Morgunblaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 82
82 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986 tlCSAAim m- ? EKki vei'tx oS> noiö- Þe-tkx/e^ 3kal nci i' ó^unoirbrúsann." ást er... ... að venjast kaupæði hennar. TM Rea. U.S. Pat. Off.—all rights reserved °1984 Los Angeles Times Syndicate 915 l?**) Ég fékk hugmynd. Fáum okkur göngu meðfram ströndinni. Með morgunkaffinu með flóði og fjöru þegar þú ferð í sjóinn, maður! "T HÖGNI HREKKVlSI „fiETTA ER AUJNIN H ARPA SEM AE>EINS HUNDAR HEVRA. i." Erfitt að hella mjólkinni úr um- búðum Mjólkursamsölunnar Kæri Velvakandi. Ég er að eðlisfari ákaflega óhandlaginn maður. Þegar ég reyni að hella mjólk úr 1 lítra umbúðum Mjólkursamsölunnar þá bregst það ekki að eitthvað hellist útfyrir. Það gildir einu þó ég reyni að fara eftir leiðbeiningunum, þetta mistekst samt. Þegar ég fer austur fyrir fyall get ég fengið keyptar öðruvísi mjól- kurumbúðir — þið vitið svona umbúðir sem eru eins og tveggja lítra fernumar nema þær taka 1 lítra. Hér í Reykjavík er til dæmis hægt að fá rauðgraut og safa í svona umbúðum, þannig að þær virðast fást hér við Faxaflóann. Ég get alveg hellt úr þessum umbúðum án þess að sulla niður, — nema þá lítið. A mínu heimili eins og fleirum hefur mjólkumotkunin minnkað eftir því sem bömin stækka. Það er eiginlega of mikið að taka upp einn lítra, jafnvel pela. til þess eins að fá sér út í kaffið. I Þýskalandi hafa þeir kaffujóma á pínulitlum plastpokum, sem ég get orðið alveg rifið upp stórslysalaust og sett út í kaffibollann. Mig langar til þess að spyija þau yfirvöld, sem ráða mjólkurmálum mínum, hvort ekki sé hægt að bjóða okkur vömna í þeim umbúðum, sem ég hef hér lýst. Þingskörungurinn Páll Pétursson hefur lagt til að hækka leyfilegan hámarkshraða á tilteknum vegum. Þetta er hið þarfasta mál. Það er ekki sama að aka á Kringlumýrar- braut og Miklubraut eða Skógarhlíð og Nýbýlavegi, eða götum meðfram skólum. Hins vegar er engin ástæða til að sami hámarkshraði skuli vera í svartasta skammdeginu og að sumarlagi. Af hveiju ekki að fella hámarkshraða að árstíðum? Svo held ég að það verði að fara að endurskoða ökukennsluna og ökumenninguna hér. Kenna mönn- um að aka af tillitssemi en ekki út á réttinn, með það fyrir augum að greiða fyrir umferðinni. Mér fínnst að stefnuljós aftan á bíl eigi að hafa réttinn fyrir þann, sem á eftir kemur við akreinaskiptingu. Sömu- leiðis finnst mér eðlilegt að ekið skuli á hægri akgrein að jafnaði, til dæmis í Skíðaskálabrekkunni. Skiltin þar eru ekki rétt miðað við erlenda venju og rugla fólk. Steypu- Úr kúnum fáum við mjólkina og ekki fer dropi til spillis. Bréfritara finnst heldur síga á verri hliðina þegar Mjólkursamsalan setur þessa sömu mjólk i umbúðir. Hann á erfitt með að hella úr þeim án þess að eitthvað fari tO spiUis um leið. eyjarnar við Rauðavatn tel ég vera hættulegar. Málaðar götulínur eða akrið eru hættuminni. Akreinabólur í götunni vekja menn sem eru að fara út úr sinni akrein — mikið notað í Bretlandi. Er ekki tímabært að lögreglan fari að nota Ijósmyndatækni á slys- stöðum í stað kortateikningar og flýti ruðningi götunnar meir en nú er gert? Þurfum við ekki nýtt trygg- ingakerfí þar sem ekki skiptir máli hver veldur árekstrinum? Hver er tryggður fyrir sig og fær trygginga- afslátt fyrir að koma ekki með bílinn beyglaðan í tiltekinn tíma. Lögreglan yrði kvödd til ef slys yrðu á fólki og ef annar aðilinn óskar þess. Þá mætti spara mikinn lögreglutíma og tafír. Radarfyrirsát lögreglu virðist fremur gerð í fjáröflunarskyni en til þess að hægja á umferðinni. Annars væru bara sett upp færan- leg skilti sem stæði á „radarmæl- ingar“ hingað og þangað. Menn gætu þá tekið áhættuna hvort rad- arinn væri þama eða ekki. Ég hugsa mér þetta sem færanleg skilti, sem birtast fyrirvaralaust við götuna. Svipaðar aðferðir er ef til vill hægt að nota við skemmtistaðina til þess að fá menn til að hætta við að keyra fullir í stað þess að góma þá 100 metra frá. En viðurkennt er að sá sem er fullur hefur skerta dómgreind og þarf því oft aðstoð, en skilur ekki afleiðingamar eða áhættuna fyrr en rennur af honum. Halldór Jónsson verkfr. „Gestagangur“ er frábær þáttur Á fímmtudagskvöldum er þáttur á rás 2 sem ber heitið Gestagang- ur. Þátturinn er pottþéttur og svo sjálfur stjómandinn, Ragnheiður Davíðsdóttir, sem er fædd í starfíð, og fær hún bestu þakkir. Ragn- heiður nær ótrúlega vel til gest- anna, þannig að hún skilar hlutverki sínu mjög vel. Ég skora á fólk að stilla tækin sín á rás 2 næsta fimmtudagskvöld kl. 21.00 og hlusta á Gestagang og ég er viss um að enginn verður fyrir vonbrigðum. Friðrik Víkverji skrifar að er merkilegt hve oft sagan endurtekur sig. Reagan Bandaríkjaforseti á nú í miklum erfíðleikum heima fyrir út af vopnasölumálinu til íran og fjár- stuðningi stjómar hans við Contra- skæruliða í Mið-Ameríku. Svipað og átti sér stað í tíð Nixons þegar Watergate-málið komst í hámæli. Er nú spurt: Var forsetinn með í ráðum allan tímann? Fyrir okkur íslendinga hafa erf- iðleikar Reagans nú sérstaka þýðingu. Að Reagan skuli standa frammi fyrir sömu siðferðislegu spumingum og fyrirrennari hans, Nixon, svona rétt í kjölfar heim- sóknar hans til íslands vegna leiðtogafundarins í Höfða, er meira en lítið skrítin tilviljun. Watergate- málið dundi yfír Nixon þegar hann kom heim frá íslandi eftir að hafa fundað hér með Pompidou Frakk- landsforseta og nú verður Reagan fyrir sömu reynslu vegna íran- málsins. Straumar frá Snæfellsjökli láta ekki að sér hæða, segja þeir sem trúa því að þar sé uppspretta hinna duldu afla sem leiki um ísland. Hvað sem því líður er hætt við að næstu forsetar Bandaríkjanna hugsi sig um tvisvar áður en þeir velja ísland aftur til stórveldafund- ar. XXX Og meira um kenningar. Víkveiji hefur séð það haft eftir frammámönnum í breskum sjónvarpsiðnaði, að það sé frumskil- yrði, þegar verið er að setja á laggimar nýjar sjónvarpsstöðvar eða rásir þar í landi, að í öllum' áætlunum í rekstrinum sé gengið út frá svokölluðu Murphys-lögmáli. Samkvæmt því fer allt úrskeiðis sem getur farið úrskeiðis. Það er ekki laust við að Stöð 2 sé að upplifa Murphys-lögmálið um þessar mundir, þrátt fyrir hetjulega baráttu. Ollum er í fersku minni hvemig til tókst fyrsta útsendingar- daginn, þegar hljóðið vatnaði. Stöð 2 virðist líka eiga í einhveijum erfíð- leikum með sendi sinn, því bæði er myndin sem send er út meira flökt- andi en hjá ríkissjónvarpinu, og liturinn allur muskulegri en þar gerist af einhvetjum ástæðum. Víkveiji heyrir að unnið sé hörðum höndum að því að fínna lausn á þessu vandamáli. í þriðja lagi stendur Stöð 2 nú frammi fyrir því á viðkvæmasta tíma, þegar hún beinlínis berst fyr- ir lífi sínu, að framleiðandi lyklanna eða brenglunarbúnaðarins, sem Stöð tvö ætlaði að byggja rekstur- inn á að verulegu leyti, hefur alls ekki getað fullnægt eftirspuminni hér á Jandi, eins og heitið hafði verið. Á meðan hrannast umsóknir upp héma heima og stöðin verður af dýrmætum tækjum. Því mun sjónvarpsstjórinn, dr. Jón Óttar Ragnarsson, vera farinn utan haf- andi sér til trausts og halds fransk- an lögfræðing til að knýja framleiðandann til að standa við gefín fyrirheit eða bæta stöðinni tjónið að öðrum kosti. Murphys-lögmálið virðist því ekki síður eiga við hér á landi en í Bret- landi og það gaeti því verið skyn- samlegt fyrir þá aðila sem eru að hugsa sér til hreyfíngs á þessu sviði í framtíðinni að taka það með í reikninginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.