Morgunblaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986 fyrir stærðfræðipróf. Stundum reyndi þó mjög á þolinmæði hans. Ekki lét hann það í ljós með orðum, en hann átti það til að hleypa í brýnnar, svo að hnútur eða húð- felling myndaðist uppi milli augn- anna, eða láta braka í hnúum. Minningamar frá Hávallagötu 33 eru svo margar og góðar, að enn fer einhver vellíðunartilfinning um mig, þegar ég geng fram hjá hús- inu, en það geri ég að jafnaði frjórum til sex sinnum á degi hveijum, af því að ég á heima þar rétt hjá. Slíkt má sjálfsagt kalla ofurviðkvæmni, angurværð eða jafnvel væmni, en það er þá allt af hinu góða og mest bundið við trygglyndi og góð- ar minningar um dýrmæta vináttu á viðkvæmu mótunarskeiði og jafn- an síðan. Hrafn stundaði nám í trygging- arfræðum við Kaupmannahafnar- háskóla um nokkurra ára skeið. Hann varð viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands 1964 og löggiltur endurskoðandi 1968. Hann var starfsmaður Tryggingastofnunar ríkisins 1958—1962, hjá Þóri Bergssyni, tryggingafræðingi, 1962—1964, við skattrannsókna- deild ríkisskattstjóra 1964—1967 og rak eigin bókhalds- og endur- skoðunarskrifstofu í Kirkjuhvoli við Kirkjutorg 1967-1975. Hann var sérataklega laginn kennari, skýr og þolinmóður, enda fékkst hann mjög við kennslu um ævina og eingöngu síðustu árin. Hann hafði það fram yfir marga kennara, að hann virtist skilja, af hverju nemandinn skildi ekki, og gat þá lækkað sig niður á sama plan og byrjað að nýju neðan frá á sama, lága skilningsþrepinu. Marg- ir gáfaðir kennarar eiga örðugt með að skilja, að undirstöðuatriðin eru ekki eins ljós fyrir nemandanum og þeim sjálfum. Hrafn kenndi við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, Menntaskólann við Tjörn, Mennta- skólann við Sund, Húsmæðrakenn- araskóla íslands, Háskóla Islands, Fiskvinnsluskólann, Alþýðuskólann á Eiðum, Fjölbrautaskólann á Akra- nesi og Héraðsskólann á Laugum. Fundir okkar stijáluðust, eftir að hann fór að kenna úti á landi, eins og hann gerði flest seinustu árin. Það er nú svo með gömul skólasystkin, að hver gengur sína götu í lífinu, og fólk, sem áður hitt- ist daglega í tíu til fímmtán ár, rekst nú aðeins saman af tilviljun á margra mánaða eða ára fresti. En taugin slitnar aldrei, taugin góða, sem tengd var á milli manna á æskuárum. Við Hrafn áttum því happi að fagna að hittast í Kaup- mannahöfn að sumarlagi fyrir rúmum þremur ánim, í borginni góðu við sundið. Á hveijum degi fórum við í „leiðangur" saman, eins og forðum daga, og okkur fannst við vera orðnir tvítugir aftur. Dag einn stórum við í Storm-P-safnið, þar sem geymdar eru myndir eftir Robert Storm Petersen, en af þeim höfðum við mjög gaman í æsku og alltaf síðan. Við undum þar lengi dags, en síðan gengum við um í fögrum skrúðgarði þar skammt frá, sem Dansk Haveselskab sér um. Þetta minnti mig á leiðangrana í Hellisgerði í Hafnarfírði, og ætlaði ég að fara að stinga upp á því, að við skryppum þangað saman, þegar báðir væru heim komnir, en eins og fyrri daginn virtist Hrafn vita, hvað ég var að hugsa, því að hann sagði allt í einu: „Ég held, að við ættum ekkert að vera að fara í Hellisgerði meira. Það er ekki víst, að við höfum neitt gott af því.“ Hrafn heitinn var hár maður vexti og gnæfði ungur upp yfír jafn- aldra sína. Hann var þrekinn og gerðist snemma feitlaginn. Hann var bjartur og heiður yfírlitum, blá- eygur, hárið vel liðað og ljóst framan af árum, andlitsfallið kraftalegt, en laglegt og sérkenni- legt, nefíð þykkt, kjálkamir sterk- legir. Andlitið var opið og lýsandi, enda var maðurinn óvenju hreinn og beinn í viðmóti, ljúfur og þægi- legur, kátur og skemmtilegur. Gáfum hans og skarpri greind kynntist ég vel. Blessuð sé minning hins góða drengs og æskuvinar míns. Magnús Þórðarson Hrafn Haraldsson er skyndilega horfinn frá okkur. Ég var svo lán- söm að kynnast Hrafni þegar hann var kennari á Eiðum. Hrafn var sérstaklega gáfaður og skemmti- legur maður, en þetta tvennt fer oftast saman sem betur fer. Varla var hægt að hugsa sér betri félaga að gleðjast með. Er mér þá efst i huga hin magnaða kímnigáfa hans og svo þessar dásamlegu hláturrok- ur. Aldrei hef ég kynnst fordóma- lausari manni. Hann gerði mér svo sannarlega grein fyrir því hvað lífið getur verið margslungið og óút- reiknanlegt. Hrafn kunni þá list að segja frá. Hann dró upp svo skýrar myndir af atburðum og fólki að manni fannst maður vera þama með hon- um. Þannig gat maður auðveldlega ferðast með honum til dæmis til Færeyja eða Danmerkur og kynnst hinum ýmsu furðufuglum. Hrafn var einstakur höfðingi heim að sækja og fengu vinir hans að njóta þess í ríkum mæli. Ég minnist þess að fímmtugsafmælið hans stóð í þijá daga, enda var allri sveitinni boðið. Hrafn kunni ekki að sýnast og var það mjög heillandi þáttur í framkomu hans. Hann var svo stór maður að hann var yfir alla meðal- mennsku hafinn. Ég vil þakka honum allar stundimar bæði á Eið- um og Laugum, allar samræðumar sem við áttum og fyrir lífsgleðina sem hann kveikti í kringum sig. Ég veit að margir sakna Hrafns. Ég sendi Svövu móðursystur hans og sonum hans þeim Bergþóri, Gunnari, Haraldi, Einari, Ragnari og Þóri mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Ég þakka Hrafni dýrmæt kynni fyrir mína hönd og Unnar Bjartar dóttur minnar. Ég var farin að hlakka til þess að hitta hann eftir jólin, en ég er sannfærð um að við hittumst seinna. Fylg gamla Kájám, Qasið ekki hót, vér finnum eigi lifsins duldu rót. Það eitt er vist að aldrei aftur grær in alveg sama jurt, er dó í gær. (OmarKájám) Guð geymi Hrafn og blessuð sé minning hans. Rós Ingadóttir 67 GÓÐARGJAFIR Falleg dagatöl með ritningargreinum, góð gjöf sem minnir á gefandann allt árið, og veitir uppörvun í dagsins önn. SKÓPUNIN, veggdagatal með myndum úr ríki náttúrunnar. Ritningar- grein fyrir hvern dag ársins og reitir fyrir minnisatriði. BÖRN OG VINIR, póstkortadagatöl með myndum af börnum, gerð til að standa á borði eða hengja á vegg. Hverja mynd má nota sem póstkort að mánuðinum liðnum. HEFUR ÞÚ HEYRT? Ný hljómplata með söng margra fremstu flytjenda kristilegrar tónlistar á íslandi. Fjölbreytt lagaval, fágaður undirleikur valinna tónlistarmanna og fallegur söngur leggst hér á eitt um að skapa góða hljómplötu. Þeir sem syngja á plötunni eru: Ágústa Ingimarsdóttir, Elísabet Eir Cortes, Guðný Einarsdóttir, Ljósbrot, Pétur Hrafnsson, Sigurbjörg Níelsdóttir og Þorvaidur Halldórsson. Upptökustjórn var í höndum Magnúsar Kjartanssonar. FRIÐUR, Matteusarguðspjall og TRÚ, Bréf Páls til Rómverja. Þessar fallegu bækur eru skreyttar litmyndum á hverri síðu. Textinn er úr „Lifandi orði“, endursögn Nýja testamentisins á íslensku. Bækurnar eru einkar aðgengilegar fyrir þá, sem ekki eru vanir að lesa Nýja testamentið. FflADELFÍA FORLAG Hátúni 2,105 Reykiavik Sími: 91-25155/20735 Með skáldsögunni Grámosinn glóir kemur Thor Vilhjálmsson eflaust mörgum á óvart. Hann sækir nú efnlvið sinn til íslenskra sakamála á 19. öld og nýtir sér að nokkru tækni spennusagna en spinnur í sömu mund saman þrjár ástarsögur. Grámoslnn glóir er þó umfram allt samfelldur óður til íslands. eftir Thor Vilhjálmsson HEFUR HLOTIÐ EINRÓMA LOF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.