Morgunblaðið - 12.12.1986, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986
15
Mannleg tengsl eru ekki íþróttagrein...
____Bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Leo Buscaglia: Að elska hvort
annað
Þýðandi: Helga Ágústsdóttir
Útg. Iðunn 1986.
EINS og fram hefur komið í
annarri umsögn, gefst nú flestum
kostur á að fá alls kyns ráðlegg-
ingar í væntumþykju, ástar og
kynlífsmálum; bækur um þessi
samskiptaefni streyma út á bóka-
markaðinn. Sú sem mér hefur nú
borizt í hendur eftir Leo Buscaglia
gefur ákveðin fyrirheit í formála,
sem er hinn viðfelldnasti. Og ýms
sannindi þar sögð, þótt þau komi
ekki beinlínis eins og þruma úr
heiðskíru lofti. Höfundur spyr,
hvers vegna við séum svona hrædd
við að gefast hvert öðru í einlægri
ást...ef við elskum af einlægni og
látum það í ljós erum við álitin
bamaleg. Að sýna ytri merki gleði
og hamingju fær ýmsa til að halda
að við séum kærulaus og einföld.
Nokkuð til í því.
Bókin skiptist í kafla, sem eru
síðan mismunandi áhugaverðir og
sumir skila sér ekki til íslenzkra
lesenda, að mínu viti. Dæmi um
heldur þunnildislegan kafla er: Að
elska hvort annað:örfá umbeðin
ráð. Þar segir Buscaglia:„Ég hef
aldrei verið mjög hrifinn af ráð-
leggingum. Mín bjargfasta trú er,
að við höfum nú þegar bestu svör-
in fólgin í okkur sjálfum. Allt og
sumt sem til þarf, er að við gerum
okkur grein fyrir þeim og förum
eftir þeim.“ Nokkru síðar fer höf-
undur svo að gefa okkur allar
þessar ráðleggingar, sem hann
kveðst ekki hafa sérlega mikla trú
á. Og mætti ég nefna dæmi: „
Gerðu þér grein fyrir að þú átt
alltaf völina. Og það er undir þér
komið" og „Farðu þér hægt“ og
hið þriðja„Skilnaður, slagsmál og
rifrildi munu aldrei leysa vanda
ykkar; reynið frekar skilning, hlýju
og sveigjanleika.
Ef ekki má kalla svona sjálf-
sagða hluti, veit ég ekki hvað. En
sem betur fer eru bitastæðari
þættir í bókinni. Ástúðarsamband,
Að elska hvort annað með fyrir-
gefningu og í gleði. Á þeim er án
efa eitthvað að græða. Kannski
lesandi þurfi að vera opnari og
jákvæðari. Gagnvart viðfangsefni
höfundar og skoðunum hans. Þær
eru sannarlega jákvæðar. Það er
sjálfsagt mesti plúsinn. Og þýðing-
in er þægileg, en svona texti gefur
sennilega ekki tilefni til mikilla
tilþrifa.
„JOLATILBOÐ
FJOL5KYLDUNNAR
FRA TECHNICS
Komið þið nú blessuð og sæl.
Ég er hljómtækjasamstæðan Z-50 og
er íjólaskapi. Ég er mjög stolt afmér,
enda engin furða. Ég erfrá Technics
og flokkast þar af leiðandi undir alvöru
hljómtæki. Ég er ekki úr plasti. Ég er
ekki sambyggð og hliðarnar á mér eru
ekki fastar við skápinn. Ef þið hafið
áhuga á að heyra hvernig alvöru
hljómtæki hljóma og þar að auki frá
Technics, þá skora ég á ykkur að
koma og hlusta á mig. Nú fæst ég á
sérstöku jólatilboðsverði.
Þið getið fengið mig með einu eða
tvöföldu kassettutæki,og verðið á mér
með hátölurum og skáp er frá
33.340 kr.
m
#JAPIS
BRAUTARHOLT 2 SlMI 27133