Morgunblaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986 53 // Sæmundur Nikulásson rafmagnseftirlistmaður sýnir muninn á úti- ljósaseríum. Á annari er frágangur á perustæðum til fyrirmyndar en hin er hættuleg og getur leitt út ef vatn kemst að. Selma Júliusdóttir höfundur bamabóka og spila ásamt nokkrum nemendum Föndurskólans. Föndurskólinn gef- ur út bækur og spil FÖNDURSKÓLINN hefur gefið út barnabók eftir Selmu Júlíus- dóttur, myndskreytta af Marilyn Herdis Mellk. Skólinn hefur einn- ig látið útbúa föndurstafaspil sem hönnuð eru af Selmu. Spilið er ætlað bömum fjögurra ára og eldri. „Bömin geta lært staf- ina og jafnvel að lesa með því að spila þetta spil og ég iegg áherslu á mikilvægi leiksins við þetta nám.“ Selma sagðist hafa í huga að gefa út spil með umferðarmerkjunum, og kenna bömunum þannig hvað merkin þýða. Jámsmiðurinn og kóngulóin heit- ir bók Selmu, en áður hefur Föndurskólinn gefið út tvær bækur, Stúf og Bjúgnakræki, og hafa þær bækur einnig verið gefnar út á snældu. VAKA t } fjrl0afell Ólafur Jóhann Ólafsson Höfundur bókarinnar er 24 ára Reykvíkingur, sem nú kveöur sér hljóös meö athyglisverðu smásagnasafni. Þaö er enginn byrjendabragur á þessari fyrstu bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, þvert á mótí bera sögurnar vott um öguð vinnubrögð og listræna framsetningu. MÍU lyklar Heiti bókarinnar gefur vísbendingu um aö lesandinn finni í bókinni eins konar lykla aö ýmsum sviðum mannlegs samfélags, lífsreynslu og mannlegu eöli. í sögunum birtast trúverðugar og fallegar mannlífsmyndir dregnar skýrum dráttum. Níu lyklar eftir Ólaf Jóhann Ólafsson er tvímælalaust umtalsvert framlag til íslenskra bókmennta. Rafmagnseftirlitið varar við hættulegum lömpum: Vöruþekkingu fólks á raf- tækjum er mjög ábótavant - segir Guðbjartur Gunnarsson VÖRUÞEKKINGU fólks á raf- tækjum er mjög ábótavant hér á landi og á það sérstaklega við um ljós og lampa til heimilisnota. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem Rafmagnseftirlit rikisins hélt og einnig að lampar eru undanþegnir prófunar- skyldu, þó þeir séu eftirlitsskyld- ir, þannig að hægt er að setja hættulega lampa á markaðinn án þess að fram fari athugun á þeim áður Að sögn Guðbjarts Gunnarssonar upplýsingafulltrúa Rafmagnseftir- litsins, er markaðseftirlit stofnunar- innar ekki mikils megnugt vegna mannfæðar þó eftirlitsmenn fari af og til í verslanir. Þetta þýði í raun að á markaðnum er aragrúi lampa- tegunda sem Rafmagnseftirlitið hefur aldrei skoðað eða haft af- skipti af. Guðbjartur sagði að munurinn á vönduðum og óvönduðum lömpum kæmi fyrst og fremst fram í verði, því ódýrari lampar hefðu verið gerð- ir einfaldari og þá oftast á kostnað öryggisþátta þó útlit þeirra væri oft svipað og þeirra dýrari. Á mark- aðnum væru einnig til dæmis lampar sem höfða til bama, og eru þá oft i brúðulíki. Auðvelt er að rífa þessa brúðulampa í sundur og skoða inní þá og þá er hætta á að böm fari að skrúfa pemna úr og fikta í perustæðinu og jafnvel bijóta peruna. Ef bam tekur svona lampa með sér undir sæng getur hæglega kviknað í sænginni út frá hitanum; sumir þessara lampa em illa hann- aðir og valtir og plastefnið í þeim sumun lélegt og þolir ekki hita til langframa. Á mörgum raftækjum er að finna viðurkenningarmerki erlendra próf- unarstofnuna og í flestum tilfellum ættu þau að vera nokkuð ömgg viðurkenning á að varan fullnægi kröfum um öryggi samkvæmt al- þjóðlegum reglum. Guðbjartur sagði að samt sem áður fyndust dæmi um að framleiðendur, oftast í fjarlægum heimshlutum, taki slík viðurkenningarmerki traustataki og setji á framleiðslu sem standist síðan engar kröfur. Og þó erlend viðurkenningarmerki finnist á sum- um hlutum lampa, t.d. klónni, þurfi það ekki að tákna að lampinn sjálf- ur hafi fengið viðurkenningu nokkurs staðar. Vegna þessa prófar Rafmagnseftirlitið rafiong hvort sem á þeim finnast erlend viður- kenningarmerki eða ekki. Guðbjartur benti á að á raftækj- um megi sjá ýmsar merkingar sem feli í sér upplýsingar um tækið og þá um leið hve öruggt það er. Þar á meðal eru merki sem sýna hve mikinn raka eða vatn tækið þolir, fyrir hvaða spennu það er gert og hve mikinn straum það tekur. Hvatti hann fólk til að skoða vel þessar merkingar á raftækjum og þá sérstaklega á lömpum áður en þeir eru keyptir. -- Morgunblaðið/Bjarni Þessír brúðulampar eru faUegir og því freistast börn til að leika sér með þá en afleiðingarnar gætu orðið hörmulegar. EINSTAKT SMASAGNASAFN GOTT fÓLK / SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.