Morgunblaðið - 09.12.1986, Page 69

Morgunblaðið - 09.12.1986, Page 69
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986 69 landi. Ekki minnkaði ánægjan, þegar í ljós kom að um borð var líka hópur nýstúdenta frá Verzlun- arskóla íslands. Þessir tveir hópar sáu um að fagna 17. júní um borð, nokkuð sem verður ógleymanlegt okkur öllum; Þama hittust Ám- heiður og Ágúst Hafberg, síðar eiginmaður hennar, en þau gengu í hjónaband 5. júlí 1952. Þeim varð þriggja bama auðið: Oddný Guðleif elst.þá Guðmundur Már og yngstur er Ágúst Friðrik, en öll em þau uppkomin, gift og búin að stofna eigin heimili. Það var alltaf yndislegt að koma á heimili þeirra hjóna hvort sem var í Blönduhlíð, Skeiðarvogi eða Ár- landinu. Allar vorum við umvafðar hlýju, sem þeim báðum var svo eig- inleg. Við emm allar innilega þakklátar fyrir samvemna með Ámheiði og biðjum algóðan Guð að styrkja fjöl- skylduna á sorgarstundu, en minning um elskaða eiginkonu, móður, systur, tengdamóður og ömmu mun lýsa hjörtum ykkar um ókomin ár. Innilegar samúðarkveðj- ur til fjölskyldu hennar. Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, sofðu rótt, Guð er nær. Finnlandsfarar Hún Bibba er dáin, það er erfitt að horfast í augu við þá staðreynd. Við getum ekki látið hjá líða að minnast hennar með nokkmm orð- um, svo mikils mátum við hana. Ámheiður Guðný Guðmunds- dóttir, móðursystir okkar, lézt á Vífílsstaðaspítala þann 28. nóvem- ber sl. Baráttan við dauðann var stutt en ströng. Hún fæddist í Reykjavík 25. apríl 1929, yngsta bam hjónanna Maríu Ámadóttur og Guðmundar J. Guðmundssonar, sem bæði em látin fyrir fáum ámm. Systkini Ámheiðar em þau Helga húsmóðir, búsett í Garðabæ, og Bragi verkfræðingur, búsettur í Reykjavík. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Ágúst Hafberg framkvæmda- stjóri. Þau eignuðust 3 böm. Svo langt sem við munum átti Bibba, eins og hún ætíð var kölluð, ríkan þátt í okkar daglega lífi. Hún var einstaklega vel gerð kona, bjó yfir mikilli blíðu, jafnvægi og ein- stakri greiðvikni. Ávallt var það tilhlökkunarefni þegar við vissum að hennar væri von í heimsókn að Bólstað, hún kunni að gleðja aðra. Ánægjulegar vom skemmtiferðim- ar sem fjölskyldurnar fóm saman út fyrir bæinn. Alltaf var hún boðin og búin að rétta hjálparhönd þegar eitthvað stóð til í fjölskyldunni. Þar var hún ætíð okkar stoð og stytta. Það má segja að Bibba hafi verið samein- ingartákn ijölskyldunnar, því til stuðnings getum við nefnt að hún notaði hvert tækifæri til þess að kalla fjölskyldurnar saman. Heimili hennar og Ágústs stóð okkur ávallt opið, þangað var ætíð gott að koma og gott að dvelja. Engu síðri vom móttökurnar eftir að fjölskyldumar stækkuðu og bamahópurinn fylgdi með. Nú er þráðurinn slitinn, stórt skarð er höggvið í fjölskyldu okkar. Það er huggun í harmi að eiga fagrar minningar um náinn vin og ættingja. Þá viljum við þakka Ágústi fyrir hans frábæm ástúð og hlýju sem hann veitti Bibbu í þeirra hjónabandi og ekki sízt í hennar erfiðu veikindum. Við biðjum góðan Guð að styrkja Ágúst og bömin og létta þeim sorg- ina og kveðjum okkar einstöku frænku hinstu kveðju, með kæm þakklæti fyrir allt sem hún var okkur. Þar mælum við einnig fyrir munn foreldra okkar, bama okkar og frændsystkina í Svíþjóð og hér heima. Blessuð sé minning hennar. Systkinin frá Bólstað. Kveðja frá skólasystrum Með fáum orðum viljum við minnast skólasystur okkar, sem útskrifaðist úr Kvennaskólanum í Reykjavík með okkur 1947. Þrátt fyrir að hún hafi ekki gengið heil til skógar undanfarin ár, kemur kallið alltaf að óvömm. Ámheiður Guðný Guðmunds- dóttir fæddist 25. apríl 1929 í Reykjavík. Foreldrar hennar vom María Ámadóttir og Guðmundur J. Guðmundsson, sem bjuggu meiri hluta búskapar síns í Laugames- hverfinu og þar sleit hún bams- skónum, ásamt eldri systkinum sínum, Helgu og Braga. Bibba eins og hún var ávallt kölluð, gekk í Laugamesskólann og síðan lá leiðin í Kvennaskólann í Reykjavík, þar sem frk. Ragnheiður tók okkur undir sinn vemdarvæng. Þessi hópur, sem þama myndað- ist, hefur haldið ótrúlega vel saman og undanfarin 25 ár höfum við hist nokkmm sinnum á vetri hveijum. Bibba starfaði í skátahreyfing- unni og í einu skátaferðalagi sínu til Finnlands kynntist hún eftirlif- andi manni sínum, Ágústi Hafberg, sem síðan hefur verið hennar lífsfömnautur. Þau hjónin vom sér- lega samhent, ekki síst í þeirri viðleitni að gera heimili sitt að þeim griðastað, þar sem bæði fjölskyldu og vinum mætti vel líða. Þeim hjónum varð þriggja bama auðið. Elst er Oddný, efnaverk- fræðingur, gift Hermanni Þórðar- syni, þau eiga tvö börn, þá Guðmundur Már landmælingaverk- fræðingur, giftur Magneu Sverris- dóttur, þau eiga eitt bam, og yngstur er Ágúst Friðrik sern stund- ar nám við Háskóla íslands, unnusta hans er Guðný Hallgríms- dóttir. Við viljum biðja góðan Guð að styrkja Ágúst, bömin og fjöl- skyldur þeirra. Það er huggun harmi gegn að minningin um góða konu og inóður lifir. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Tvær úr hópnum. Skuggar feðranna eftir Kotsjúbinski BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs hefur gefið út ástarsögu frá Úkraínu, Skugga feðranna, eftir Mykhailo M. Kotsjúbinski í þýð- ingu Guðmundar Daníelssonar og Jerzy Wielunski. Á bókarkápu segir svo um höf- undinn, söguna og þýðinguna: „Mykhailo M. Kotsjúbinski (1864—1913) er frægasta skáld Úkraínu, en Skuggar feðranna mun fyrsta ritverk hans sem þýtt er á íslensku. Sögusviðið er bænda- byggð í Suðvestur-Úkraínu, í Karpatafjöllunum. Þetta er ástar- og bændalífssaga þar sem mikilúð- ug nátturan leikur jafnstórt hlut- verk og fólkið sjálft. Stutt er milli drauma og veruleika, og þó sagan sé ljóðræn og innileg er hún öðmm þræði harla váleg. Hún er algerlega túlkuð frá sjónarhóli hinna frum- stæðu náttúrubama. Kotsjúbinski sem var uppreisnargjam föður- landsvinur blés að frelsisglóðum kúgaðrar þjóðar sinnar og boðaði hugsjónina um betra samfélag þar sem enginn væri ríkur og enginn fátækur, en hann forðast eins og heitan eldinn að lita frásögnina eig- in skoðunum. í alfræðibókum er hann talinn mesti ritsnillingur Úkr- aínumanna og sagður ná bestum árangri í stuttum ljóðrænum sög- um, svo sem Skuggum feðranna. Þýðing Guðmundar Daníelssonar og Jerzy Wielunski er fögur íslenska og kemur efni sögunnar ágætlega til skila. Guðmundur telst í hópi list- rænustu samtíðarhöfunda okkar, en Wielunski er Pólveiji, skáld og blaðamaður, einstakur málagarpur og hefur sér sér í lagi gert sér far um að nema tungur fámennislanda og minnihlutahópa eða þjóðabrota sem innikróuð eru af stómm máls- amfélögum. Samvinna þeirra félaga að þýðingunni á Skuggum feðr- anna virðist snjöll túlkun á frábæm listaverki." Skuggar feðranna em 108 blaðsíður að stærð. Fremst í bók- inni er stutt ritgerð um höfundinn og söguna eftir Guðmund Daníels- son. Kápu gerði Sigurður Öm Brynjólfsson, en bókin er unnin í prentsmðjunni Eddu. Barnaskíöi 80-110 cm. Kr: 3.590,00 Svigskíði frá KNEISSL Austurríki * Unglingaskíöapakki 120-140 cm. Kr: 9.500,00 Skíðafatnaður frá LHUl A Finnlandi. 4 Unglingaskíðapakki 150-170 cm. Kr: 9.900,00 Barnaskiðagallar fra Danmörku og Italíu. Byrjendaskíði fullorðinna frá Kr: 5.500,00 Skíðahanskar og skíðalúffur fiá Sviþjóö. Loftpúðaskíðaskór No. 5—11 Va Kr: 6.995,00 Skíðastretchbuxur frá Austumki Gönguskíðapakki 180-215 cm. frá Kr: 7.200,00 * í pakka eru skídi. stafir, skór. bindingar og asetning

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.