Morgunblaðið - 12.12.1986, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.12.1986, Qupperneq 1
96 SIÐUR B tfgnnHfifeÍfe STOFNAÐ 1913 281.tbl.72.árg. FOSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Líbanon: Palestínskir skærulið- ar leggja niður vopn Damaskus, Beirut, Trípólí, Tel Aviv, AP og Reuter. SVEITIR Palestínumanna tilkynntu í gær að hafið væri vopnahlé, sem þegar tæki gildi, eftír hðrð átök við flóttamannabúðir í Beirút og Suður-Líbanon. Ekki er vitað hvort andstæðingar þeirra, vopnað- ar sveitir amal síta, hefðu samþykkt að virða vopnahléð. Að minnsta kosti 470 manns hafa látið lífið og 1.077 særst síðan átökin brutust út við flóttamanna- búðirnar í Beirút og við Maghdous- heh, bæ kristinna manna, 24. nóvember. Stríðið um yfirráð yfir Vestur-Þýskaland: Saksóknari varar við hryðjuverkum Karlsruhe, Reuter. KURT Rebmann ríkissaksóknari í Vestur-Þýskalandi sagði alþjóð í gær að búa sig undir auídn hryðjuverk Rauðu herdeildar- innar (RAF). Undanfarin tvö ár hafa útsendarar samtakanna myrt átta manns. Rebmann sagði á blaðamanna- fundi í Karlsruhe að RAF nyti víðtæks stuðnings velunnara sinna. „Það er yfirlýst stefna RAF að hrifsa til sín frumkvæðið og hefja sókn," sagði Rebmann. Hann kvaðst ekki geta greint nákvæmlega frá því gegn hverjum árásir Rauðu herdeildarinnar myndu beinast. Þar kæmu til greina menn og stofnanir, sem tengdust stjórnmálum, hernum, dómskerf- inu, vopnaframleiðslu og tækni og vísindum. Hann skoraði á ríkisstjórnina að taka til endurskoðunar eftir kosn- ingarnar í janúar hvort ekki ætti að hlífa hryðjuverkamönnum, sem gefa sig yfirvöldum sjálfviljugir á vald, við málshöfðun. Slíkt ákvæði var fellt úr lögum gegn hryðjuverkum, sem samþykkt voru á þingi í þessum mánuði, vegna ágreinings stjórnarfiokk- anna. fióttamannabúðunum hefur nú staðið í nítján mánuði. Iranar hafa reynt að miðla mál- um milli hinna stríðandi fylkinga og Palestínumennirnir, sem lögðu niður vopn, eru hlynntir stjórn Khomeinis erkiklerks. Fatah, stærsti hópurinn innan Frelsissam- taka Palestínu (PLO), átti ekki aðild að vopnahlésviðræðunum. ísraelar gerðu í gær loftárás nærri flóttamannabúðum í norður- hluta Líbanon, sem er á valdi Sýrlendinga. 15 létustrf árásinni og 22 særðust. Þar á meðal biðu fjórir Líbanar bana þegar sprengja sprakk hálftíma eftir árásina. Talsmaður ísraelshers sagði að árásin hefði beinst að búðum og búnaði palestínskra skæruliða undir forystu Abus Nidal og Abus Mussa. ísraelar hafa gert átján loftárásir á Líbanon á þessu ári. AP/Slmamynd Þessi mynd var tekin er vopnuð sveit Palestínumanna lagði niður vopn í bænum Maghdousheh í Líbanon í gær. Ungverjaland: Alþjóða- bankinn opnar útibú \Vashin0on, AP. ALÞJOÐALÁNASTOFNUNIN mun í næsta mánuði hefja rekstur banka í Búdapest í Ungverjalandi og verður þar með brotíð blað í sögu banka- mála þar í laiidi. Stofnfé bank- ans verður 1 milljarður fór- inta (um 800 milljónir ísl. kr.). Ríkisstjórnir 130 landa standa að Alþjóða lánastofnuninni sem er útibú Alþjóðabankans. Hingað til hefur stofnunin ekki annast bankarekstur í kommúnistaríkj- unum þar sem öll fjármálastjórn hefur ve'rið í höndum stjórnvalda. Á undanförnum árum hafa Ung- verjar þó gert hvað þeir geta til að laða erlent fjármagn inn í landið í því skyni að auka fram- leiðni og hagvöxt. Yfirmaður CIA í yfirheyrslu um vopnasölumálið: Casey haf ði spurnir af greiðslum til skæruliða - áður en málið komst í hámæli Washington, AP. WILLIAM Casey, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar (CIA), kvaðst í gær hafa byrjað að spyrja spurninga um það hverjir hefðu fengið féð, sem íranir greiddu fyrir vopnasend- ingar, snemma í október. Casey sagði að fyrrverandi skjólstæð- ingur sinn, Roy M. Furmark, hefði þá látið að þvi liggja að greiðslur fyrir vopn hefðu runn- ið í vasa skæruliða í Nicaragua. Casey virtist þó gera greinarmun á ummælum Furmarks og nánari vitneskju um fyrirkomulag vopna- sendinganna: „Ég frétti fyrst af þessu þegar Edwin Meese sagði öllum fráþessu," sex vikum síðar. Utanríkisráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins: Vilja ræða takmörkun hef ðbundinna vopna Brussel, frá Öiiiiu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. AÐILDARRIKI Atlantshaf sbandalagsins eru reiðubúin til að hef ja viðræður við Varsjárbandalagið um undirbúning samningavið- ræðna um takmörkun hefðbundinna vopna í allri Evrópu, eða frá Úralfjðllum til Atlantshafs. Þetta kemur fram í svokallaðri „IJruss- el-yf irlýsingu um takmörkun hefðbundinna vopna" sem utanrikis- ráðherrafundur NATO sendi frá sér í gær. f gær áttu Matthías Á. Mathi- esen utanríkisráðherra og Joe Clark, utanríkisráðherra Kanada, með sér einkafund, þar sem þeir ræddu samstarf Islands og Kanada. Ráð- herrarnir fjölluðu m.a. um leiðir til að vinna gegn sam- tökum er beita ólögmætum afgerðum til að auglýsa bar- áttumál sin. Undirbúningsviðræðurnar verða haldnar í Vín þar sem ráð- stefna um öryggi og samvinnu í Evrópu stendur yfir og rætt hefur verið um fækkun herafla í Evrópu I tæp fjórtan ár. Sérstakur starfshópur NATO, sem fjallar um hefðbundinn vígbúnað bæði austan og vestan járntjalds, tók til starfa eftir ráð- herrafund bandalagsins í Halifax fyrir hálfu ári. Fyrsta skýrsla hans var til umræðu á fundinum í gær og var ákveðið að leita leiða til að koma á jafnvægi í hefð- bundnum vopnum og herafla í Evrópu. George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði á ráðherrafundinum að ástandið í afvopnunarmálum væri mun betra nú en fyrir tveimur árum. Matthías Á. Mathiesen, ut- anríkisráðherra, situr fundinn ásamt Einari Benediktssyni, sendiherra og fastafulltrúa ís- lands hjá NATO, og Hreini Loftssyni, aðstoðarmanni ráð- herra. Sjá einnig bls. 36. Morgunbla6ifi7Anna Bjamadóttir/Símamynd. Casey greindi frá þessu þegar hann kom úr yfirheyrslu fyrir lukt- um dyrum hjá leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Fyrr hafði verið haldið fram að Casey hefði borið því vitni að Fur- mark hefði 7. október varað sig við því að kanadískir milligöngumenn um vopnasöluna hefðu hótað að greina frá greiðslunum. Heimilda- menn sögðu að nefndarmenn hefðu verið steini lostnir vegna orða Cas- eys, sem bar vitni í gær og fyrradag. Hermt var að 8. október hefði Casey rætt við John Poindexter, sem þá var öryggismálaráðgjafi, um hótun Kanadamannanna. Fabian Ver, fyrrum yfirmaður hersins á Filippseyjum, tók þátt í ráðabruggi um að koma í veg fyrir að George Shultz utanríkisráðherra og Caspar Weinberger varnarmála- ráðherra fregnuðu af vopnasend- ingum til írans, að því er sagði í dagblaðinu San Francisco Examin- er í gær. Þar var haft eftir embættismanni dómsmálaráðu- neytisins að Ver, sem gegndi embætti undir stjórn Ferdinands Marcosar, hefði ritað nafn sitt á falsaðar móttökukvittanir fyrir vopnasendingum. Saudi-arabíski vopnasalinn og auðkýfingurinn Adnan Khashoggi sagði í viðtali við sjónvarpsstöðina ABC að hann hefði átt frumkvæðið að vopnasölunni. 1. júlí 1985 hefði hann skrifað Robert McFarlane, sem þá var utanríkisráðherra, og boðist til að kynna hann fyrir hóf- sömum öflum í íran.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.