Morgunblaðið - 12.12.1986, Síða 24

Morgunblaðið - 12.12.1986, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. DESEMBER 1986 Sala Borgarspítalans: Hvers vegna vilja starfsmenn ekki að Borgarspítalinn verði seldur? eftír Sigrúnu Knúts- dóttur Það hefur ekki farið fram hjá neinum, að miklar umræður hafa verið meðal starfsmanna Borg- arspítalans og annarra undanfama daga um væntanlega sölu spítalans til ríkisins. Við starfsmenn höfum velt því fyrir okkur, hvaða máli þessi sala skipti okkur, hvort það breyti einhvetju hvort við heyrum undir borgina eða ríkið. Hafa heyrst raddir um það, að það skipti kannski ekki máli, launin séu hvort sem er þau sömu, enda greidd af ríkinu. Borgarstjóri hefur fullvissað okk- ur um, að öll réttindi starfsfólks yrðu þau sömu og þau eru nú. Ég vænti þess, að þar með séu talin lífeyrissjóðsréttindi okkar. Hér er um að ræða nokkur hundruð milljónir, sem Reykjavíkurborg þarf að ábyrgjast að flyttust með okkur til ríkisins. Ég vænti þess líka, að eignir starfsmanna í orlofsheimila- sjóði Starfsmannafélags Reykjavík- ur og réttindi í Endurmenntunar- sjóði flyttust með okkur til ríkisins, auk annarra réttinda. Þetta breytir þá kannske engu — eða hvað? Nei, þetta breytir engu í launum og réttindum starfsfólks, en samt breytir þetta öllu. Við erum nefnilega ekki að mót- mæla sölu spítalans vegna eigin launa og réttinda, við erum að mótmæla vegna þess, að við viljum að spítalinn haldi áfram að vera sjálfstæð stofnun, eign Reyk- víkinga. Við erum nefnilega stolt af spítal- anum og því starfí, sem þar fer fram. Við teljum, að því starfi sé stefnt í hættu, ef spítalinn verður seldur og síðast en ekki síst teljum við að þjónustan við sjúklingana verði stórlega skert, ef spítalinn verður sameinaður Ríkisspítölum. Okkur hrís hugur við því, að spítalinn verði seldur ríkinu og telj- um, að með því verði spítalinn algerlega ósjálfstæð eining innan ríkisspítalageirans. Skv. lögum skal stjóm sjúkrahúsa í eigu ríkisins vera falin 7 manna stjómarnefnd Ríkisspítalanna. Sú nefnd er þannig skipuð, að starfsmannaráð Ríkisspítalanna tilnefnir 2 menn, Alþingi 4 menn og ráðherra skipar einn mann, sem skal vera formað- ur. Formönnum læknaráða og hjúkrunarforstjórum sjúkrahúsa skal heimilt að sitja stjómarfundi með tillögurétt og málfrelsi. Hér emm við að tala um mikla miðstýr- ingu heilbrigðismála, þar sem tvö stærstu sjúkrahús landsins em komin undir einn hatt. Ég tel samsetningu stjómar Borgarspítalans hins vegar skyn- samlega, en í henni eiga sæti 2 fulltrúar tilnefndir af Starfsmanna- ráði spítalans og 3 kjömir af Heilbrigðismálaráði Reylq'avíkur. Ég tel, að með slíkri samsetningu tryggjum við betur að fagleg sjón- armið um málefni spítalans nái fram að ganga og að stjómmála- skoðanir ráði ekki alfarið ferðinni. Okkur hefur fundist stjórn Borg- arspítalans yfírgripsmikil, þrátt fyrir að þeir, sem sitja í þeirri stjóm, þekki vel til mála spítalans. Ég hugsa því með skelfíngu til þess, ef stjóm Ríkisspítalanna á að taka að sér stjóm Borgarspítalans. Ef sú stjóm á að reyna að taka mál- efnalega afstöðu til mála, sem hún hefur engar forsendur til að geta fjallað um af þekkingu. Slík stjóm hlýtur að hafa allt of mikið á sinni könnu. Ég tel, að mannleg tengsl milli stjómar og starfsmanna hljóti að fara forgörð- um og það verði langsótt fyrir starfsfólk að koma málum á fram- færi við stjómina. Slíkt má aldrei verða. Við verðum að tryggja sjálfstæði spítalans með öllum ráðum til að hindra slíkt stjómskipulag. Sigrún Knútsdóttir „Starfsmannaráð Borg- arspítalans vill beita öllum ráðum til að tryggja sjálfstæði spítalans og til að hindra að hann fari undir stjórnarnefnd Ríkisspítalanna.“ Gouda Vönduð og falleg kerti aðeins unnin úr dýra- og jurtafeiti. 10% stearin beint frá Hollandi. '>//■ w ilfe > >*&" V xV', wmm mgmiii VERÐTAFLA Stœrð cm isl. rauftgr. kr. fsl. rura kr. 100-125 540,- 700,- 126-150 765,- 1.000,- 151-175 1.030.- 1.300,- 176-200 201-250 1.380,- 1.800.- Danskur þinur kr. \Wh. __+\o RÖ p&v.t&' v! /y; r. liVTS Cvfí'orý'a 09 Le?p!,nita y»*ur! ”|f|? > korr>aogske. ^okkar a I ’S-^SSh. *. 'i%k alanka m. *-sasC F % m. Borgarspítalinn er orðinn stórt bákn og með útibúum er hann næstum að svipaðri stærð og Landspítalinn. í skýrslu Bjöms Friðfínnssonar og Eggerts Jónsson- ar um rekstur spítalans, sem mikið hefur verið fjallað um að undan- fömu, kom einmitt fram að skyn- samlegt gæti verið að skipta Borgarspítalanum niður í smærri rekstrareiningar til þess að bæta reksturinn og bæta rekstrarvitund starfsmanna. Get ég vel tekið undir þessar hugmyndir þeirra. Það skýtur því skökku við, að ætla að skella Borgarspítalanum saman við jafnstórt bákn og Lands- pítalinn er til að hagræða og bæta reksturinn, og er þetta í algerri mótsögn við hugmyndir þeirra fé- laga um bættan rekstur. Rætt hefur verið um kosti og galla daggjaldakerfisins og kosti og galla fastra fjárlaga. Við vitum, að vísitala sjúkrahússkostnaður og þar með daggjöld hafa ekki hækkað í neinu samræmi við alm. verðlags- hækkanir, en með því að lagfæra daggjaldakerfíð yrðu útgjöld Reykjavíkurborgar vegna Borg- arspítalans engin. Éins og fram kom í grein Gunn- ars Sigurðssonar yfírlæknis Lyfja- deildar í Morgunblaðinu sl. laugardag er daggjaldakerfíð a.m.k. afkastahvetjandi kerfí en ekki letjandi, eins og föst fjárlög eru, þar sem það borgar sig að hafa sem fæsta sjúklinga og veita sem minnsta þjónustu. Ég vil því skora á borgarfulltrúa Reykjavíkur að standa vörð um Borgarspítalann með okkur starfs- mönnum, standa vörð um hann sem sjálfstæða eign okkar Reykvíkinga. Stjóm spítalans hefur ítrekað farið fram á leiðréttingu daggjalda- kerfisins og þið, borgarfulltrúar, eruð fólkið, sem getur barist fyrir því. Styðjið okkur í því að leiðrétta það kerfí. Með því móti tryggjum við rekstraraflcomu spítalans, tryggjum tilverurétt hans, með því forðumst við miðstýringu heilbrigð- ismála. Ég skora á þingmenn Reykjavík- ur að styðja þetta mál, að fresta því að setja Borgarspítalann á föst flárlög, að kaupa ekki Borgarspítal- ann. Það er ekkert, sem bendir til þess, að rekstur yrði betri með því móti. Ef þessi mál ná ekki fram að ganga og meirihluti þingmanna er samt á því, að spítalinn fari á föst ijárlög og að spftalinn verði keyptur af rfkinu, þrátt fyrir mótmæli okkar og rök gegn því, þá skora ég á þing- menn að standa vörð um sjálfstæði spftalans, að hann fari ekki undir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.