Morgunblaðið - 12.12.1986, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986
Uppselt
Itakt við tímann var að venju í
umsjón þeirra Elísabetar Sveins-
dóttur, Jóns Hákonar Magnússonar
og Ólafs Haukssonar. í þættinum
var að ríkulega kneyfað af tónlistar-
brunninum og lyfti sannarlega
huganum að sjá Jón Hákon í Lang-
holtskirkju þar sem Jón Stefánsson
söngstjóri æfði kórinn. Gaman að sjá
hversu áhuginn getur lyft fólki í fang
tónlistargyðjunnar en mikið og óeig-
ingjamt starf er unnið í kirkjum
lands vors og vissulega stendur kór
Langholtskirkju þar framarlega í
fríðum flokki. Þeir nafnamir náðu
og vel saman í kirkjunni og er ætíð
gleðilegt að sjá sjónvarpsmenn ná
áttum . Menn eiga bara að vera þeir
sjálfir fyrir framan sjónvarpsvélam-
ar í stað þess að eltast við hann
Ómar Ragnarsson.
En ekki létu stjómendur fyrr-
greinds sjónvarpsþáttar staðar
numið síðastlið miðvikudagskveld við
hina kirkjulegu tónlist. Ólafur
Hauksson kvaddi til Eirík Hauksson
kennara og söngvara en Eiríkur hef-
ir að undanfömu gert það gott á
jólaplötumarkaðinum með dyggum
stuðningi nemendanna. Er svo sem
ekkert við þvi að segja þótt kennarar
freistist til að þyngja pyngjuna svona
rétt fyrir jólin og vafalust þykir
krökkunum bara gaman að syngja
inná jólaplötuna hans Eiríks. En svo
mætti Ólafur Hauksson á vettvang
með sjónvarpsmyndavélamar. Platan
hans Eiríks er spiluð og nokkmm
krökkum sópað útúr Tjamarskóla á
ísilagða Tjömina þar sem þau sprikla
í takt við hinn fslenska bamakenn-
ara. Hvílík auglýsingamennska eða
telja menn við hæfi að íslenskir
gmnnskólanemendur séu notaðir til
að selja jólaplötur? Vafalaust er
Friedman blessaður harðánægður
með þessa þróun en hvað um for-
eldra bamanna og skólayfírvöld að
ekki sé talað um yfirstjóm sjón-
varpsins? Em þáttastjómm engar
skorður settar hvað varðar auglýs-
ingamennsku?
Jólasaga
En víkjum nú spönn frá hröngli
jólamarkaðarins er senn frýs saman
þannig að hvergi verður þverfótað
fyrir glingrinu . í Bók bókanna Jó-
hannesarguðspjalli 8.54 segir Krist-
ur: Ef ég vegsama sjálfan mig.er
vegsemd mín engin. Þessu virðist
þveröfugt farið á hinum íslenska jóla-
markaði. Þeir rithöfundar er hafa
hæst seljast og auglýsingameistar-
amir lofa áræðni listamannanna.
Hinir hógværa er vilja snerta lesend-
ur með listinni einni saman hverfa í
skuggann.
Hljóönar að kveldi
Einna hæst lætur í auglýsinga-
meisumnum á Bylgjunni en þó
hljóðnar sá kliður er liður að kveldi.
Tökum sem dæmi síðastliðið mánu-
dagskveld er hún Vilborg Halldórs
bauð Gunnlaugi Guðmundssyni
stjömuspekingi til skrafs og ráða-
gerða en Gunnlaugur var með
stjömukort Bylgjunnar í farteskinu.
þótti mér merkilegust greining
Gunnlaugs á Einari útvarpsstjóra
sem hann kvað hinn mesta ná-
kvæmnismann.harðstjóra og stöðugt
í leit að fullkomnun. Er greinilegt
að Einar hefir til að bera ríkulega
leiðtogahæfíleika. Nú og svo var hún
Vilborg býsna lipur við að veiða
leyndardóma stjömuspekingsins oní
hlustendur. Að afloknum þætti Vil-
borgar hófust Vökulok Bylgjunnar
notalegur fréttatengdur þáttur sem
allajafna er í umsjón fréttamanna.
Sigmar B. á hér síðasta orðið. í
gærmorgun á Rás 2 lýsti hann rann-
sóknum sænsks jólagjafadósents
(cand merc) á jólagjafavenjum Svía
er leiddu í ljós að 73% jólagjafanna
missa marks og í öðm lagi komst
jólagjafadósentinn að þeirri merki-
legu niðurstöðu að blessuð Jólin séu
stöðugt að lengjast. Þá vitum við það.
Ólafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP / SJÓNVARP
Rás 2:
Tónlistar-
krossgátan
Á sunnudag
1 f;oo verður Jón
■*■ Gröndal með
tónlistarkrossgátu sína að
venju og er þetta sú 67. í
röðinni.
Jón leggur einfaldar tón-
listarspurningar fyrir
hlustendur, leikur lög og
spyr um flytjendur þeirra,
höfunda eða annað þeim
tengt. Þá leggur hann gát-
ur fyrir hlustendur, en þær
má ráða af textum lag-
anna.
Lausnir kossgátunnar
skulu sendar til Tónlistar-
krossgátunnar og heimilis-
fangið er:
Ríkisútvarpið Rás 2,
Efstaleiti 1,
108 Reykjavík.
Stöð Tvö:
Skriðdrekinn
■H í kvöld er á
05 læstri dagskrá
Stöðvar tvö
myndin „Skriðdrekinn“ eða
Tank eins og hún nefnist
á ensku. Myndin fjallar um
skriðdrekaforingja nokk-
urn, sem James Gamer
leikur, en sá er hörkutól
mikið. Skriðdrekaforinginn
á son, en sá verður svo
óheppinn að fá sveitalög-
reglustjóra nokkurn upp á
móti sér. ímugustur lög-
reglustjórans verður slíkur
að hann handtekur strák-
inn og stingur honum inn
á fölskum forsendum. Eng-
in leið reynist að fá kauða
úr haldi, svo pabbi gamli
grípur til eina ráðsins sem
hann kann. Hann fer á fjöl-
skyldu-skriðdrekanaum og
nær í strákinn. Fjallar
myndin um þetta brottnám
og eftirmál þess.
I kvikmyndahandbók
vorri segir að ekki sé vinn-
andi vegur að gagnrýna
myndina, þar sem að hún
skili algerlega því sem lof-
að er og áhorfendur kunni
svo sannarlega að meta
hana burtséð frá kvik-
myndfræðilegu gildi.
Myndin fær tvær og hálfa
stjömu af fimm möguleg-
um.
ÚTVARP
FÖSTUDAGUR
12. desember
6.45 Veðurfregnir. Baen.
7.00 Fréttir.
7.03 Morgunvaktin.
Páll Benediktsson, Þorgrím-
ur Gestsson og Guðmundur
Benediktsson. Fréttir eru
sagðar kl. 7.30 og 8.00 og
veðurfregnir kl. 8.15. Til-
kynningar eru lesnar kl.
7.25, 7.55 og 8.25.
7.20 Daglegt mál.
Erlingur Siguröarson flytur
þáttinn. (Frá Akureyri.)
9.00 Fréttir.
9.03Jólaalmanakiö.
„Brúðan hans Borgþórs'',
saga fyrir börn á öllum aldri.
Jónas Jónsson les sögu sína
(10). Jólastúlkan, sem flettir
almanakinu, er Sigurlaug
M. Jónasdóttir.
9.20 Morguntrimm. Tilkynn-
ingar.
9.35 Lesiöúrforustugreinum
dagblaðanna.
9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir.
10.10 Veöurfregnir.
10.30 Sögusteinn.
Umsjón: Haraldur Ingi Har-
aldsson. (Frá Akureyri.)
11.00 Fréttir.
11.03 Samhljómur.
Umsjón: Sigurður Einars-
son.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
14.00 Miðdegissagan:
„Glópagull", aevisöguþættir
eftir Þóru Einarsdóttur.
Hólmfriður Gunnarsdóttir
bjó til flutnings og les (9).
14.30 Nýtt undir nálinni.
Elín Kristinsdóttir kynnir lög
af nýjum hljómplötum.
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
15.20 Landpósturinn.
Lesið úr forustugreinum
landsmálablaða.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið.
Stjórnendur: Kristin Helga-
dóttir og Vernharður Linnet.
17.00 Fréttir.
17.03 Síðdegistónleikar.
a. Semiramide, forleikur eft-
ir Gioacchino Rossini.
Sinfóníuhljómsveit Lundúna
leikur; Claudio Abbado
stjórnar.
b. Atriði úr óperunni „Hans
og Gréta" eftir Engilbert
Humperdinck. Herman
Prey, llse Gramatzki,
Eugem Hug, Birgitte Lindn-
er, Edda Mosert o.fl. syngja
með Gurzenich-hljómsveit-
inni í Köln; Heinz Wallberg
stjórnar.
17.40 Torgið — Menningar-
mál. Umsjón: Óðinn Jóns-
son.
18.00 Þingmál.
Atli Rúnar Halldórsson sér
um þáttinn.
18.00 Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.35 Daglegt mál. Endurtek-
inn þáttur frá morgni sem
Erlingur Sigurðarson flytur.
(Frá Akureyri.)
19.40 Lestur úr nýjum barna-
og unglingabókum.
Umsjón: Gunnvör Braga.
Kynnir: Ágústa Ólafsdóttir.
20.00 Lög unga fólksins.
Valtýr Björn Valtýsson kynn-
ir.
20.40 Kvöldvaka.
a. Ljóöarabb. Sveinn Skorri
Höskuldsson flytur.
fJi.
tf
FOSTUDAGUR
12. desember
17.30 Á döfinni
Jólabækur kynntar.
18.00 Litlu Prúðuleikararnir
(Muppet Babies). 21. þáttur.
Teiknimyndaflokkur eftir Jim
Henson. Þýðandi Guðni
Kolbeinsson.
18.25 Stundin okkar
Endursýndur þáttur frá 7.
desember.
18.66 Skjáauglýsingar og dag-
skrá
19.00 Á döfinni
19.10 Þingsjá
Umsjónarmaður Ólafur Sig-
urðsson.
19.30 Spítalalíf
(M*A*S*H). Ellefti þáttur.
Bandarískur gamanmynda-
flokkur sem gerist á neyöar-
sjúkrastöð þandaríska
hersins í Kóreustríðinu. Að-
alhlutverk: Alan Alda.
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
19.25 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veöur
20.30 Auglýsingar
20.40 Bonny Tyler
Frá hljómleikum rokksöng-
konunnar í Laugardalshöll
föstudaginn 5. desembersl.
21.45 Sá gamli
(Der Alte). 26. Bjargvættirn-
ir.
Þýskur sakamálamynda-
flokkur. Aðalhlutverk Sieg-
fried Lowitz. Þýðandi
Þórhallur Eyþórsson.
22.45 Kastljós
Þáttur um innlend málefni.
23.20 Seinni fréttir
23.25 Komdu aftur, Jimmy
Dean
(Come Back to the Five and
Dime, Jimmy Dean).
Bandarísk bíómynd frá
1982. Leikstjóri Robert Alt-
man. Aðalhlutverk: Sandy
Dennis, Cher og Karen
Black.
Sex konur, sem mynda
kjarnann í aödáendaklúbbi
kvikmyndaleikarans James
Dean, hittast í smábæ I
Texas til að minnast þess
að tuttugu ár eru liðin frá
dauöa átrúnaðargoðsins
árið 1955. Þýðandi Krist-
mann Eiðsson.
01.20 Dagskrárlok.
STÖDTVÖ
FÖSTUDAGUR
. 12. desember
17.00 Myndrokk. Bandaríski
vinsældalistinn, stjórnandi
er Simon Potter.
18.00 Teiknimynd. Gúmmí-
birnirnir (Gummi Bears).
18.30 Einfarinn (Traveling
Man). Breskur framhalds-
þáttur.
19.30 Fréttir.
19.55 Um víða veröld. Frétta-
þáttur í umsjón Þóris
Guðmundssonar.
20.15 Klassapíur (Golden
Girls). Þættirnir fjalla um
fjórar eldri konur sem ætla
að eyða hinum gullnu árum
ævi sinnar i sólinni í Flórida.
20.40 Hann rekinn, Hún ráðin
(He's fired, She's hired).
Bandarísk sjónvarpskvik-
mynd frá CBS með Karen
Valentine og Wayne Rogers
í aðalhlutverkum. Virtum
framkvæmdastjóra auglýs-
ingastofu er skyndilega sagt
upp störfum og þarf hann
því að finna leiö til þess að
sjá fjölskyldu sinni farboröa.
Konan fer á vinnumarkaöinn
og með hans hjálp gerist
hún textahöfundur hjá fyrr-
um samstarfsmanni eigin-
mannsins.
22.10 Benny Hill. Breskur
gamanþáttur.
22.35 Hvarf Harrys (Disap-
pearance of Harry). Bresk
sjónvarpskvikmynd með
Annette Crosbie, Cornelius
Garret og Kavid Lyon í aðal-
hlutverkum. Einn morgun-
inn fer Harry Webster í
vinnuna eins og vanalega,
en hreinlega gufar upp.
Kona hans hefur leitað að
honum en á meöan á þeirri
leit stendur, kemur ýmislegt
upp sem er henni ekki að
skapi.
00.05 Skriödrekinn (Tank).
Bandarísk kvikmynd með
James Garner, Shirley
Jones, C. Thomas Howell
og G.D. Sprodlin í aðalhlut-
verkum. Þegar syni skrið-
drekaforingja nokkurs er
stungið I fangelsi á fölskum
forsendum reynir Garner að
ná honum út á skriödreka
sínum.
1.05 Myndrokk.
5.00 Dagskrárlok.
b. Úr Mímisbrunni. Þáttur
íslenskunema við Háskóla
íslands. Umræðan um bæk-
ur kvenna í lok nítjándu
aldar. Umsjón: Sigurrós Erl-
ingsdóttir. Lesari með
henni: Anna Þ. Ingólfsdóttir.
c. Úr sagnasjóði Árnastofn-
unar. Hallfreður örn Eiríks-
son tók saman.
21.30 Sígild dægurlög.
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orö kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Vísnakvöld.
Ingi Gunnar Jóhannsson sér
um þáttinn.
23.00 Frjálsar hendur.
Þáttur í umsjá llluga Jökuls-
sonar.
24.00 Fréttir.
00.05 Næturstund i dúr og
moll með Knúti R. Magnús-
syni.
01.00 Dagskrárlok.
Næturútvarps á rás 2 til kl.
03.00.
FÖSTUDAGUR
12. desember
9.00 Morgunþáttur i umsjá
Kolbrúnar Halldórsdóttur og
Sigurðar Þórs Salvarssonar.
Meðal efnis: Spjallað við
hlustendur á landsbyggð-
inni, vinsældalistagetraun
o.fl.
12.00 Hádegisútvarp með
fréttum og léttri tónlist i
umsjá Gunnlaugs Sigfús-
sonar.
13.00 Bót í máli. Margrét
Blöndal les bréf frá hlust-
endum og kynnir óskalög
þeirra.
16.00 Sprettur. Þorsteinn G.
Gunnarsson kynnir tónlist
12. desember
07.00—09.00 Á fætur með
Siguröi G. Tómassyni. Léít
tónlist með morgunkaffinu.
Sigurður lítur yfir blöðin og
spjallar við hlustendur og
gesti.
Fréttir kl. 7.00, 8.00 og
9.00.
09.00—12.00 Páll Þorsteins-
son á léttum nótum. Föstu-
dagspoppiö allsráðandi,
bein lína til hlustenda, af-
mæliskveöjur, kveöjur til
brúðhjóna og matarupp-
skriftir.
Fréttir kl. 10.00, 11.00 og
12.00.
12.00—14.00 Á hádegismark-
aði með Jóhönnu Harðar-
dóttur. Fréttapakkinn,
Jóhanna og fréttamenn
Bylgjunnar fylgjast með því
sem helst er í fréttum, segja
frá og spjalla við fólk.
úr ýmsum áttum og kannar
hvað er á seyöi um helgina.
17.00 Fjör á föstudegi með
Bjarna Degi Jónssyni.
18.00 Hlé.
20.00 Kvöldvaktin - Andrea
Jónsdóttir.
23.00 Á næturvakt með Vigni
Sveinssyni og Þorgeiri Ást-
valdssyni.
3.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagðar kl. 9.00,
10.00, 11.00, 12.20, 15.00,
16.00 og 17.00.
SVÆÐISÚTVARP
AKUREYRI
SVÆÐISÚTVARP VIRKA
DAGA VIKUNNAR
17.30-18.30 Svæðisútvarp
fyrir Reykjavík og nágrenni
- FM 90,1.
18.00-19.00 Svæöisútvarp
fyrir Akureyri og nágrenni —
FM 96,5.
Föstudagsrabb. Inga Eydal
rabbar við hlustendur og les
kveðjur frá þeim, leikur létta
tónlist og greinir frá helstu
viðburðum helgarinnar.
Flóamarkaðurinn er á dag-
skrá eftir kl. 13.00.
Fréttir kl. 13.00 og 14.00.
14.00—16.00 Pétur Steinn á
réttri bylgjulengd. Péturspil-
ar síðdegispoppið og spiall-
ar við hlustendur og
tónlistarmenn.
Fréttir kl. 15.00, 16.00 og
17.00.
17.00-19.00 Hallgrímur
Thorsteinsson í Reykjavík
síðdegis. Þægileg tónlist
hjá Hallgrími, hann lítur yfir
fréttirnar og spjallar við fólk-
ið sem kemur við sögu.
Fréttir kl. 18.00.
19.00—22.00 Þorsteinn J. Vil-
hjálmsson. Þorsteinn leikur
tónlist úr ýmsum áttum og
kannar hvað næturllfið hefur
upp á að bjóða.
22.00-03.00 Jón Axel Ólafs-
son. Þessi síhressi nátt-
hrafn Bylgjunnar heldur
uppi helgarstuöinu með
hressri tónlist.
03.00—08.00 Næturdagskrá
Bylgjunnar. Haraldur Gísla-
son leikur tonlist fyrir þá
sem fara seint í háttinn og
hina sem fara snemma á
fætur.