Morgunblaðið - 12.12.1986, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986
I l
ÞAÐ VIRÐAST
ALLIR
VERA Á SAMA MÁLI!
Lottó 5/32 hittir beint í mark á íslandi.
Flestir eru líklega með leikreglurnar á hreinu
og farnir að pæla meira í tölunum.
Hver verður lukkulegur á laugardaginn?
Fáðu þér miða við fyrsta tækifæri!
Upplýsingasími: 685111
enda eru þau
þessar mundir.
WjjM au eru sterk og falleg, OREENT QUARTZ
Ep úrin, enda japönsk gæðaframleiðsla.
m m Pú þarfi ekki að leita lengur að góðri gjöfi
það er nánast öruggt að þú finnur það sem þú
hefur í huga meðal þeirra 150 tegunda ORIENT
QUARTZ úra sem um er að velja.
---—. — * fœrðu hjá flestum úrsmiðum,
mest seldu úr á íslandi um
ORIENT
QUARTZ
Góði Davíð, láttu ekki
Sambandið kæfa okkur
eftír Örlyg
Sigurðsson
Reykjavík væri áreiðanlega
hreinasta og besta byggða ból
landsins og víðar ef reykhúsi Sam-
bandsins leyfðist ekki að spúa
eitruðum og menguðum reyk, árið
um kring, yfír okkur íbúa Rauðar-
árstígs og nágrennis. Eftir rúma
tveggja ára búsetu hér við Rauðar-
árstíg, andspænis reykhúsinu, er
þolinmæði mín á þrotum. Skrifstof-
ur Ríkisspítalanna eru í þriggja
hæða höll, sem er næstum sam-
vaxin þessu reykspúandi fyrirtæki.
Frá þessari miklu heilbrigðisstofn-
un hefir mér vitanlega aldrei heyrst
umkvörtun. Þá hefir Framsóknar-
flokkurinn selt sjálfri líknarstofnun-
inni, Rauða krossinum, hótel sitt
hinum megin götunnar. Ekki hefír
heyrst hósti né stuna við þá eignar-
tilfærslu varðandi þessa óþolandi
mengun. Lungu manna í austan-
verðri Norðurmýri og nágrenni
hljóta að verða eins og í tóbaks-
sjúklingum ef ekkert verður að gert.
Heilbrigðisyfírvöld borgarinnar
hafa oft látið fara fram rannsóknir
af minna tilefni. Þefurinn af þess-
ari reykjarsvælu er stundum svo
jrfírþyrmandi, að mig hefir dreymt,
að ég væri að kafna í gasofni útrým-
ingarbúðanna í Auschwitz eða í
kjamorkuverinu í Chemobyl.
Stundum er eins og verið sé að
kæfa og aflífa gamla framsóknar-
hrúta eða verið sé að bægja gömlum
og tryggum framsóknarhetjum frá
soðkötlum uppstillingalistans eins
og Stefáni alþm. Valgeirssyni frá
Auðbrekku. Til dæmis vaknaði ég
við vondan taðreyksdraum nýlega,
þar sem mér fannst sjálfur hæst-
virtur forsætisráðherra og Þórarinn
á Tímanum, Erlendur í Sambandinu
og Halldór, vinur minn, frá Kirkju-
bóli engjast sundur og saman á
sömu spýtunni uppi i ijáfrinu í
reykjarkófí reykhússins handan
götunnar.
Af því að ég veit að þetta em
hinir mætustu menn vonast ég til,
að þessar óhugnanlegu draumfarir
mínar taki á sig fallegri mynd þeg-
ar Davíð borgarstjóri tekur á sig
rögg og leggur blátt bann við slíku
óafsakanlegu athæfí í miðju íbúðar-
hverfí borgarinnar. Margir muna
hvemig fór þegar ísagaverksmiðjan
við Rauðarárstíg sprakk í loft upp
og var ótrúleg heppni, að ekki
skyldu hljótast af ótal dauðaslys.
Hvað sem hver segir er Davíð
vinsælasti borgarstjórinn í saman-
lagðri sögu Reykjavíkur sakir
fijálslegrar framkomu og fmmlegr-
ar fyndni. Þannig gerður var líka
vinsælasti borgarstjóri New York-
borgar þegar ég dvaldist fyrir
vestan á stríðsámnum. Hann hét
Fiorello (Litla blómið) La Gardia.
Hann sat aldrei eins og steinmnn-
inn embættisdrumbur í sama skrif-
stofustólnum, heldur stjómaði hann
borginni á ferð og flugi í gegnum
talstöð í aftursæti borgarstjórabíls-
ins. Davíð myndi kynnast mörgu
betur af eigin raun ef hann hefði
stundum sama háttinn á. Þá myndi
hann ábyggilega fá óvæntan taðr-
eykinn fyrir bijóstið, ef hann ætti
leið um Rauðarárstíginn í réttri
vindátt. Eitt er víst, að vinsældir
Davíðs myndu stórlega aukast ef
hann kæfði reykinn til frambúðar
í þessu óforbetranlega reykjarhverfí
Reykjavíkur. Þá yrðu draumar okk-
ar ólíkt fegurri og skemmtilegri
þegar við hættum að hrökkva upp
um miðjar nætur og öskra í ofboði:
Er ég að kafna í gasklefa í Ausch-
witz, eða kjamorkuverinu í Chemo-
byl, eða í reykhúsi Sambandsins við
Rauðarárstíg?
Starfsfólk í veit-
ingahúsum:
Samningamir
samþykktir
samhljóða
FUNDUR Félags starfsfólks í
veitingahúsum, sem haldinn
var á Hótel Esju á miðviku-
dag, samþykkti einróma
nýgerðan kjarasamning ASÍ
og VSÍ. Að sögn Sigurðar
Guðmundssonar, formanns
félagsins kom fram almenn
ánægja með samkomulagið.
Tvo undanfarna kjarasamn-
inga hefur félagið fellt, og
gert sérsamninga við vinnu-
veitendur.
Sigurður sagði fundinn hafa
verið vel sóttan. „Það vekur at-
hygli að þessu sinni að hver einasti
launataxti félagsins var fyrir neð-
an þau mörk lágmarkslauna sem
ákveðin voru í þessum samning-
um,“ sagði Sigurður.
ÞURÍÐUR PÁLSDÓTTIR
OG
JÓNÍNA MIKAELSDÓTTIR
árita bók sína
LÍF MITT OG GLEÐI
í versluninni milli kl. 4 og 6
í dag, föstudaginn 12. des.
Sendum áritaðar
bækur í póstkröfu
Bókabúð
.M ALS & MENNING AR.