD en einnig aó kenna uppsetningu skjala og bréfa, með sérstöku tilliti til þeirra möguleika sem Word þýður uppá. L Efni: — Helstu skipanir kerfisins. — íslenskir staölar. — Æfingar. — Helstu skipanir stýrikerfis. Námskeiðið er ætlað öllum notendum IBM einkatölva eóa samhæfðra véla. Leiðbeinandi er Ragna Siguröardóttir Guðjohnsen, ritvinnslukennari. Auk þess að hafa kennt notkun fjölda ritvinnslukerfa hefur Ragna mikla reynslu sem ritari. Timi: 15,—18. desember, kl. 13.30—17.30. VIÐ VILJ Ui Sölutækni 115.- kl. 9.00—17.00 16. janúar 1987, Skipulag starfsmannafræðslu 12.—13. janúar, kl. 13.30—17.30 Tollskjöl og verðútreikningur 12.—14. janúar, kl. 9.00—13.00 / A slöustu arum hefur verðbrefamarkaóurinn a Islandi / vaxið hratt en um leið hefur skort töluvert á þekk- I ingu á eðli þessa markaðar. Á þessu námskeiði um verðbréfamarkaðinn verður fjallað um fjármögnun I rekstri fyrirtækja meö útgáfu og sölu verðbréfa og fjárfestingar einstaklinga og fyrirtækja I verðbréfum, i markaðssetningu veróbréfa og gerður samanburður | við aðrar sparnaðarleiðir. m □ Etni: — Stefnumótun I fjármagnsupp- byggingu. — Mat á fjármagnsþörf. — Æskileg fjármagnsúppbygging, meginsjónarmiö. — Helstu tegundir veröbréfa á inn- lendum markaöi og helstu form þeirra erlendis. — Þáttur veröbréfa (hlutabréfa og skuldabréfa) I fjárhagslegri upp- byggingu fyrirtækja, rekstri og fjárfestingu. — Tæknilega hlióin: útreikningur gengis.affalla, ávöxtunar og annars kostnaöar. — Tlmaáætlanir viö útgátu og sölu veróbréfa. — Skattalegar ivilnanir viö verðbréfakaup. - Breytingar á sparifjármarkaóinum og samanburöur viö ávöxtun sparnaðar I viðskiptalöndum. — Samanburóur á núverandi sparnaðar- formum. — Starfsemi veröbréfasjóóa. — Helstu sjónarmiö vió ákvarðanatöku I verðbréfaviöskiptum: Einstaklingar — fyrirtæki — stofnanir. — Kröfur Verðbréfaþings islands — tengsl við veröbréfasala — tengsl viö fjölmiðla. — Avöxtun innlends sparifjár I erlendum veröbrétum og/eóa erlendum gjaldeyri. — Markaóssetning veröbréfa. Þátttakendur: Námskeiðiö er ætlað starfsfólki I fjármáladeildum fyrirtækja, fjármálafyrirtækja, opinberra sjóða og llfeyrissjóða og öllum þeim sem hafa áhuga á verðbréfa viðskiptum. Leiðbeinendur verða frá Fjárfestingarfélaginu, Kaupþingi hf. og Veröbréfamarkaði Iðnaðarbanka undir forystu Gunnars H. Hálfdánarsonar, Gunnars Óskarssonar, Sigurðar B. Stefánssonar, Péturs H. Blöndal og Davlðs Björnssonar. Timi og staður: 15.—16. desember 1986 kl. 13.15 til 18.00 á Hótel Sögu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.