Morgunblaðið - 12.12.1986, Síða 2

Morgunblaðið - 12.12.1986, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 IBM-Reykjavíkur- skákmótið: Þátttakendur verða tólf VEGNA mikillar ásóknar er- lendra skákmanna var þátttak- endum í IBM-Reykjavíkurskák- mótinu fjölg'að um tvo. Portich frá Ungvetjalandi og Polugaj- evsky frá Sovétríkjunum bætast í hópinn. Mótið hefst á Hótel Loftleiðum 18. febrúar. Skákmennirnir tólf eru: Korchnoi frá Sviss, Timman frá Hollandi, Short frá Bretlandi, Ljubojevic frá Júgóslavíu, Agdestein frá Noregi, Portisch frá Ungverjalandi, Belj- avsky og Polugajevsky frá Sov- étríkjunum og íslenzku stórmeistar- amir Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason og Margeir Pétursson. Sjónvarp Akureyri Eyfirska sjónvarpsfélagið hf., Sjónvarp Akureyri, hóf útsend- ingu kl. 20 i gærkveldi. Útsendingin hófst með ávarpi sjónvarpsstjórans, Bjama Hafþórs Helgasonar. Eftir ávarp Bjama var sýndur þátturinn Allt er þá þrennt er, síðan íslenski þátturinn Sviðs- ljós, þá sakamálaþátturinn Miami Vice og loks kvikmyndin Diner. Útsending verður ótrufluð fyrst um sinn. í dag hefst útsending Sjón- varp Akureyrar kl. 20:30. Jólalesbók barnanna Sendið teikningar, sögur og ljóð EINS OG á undanförnum árum mun Morgunblaðið gefa út sérstaka jólalesbók fyrir börn, sem kemur með blaðinu á aðfangadag jóla. Böm hafa átt meginhluta efn- is í jólalesbókinni og eru þau nú enn hvött til þess að setjast niður hið fyrsta og senda Morg- unblaðinu teikningar, sögur, frumsamin ljóð, gátur, skrýtlur og þrautir. Eðlilegt er að efnið tengist jólunum og hátíðinni, fæðingu frelsarans, friði á jörð og hvem- ig við getum glatt aðra. Einnig getið þið sagt frá jólasveinunum sem eru að flykkjast í bæinn um þessar mundir og teiknað myndir af þeim. Segið frá og teiknið myndir af því sem ykkur er efst í huga. Tíminn er naum- ur og þurfa sögumar, teikning- amar, ljóðin og allt efni að póstleggjast eigi síðar en nk. mánudag 15. desember. Merkið efni ykkar vel. Heimilisfangið er: Morgunblaðið Jólalesbók bamanna Aðalstræti 6 101 Reykjavík. Glæsilegir hátíðartónleikar Morgunblaðið/RAX ÞETTA voru glæsilegir hátíðartónleikar, sagði Jón Ásgeirsson, tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins, um tónleika Sinfóníuhljómsveit- ar íslands og Pólýfónkórsins í Hallgrimskirkju í gærkveldi fyrir troðfullu húsi. Á efnisskránni var Messías eftir Hándel, flutt af Pólýfónkómum ásamt Sinfóníuhljómsveitinni undir stjóm Ingólfs Guðbrandssonar. Einsöngvarar voru Maureen Braithwaite, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Ian Partridge og Peter Colman Wright. Kirkjan tek- ur um 1100 manns og hafa verið uppi getgátur um það hvemig hljómburður sé í henni. Jón Ásgeirsson sagði líklegt, að enn yrði að gera ýmsar tilraunir áður en úr því fæst skorið hversu vel kirkjan hentar til tónlistarflutnings. Hvað svo sem segja má um hljómburðinn voru tónleikamir glæsilegir í alla staði, sagði Jón. Sjá bls. 40: Messías er alltaf nýr. Sj ómannadeilan til sáttasemjara DEILU undirmanna á fiskiskip- um og Landssambands islenskra útvegsmanna var í gær vísað til rikissáttasemjara. Guðlaugur Þorvaldsson, ríkis- sáttasemjari, sagði að hann hefði boðað sáttafund á mánudag kl. 14 með fulltrúum LIÚ og Sjómanna- sambandsins. Samið um sölu Borg- arspítal- ans í dag? EKKI var gengið frá samningi milli Reykjavíkurborgar og ríkis- ins um sölu Borgarspítala í gær, eins og búist hafði verið við. AU- ar líkur eru á að svo verði í dag. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði að hann hefði hitt fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra að máli í gærmorgun, en ekki _ hefði verið gengið frá samningi. Óljóst er hve hlutur borgarinnar í spítalanum er stór og sagði Davíð að það yrði metið, en það tæki 2-3 mánuði. Rætt hefur verið um að ríkið greiði hlut borgarinnar með skuldabréfum til tuttugu ára eða lengri tíma. Ef samningur næst verður hann lagður fyrir borgarráð á þriðjudag, en þar sem ljóst er að hann verður ekki samþykktur samhljóða þar verður málið lagt fyrir borgar- stjómarfund næstkomandi fimmtu- dag. Samningurinn er ekki gildandi fyrir borgina fyrr en samþykkt borgarstjómar liggur fyrir. I fyrirspumatíma á Alþingi í gær lagði Ragnhildur Helgadóttir heil- brigðisráðherra áherslu á þau sjónarmið að saman færu fjár- hagsábyrgð og rekstrarábyrgð og að með kaupum ríkisins á spítalan- um mætti auka hagræðingu og spamað í rekstri hans án þess að það kæmi niður á þjónustu við sjúkl- inga. Þá hefur ráðherra lagt áherslu á að tryggt verði að spítalinn verði áfram sjálfstæð stofnun með sjálf- stæða stjóm. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins liggja endanlegar tillögur í þeim efnum ekki enn fyrir, heldur verður geng- ið frá þeim í samráði við stjóm spítalans síðar meir. Sjá frásögn bls. 44 Útlendingurinn í stofufangelsinu ákærður fyrir svik í bátaviðskiptum MAÐURINN, sem nú er í stofufangelsi á hóteii í Reykjavík vegna framsals- kröfu sænskra yfirvalda, starfaði við bátasölu í Svíþjóð. Fyrirtækið sem hann starfaði hjá telur að hann hafi ekki staðið skil á sölu- verði báta til þess. Eins og sagt var frá í Morgun- Bæjarstjórn Grindavíkur: Slítum samstarfinu í Heilsugæslustöð Suðumesja reynist það dýrari kostur blaðinu í gær var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald í Sakadómi Reykjavíkur í síðustu viku. Hann mun vera bandarískur ríkisborgari, en hefur starfað lengi í Svíþjóð og hefur oftsinnis dvalist á íslandi, en þá af persónulegum ástæðum. Sænsk yfirvöld fóru fram á handtöku og framsal hans vegna ákæm um stórfelld flársvik. Ekki fengust upplýsingar um það í gær hve háar fjárhæðir er um \ að ræða. Ástæða þess að mannin- um er haldið föngnum á hóteli í Reykjavík er sú að heilsa hans þykir of bágborin til að hægt sé að vista hann í Síðumúlafangels- inu. Hæstiréttur mun fljótlega úr- skurða um það hvort skilyrði séu til framsals, en dómsmálaráðherra tekur síðan ákvörðun um það hvort maðurinn verði framseldur. Grindavík. BÆJARSTJÓRN Grindavíkur samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að fela bæjarráði að kanna frekar hvort ástæða sé til að hætta sam- starfi í Heilsugæslustöð Suðurnesja og kalla saman sérstakan fund bæjarstjórnar ef ástæða þykir til að slíta samstarfinu um næstu áramót. Fyrir fundinum lágu fundargerð- hækka um 75% miili áranna 1986 ir frá heilsugæslunefnd Grindavíkur og 1987 og samanburðurinn gaf sem hefur gert úttekt á samstarfinu fyllilega til kynna að Grindvíkingar við Héilsugæslustöð Suðumesja og ættu að geta rekið eigin heilsu- samanburð við heilsugæslustöðvar gæslustöð á hagkvæmari hátt. Á í nokkrum sveitarfélögum á Suður- bæjarstjómarfundinum kom fram landi. Var sérstaklega varað við að að búið væri að óska eftir sundurlið- heilsugæsla í Grindavík muni un á fjárhagsáætlun frá HSS en þar kemur fram að hlutur Grindavíkinga verður 3,2 milljónir á næsta ári. Kr. Ben. INNLENT Mjólkrn greidd út í dag RÍKIÐ lánaði afurðastöðvum í mjólkuriðnaði 85 milljónir í gær til að mjólkursamlögin geti greitt bændum fyrir innlagða mjólk í nóvember. Einnig lánaði verð- miðlunarsjóður 50 milljónir í þessum tilgangi. Mjólkursamlögin áttu að greiða bændum fyrir mjólkurinnleggið þann 10. desember, en þau töldu sig ekki geta staðið við greiðslumar vegna fjárskorts, einkum vegna ófrágengins uppgjörs á milli ríkis- ins, bænda og afurðastöðvanna vegna framleiðslu mjólkur á síðasta verðlagsári. Varð að samkomulagi að samlögin fengju umrædd lán fram yfir áramót til að leysa vand- ann á meðan gengið er frá endan- legu uppgjöri. Fleiri ráðstafanir voru gerðar og geta bændur átt von á peningum sínum í dag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.