Morgunblaðið - 09.12.1986, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 09.12.1986, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986 Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur VSÍ: Yerðbólgan næst örugg- lega niður á næsta án Réttur hlutur þeirra sem setið hafa eftir, segir Björn Björnsson hagfræðingur ASÍ „HÖFUÐATRIÐI þessa samn- ings er að með honum er verið að rétta hlut þess fólks sem setið hefur eftir i launaþróuninni. í aðdragana þeirra samninga sem gerðir hafa verið á undanförnum árum hefur meira verið rætt um að laga þetta, en það hefur meira verið í orði en á borði,“ sagði Björn Bjömsson hagfræðingur Alþýðusambandsins í samtali, sem Morgunblaðið átti við hann og Vilhjálm Egilsson hagfræðing Vinnuveitendasambandsins, þeg- ar náðst hafði nýr kjarasamning- ur. Vilhjálmur sagði að þetta væri nýtt átak til að staðfesta þann árangur sem náðist í kjölfar febrúarsamninganna. Með þeim væri misræmi í launaþróun leið- rétt með hækkun lægstu launa og verðbólgan næðist ömgglega niður á næsta ári. Vilhjálmur lýsti samningnum sem krossferð, frekar en venjuleg- um launabreytingum, breytingin væri svo mikil. Hann sagði að þrjú skilyrði þyrftu að vera til staðar til að krossferðin tækist: Lítil verð- bólga þannig að fólk verði vart við launahækkanimar. Samningamir séu bundnir til einhvers tíma. Og að efnahagslegar forsendur í hag- kerfinu leiði ekki til launaskriðs og þennslu sem grefur undan samning- unum. Sagði hann góðar líkur á að þetta gengi eftir. „Ég efast um að nokkrir samningar hafí fært lægst launaða fólkinu jafn stórkostlegar kjarabætur. Jafnframt er það tryggt að þær haldist en hverfí ekki,“ sagði Vilhjálmur. Aðspurður um efnahagsleg áhrif samninganna sagði Bjöm: „Á næstu tveimur til þremur mánuðum em vemleg verðhækkanatilefni en það er einnig ljóst að með þeim takmörkunum sem sett em á opin- bera þjónustu mun hægja vemlega á verðbólgunni." Viðurkenndi hann að viss hætta væri á því að launa- skrið kæmi í kjölfar samninganna. Hann sagði þó að hagur launafólks hefði batnað nokkuð á árinu og drægi það úr spennunni og það væri líka eindreginn vilji allra aðila að þessi samningur yrði til að jafna hin raunvemlegu kjör í landinu. Það gerðist ekki öðm vísi en þeir lægst launuðu fengju meiri hækkanir en aðrir. Vilhjálmur sagði að hægt væri að koma í veg fyrir að launaskrið væri látið eyðileggja samningana og væri gert ráð fyrir slíkri stjóm peningamála við samningsgerðina, meðal annars með stöðvun erlendr- ar skuldasöfnunar. Svar ríkisstjómarinnar um stjóm efnahagsmála og skattamál afhent ái laugardag, f.v. Vilhjálmur Egils- son, Þórður Friðjónsson efnahagsráðunautur ríkisstjómarinnar og Víglundur Þorsteinsson. Björa Björasson og Þórarinn V. Þórarinsson fara yfir einhver at- riði kjarasamningsins skömmu fyrir undirritun hans á laugardag. Örn og Örlygur: Þingvallabókin, Reykjavíkur- bók og íslandsmyndir Mayers - meðal bóka sem koma út fyrir jól „Meðal merkustu bóka okkar að þessu sinni era Ensk-íslensk skólaorðabók, Plöntuhandbókin, Þingvallabókin, Reykjavíkurbók- in og bók um Islandsmyndir Mayers, svo einungis örfáar séu nefndar" sagði Örlygur Hálf- dánarson bókaútgefandi. Aðventuhá- tíð í Húsa- víkurkirkju Húsavík. AÐVENTUHÁTÍÐ var haldin í Húsavíkurkirkju sl. sunnudag. Kór bamskólans undir stjóm Hólmfríðar Benediktsdóttur söng og sömuleiðis Samkór Húsavíkur undir stjóm Úlriks Ólasonar, kirkju- organista. Nemendur tónlistarskól- ans léku á hljóðfæri. Hugvekju flutti Sigurður Hallmarsson skóla- stjóri og hátíðinni, sem var fjöl- menn, lauk með ávarpi hins nýja sóknarprests, séra Sighvatar Karls- sonar og almennum söng við- staddra. Fréttaritari í ensk-íslensku skólaorðabókinni em um 36.000 uppflettiorð og 50.000 orðskýringar, en bókin er samin fyrir grunn- og framhalds- skóla. Hörður Kristinsson prófessor er höfundur plöntuhandbókarinnar, en í henni er fjallað um alla íslensku flóruna, einkum þó um 365 aðalteg- undir. í Þingvallabókinni eftir Bjöm Þorsteinsson prófessor er flallað um sögu Þingvalla, náttúmfræði og staðfræði. Páll Líndal er höfundur texta í Reykjavíkurbókinni, en rit- stjóm annast Einar Amalds. Ámi Bjömsson þjóðháttafræðingur og Ásgeir S. Bjömsson em höfundar texta í bókinni „íslandsmyndir Mayers". „Goð og hetjur í heiðnum sið“ er alþýðlegt fræðirit um goð- sögur og hetjusögur. „Iceland Breakthrough" er samvinnuverk- efni The Oxford Illustrated Press og Amar og Örlygs. „Chantis Is- landais" -íslenskir söngvar, nefnist bók sem fylgir íslandsmyndum Mayers. Þá kemur út bókin „Nýtt líf - meðganga, fæðing og fyrsta árið.“ Ritstjóri bókarinnar er dr. David Harvey, en Guðmundur Karl Snæbjömsson þýddi. Bókin „Lönd og þjóðir" kemur út í bókaflokknum Heimur þekkingar. Höfundar em Arthur Butterfíeld o.fl., Gunnfríður Hermannsdóttir og Sigríður Stef- ánsdóttir þýddu. „Kreppuárin á íslandi" nefnist fyrsta bindið af þremur um tímabil- ið 1930—1940, höfundur er Kjartan Jónasson. „Þorrablót á Islandi" er heiti bókar eftir Áma Bjömsson þjóðháttafræðing, en þar fjallar hann um þorraveislur og þorrasiði. „Draumar og ráðning þeirra" nefn- ist bók sem kemur út eftir Geir Gunnarsson. Ólafur Halldórsson sendir frá sér bókina „Horfnir heim- ar“. „Neró" heitir bók eftir Michael Grant, sagnfræðing og prófessor í Edinborg. Þýðandi bókarinnar er Dagur Þorleifsson. Þá verður 111. Síðustu Háskóla- tónleikarnir ÁTTUNDU og síðustu Háskóla- tónleikarnir á þessu misseri verða í Norræna húsinu miðviku- daginn 10. desember. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari flytja On This Island eftir Benjamin Britten og W.H. Auden. Tónleikamir hefjast kl. 12.30 og standa í u.þ.b. hálfa klukkustund. bindið í bókaflokknum „Landið þitt ísland“ eftir Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal endurútgefið með lagfæring- um og leiðréttingum. „Bókin um létt vín“ eftir Pamelu Vandyke Price í þýðingu dr. Ama- rÓlafssonar er einnig á lista yfir þær bækur sem gefnar em út fyrir jólin, en bókin hefur að sögn útgef- enda verið 5 ár í undirbúningi. Þriðja og fjórða bindi í bókaflokkn- um „íslenskir sögustaðir" eftir P.E.K. Kálund í þýðingu dr. Harald- ar Matthíassonar íjalla um Norð- lendingafjórðung og Austfírðinga- fjórðung og auk þess em í lokabindinu skrár um menn, staði og efnisatriði í öllum bindunum fjór- um. Magnús olafsson borgarlög- maður hefur safnað efni í bókina „Alíslensk fyndni". „Matreiðslubók — 220 gómsætir ávaxta- og berja- réttir" nefnist bók Kristínar Gests- dóttur kennara. Ríkisstjóm íslands gefur út Ríkishandbók Island 1986, Sigrún Hjálmtýsdóttir. ritstjóri er Birgir Thorlacius fv. ráðuneytisstjóri. Öm og Örlygur sjá um dreifingu bókarinnar. „Við- skiptaenska" nefnist bók með málfræðiæfingum og svömm. Höf- undur er Terry G. Lacy. Þýðandi Kristín Guðmundsdóttir. „Brúin yfir Kwai“ er eftir Pierre Boulle, í þýð- ingu Sverris Haraldssonar. „Setið á svikráðum" nefnist bók Snjólaugar Bragadóttur. Ármann Halldórsson fræðimaður er höfundur bókarinnar „Hrafn á Hallormsstað og lífíð kringum hann“. „Frá Halamiðum á Hagatorg“ nefnist bók Þómnnar Valdimarsdóttur sagnfræðings. „Bilin á að brúa“ er síðara bindi ævisögu Haildórs E. Sigurðssonar fyrrum ráðherra. „Á misjöfnu þrífast bömin best“ nefnist ævisaga sr. Emils Bjöms- sonar I. bindi. Annað bindi ævisögu Huldu Á. Stefánsdóttur nefnist „Æska“ og Torfí Jónsson hefur safnað, þýtt og sett saman bókina „Spakmæli í gamni og alvöru". .# \ Anna Guðný Guðmundsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.