Morgunblaðið - 12.12.1986, Page 22

Morgunblaðið - 12.12.1986, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 Þegar míkróprósess- or breyttist í örgjörva Morgunblaðið/Bjami Sigrún Helgadóttir tölfræðingur og ritstjóri Tölvuorðasafns. HVAÐ þýðir setningin „örfor- ritaður örgjörvi fyrir forritun- armálið ADA“? Þessi setning mun hafa sést í skýrslu Rann- sóknarráðs riksins yfir veitta styrki og sjálfsagt finnst sum- um hún ekki vera á íslensku og sé því merkingarlaus. En þeir sem vinna við tölvur og forritun telja setninguna vera góða og gilda íslensku og vilja miklu heldur nota hana en „microprogrammed microproc- essor for the programming language ADA“ upp á ensku. Töluverð umræða hefur orðið um þróun íslenskrar tungu sam- fara örum breytingum bæði á tækni og vísindum og þjóðfélag- inu. Talað er um stofnanamál sem sé óskiljanlegt venjulegu fólki, og sérfræðimál sem engir skilji nema sérfræðingarnir. En í röðum sér- fræðinganna er það viðhorf ríkjandi að nauðsynlegt sé að gefa nýjum hugtökum íslensk heiti jafnóðum og þau verða til. Þótt nýju orðin virki framandleg í fyrstu verði tæknifólk að fá að tala um nýja tækni á íslensku ef halda á áfram að tala íslensku í landinu og það sé alls ekki nauð- synlegt að allir þurfi að skilja allt sem sagt er. Annað séu hreinlega fordómar. Og einnig er bent á að mörg orð og hugtök, sem nú eru íslendingum eðlileg, eins og t.d. orðið tölva, hafi fyrir ekki löngu þótt undarleg og óþjál. Á þessari skoðun er Sigrún Helgadóttir tölfræðingur og for- maður Orðanefndar Skýrslu- tæknifélags íslands. Hún er nú að ganga frá nýrri útgáfu Tölvu- orðasafns sem væntanleg er um miðjan desember og verður þriðja bókin í ritröð íslenskrar mál- nefndar. Í þessari nýju útgáfu er byggt á skrá um gagnavinnsluorð frá Alþjóðasambandi staðlastofn- ana. í bókinni verða tæplega 2600 hugtök og fylgja þeim um 3100 íslensk heiti og nær 3400 ensk. „Frumkvæðið að söfnun tölvu- orða hefur fyrst og fremst verið Morg’unblaðið ræðir við Sig- rúnu Helgadóttur um væntanlegt Tölvuorðasafn hjá Skýrslutæknifélagi íslands," sagði Sigrún Helgadóttir þegar Morgunblaðið ræddi við hana um Tölvuorðasafnið. Félagið var stofnað 1968 og er félag áhuga- manna um tölvutækni og gagna- vinnslu. Félagið setti fljótlega á stofn orðanefnd sem sendi frá sér stutta orðaskrá með um 140 hug- tökum en 1974 sendi nefndin frá sér tölvuprentaðan orðalista. Nefndin var endurskipulögð 1978 og ég gerðist formaður. Þá ákváð- um við að byggja á alþjóðlegum staðli um gagnavinnsluorð. Árið 1983 gáfum við síðan út lítið kver sem í eru 700 hugtök og um 1000 orð á ensku og íslensku og öll sú bók var unnin í sjálfboðavinnu. Þessi bók seldist ekki sérlega vel, en ég held að hún hafi haft sín árhrif. Mér fannst fólk taka henni fegins hendi, sérstaklega þeir sem kenna, skrifa og þýða tölvumál. Það var hinsvegar ljóst að bókin var allt of lítil og við í orðanefndinni byrjuðum hálfu ári síðar að halda fundi og í millitíð- inni tókst mér að gerast áheymar- fulltrúi hjá tækninefnd Alþjóða staðlasambandsins og fæ því allt efni frá þeirri nefnd í hendumar jafnóðum og það er unnið. Ef fylgst er vel með störfum tækni- nefndarinnar sést vel þróunin í tækninni. Nefndin setur saman skilgreiningar á hugtökum og mér sýnist að ef hugtökin eru ekki skilgreind þar fínnast hvergi ann- arsstaðar almennilegar skilgrein- ingar." Vikulegir orða- leitarfundir Sigrún var ráðin árið 1985 af stjóm Skýrslutæknifélagsins til að vinna að útgáfu nýs tölvuorða- safns í samvinnu við Orðanefnd Skýrslutæknifélagsins. í Orða- nefndinni áttu sæti Baldur Jóns- son prófessor, Þorsteinn Sæmundsson stjömufræðingur, Öm Kaldalóns kerfisfræðingur og Sigrún. íslensk málnefnd lagði til húsnæði og aðra aðstöðu. Orða- nefndin hélt vikulega fundi og þýddi orð og skilgreiningar. Einn- ig vom kallaðir til sérfræðingar á ákveðnum sviðum tölvutækninnar til ráðgjafar. Aðrir vom fengnir til að lesa yfir prófarkir og þá kom í ljós hvort skilgreiningar vom rangar eða orð ónothæf. Athuga- semdir vom yfírfamar síðastliðið sumar og „vondum" orðum breytt og skilgreiningar á hugtökum betmmbættar ef þurfa þótti. Galdurinn er að finna gegnsæ orð „Galdurinn er,“ sagði Sigrún, „að finna heiti sem em helst lýs- andi og „gegnsæ" í þeim skilningi að hægt sé að ráða af þeim við hvað er átt. Orð mega í það minnsta ekki vera villandi og sá sem hefur einhveija hugmynd um á hvaða hugtaki viðkomandi orð er heiti sættir sig við það. Þannig er til dæmis með orðið „mótald". Þetta er þýðing á enska orðinu „modem" sem er notað um tæki til að tengja saman tölvutæki um símakerfið. Orðið modem er stytt- ing á orðinu modulator-demodul- ator sem er notað um tæki til að móta og afmóta merki. Orða- nefndinni datt í hug að endurvekja endinguna -ald, samanber kerald og gímald, og kalla þetta tæki mótald. Þetta þótti hálf spaugilegt orð í fyrstu en nú hefur það verið viðurkennt af Pósti og síma. Annað dæmi er orðið „gjörvi" sem er þýðing á „processor". Handhægast hefði sjálfsagt verið að nota orðið „prósessor" svipað og prófessor en það hefði verið of ódýr lausn að okkar dómi og því var stungið upp á orðinu gjörvi sem er dregið af sögninni að gera og þessu orði hefur verið vel tek- ið.“ 0 Islenskan er ekkert sparimál Sumum þykir ef til vill að með útgáfu Tolvuorðasafnsins sé verið að reyna verulega á þanþol máls- ins með því að hella út í það á annað þúsun nýjum og framand- legnm orðum og hugtökum á skömmum tíma. Hvað finnst Sig- rúnu um það? „Það er ekki spuming um hvort þetta er gott fyrir málið eða ekki. Við fáum þessa nýju tæknibylgju yfir okkur hvort sem okkur líkar betur eða verr. Valið stendur um hvort við viljum tala íslensku eða ekki. Ef við viljum tala íslensku verðum við að þýða þessi orð; annars tölum við bara ensku. Ef Norðmenn eru hafðir til hliðsjónar þá búa þeir t.d. til orð eins og við. Danir og Svíar vinna sér þetta auðveldar og breyta sumum orð- um lítið frá enskunni, sérstaklega ef orðin byggja á latneskum stofn- um. Við höfum aldrei leyft okkur að gera slíkt í íslensku. Ef við ætlum að halda áfram að tala íslensku verðum við að aðlaga málið nýjum fræðigreinum og nýrri tækni og til þess verðum við að búa til ný orð eða nota gömul orð á nýjan hátt. Það er ekki hægt að hafa íslenskuna aðeins sem sparimál fyrir bókmenntir." — Þar sem tækniþróun er svo ör sem raun ber vitni, verða menn þá ekki að hafa hröð handtök til að halda þessari stefnu til streitu? „Þetta er vissulega vandamál og raunar er það spuming um hver á að framkvæma slíkt. Það er engin opinber stofnun til sem ber ábyrgð á málþróun af þessu tagi og engir sjóðir sem hægt er að sækja um styrki úr til þessa starfs. Það eru helst einkafyrir- tæki sem styrkja þessa starfsemi. Tölvufyrirtækin hafa sýnt þessu mikinn áhuga. Þau sjá sér hag í að svona verk sé unnið því til að geta selt tækni- og hugbúnað þurfa þau að geta lýst honum og talað um hann á íslensku. Menn kaupa frekar forrit sem eru íslensk eða með íslenskum leið- beiningum." - Hvað líður langur tími þar til nýia Tölvuorðasafnið verður úrelt? „Það er erfítt að segja. Sumt verður kannski orðið úrelt eftir árið, og sumt er þegar orðið úr- elt; er aðeins í bókinni af söguleg- um ástæðum. En það má búast við að fljótlega bætist eitthvað við af hugtökum og þá þarf að stækka bókina. Það er nauðsynlegt að halda þessu starfi áfram og eins þarf fólk að geta leitað til einhvers eftir upplýsingum og ráðlegging- um um málnotkun við tölvutækni. Svona verk þarf auðvitað að end- umýja á 2 til 3 ára fresti en það sem fyrir okkur vakti nú var að vinna ákveðið grunnverk. I því er grunnorðaforðinn í alþjóðlegri tölvutækni og við reyndum að taka sem flest með. Ef þessi orða- forði er notaður er hægt að búa til sérhæfðari verk upp úr grunn- orðasafninu, fyrir t.d. skólaböm, ritvinnnslu og hvað sem vera skal,“ sagði SirrTún Helgadóttir. Myiidarles Jolakort Jólakortin bera innilegar jólakveðjur til ástvina um allan heim. Falleg og persónuleg Ijósmynd með jólakortinu gefur kveðjunni meira gildi —. **e mnÞi FRAMKÖLUJN ánægjulegra. 1 wA nvi MM IV* wtr% %jrg Við bjóðum jólakort með stórri litmynd (10x15 sm), eftir þinni fyrirmynd og með nœgu plássi inni i fyrir ,jtóra“ jólakveðju. Kort, mynd og umslag kostar 30 kr. (aiaii AUSTURSTRÆTI 22 • S. 621350 Fimm höggmyndir á hringferð um Norðurlönd í MÆÐRAGARÐINUM í Lækjar- götu hefur verið komið upp höggmynd eftir danska lista- manninn Palle Lindau. Högg- mundin mun standa í garðinum i þrjá mánuði, en þá verður skipt um verk og kemur hingað högg- mynd eftir Harry Kivijarvi frá Finnlandi. Fimm höggmyndir frá mynd- höggvarafélögum allra Norðurland- anna em á hringferð milli höfuðborganna fímm, og verður hvert verk í þijá mánuði á hveijum stað. Það er norska höggmyndarafé- lagið sem átti hugmyndina að þessum skiptum og hefur skipulagt samstarf milli Norðurlandanna, út- vegað styrk frá Norræna menning- armálasjóðnum, samið um flutninga og gefið út sýningarskrá um verkin og listamennina. Listamennimir em: Arne Vinje Gunnemd frá Noregi, Bjöm Selder frá Svíþjóð, Harry Kivijarvi frá Finnlandi, Palle Lindaus frá Danmörku og Hallsteinn Sig- urðsson frá íslandi. „Stefnumót af tilviljun undir yfirborði jarðar“ nefnist þetta verk danska listamannsins Palle Lindau.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.