Morgunblaðið - 09.12.1986, Side 85
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1986
85
Eyjólfur Konráð Jónsson, Guðrún Agnarsdóttir og Ragnar Arnalds
á fundinum i New York.
hækka skatta og því verði að ná
fullum endurgreiðslum til lánasjóðs-
ins.
Bent var á að ýmsar leiðir séu
til spamaðar í menntakerfinu. Til
dæmis megi stórauka upplýsingar
um nám og styrki erlendis. Margir
renni blint í sjóinn og viti ekki hvað
standi þeim til boða erlendis. Enn-
fremur höfðu menn áhyggjur af
nýju námsstyrkjunum og möguleik-
um á geðþóttaveitingu og mismun-
un milli námsgreina.
I fundarlok var samþykkt álykt-
un þar sem harðlega er mótmælt
tillögum um breytingar á lögum um
lánasjóðinn og þær taldar aðför að
jafnrétti til náms, án tillits til efna-
hags, kynferðis eða búsetu. “Breyt-
ingar þessar vega að einni
mikilvægustu auðlind þjóðarinnar,
auðlind þekkingar og menntunar
með fyrirsjáanlegum og dýrkeypt-
um afleiðingum," segir í ályktun-
inni. Skorað er á alla þingmenn að
greiða breytingartillögunum ekki
atkvæði sitt og ríkisvaldið hvatt til
að setja fram skýrt markaða stefnu
í menntamálum.
Námsmenn í New York héldu
ennfremur í síðustu viku fund með
íslenskum þingmönnum sem sækja
um þessar mundir þing Sameinuðu
þjóðanna í New York. Guðrún Agn-
arsdóttir átaldi að stjómarandstöð-
unni höfðu ekki verið sýndar þessar
tillögur um breytingu á lánasjóðs-
lögum. Hún taldi það sérlega
hættulega tilhneigingu að miða
nám við þjóðhagslega hagkvæmni
og kvaðst álíta að breytingartillög-
urnar muni umsvifalaust leiða til
ójöfnuðar.
■ Ragnar Amalds benti á að núna
séu stærstu árgangar síðari ára að
hefja háskólanám, þessi mikla
ásókn í námslán sé tímabundin og
óeðlilegt að breyta lögum um lána-
sjóðinn til að bregðast við einstæðu
ástandi. Ragnar taldi augljóst að
endurgreiðslur viðbótarlána LÍN
samkvæmt fyrirliggjandi tillögum,
reynist flestum ofviða. Hann sagð-
ist álíta að fmmvarp um LÍN verði
ekki afgreitt sem lög fyrir kosning-
amar næsta vor, en það sé hinsveg-
ar engin trygging fyrir því að þessar
hugmyndir um hámarksnámslán
verði lagðar á hilluna.
Eyjólfur Konráð Jónsson varpaði
fram þeirri hugmynd að náms-
styrkjum verði veitt til allra eftir
því sem lánasjóðurinn eflist í fram-
tíðinni. Eyjólfur taldi koma til
greina að ríkið tæki sérstök lán til
að brúa bilið vegna stóru árgang-
anna sem núna stefna í framhalds-
nám. Hann tók undir þá skoðun
Ragnars Amalds að hugsanlega
yrðu breytingartillögumar ekki af-
grejddar á þessu þingi.
A fundinum bentu menn á að
breytingamar á lánasjóðnum muni
fyrst og fremst valda því að færri
sæki í nám í Bretlandi, Banda-
rílq'unum og öðrum löndum þar sem
skólagjöld em há og dvalarkostnað-
ur fremur dýr. Þessi námslána-
stefna gæti valdið því að flestir fari
í framhaldsnám á Norðurlöndum.
Ennfremur kváðust ýmsir óttast að
lár.sákvæði af þessu tagi valdi því
að menntun Islendinga erlendis
verði einhæfari en hingað til og
sérlega komi það niður á hugvís-
indagreinum.
(ÍKBF0RLB6SBEKÚP.
I \ • Lítill, sætur og ótrúlega
W-_______H m ■ H rúmaóður.
FYRIB
rúmgóður.
Létturog lipuríbænum.
Eyðir næstum engu.
Hægt að ieggja honum hvar
sem er.
Skutlan kostar nú frá aðeins
259 þúsund krónum.
Skutlan er flutt inn af Bíla-
borg h/f. Það tryggir 1. flokks
þjónustu, sem er rómuð af öll-
um sem til þekkja.
BÍLABORG HF
Smiðshöföa 23sími 6812 99