Morgunblaðið - 09.12.1986, Side 59

Morgunblaðið - 09.12.1986, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986 59 Svo bregðast krosstré... Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson NÝJA BÍÓ: í hæsta gír - Maximum overdrive ☆ Leikstjóri, saga og handrit Stephen King. Aðalhlutverk Emilio Esteves, Pat Hingle, Laura Harrington, J.C. Quinn, Yeardley Smith. Bandarísk. DEG 1986. 100 min. Stephen King hefur sannað það rækilega í fjölmörgum metsölu- bókum á röskum áratug að hann er enginn meðalmaður í skrifum hrollvekjandi afþreyingarbók- mennta. Svo er og komið að búið er að festa bækur hans flestar á fílmu og talsverðan slatta af smá- sögum. Með misjöfnum árangri, reyndar. En nú fær meistarinn sjálfur kjörið tækifæri til að sýna hvers hann er megnugur því í í hæsta gír hefur hann megin stjómtaumana í höndum sér; handrit og leikstjóm. Efnið er af ættum vísinda- og hryllingsskáldsagna, einsog von var á frá þessum bæ. Móðir Jörð lendir inní áhrifasvæði hala- stjömu og fylgja hinar ískyggile- gustu aukaverkanir í kjölfarið. Tæki og vélar hverskonar taka uppá því að fara að stjóma sér sjálfar og gera uppreisn gegn sköpurum sínum. Áhorfendur fylgjast með heiminum í hnot- skum á áningarstað flutningabif- reiðastjóra í Norður-Karólínu. Þar lendir hópur manna í blóðugum útistöðum við hingað til undirgef- in sköpunarverk sín, maskínur af öllum hugsanlegum gerðum og stærðum, sem skyndilega ganga berserksgang.. . Ekki bætir King rós í hnappa- gatið að þessu sinni, því miður nýtist honum ekki á nokkum hátt sú snilld sem fengið hefur tug- milljónir manna til að rífa út hugsmíðir hans. Ekki vantar að nóg er um ákeyrslur, spennuat- riði, sprengingar og blóðsúthell- ingar, en í slíku magni að þær verða hvimleiðar. Þá tekst skáld- inu ekkert betur upp í persónu- sköpun, þær eru flatar og litlausar, manni stendur nánast á sama hvað verður af öllu hyskinu. Bestu atriðin em í upphafi, þegar kónginum sjálfum bregður fyrir í hraðbanka og öngþveitið í brúnni er allt í senn; æsilegt, fynd- ið og vel leikstýrt. Uppfrá því fer myndin dalandi allt til loka. En við, sem höfum gaman að lipmm penna Kings, getum þó altént huggað okkur við að kvikmynda- vélin tekur ömgglega ekki tímann frá ritstörfum hans í náinni framtíð... Hin FJÖGUR FRÆKNU OG j UámtQtr. f'tníoHCt ISJAKINN Hin 'Í'C'" • -.'Kx&vvj »>*>*<*« OnrtwT *’»•>*» OngB C»«M HJÖGUR OG ' ■ ^ {FRÆKNU EINHYRNINGURINN j Nýjar sögur um hin fjögur fræknu HIN FJÖGUR fræknu og ísjakinn og Hin fjögur fræknu og ein- hyrningurinn nefnast tvær nýjar bækur sem Iðunn gefur út í flokki teiknimyndasagnanna um Hin fjögur fræknu eftir Craen- hals og Chaulet. í frétt frá Iðunni segir m.a.: Ný bók um félagana fimm FIMM í fjársjóðsleit nefnist ný bók eftir Enid Blyton sem Iðunn gefur út. í fréttatilkynningu frá Iðunni segir: „Nú ætla þau félagamir Júlli, Jonni, Anna, Georgína og hundur- inn Tommi að eyða sumarleyfínu sínu í sveit. Og eins og alls staðar þar sem krakkamir era gerast æv- intýri. Áður en langt er um liðið em þau komin í æðisgengið kapp- hlaup við fégráðuga fomminjasafn- ara í leit að fólgnum fjársjóði." Álfheiður Kjartansdóttir þýddi. I fyrsta sinn á Islandi bjóðum við á Vöruloftinu ellilífeyrisþegum 10% afslátt milli kl. 10 og 12 alla daga. Gallabuxur l.eðurjakkar Skyrtur Buxur Peysur Úlpur Pilot jakkar Jogging gallar Polo treyjur Sokkar Nærfatnaður Barnafatnaður Sængurverasett Hversdagsfatnaður á skrifstofuna, verkstæðið, hesthúsið eða fjósið. „Fjórmenningamir láta sér ekki allt fyrir bijósti brenna f hvers kyns ævintýmm og viðureignum við harðsvíraða þrjóta. Þetta em við- burðaríkar og spennandi bækur sem öðlast hafa hylli bama og unglinga um allan heim.“ Bjami Fr. Karlsson þýddi. Það þarf ekki sporhund til að leita uppi lágu verðin á Vöruloftinu. Lítið við í 100 krónu horninu. Sparaðu þér hlaupin og gerðu kaupin á Vöruloftinu. Vöruloftíð Sigtúni 3, Sími 83075 ~s

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.