Morgunblaðið - 09.12.1986, Page 78

Morgunblaðið - 09.12.1986, Page 78
78 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986 Atlaga gegn rokkínu Hér á þessum stað var ekki alls fyrir löngu greint frá Frank Zappa og baráttu hans gegn rit- skoðunartilhneigingu siðprúðra kvenna í Bandaríkjunum, en textar og framkoma einstakra rokkhljóm- sveita hafa farið mjög fyrir hjartað á þeim. Þessar hneigingar virðast berast með leifturhraða um heims- byggðina og núna síðast berast fréttir um slfkt ffá Malasíu. Stjómvöld í Malasíu hafa nýverið hafíð herför gegn rokki og segja að markmiðið sé að minnka kynlíf, eiturlyfjanotkun og ofbeldi. Nú þeg- ar hefur nefnd á vegum Upplýs- ingaráðuneytisins samið uppkast að reglum um hvað skuli vera leyfi- legt og hvað ekki og verður það lagt fyrir ríkisstjómina von bráðar. Aðallega munu reglumar beinast gegn rokktónlist — sérstaklega þungarokki — en ekki verður ein- ungis ráðist gegn söngtextunum, heldur einnig klæðaburði og hár- greiðslu rokkstjamanna. Líklegt er að allt myndrokk verði grannskoðað af yfirvöldum áður en það fæst sýnt úi sjónvarpi og telja kunnugir að fátt muni sleppa í gegn Morten í A-Ha auðfúsugestur. Hætt er við að þessir foringjar fái ekki inni í Malasíu — Mötley Cruö og Judas Priest. um nálarauga stjómvalda. Samkvæmt ráðuneytisstjóra Upplýsingaráðuneytisins munu ráð- stafanir stjómvalda beinast gegn „öllu ofbeldi, siðleysi og klámi" hvort heldur er í útvarpi, sjónvarpi, á prenti, hljómplötum, eða öðrum miðlum. Þá munu auglýsendur þurfa að athuga sinn gang, því kynæsandi sýningarfólk, sem ekki kemur umræddri vöm beint við, verður ekki leyft. Þessar ráðstafanir sigla í kjöhfar banns við rokktónleikum, sem sett var í september síðastliðnum, en þá urðu nokkrar róstur á þunga- rokkstónleikum. — reyndar var banninu aflétt að hluta á meðan nefndin var að störfum. en þunga- rokk er algerlega bannað. Ekki er enn ljóst hverjar aðgerð- ir stjómvalda verða, en ljóst má vera að andstaða gegn rokki er að magnast í heiminum, ekki síst þeg- ar litið er til þess að margir tengja rokktónlist við eiturlyfjanotkun, fijálsar ástir og ofbeldi, af hveiju sem það nú stafar. Hins vegar geta unnendur léttari tónlistar andað léttar því að afráðið hefur verið að létt danstónlist ógni valdakerfinu ekki. Meðal þeirra sem hafa fengið gæðastimpil stjómvalda em A-Ha, Wham!, Nolan-systur og Bítlarnir. Stjómvöldum virðist ekki alveg kunnugt um að búið er að leggja niður þijár þessara hljóm- sveita. Sérstakir andstæðingar alls hins góða í manninum segja stjóm- völd hins vegar vera hljómsveitina Motorhead og er allt henni tengt því rækilega bannað í Malasíu. Söngkonan Bonnie Tyler hélt tónleika í Laugardals- höll á föstudagskvöld ásamt hljómsveit sinni. Einnig komu fram á tónleikunum hljómsveitimar Rik- shaw, Skriðjöklar og Foringjamir, en einnig kom Eiríkur Hauksson fram sem sérstakur gestur Foringj- anna. Rúmlega fjögur þúsund unglingar komu í Höllina og fóm hljómleikamir vel fram þó nokkuð hafi verið um ölvun á unglingum, að sögn lögreglu. Ekki kom þó til neinna óspekta. Tónleikamir hófust kl. 21.00 og stóðu í fjóra tíma. Það var Íspopp, nýtt umboðsfyrirtæki, sem fékk Bonnie til landsins og sagði einn af aðstandendum þess að skipulagning og tónleikahaldið hefði gengið ákaflega vel fyrir sig. „Stemningin í Höllinni var mjög góð og Bonnie var mjög hress með tónleikana", en hún hélt til London snemma á laugardagsmorgun. Söngkonan var fyrir stuttu á hljómleikaferð í Frakk- landi og er á Ieið þangað aftur í aðra slíka ferð. Bonnie Tyler í Laugardalshöllinni. Morgunblaðið/Bjarni SIÐASTA SYNINGARHELGI Nú er síðasta tækifærið að sjá þessa frábæru skemmtidagskrá Ladda á Sögu föstudaginn 1 2. og laugardaginn 1 3. desember. Miða- og borðapantanir daglega frá kl. 16—19 í síma 20221. GILDIHF fclk í fréttum Bonnie Tyler í Höllinni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.