Morgunblaðið - 09.12.1986, Side 20

Morgunblaðið - 09.12.1986, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986 Skrifstofutækninám Eitthvað fyrir þig? Tölvufræðslan hefur ákveðió að fara af stað með nýja námshópa í skrifstofutækni í janúar 1987. Um er að ræða þriggja mánaða nám í vinnuað- ferðum á skrifstofu með sérstakri áherslu á notkun tölva, sem nú eru orðnar algengar í allri skrifstofu- vinnu. í náminu eru kenndar m.a. eftirfarandi greinar: Almenn tölvufræði, stýrikerfi, tölvusamskipti, rit- vinnsla, gagnagrunnur, töflureiknar og áætlanagerð, tölvubókhald, toll- og verðútreikningar, almenn skrifstofutækni, grunnatriði við stjórnun, uppsetning skjala, útfylling eyðublaða, verslunarreikningur, víxlar og verðbréf, íslenska og viðskiptaenska. Nemendur útskrifast sem skrifstofutæknar og geta að námi loknu tekið að sér rekstur tölva við minni fyrirtæki. Námið hentar þeim, sem lokið hafa stúd- entsprófi eða góðu grunnskólaprófí. Námskeiðið hefst 15. janúar 1987 Innritunarfrestur er til 20. desember. Fjárfestið í hagnýtri þekkingu, það borgar sig. Nánari upplýsingar eru veittar í símum 687590 og 686790. TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28. „Tímalaus lönd“ Békmenntir Vigdís Grímsdóttir Dragsúgur Bragi Olafsson Útgefandi: Smekkleysa s.m. Enginn veit hvað á milli fer. Blóðstokkin augu í brú undir nafnlausum stjömum nálgast og ^arlægjast tímalaus lönd, opin fiskum og hljóðum skipum. Skyggn er Bragi Ólafsson í sinni fyrstu bók. Þvælist um á mörgum stöðum í einu. Dagar uppi í horf- inni tíð. Þýtur til framtíðar og staldrar við í nútímanum í leiðinni eins og ekkert sé auðveldara. Það gustar af þessum höfundi og bók hans Dragsúgur ber nafn með rentu. Bókinni skiptir Bragi í §óra hluta og í hverjum þeirra slær hann á ólíka strengi hugans. Hann slær eins og nafni hans til foma af kunn- áttu og oft af kynngi. Aldrei varð ég vör við nokkurt hik eða fum. Ég legg ekki til við þá þraut að segja frá öllum þeim kenndum sem þessi bók kveikti í mér við náinn lestur, legg heldur ekki til við þá raun að flækja ljóðin í eitthvert ismanetið enda bókin of víðfeðm til að eitt þeirra dug nema skammt. Ljóð Braga smjúga nefnilega gegn- um möskva ismanna og synda með sporðaköstum sína eigin leið þótt rákir kunni að hafa myndast á leið- inni. Bragi Ólafsson yrkir hvorki um ástir né vín, ekki heldur um kúgun og valdbeitingu eða misrétti og bræðralag. Ljóð hans eru ekki von- arljóð og heldur ekki hvatningar .. . nema . . . allt þetta séu þau. Allt þetta segi ég af því að í ljóðun- um skiptir tíminn miklu máli. Tíminn rúmar allt en er um leið þversagnakennt kvikindi og þeir sem um hann hugsa, hljóta að minnsta kosti að efast um eigin vitund og viðtekin gildi. Þessa skynjun kunngera mörg þau skáld sem lúta ekki viðurkenndum hug- myndum skáldskaparins og lífsins sjálfs. Þau láta sig allt varða, svífast einskis í tilraunum með efni og form. Stöðluðum hugmyndum um ljóðræna fegurð er t.d. gefið langt nef af því að fegurðin er óskilgrein- anleg og má líka felast í hinu ljóta og ilia og gerir það ef vel er að gáð. Bakportið (V) Illa líður mér úr minni blóðslettan á enni þinu, og bílförin sem um hana Iiggja eru síður en svo hagkvæmasta leiðin fyrir mig. En settu mig ekki út af, ég kann ekki að lesa á skiltin. Leyfðu mér heldur að nudda kalda hnakkann þinn og sofha síðan smástund við hlið þér. María, hafðu miskunn með dauðlegum. í Dragsúgi er auðvelt að koma auga á marga torræðar og oft dul- arfullar myndir sem oftar en ekki veiq'a þann grun að skáldinu fínnist eitthvað annað og meira leynast í ljóðheiminum en það sem venjulega sést í heimi hversdagsins. Máttur allrar listar er líka ekki síst fólginn í því að vekja nýstárlega hugsun og sýna að hið ómögulega er líka mögulegt. Þegar ljóð Braga eru dularfull eru þau það ekki af því að í þeim blundi einhver spíritistahugs- un eða astralsplanshugmyndir, því síður að hinn víði himinn sé vett- vangur þeirra eða hvelvítið gamla sem menn hræddust hér í eina tíð. Dulrænan á sér einkennilegan stað í þessari bók, einhverja aðra vídd, ókunnan heim sem kannski er hægt að segja að mari milli hins þekkjan- lega og óþeklq'anlega, draumsins og vökunnar. Mörg ljóðanna eiga sér kannski stað „Þar sem rökkrið mætir framljósunum". Og í ljóðun- um gerist ýmislegt sem gerist hreint ekki af því að fyrir því eru engar forsendur. Dagsetning Konan mín—ef ég ætti konu—lagði hvítan dúk á borð. A dúkinn setti hún tvo kertastjaka og logamir frá kertunum voru á endalausu flökti allt kvöldið einsog tvö svefnlaus augu, þvi stofuglugginn var opinn til að fótatök mín heyrðust úti á stéttinni. Vindinn þetta kvöld lægði ekki — Og eins og áður segir sér Bragi óhugnaðinn og yrkir um hann. Þetta kemur vel fram í bálknum Blóðkráin sem er magnaður og ljóðið margrætt. í sumum ljóðunum er líka einhver hlakkandi óhugnan- legur tónn sem svo sannarlega vekur hughrif, rétt eins og mæl- andinn standi að baki lesanda og ýti við honum. Víst er að mörg þessara ljóða smjúga beint í æð og það eitt og sér er glæsilegt hvort sem lesandanum líkar að vera minntur á að í blessaðri veröldinni er margt annað en það sem honum er þóknanlegt. A síðsumarsdögum Fýrst læt ég vera að slá grasið. Dreifí síðan glerbrotum yfir túnflötinn, til að finna þau aftur í iljum krakkanna, sem skilja skóna sína eftir á gangstéttinni hinum megin við grind- verkið. Bömum þykir gaman að leika sér í háu grasi. Ég hef gaman af bömum. Og ljóð Braga verða aldrei hvers- dagslýsingar og myndir þeirra hversdagslega beinar heldur þjóna mystík ljóðanna í ljóðheimi þar sem allt getur gerst. Suðurglugginn (II) Suðuigiugginn minn rúmar aðeins eitt höfuð og leiðin liggur alltaf í gegnum þetta sama höfúð. Þar fara um dagur og nótt og mæta hvoit öðra á óffldegustu timum. Eghlýtað lenda i því tima- freka puði að vera milligöngumaður þessara árekstra, auk þess sem hijáir mig svefnleysi sem ég tileinka nóttinni í þakklætisskyni. Með slíkri samvinnu efnis og myndmáls nær Bragi oft ótrúlega sterkum myndum sem kveikja af sér aðrar myndir í huga lesandans, virkja hann ef hann er ljóðinu trúr og gengur á vald þess. í raun eru öll ljóðin í bókinni dæmi um ofan- greint. Og um ljóð Braga fínnst mér gilda orð hans um fjallasýnina „Fjallasýnin er óhjákvæmileg og hún tvöfaldast í sléttu vatni". Ég þakka fyrir þessa fj'allasýn. Öldin okkar 1976-1980 IÐUNN hefur sent frá sér nýja bók í bókaflokknum um Aldirn- ar, Oldin okkar, minnisverð tíðindi 1976—1980 sem Gils Guð- mundsson hefur tekið saman. Þetta er sjötta bókin um öldina, sem nú er að líða, en jafnframt þrettánda bindi bókaflokksins sem ber heitið Aldirnar. í kynningu forlagsins segir: „Aldirnar eru lifandi saga liðinna atburða í máli og myndum, ritverk sem aldrei tapar gildi sínu. Þær hafa notið ótrúlegra vinsælda fólks á öllum aldri jafnt til skemmtunar, fróðleiks og sem uppsláttarrit. Öldin okkar 1976—1980 rekur á sama hátt og fyrri bækur stórat- burði þessara ára, svo sem eftirfar- andi: Geirfínnsmálið, sigur í þorskastríðinu, íslendingar leita töfralækninga á Filippseyjum, 180 manns farast með Flugleiðaþotu, Gils Guðmundsson Alþjóðlegur glæpamaður handtek- inn í Reykjavík, Víetnamar setjast að á íslandi, Náttfari og margt fleira.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.