Morgunblaðið - 09.12.1986, Page 29

Morgunblaðið - 09.12.1986, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986 29 FORLAGIÐ FRAKKASHG 6A, F>ÓSTHÓLF 786 121 RBTKJAVIK.SÍMI: 91-25188 NAFNNÚMER 2367-2189 Ævi Þuríðar Pálsdóttur er ævintýri líkust. Hún er komin af einni merkustu tónlistarfjölskyldu á íslandi og hefur lagt meira af mörkum en flestir aðrir til eflingar tónlistarmenningu þjóðarinnar. Hún er einn af brautiyðjendum á íslensku óperusviði og hefur átt ómældan þátt í að frumflytja og kynna löndum sínum sönglist innlendra og erlendra meistara. Frásögn Þuríðar er fjörleg og hreinskilin. Minnisstæðar eru þær myndir sem hún dregur upp af foreldrum sínum, Kristínu Norðmann og Páli ísólfssyni, að ógleymdu öllu því litríka fólki sem hefur orðið henni samferða á lífsleiðinni. Saga Þuríðar er ekki aðeins tengd tónlist. Hún hefur um árabil starfað ötullega að félagsmálum. Hún er vinsæll fyrirlesari og hefur á síðustu árum orðið fyrst manna til að ræða hispurslaust og af þekkingu um breytingaskeið kvenna. Um það fjallar hún í sérstökum bókarauka. Forlagið gefur einnig út hljómplötu með söng Þuríðar Pálsdóttur Verð bókarinnar kr. 1.988.00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.