Morgunblaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 45
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986
45
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið.
)
Samningarnir og
ríkissljórnin
A ð meginefni snerast síðustu
viðræður aðila vinnumarkað-
arins um málefni, sem þeir verða
að leysa sín á milli. Það er á engra
annarra færi en þeirra að semja
um þá byltingu á launakerfunum,
sem er forsenda þess, að unnt sé
að bæta hag hinna lægst launuðu
á jafn afdráttarlausan hátt og
raunin hefur orðið. Þá er það
undir þessum aðilum komið og
opinberam starfsmönnum annars
vegar og ríkissjóði og sveitarfé-
lögum sem vinnuveitendum þeirra
hins vegar, að sjá til þess að höf-
uðmarkmið samninganna, að
tryggja hag hinna lægst launuðu,
náist. Allir era sammála um það
nú, að sá hópur hafí farið verst
út úr óðaverðbólgunni. Til hennar
verður stofnað að nýju, ef ekki
verða settar skorður við því, að
hækkun lægstu launataxta teygi
sig upp eftir öllum töxtum.
Áður en aðilar rituðu undir
kjarasamninginn, sneru þeir sér
til ríkisstjómarinnar og óskuðu
svara hennar við ákveðnum spum-
ingum. Ríkisstjómin stóð ekki
frammi fyrir hinu sama og við
kjarasamningana í febrúar síðast-
liðnum, þegar ákveðið var, að
ríkissjóður yrði rekinn með halla
og axlaði þannig sinn hlut í
baráttunni við verðbólguna. Segja
má, að nú hafí aðilar vinnumark-
aðarins mælst til þess við ríkis-
stjómina, að hún standi við eigin
stefnu: Gengið verður fast; verð
á opinberri þjónustu og skattlagn-
ing verður innan marka almennrar
verðlagsþróunar; erlend skulda-
söfíiun minnkar; aðhald verður í
peningamálum. Auk þess heitir
ríkisstjómin því, að skattur verði
ekki lagður á nýjar, innfluttar
kartöflur og ekki verði tekin upp
af „opinberri hálfu framleiðslu-
og verðstýring á innlendri mat-
vöraframleiðslu umfram það sem
nú er“. Með hinum tilvitnuðu orð-
um er ríkisstjómin að svara kröfu
aðila vinnumarkaðarins, urn að
eggja- og kjúklingaframleiðsla
verði ekki sett undir opinbera
stjóm. Hið loðna orðalag í svari
Steingríms Hermannssonar, for-
sætisráðherra, er vonandi ekki
vísbending um að ríkisstjómin
treysti sér ekki til að spoma gegn
kröfunni um opinbera stjóm á
hænsnarækt. Ríkisstjómin ætlar
að beita sér fyrir hækkun bóta
almannatrygginga í samræmi við
almenna launaþróun.
Undanfarið hafa verið töluverð-
ar umræður um breytingar á
tekjuöflunarkerfí ríkissjóðs. Fyrir
Alþingi liggur frumvarp að tolla-
lögum, sem samstaða virðist um
að nái fram að ganga. Umdeilt
frumvarp um virðisaukaskatt hef-
ur verið lagt fram. í sumar lýsti
Þorsteinn Pálsson, fjármálaráð-
herra, yfír áhuga á að taka upp
staðgreiðslu skatta. Aðilar vinnu-
markaðarins hafa nú sett fram
óskir um, að slíkt fyrirkomulag á
greiðslu tekjuskatts komi til fram-
kvæmda 1. janúar 1988. Einnig
að þessu leyti sýnist stefna stjóm-
valda og aðila vinnumarkaðarins
falla saman. Er mikilvægt, að
nota þann byr, sem þessi mikil-
væga breyting á skattheimtunni
hefur, til að hrinda henni í fram-
kvæmd.
Ríkisstjómin stóð ekki frammi
fyrir neinum afarkostum frá aðil-
um vinnumarkaðarins vegna
nýgerðra kjarasamninga. Hitt er
annað mál, að við höfum reynslu
af því, að ekki er alltaf auðvelt
að ná settu markmiði í efnahags-
stjóminni, jafnvel þótt allir séu í
meginatriðum sammála um leið-
imar. Á kosningaári getur margt
farið úr böndunum í landsstjóm-
inni. Óðaverðbólgan átti að
verulegu leyti rætur að rekja til
þess, að stjómmálamenn lofuðu
upp í ermina á sér og samið var
um kaup og kjör með óraunhæfum
hætti. Állir hljóta að vona, að það
hafí ekki gerst í kjarasamningun-
um núna.
Emil Jónsson
kvaddur
0
Idag er Emil Jónsson, fyrram
forsætisráðherra, borinn til
grafar í heimabæ sínum Hafnar-
fírði. Með honum hverfur af
sjónarsviðinu einn farsælasti for-
ystumaður Alþýðuflokksins, sem
setti verulegan svip á stjómmála-
baráttuna um miðbik þessarar
aldar. Það verður ávallt talið til
merkra þáttaskila í íslenskri
stjómmálasögu, þegar Emil Jóns-
son axlaði þá ábyrgð um áramótin
1958/1959 að mynda minnihluta-
stjóm Alþýðuflokksins, eftir að
vinstri stjómin undir forystu Her-
manns Jónassonar hrökklaðist frá
völdum.
Ráðuneyti Emils Jónssonar sat
ekki lengi en þó nógu iengi til
þess, að forystumönnum Sjálf-
stæðisflokks og Alþýðuflokks
tókst að leggja grann að því
stjómarsamstarfí, sem lengst hef-
ur staðið samfellt: viðreisnarsam-
starfínu frá 1959 til 1971. Emil
Jónsson sat í viðreisnarstjóminni
og valdist þar til margvíslegra
trúnaðarstarfa eins og endranær
á löngum og farsælum starfsferli.
Á þessari kveðjustund þakkar
Morgunblaðið Emil Jónssyni sam-
fylgdina og færir fjölskyldu hans
samúðarkveðjur.
„Látum ekki þar við silja
að stofna eina stöðu“
(Frá vinstrí:)Frú Halldóra Eldjárn, Hörður Ágústsson formaður Hins íslenska fomleifafélags, og hjón-
in Sverrír Hermannsson og Gréta Lind Kristjánsdóttir.
Rannsóknarstaða i minningu dr. Kristjáns Eldjárns:
- sagði Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra
VIÐ HÁTÍÐLEGA athöfn í Þjóð-
minjasafni íslands síðastliðinn
laugardag tilkynnti menntamála-
ráðherra, Sverrir Hermannsson,
formlega um stofnun rannsókn-
arstöðu í fomleifafræði, til
minningar um dr. Kristján Eld-
járn forseta íslands. Þann sama
dag, á sjötugasta afmælisdegi dr.
Kristjáns, gaf Bókaútgáfa Menn-
ingarsjóðs út bókina „Hjá fólkinu
í landinu“ sem hefur að geyma
ræður og erindi, sem Kristján
flutti í forsetatíð sinni.
Viðstaddur athöfnina í Þjóð-
minjasafninu var fjöldi gesta, þar á
meðal forseti íslands, frú Vigdís
Finnbogadóttir, ráðherrar, frú
Halldóra Eldjám og ættingjar dr.
Kristjáns. í ávarpi sínu sagði
menntamálaráðherra: „Það er
nauðsynlegt á þessum degi að
framámenn í íslenskum menningar-
málum láti ekki þar við sitja að
stofna eina stöðu, þótt mikilsverð
sé, til framdráttar fomleifafræðum.
Afmælisdagur dr. Kristjáns
Eldjárns er til þess kjörinn að þeir
stígi á stokk og strengi þess heit
að ljá fomleifafræðúm og rann-
Þórarínn Eldjárn, ríthöfundur,
ávarpaði samkomuna fyrir hönd
ættingja dr. Kristjáns.
sóknum aukið liðsinni, svo Þjóð-
minjasafnið megi verða að þeirri
menningar- og rannsóknarstofnun
sem hann dreymdi um.“
Sverrir sagði að á næsta ári
myndi hann kalla til ráðgjafar sér-
fróða menn til að gefa ráð um
hvemig best yrði að viðreisn safns-
ins unnið. Endurskipulagning
safnsins í kjölfar brottflutnings
Listasafns íslands á næsta sumri
gæfi tækifæri til að efla Þjóðminja-
safnið í hvívetna. „Oss ber skylda
að sýna með þeim hætti minningu
dr. Kristjáns Eldjáms virðingu sem
henni ber,“ sagði ráðherrann.
Rannsóknarstaðan, sem auglýst
verður laus til umsóknar innan
tíðar, er ætluð fræðimönnum er
sinna rannsóknum á íslenskum
fomminjum eða öðram þáttum
íslenskrar menningarsögu. Sam-
kvæmt reglugerð skal ráðið í
stöðuna til eins árs að jafnaði. Má
framlengja ráðningu en enginn skal
gegna stöðunni lengur en þijú ár
samfellt. Þeim sem gegnir stöðunni
ber að birta fræðilega skýrslu eða
vísindalega ritgerð um rannsóknir
sínar að starfi loknu.
Gáfu Reykjavík-
urborg málverk
eftir Kjarval
Borgarlistamanni veitt sérstök viðurkenning’
REYKJAVÍKURBORG hefur bo-
rist að gjöf málverk eftir
Jóhannes S. Kjarval, sem dætur
Sigurðar Sigurðssonar, fyrrum
landlæknis, gáfu til minningar
um föður sinn.
Davíð Oddsson borgarstjóri,
ásamt fulltrúum úr Menningar-
málanefnd Reykjavíkurborgar,
veittu gjöfínni viðtöku við sérstaka
athöfn í Höfða síðastliðinn föstu-
dag. Við það tækifæri var Jóni
Gunnari Ámasyni, myndlistar-
manni, veitt sérstök viðurkenning
sem borgarlistamanni 1986 til
1987. Var það áletraður steinn til
minningar um útnefningu lista-
mannsins til þessa sæmdarheitis og
er þetta í fyrsta sinn, sem borgar-
listamanni er veitt slík viðurkenn-
ing. Það er Menningarmálanefnd
sem útnefnir borgarlistamann
hveiju sinni, en formaður nefndar-
innar er Hulda Valtýsdóttir.
Morgunblaðið/Bjarni
Dætur Sigurðar Sigurðssonar, fyrrum landlæknis, við Kjarvalsmál-
verkið sem þær færðu Reykjavíkurborg að gjöf.
Borgarstjóri afhendir Jóni Gunnarí Ámasyni, borgarlistamanni, sér-
staka viðurkenningu.
Sendiráð íslands í Brussel:
Ný skrifstofa við
Evrópubandalagið
BruBsel, frá Önnu Bjamadóttur, fréttarit
Höfuðstöðvar framkvæmda-
stjórnar Evrópubandalagsins,
EB, blasa við úr gluggum nýrrar
skrífstofu íslenska sendiráðsins
í Belgíu, sem verður formjega
opnuð á miðvikudag. Sendiráðið
hefur hingað til veríð til húsa í
höfuðstöðvum Atlantshafs-
bandalagsins í útjaðrí Brussel.
Fastanefnd íslands hjá NATO
verður áfram með skrífstofu þar
en störf sendiráðs íslands í
Belgiu og Lúxemborg og starf-
semi íslands gagnvart Evrópu-
MorKunblaðsins.
bandalaginu munu fara fram á
hinni nýju rúmgóðu skrifstofu á
áttundu hæð við Rue Archimedo
5 í miðrí Brussel.
Einar Benediktsson er nýtekinn
við embætti sendiherra íslands í
Belgíu. Hann verður með starfsað-
stöðu á báðum skrifstofunum.
„Sendiráðið í Brassel verður nú í
húsnæði sem íslendingar og útlend-
ingar hafa greiðan aðgang að, en
það hefur ekki verið það áður,“
sagði Einar í samtali við Morgun-
blaðið í hinum nýju húsakynnum
nú fyrir helgina. „Fulltrúi úr ut-
anríkisráðuneytinu mun starfa hér
og það kemur til greina að við-
skiptafulltrúi útflutningsráðs á
meginlandi Evrópu verði með að-
stöðu á skrifstofunni. Hér verður
hægt að veita þjónustu við fyrir-
tæki og íslenska útflutningsstarf-
semi.
Ástæðan fyrir því að við völdum
þennan stað er starfsemi Evrópu-
bandalagsins hér hinum megin við
götuna. Við höfum rekið skrifstofu
vegna bandalagsins frá stoftiun
þess, fyrst í París og síðan hér í
Brassel eftir að NATO fluttist hing-
að. En nú fyrst er þetta orðin
sjálfstæð skrifstofa með sendiráðs-
starfseminni. Evrópubandalagið
hefur þróast og stækkað mjög á
síðustu árum og varð stærsti við-
skiptaaðili íslands þegar Spánn og
Portúgal gengu í það um síðustu
áramót."
Aðildarríki Fríverslunarsamtaka
Evrópu, EFTA, sem ísland er aðili
að, eiga náið samstarf í samskiptum
sínum við EB. Höfuðstöðvar EFTA
eru f Genf í Sviss en vaxandi hluti
starfseminnar fer fram í Brassel.
Sendiherrar EFTA-ríkjanna hjá
Evrópubandalaginu halda reglulega
fundi og nú verður aðstaða til slíkra
fundahalda í íslenska sendiráðinu.
EB og EFTA eiga það sameigin-
legt að beita sér fyrir fríverslun
milli ríkja en EB stefnir lengra og
leggur nú áherslu á að koma á al-
gjöra viðskiptafrelsi milli aðild-
arrílq'anna. Evrópubandalagið
hefur stigið fetinu lengra en frí-
verslunarsamtökin og beitir sér
fyrir fijálsu flæði vöra og þjónustu
milli ríkja. Það era fjölmargar
tæknilegar viðskiptahindranir sem
hlú að heimaiðnaði aðildarríkjanna
og koma í veg fyrir fijálst flæði
vöra. Bandalagið leggur nú áherslu
á að afnema slíkar hindranir. Það
er mikilvægt fyrir EFTA-ríkin að
fylgjast náið með þróun þessara
mála og sjá að hversu miklu leyti
þau eiga að samræma stefnu sína
aðgerðum Evrópubandalagsins."
Islenska sendiráðið í Brassel ver
og sækir hagsmunamál íslensku
þjóðarinnar hjá EB. Einar sagði að
mikill tími færi í að fylgjast með
starfseminni þar. „Það er mikið
starf unnið hér hinum megin við
götuna þótt undur og stórmerki
gerist ekki frá einum degi til ann-
ars,“ sagði hann. „Það hefur mikið
áunnist á undanfömum árum og
það er verið að stíga þýðingarmikil
spor. Ég geri mér í hugarlund að
eftir eina öld verði litið til þessa
áratugar og hins næsta og talið að
merkilegir hlutir hafi áunnist á
þessum árum með litlum ákvörðun-
artökum. Við höfum nú_ betri
aðstöðu til að reka erindi íslands
gagnvart bandalaginu og ég fagna
opnun þessarar skrifstofu."
AF ERLENDUM VETTVANGI
Eftir HALLDÓRU J. RAFNAR
Víetnam:
Breytinga að vænta
í lgölfar flokksþings?
TILKYNNT hefur verið í Víetnam að 6. flokksþing kommúnista-
flokks landsins muni hefjast 15. desember nk. Margbúið er að
fresta þinghaldinu og er þessa þings nú beðið með nokkurrí eftir-
væntingu, þar sem talið er að þaðan sé tíðinda að vænta. Við
mikla erfiðleika er að etja í innan- og utanrikismálum Víetnama
og valdabarátta er álitin hafa faríð fram á bak við tjöldin milli
hinna öldruðu stjórnenda rikisins. Efnahagslíf er mjög bágboríð,
atvinnuleysi mikið og meðaltekjur landsmanna, sem eru um 60
mil(jónir eru taldar vera um 7.500 kr. ísl á ári. Talið er liklegt
að þeir sem vilji breytta stefnu og fráhvarf frá miðstýringu og
höftum muni láta til sin taka á þinginu. Einnig er búist við breyt-
ingum varðandi utanríkismál, en á undanfömum átta árum hefur
fjölmennur víetnamskur her baríst við skæmliða í Kambódíu,
átök hafa ítrekað orðið á landamærunum við Kina og lítil sem
engin samskipti em höfð við ríki sem ekki era nndir stjóm kom-
múnista
Forystusveit víetnamska kom-
múnistaflokksins hefur lítið
breytst undanfama áratugi og er
meðalaldur manna í forsætis-
nefndinni 70 ár. Þar era enn við
stjómvölinn þeir sem sigra unnu
í styijöldum, fyrst gegn Frökkum
og síðar Suður-Víetnömum og
Bandaríkjamönnum. En þeir hafa
beðið ósigur í baráttunni fyrir
betri lífskjöram landsmönnum til
handa og virðast eiga erfitt með
að átta sig á, til hvaða ráða þeir
eigi að grípa. Nú þykja standa
vonir til að yngri menn bætist í
sveit ráðamanna, þó ekki væri
nema í lægri stöður.
Efnahagsmál í ólestri
Leiðtogaskipti urðu í júlímánuði
er Le Duan, sem orðinn var 79
ára lést og jafnaldri hans Traong
Chinh, er verið hefur svo til óslit-
ið í forystusveit víetnamskra
kommúnista um rúmlega 5 ára-
tuga skeið, tók við. Le Duan hafði
á undanfömum áram reynt lítil-
lega að leiða land sitt af braut
ofstjómar og miðstýringar, en
með fremur litlum árangri. Tra-
ong Chinh hefur haft orð fyrir að
vera kreddufastur, stjómaði m.a.
mjög harkalegur aðgerðum til að
koma á rekstri samyrkjubúa, sem
kostuðu fjölda manns lífíð og þótti
það því ekki lofa góðu um umbæt-
ur að hann skyldi ná völdum.
Chinh virðist þó vilja breytingar
nú, því í ræðu er hann hélt í októb-
er, viðurkenndi hann skipbrot
stefnu ríkisstjómarinnar í efna-
hagsmálum þar sem óðaverðbólga
væri í landinu, mikil ^ármálaspill-
ing og stöðugur vöruskortur. „Við
höfum ekki gripið til réttra ráð-
stafana og eina vonin til þess að
ná tökum á ástandinu er að við
breytum um hugsunarhátt og
vinnuaðferðir", sagði Chinh. Hann
sagði einnig að efnahagsaðstoð
sú er Víetnamar fá frá Sovétríkj-
unum hefði verið svo illa nýtt að
hætta væri á að hún yrði stöðvuð.
Er Norður-Víetnámar höfðu
lagt undir sig Suður-Víetnam árið
1975 var ekki staðið við fyrirheit
um að sérstaða þess hluta lands-
ins yrði virt og lýðræðislegir
stjómarhættir teknir upp. Almenn
velmegun og ftjálsræði var mun
meiri í suðurhluta landsins og
áttu íbúamir þar því erfítt með
að sætta sig við harðstjóm kom-
múnista. Fjöldi manna hefur flúið
land og eru hörmungar þær er
þetta fólk, svokailað „bátafólk",
ið höfðu að verkefnum í Víetnam.
Innrás Víetnama í Kambódíu varð
til þess að hella olíu á þann eld
ósamlyndis, sem logaði milli
ríkjanna og hefur stjómin í Peking
stutt skæruliða í Kambódíu í bar-
áttu þeirra gegn hemámsliðinu.
Komið hefur til átaka á landa-
mærum Víetnam og Kína hvað
eftir annað og fólk af kínverskum
upprana hefur sætt ofsóknum í
Víetnam og hefur mikill íjöldi,
þeirra flúið land, bæði til Kína og
annarra landa. Vitað er að versn-
andi sambúð Kína og Víetnam
leiddi til átaka innan víetnamska
kommúnistaflokksins og flótta,
talsmanna vinsamlergri sam-
skipta við Kínveija, úr landi.
Víetnam og nágrannalönd.
hefur lent í, íslendingum vel
kunnar. Nú er sagt að þeir sem
fremstir standa í baráttunni fyrir
minni miðstýringu, aukinni hagn-
aðarvon til handa hinu vinnandi
fólki og auknum einkarekstri, séu
einkum menn í forsætisnefnd
kommúnistaflokksins, sem ættað-
ir séu frá suðurhluta landsins.
Douglas Pike, bandarískur sér-
fræðingur í málefnum Víetnam
heldur því fram, að þeir sem vilji
endurbætur hafí orðið ofan á í
flokknum, þar sem efnahags-
ástandið sé orðið svo slæmt að
jafnvel harðsvíraðustu flokksjálk-
ar verði að viðurkenna að breyt-
inga sé þörf. Ellefu áram eftir að
styijöldinni milli Suður- og Norð-
ur- Víetnama lauk, er verðbólga
yfir 100%, sumir segja mörg
hundrað prósent og landið lifír á
efnahagsaðstoð frá Sovétríkjun-
um, sem talin er nema rúmum
milljarði bandaríkjadala á ári.
Matvörur era af skomum
skammti og tekjur fólks það litl-
ar, að það hefur naumast efni á
að kaupa þær.
Aukín áhrif Sovétmanna
Lengi vel vora tengsl víet-
namskra kommúnista mikil við
flokksbræður þeirra í Kína, en frá
miðju ári 1977 hafa áhrif Sovét-
manna stöðugt farið vaxandi. Um
mitt ár 1978 hættu Kínveijar allri
aðstoð við Víetnama og kölluðu
heim tæknimenn og aðra, er unn-
Ræða Mikhail Gorbachev, Sov-
étleiðtoga í Vladivostok 28. júlí
sl. þar sem hann lýsti yfir vilja
stjómar sinnar til að bæta sam-
búðina við Kína og önnur lönd í
Suðaustur-Asíu þykir benda til
þess að von sé á stefnubreytingu
Sovétmanna í málefnum Víetnam
og að þeir muni eftir einhveijum
leiðum fá víetnamska ráðamenn
til að breyta um stefnu í utanríkis-
málum. Kínveijar hafa um árabil
sett brotthvarf víetnamska hers-
ins frá Kambódíu sem skilyrði
fyrir bættri sambúð við Sovétrík-
in. Þá hafa Samtök þjóða í
Suðaustur-Asíu, ASEAN, haft
áhyggjur af vera Víetnama í
Kambódíu og stóðu m.a. fyrir
fundi á vegum Sameinuðu þjóð-
anna í júlí 1981, þar sem þess var
krafíst að Víetnamar kölluðu her-
inn heim. Ef Sovétmenn vilja auka
samskipti við þessar þjóðir, þurfa
þeir því að stuðla að lausn mála
í Kambódíu, sem Kínveijar og
ASEAN þjóðimar geta sætt sig
við.
5. flokksþing víetnamska
kommúnistaflokksins var haldið
árið 1982. Það þing sat m.a. Mik-
hail Gorbachev og vora þá ýmsar
breytingar gerðar. Spumingin nú
er, hvað gerist á 6. flokksþinginu
sem hefst 15. des. nk.?
Bcuter, Tbe Ecoaomist og The Far
East and Australasia Year Book 1986.