Morgunblaðið - 09.12.1986, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 198G
256 bönium haldið
í fangelsi í landinu
Jóhannesarborg, Reuter. ^
Jóhannesarborg,
LÖGREGLAN í Suður-Afríku til-
kynnti i gær að 256 börn á
aldrinum 11 til 15 ára sætu í
fangelsum í landinu. Börnunum
er haldið föngum í samræmi við
ákvæði neyðarlaga sem sett voru
í júnímánuði.
Samkvæmt neyðarlögunum geta
stjómvöld látið fangelsa menn án
þess að gefin sé út ákæra á hendur
þeim. Þetta er í fyrsta skipti sem
lögregluyfirvöld láta upplýsingar
um ijölda bama í suður-afrískum
fangelsum í té. Hafin er herferð í
landinu til að fá bömin leyst úr
haldi fyrir jól. Ýmsir hópar sem
beijast gegn kynþáttaaðskilnaðar-
stefnu stjómvalda í Suður-Afríku
hafa birt skýrslur þar sem fullyrt
er að 1500 til 4000 böm og ungling;-
ar séu í fangelsi þar í landi.
Talsmaður lögreglunnar lét ekkert
uppi um hversu margir unglingar á
aldrinum 16 til 19 ára væru í haldi.
hnuplara á þessu ári, og er það
100% aukning frá síðasta ári, að
sögn Poppletons. Ekki vissi hann,
hversu margir hinna kærðu væru
úr röðum starfsmanna.
Talsmaður M&S-fyrirtækisins,
sem hefur orð á sér fyrir að gera
vel við fólk í þjónustu sinni, sagði,
að tapið af völdum þjófnaðanna
kæmi m.a. niður á ágóðahlut starfs-
manna.
NATO:
„Þú skalt ekki stela“
- segir í starfsmannabréfi Marks og Spencer
London. AP.
BRESKA stórfyrirtækið Marks
og Spencer, sem tapar um einni
milljón punda (um 58 miilj. isl.
kr.) á viku vegna þjófnaða í versl-
unum fyrirtækisins, hefur varað
starfsfólk sitt, um 56.000 manns,
við að gerast fingralangt.
John Poppleton, upplýsingafull-
trúi M&S, sagði á sunnudag, að
fyrirtækið hefði sent út bækling
með heitinu í súginn, þar sem
starfsfólkinu væri gert ljóst, að tek-
ið yrði hart á þjófnuðum af þess
hálfu. í bæklingnum kæmi fram,
að það tæki verslanir fyrirtækisins,
269 að tölu, heilan mánuð á ári
hverju „að vinna upp í tjón af völd-
um þjófnaða".
Yfir 90% þjófnaðanna eru framd-
ir af viðskiptamönnum fyrirtækis-
ins, en ekki starfsfólki þess, en
Poppleton sagði, að forráðamönn-
um M&S þætti sem fyrri áskoranir
þeiira til starfsfólksins um að sýna
heiðarleika hefði ekki borið tilætlað-
an árangur.
„Því miður verðum við að auka
eftirlitið," sagði hann, „en það er
víst alls staðar sama sagan nú um
stundir."
M&S hafa kært 18.000 búðar-
Eldsvoði:
8 börn farast
Bamberg.Suður-Karólínu, Bandaríkjun-
um; AP.
DRENGUR bjargaði þremur börn-
um úr brennandi húsi, í Bamberg
í Suður-Karólínufylki, í Banda-
ríkjunum, aðfaranótt sl. sunnudags,
en brann síðan inni ásamt sjö öðrum
börnum, er hann var að reyna að
bjarga. Bömin sem björguðust voru
4, 5 og 7 ára gömul. Talið er að
eldurinn hafi kviknað er bömin fóru
óvarlega með bensín við opinn eld.
Þau höfðu verið skilin eftir ein í
húsinu yfír nótt og hafa þrír full-
orðnir, sem taldir em aðstandendur
bamanna, verið handtekin sökuð
um vanrækslu.
Samtök til stuðnings foreidmm
þeirra bama sem hafa verið fangel-
suð gagnrýndu stjómvöld harðlega
í gær og sögðu tölumar sem birtar
vom hreinar blekkingar þar eð fjöldi
fanga yfir 16 ára aldri væri mun
meiri.
Adriaan Vlok, dómsmálaráð-
herra Suður-Afríku, sagði í gær að
bömunum yrði ekki haldið föngum
lengur en nauðsyn krefði. Hins veg-
ar sagði hann löghlýðna borgara
eiga rétt á því að njóta vemdar
fyrir þeim sem brytu gildandi lög
og skipti þá engu á hvaða aldri
afbrotamennimir væm. Kvað hann
það sorglega staðreynd að hinir
ýmsu hópar öfgamanna hikuðu ekki
við að etja bömum upp á móti
stjómvöldum.
í gær bámst fréttir um að stjóm-
völd hygðust láta til skarar skríða
gegn stjómarandstæðingum og á-
kváðu ijölmargir þeirra að fara
huldu höfði. í gær var tilkynnt að
öryggisvörður hefði skotið mann til
bana og sært konu nærri Höfða-
borg.
AP/Símamynd
Nóbelsverðlaunahafar
íStokkhólmi
ELLEFU nóbelsverðlaunahafar á sviði efnafræði, eðlisfræði,
læknisfræði, bókmennta og hagfræði komu til Stokkhólms um
helgina og hófu í gær að flytja fyrirlestra og halda fundi. Nóbels-
verðlaunin verða veitt í Osló og Stokkhólmi á morgun. Rithöfund-
urinn Wole Soyinka hélt sérstakan blaðamannafund er hann kom
til Stokkhólms og sést hann hér ræða við fréttamenn.
Elie Wiesel, sem hlaut friðarverðlaunin, kemur til Osló í dag.
Aðrir nóbelsverðlaunahafar héldu í gær fyrrlestra fyrir fullu húsi
sænsku vísindaakademíunnar. Hún úthlutar verðlaununum.
Athyglin beindist þó fyrst og fremst að Nígeríumanninum Wole
Soyinka, sem fyrstur Afríkumanna hefur hlotið bókmenntaverðlaunin.
Soyinka sagði blaðamönnum við komuna til Stokkhólms að hluti verð-
launaflárins, sem hann fengi í hendur, myndi renna til bókmenntaverð-
launa í Nígeríu.
Reagan vill nýjan yfírmann
Evrópuherstjórnariniiar
DEILUR eru milli Ronalds Reag-
an, Bandaríkjaforseta, og
Bemards Rogers, yfirmanns
Evrópuhersljómar NATO, um
hver eigi að taka við embætti
Rogers 1. júlí á næsta ári. Segir
breska vikuritið Jane’s Defence
Weekly, að ráðamenn í öðmm
NATO-ríkjum undrist þessar
deilur og sumir þeirra velti því
fyrir sér, hver hafi síðasta orðið
innan bandalagsins um mál af
þessu tagi.
Rogers, hershöfðingi, skipar
æðsta embætti einnar af þremur
yfirherstjómum NATO. Þær eru:
Evrópuherstjómin, Atlantshafs-
herstjómin og Ermasundsherstjóm-
in. Yfirmaður Evrópuherstjómar-
innar er jafnan kallaður SACEUR
en Atlantshafsherstjómarinnar
SACLANT. Rogers hefur sagt, að
hann vilji halda áfram að starfa sem
SACEUR eftir 1. júlí. Frá Was-
hington hafa hins vegar borist þær
fréttir, að Reagan hafí hug á að
skipa John Galvin, hershöfðingja.
Segir Geoffrey Manners, blaða-
Bernard Rogers
maður Janeá Defence Weekly, að
fulltrúar Bandaríkjastjómar hafí
óformlega snúið sér til ráðamanna
í höfuðstöðvum NATO í Briissel og
kannað viðhorf þeirra til Galvins.
Formlega kemur það í hlut fasta-
ráðs NATO að staðfesta skipun
hans eða Rogers. Talsmenn NATO
vilja ekki Iáta hafa annað eftir sér
en það, að ekki hafí enn verið tekin
formleg afstaða til þess, hvort Ro-
gers sitji áfram sem SACEUR eða
ekki.
Sambandið milli Rogers og
stjómvalda í Washington hefur
verið slæmt um nokkurt árabil.
Hershöfðinginn er ómyrkur í máli.
Talið er, að soðið hafí upp úr í
Washington eftir leiðtogafundinn í
Reykjavík. Þá kvartaði SACEUR
undan því, að hann hefði ekki feng-
ið að fylgjast með viðræðunum í
Höfða. Eftir það bámst þau boð frá
Washington, að áhugi væri á, að
Galvin, sem nú er yfirmaður her-
stjómar Bandaríkjamanna í
Panama, tæki við af Rogers.
Bemard Rogers hefur verið
SACEUR síðan 1979. Nú hefur
hann sett andstæðingum sínum í
Washington stólinn fyrir dymar
með því að segja, að hann hafí sótt
um að komast á eftirlaun: „Ég hef
verið beðinn af NATO að halda
áfram, svo framarlega sem forset-
inn endurskipi mig og NATO-ríkin
vilji hafa mig áfram," segir Rogers.
Embættismenn bandalagsins í
Brússel hafa ekki getað skýrt, hvað
í þessari tvíræðu yfírlýsingu felst.
SACEUR er skipaður til tveggja
ára í senn og Rogers hefði að öllu
jöfnu átt að hverfa úr embættinu
1985. Þá var honum þó falið að
starfa enn í tvö ár, eftir að hafa
af tæknilegum ástæðum „sagt af
sér fyrir aldurs sakir". Það var
Reagan, sem bað hann þá að gegna
embætti sínu áfram. Rogers er jafn-
framt því að gegna störfum á
vegum NATO yfirmaður herafla
Bandaríkjanna á meginlandi Evr-
ópu. Venjuiega þurfa háttsettir
bandarískir herforingjar að segja
upp með sex mánaða fyrirvara.
Þessi regla gildir ekki um Rogers,
þar sem hann hefur þegar einu sinni
„sagt af sér störfum fyrir aldurs
sakir“.
Geíöu
mvndaalbúm
i jolagjof!
VerÖ frá kr. 415.-
HfíNS PETERSEN HF
BANKASTRÆTI4 GLÆSIBÆ AUSTUKVERI
S: 20313 S: 8 2590 S:36161