Morgunblaðið - 12.12.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986
3
Berglind Bjarnadóttir
Berglind
Bjarnadótt-
ir látin
BERGLIND Bjarnadóttir söng-
kona lést á Landspítalanum
síðastliðinn miðvikudag, eftir
langvarandi veikindi. Hún var
29 ára gömul.
Berglind var fædd í Hafnarfírði
6. apríl 1957, dóttir hjónanna Fríðu
Ásu Guðmundsdóttur og Bjarna
Ólafssonar. Hún lauk stúdentsprófi
frá Flensborgarskóla og stundaði
söngnám frá unga aldri. Árið 1979
fluttust hún tii Svíþjóðar ásamt eig-
inmanni sínum, Rúnari Matthías-
syni sálfræðingi, og bjó lengst af
síðan í Stokkhólmi og stundaði
söngnám og kennslu.
Berglind hélt nokkra hljómleika
hér heima og í Svíþjóð og var þekkt
fyrir þátttöku sína í söngflokknum
„Lítið eitt“.
Kjóll kr. ■ 1.490,-
Eyrnaskjól . kr. 250,-
Gamosíur .. kr. 850,-
Belti kr. 590,-
Peysa kr.Z >.490.-
Buxur kr.Z >.790,-
KARNABÆR
unglingadeild
Austurstræti 22 sími — 45800
♦
Opið til kl. 18 á morgun laugardag.
Nokkrir sýna
áhuga á gras-
kögglaverk-
smiðjunum
NOKKRIR aðilar hafa sýnt
áhuga á að kaupa þær þrjár gras-
kögglaverksmiðjur rikisins sem
auglýstar hafa verið til sölu.
Heimamenn á öllum stöðunum
hafa sýnt áhuga og fleiri. Til
dæmis hefur þýskur aðili sýnt
áhuga á að kaupa grasköggla-
verksmiðjuna í Flatey í Horna-
firði. Mun hann hafa í huga að
reka þar hestabú og flytja gras-
köggla út til Þýskalands.
Graskögglaverksmiðjumar sem
ríkið ætlar að selja eru: Fóðuriðjan
í Saurbæ í Dölum, Stórólfsvallabúið
við Hvolsvöll og graskögglaverk-
smiðjan í Flatey í Hornafirði.
Tilboðsfrestur rennur út 15. janúar
næstkomandi og hafa engin tilboð
borist enn sem komið er. Sumir af
þeim sem áhuga hafa sýnt á rekstri
verksmiðjanna hafa orðað leigu
verksmiðjanna eða kaupleigu.
Nokkrir menn í Rangárvallasýslu
eru að kanna undirtektir bænda og
fyrirtækja þeirra á Suðurlandi fyrir
kaupum á Stórólfsvallabúinu.
• Magnús Finnbogason á Lágafelli
staðfesti þetta í samtali í gær.
Hann sagði að einungis væri verið
að leita að grundvelli til kaupa, og
ekki byijað að safna hlutafé. Hann
sagði að draumur sinn væri að
mynda öflugt almenningshlutafélag
um kaupin og sagðist vera með
hugmyndir um breytingar á rekstr-
inum með tilliti til markaðsað-
stæðna í kögglaframleiðslunni,
meðal annars með því að leggja
aðaláherslu á fóðurblöndun. Fleiri
aðilar hafa sýnt áhuga á kaupum
verksmiðjunnar á Hvolsvelli, til
dæmis fiskeldismaður sem mun
hafa hug á að framleiða þar fiska-
fóður.
Föt .............. kr. 9.450.-
Skyrta ........... kr. 1.690.-
Bindi ............ kr. 550.-
Skyrta ........... kr. 1.690.-
Peysa ............ kr. 2.190.-
Bindi ............ kr. 550.-
NÝ OG
BETRI BÚÐ
Bonaparte
L Austurstræti 22
----—a—