Morgunblaðið - 12.12.1986, Page 23

Morgunblaðið - 12.12.1986, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 23 Norrænt lög-- fræðinga- þing 1987 ÞRÍTUGASTA og fyrsta norræna lögfræðingaþingið verður haldið í Helsingfors dagana 19.-21. ágúst 1987. Á þinginu verða til umræðu margvisleg lögfræðileg viðfangsefni, þ. á m. um sam- norræna löggjöf og túlkun henn- ar, skaðabætur vegna ófyrirsjá- anlegs tjóns eftir að bætur eru ákveðnar, um hæfilega ákæru- hætti, lögfræðileg vandamál í tengslum við starfsemi erlendra banka á Norðuriöndum, ábyrgð á ráðgjöf í skattamálum. Ennfremur um félagasamtök á vinnumarkaðinum og meðlima þeirra, endurskoðun gerðardóma fyrir dómstólum, um hættulega sjúkdóma og lögfræðivandamál sem þeim tengjast og um refsiábyrgð opinberra starfsmanna. Tveir íslenskir framsögumenn verða á fundinum, þeir Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari sem ijallar um efni er varðar gildi mannréttinda- sáttmáia á sviði löggjafar og dómstólaúrlausna, og Magnús Thoroddsen hæstaréttardómari fjallar um verkefni æðstu dómstóla þjóðar sérstaklega að því er varðar mótun fordæma. Umræðuefni á lokafundinum nefnist lögfræðingar og stjómarskrár. Meðal þátttak- enda í umræðum verður dr. Gunnar Schram prófessor. Fyrsta norræna lögfræðinga- þingið var haldið í Kaupmannahöfn 1872. Em þingin haldin þriðja hvert ár, en þinghald hefur þó fallið niður á styijaldartímum. í sýóm íslandsdeildar norrænu lögfræðingaþinganna eiga sæti^ dr. Armann Snævarr formaður, Ámi Kolbeinsson ráðuneytisstjóri, Bald- ur Möller fv. ráðuneytisstjóri, Benedikt Blöndal hæstaréttarlög- maður, Bjöm Sveinbjömsson fv. hæstaréttardómari, Guðmundur Ingvi Sigurðsson hæstaréttarlög- maður, Guðrún Erlendsdóttir hæstaréttardómari, Gunnar Schram prófessor, Gunnlaugur Claessen ríkislögmaður og Hrafn Bragason borgardómari. (Préttatilkynnín^ frá fslandsdeild) TJöföar til XJL fólks í öllum starfsgreinum! BÓK SEM STENDUR UNDIR NAFNI VAKA' ijdoofeU við cillra hæfi Fjölbreyttasta og viðamesta bók sem komið hefur út á íslensku um drykki. Einar Örn Stefánsson þýddi og staðfærði bókina í samráði við ýmsa sérfræðinga, þekkta sælkera og barþjóna. í þessari bók eru svo sannarlega drykkir við allra hæfi, áfengir og óáfengir. Auk margvíslegs fróðleiks og góðra ráða af ýmsu tagi, eru í bókinni uppskriftir að um 260 drykkjum þ.á m. ýmsum íslenskum verðlaunadrykkj u m Barþjónaklúbbs íslands. Þetta er bók sem stendur undir nafni. Heimilistæki hf. vill minna á að hjá okkur er eitt mesta úrval landsins af nytsömum jólagjöfum Handþeytarar frá Philips. Verð frá kl. 1.794,- Brauðrist frá Philips. Verð frá kr. 2.250,- 2ja bolla Philips-kaffivélin. Aðeins kr. 1.490,- Heimilistæki hf Hafnarstræti 3, sími 20455 Philips- kaffivélin. Verð kr. 2.748,- Hraðgillið frá Philips. Verð kr. 9.516,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.